Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 8
8 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 í ! ; í; ŒNWOOS Ávaxta- nn ’éé Ávaxta- og arænmetisDressa d ^KENWOOD* í * ^ Kaffikanna 10 bolla%# f;KENWOOD!*k Djúpsteikinaar- J# y.« POttur, 1L f* *>kenwood;* Hárblásari jf-* „ *KENWOOD** Rafmagnshnífur 'l< ENWOODV Rafmagnspanna Ihi; ámmm Tveir týndu lifi og tugir slösuðust í sprengjutilræði í París í gær: Farþegar ruddust al- blóðugir út úr lestinni Frönsk stjórnvöld hafa gripið til gifurlegra öryggisráðstafana eftir að tveir menn týndu lífi og sjötíu og níu særðust, þar af sjö alvarlega, í sprengjutilræði á jarðlestastöð í miðborg Parísar síðdegis í gær. Verksummