Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 24
76 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Árangur íslenskra nemenda hefur mikið verið í umræðunni. Kennarar verðlauna sig og nemendur „Kennurum er í rauninni frjálst að verðlauna sig og nemendur sína með léttum prófum. Aðhalds- leysið leiðir til spillingar í náms- stefnu og námsmati." Birgir Sigurðsson rithöfundur, í DV. Blórabögglar „Fólk þarf alltaf að finna ein- hvern blóraböggul og það er bent á kennara sem þá seku.“ Eiríkur Jónsson, form. Kennara- sambandsins, í Alþýðublaðinu. Sjóferð án sjóveiki „Þetta var eiginlega eins og Gullfossferð - án þess að verða sjóveikur." Karólina Lárusdóttur myndlistar- maður um viðtökur við sýningu hennar, í Morgunblaðinu. Frost um allt land 965 mb lægð á Norðursjó hreyfist norður, en hæðarhryggur fyrir vest- an land hreyfist hægt austur á bóg- inn. Við Hvarf er að myndast lægð sem mun þokast norðaustur. Veðrið í dag í dag verður norðankaldi, en læg- ir er líður á daginn, fyrst vestan- lands. Léttskýjað sunnan- og vestan- lands og léttir einnig til norðvestan- lands síðdegis, en minnkandi élja- gangur á Norðaustur- og Austur- landi. Frost 1 til 10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðankaldi og síðar hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 1 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.42 Sólarupprás á morgun: 10.56 (CUIIU Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.08 Árdegisflóð á morgun: 1.58 Veórið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Akurnes heióskírt -2 Bergstaöir skýjaö -3 Bolungarvík alskýjaö -4 Egilsstaöir skýjaö -4 Keflavíkurflugv. léttskýjaö -2 Kirkjubkl. léttskýjaö -3 Raufarhöfn snjóél -3 Reykjavík léttskýjaö -2 Stórhöföi léttskýjaö -2 Helsinki þokumóða 2 Kaupmannah. rigning 5 Ósló rigning 3 Stokkhólmur rign. á síö.kls. 4 Þórshöfn skúr 5 Amsterdam léttskýjaó 7 Barcelona rign. á síö.kls. 8 Chicago léttskýjaó -6 Frankfurt rign. á síö.kls. 8 Glasgoui skýjaö 5 Hamborg súld á síó.kls. 7 London heöiskírt 4 Los Angeles Madrid skýjaö 7 Malaga heióskírt 6 Mallorca skýjaö 10 París alskýjaö 7 Róm heiöskírt 1 Valencia þokumóóa 7 New York Orlando þokumóóa 12 Nuuk rigning 2 Vín skýjaö 1 Washington Winnipeg Ummæli Uppvaxandi kynslóðin „Við sem erum uppvaxandi kynslóð eigum til dæmis enga möguleika á þvi að hasla okkur völl innan sjávarútvegs, nema sem launamenn hjá einhverjum sem fengu úthlutað kvóta við upp- töku kerfisins eða að okkur tæm- ist arfur.“ Dagur B. Eggertsson háskólastúd- ent, i Alþýðublaðinu. Notum vöðvana ef þarf „Við fórum áfram á baráttunni og notum vöðvana ef með þarf.“ Bjarki Sigurðsson handbolta- kappi, í Morgunblaðinu. Fánar Elsti fáni sem vitað er um er talinn frá 3000 f.Kr. Hann fannst árið 1972 i Khabis 1 íran. Hann er úr málmi, 23x23 cm að stærð, og á honum er mynd af erni, tveimur Ijónum og gyðju, þremur konum og nauti. Elstu þjóðfánar sem nú eru í notkun eru taldir vera fánar Danmerkur, Möltu, Japans, Sri Lanka og Mali. Stærsti fáni i heimi, bandaríski fáni hinn mikli, var fyrst sýndur almenningi í Evansville í Indiana 2. mars 1980. Hann er 125x64 metr- ar að stærð og vegur 7 tonn með öllum búnaði. Fáninn var dreginn upp á Verrazano Narrows brúnni í New York 4. júlí 1981. Stærsti fáninn sem dreginn hefur verið að húni er brasilíski þjóðfáninn, 70x100 metrar að stærð, í höfuð- borginni Brasiliu. Blessuð veröldin Flugeldar og knöll Stærsti flugeldur sem fram- leiddur hefur verið var Universe I, part II, sem skotið var upp á Toya-hátíðinni í Hokkaido í Japan 15. júlí 1988. Hylkið vó 700 kíló og þvermál þess var 139 sentímetrar. Við sprenginguna breiddist út skrauteldakróna í fimm litum, 1200 metrar í þvermál. Lengsta flugelda- og knallsýn- ing sem sett hefur verið á svið var í Malasíu 20. febrúar árið 1988. Sýningarsamstæðan var 5723 metrar að lengd og í henni voru 3,35 milljón knöll og 666 kíló af púðri. Sýningin stóð í niu og hálfa klukkustund. Jóhann G. Jóhannsson, myndlistar- og tónlistarmaður: Að nálgast tónlistina eins og myndlist „Eg var að ljúka þátttöku i sam- sýningu sem hét Myndlist + 4 og svo var ég þátttakandi í myndlist- arkynningu í Keflavík sem var á vegum verslunarinnar Persónu. Nú tekur við sýning í veitingahús- inu Argentínu í tilefni Jólaævin- týris Argentinu. Öll málverkin sem ég sýni þar eru máluð á þessu ári. Ég hef verið í samstarfi við Argentínu í nokkum tíma í sam- starfsverkefninu List og Lyst og undir þessu nafni var haldin sýn- ing í fyrra, bæði vor og haust, sem tókst mjög vel og var þar tengd saman matarlyst og myndlist," segir Jóhann G. Jóhannsson sem þessa dagana er að undirbúa sýn- ingu sína í veitingahúsinu Argent- inu. Maður dagsins Jóhann G. Jóhannsson, sem er ekki síður þekktur tónlistarmaður en myndlistarmaður, stendur einnig í stórræðum á því sviði: „Ég hef verið við nám í Tónlistar- skóla Kópavogs í tölvutónlist. Þetta nám gjörbreytir allri tónlist- arsköpun hjá mér og gefur mögu- leika að nálgast tónlistina eins og myndlist, það er að segja að ég get unnið útsetningar og vinnslu á Jóhann G. Jóhannsson. þeim lögum sem ég er með í huga til að sjá hvemig þau virka. Það er oft að farið er í stúdíó og unniö eitthvað. Síðan kemur í ljós að þaö hefði verið betra að vinna lagið öðruvísi en upptökukostnaður leyfir ekki slíkt þannig að oft hef- ur verið gefið út efni sem betur hefði verið að þróa en í tölvur em til forrit sem bjóða einmitt upp á mjög skemmtilega möguleika í að þróa tónverk." Jóhann sagðist verða fimmtug- ur á næsta ári og þá stæði nú ým- isleg til: „Það er ætlun mín á þessu afmælisári mínu að einbeita mér að stórri sýningu sem ég held annaðhvort í lok ársins eða næsta ár. Þar ætla ég að tengja saman með óvenjulegum hætti myndlist og tónlist, flytja tónverk við ákveðna ph-amída sem ég er að vinna í myndlistinni. Þá veröur gefið út á geislaplötu eitthvað af eldra efni mínu og svo hef ég full- an hug á að gefa út nýtt efni.“ Jóhann sagði aðspurður að það hefði orðiö breyting á myndlist hans frá því hann hélt sína fyrstu sýningu: „Maður gerir sér varla grein fyrir þeim breytingum nema skoðaður sé ferillinn. Það sem ég hef aðallega verið að glíma við núna eru hugræn áhrif frá ís- lenskri náttúru og má til gamans geta að á síðustu myndum mínum finnst mér merkilegt eftir á að tvær myndfr í sjö mynda seríu sem verður til sýnis í Argentínu gætu nánast verið málaðar undir áhrifum frá þeim umbrotum sem urðu í Grímsvötnum en þær voru málaðar fyrr, eða í byrjun sept- ember. Ég get ekki útskýrt af hverju ég fór að mála umbrot og eldgos, þetta varð bara til hjá mér. En það er eins í myndlistinni og tónlistinni, hugmyndir detta í mann og það er ekki fyrr en eftir á sem maður gerir sér grein fyrir hvað var verið að kljást við. -HK Fimm leikir í 1. deild í hand- boltanum Það verða örugglega margir áhugamenn um íþróttir límdir við sjónvarpsskerminn í kvöld en leikin verður síðasta umferð í riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og verða tveir leikir sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. íþróttir Á innlendum vettvangi er það handboltinn, en fimm leikir eru í 1. deild hjá körlum í handbolt- anum í kvöld. í Garðabæ leika Stjaman og HK, tveir leikir eru í Hafnarfirði, Haukar taka á móti Fram í íþróttahúsinu, Strand- götu í Hafnarfirði, og í Kaplakrika fá FH-ingar í heim- sókn efsta lið deildarinnar, Aft- ureldingu, á Selfossi keppa heimamenn við Gróttu og í Vest- mannaeyjum eigast við ÍBV og KA. Allir leikirnir hefiast kl. 20.00. Einn leikur er í 1. deild kvenna, á Akureyri keppa ÍBA og Fylkir kl. 20.00. Gamalt og nýtt í gönguferð í kvöld stendur Hafnargöngu- hópurinn fyrir gönguferð frá Hafharhúsinu kl. 20. Gengið verður eftir strandstignum inn í Rauðarárvík og upp að gömlu Gasstöðinni viö Hlemm. Þaðan verður farið kl. 20.30 niður Laugaveg og bankastræti, eftir Austmstræti og Aðalstræti og inn á Vesturgötu. Gönguferðinni Utivera lýkur við Hafnarhúsið. Á leið- inni verða skoðaðar götuskreyt- ingar og litið í búðarglugga. Þá verður litið á auglýsingar í Raf- skinnu í Skemmuglugganum og kaffikerlingamar i gamla Kaabershúsinu. Að lokum verð- ur stansað við jólabjölluna fyrir framan Raforku. Allir eru vel- komnir 1 ferð með Hafnargöngu- hópnum. Bridge Danmörk spflaði gegn Indónesíu í undanúrslitum Ólympíumótsins í bridge í opnum flokki og áhorfendur hafa sjaldan orðið vitni að annarri eins dramatík. Fylgst var með leiknum á sýningartöflu og Danir voru 11 impum undir í leiknum þegar kom að síðasta spilinu. Indónesarnir höfðu ekki náð góðum árangri á NS-spilin, norður hafði opnað á einu grandi, austur hindrað á þremur hjörtum og sögnum lauk á þremur gröndum suðurs. Sagn- ir gengu þannig á sýningartöflrmni, norður gjafari og allir á hættu: * ÁK1082 * 64 •f ÁD5 * Á97 N V A S é 8 G1062 * * D654 Norður Austur Suður Vestur Koch Lasut Auken Manoppo 1 * pass 2 Grönd pass 3 * 3* 34 pass 4 u pass 4 Grönd pass 5 ♦ pass 5 Grönd pass 6* pass 7* p/h Tvö grönd voru áhugi á meira en út- tekt og þrjú lauf lýstu jafnskiptri hendi og meira en lágmarki. 3 spaðar lofuðu spaða og einspili í laufi, fiögur hjörtu voru spurnarsögn og 4 grönd lofuðu hjartaásnum. Fimm tíglar spmðu áfram og 5 grönd lofuðu tígulkóngi og trompdrottningu. Mikil fagnaðarlæti brutust út í salnum þegar Auken stökk í 7 spaða því Danir græddu 16 impa á ákvörðuninni. En þegar skorblöðin voru borin saman kom í ljós að mistök höfðu orðið við skráningu skýrenda og leikurinn endaði hnífiafn. ísak Öm Sigurðsson. ♦ G * KG108753 ♦ * 973 * D9 * G63

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.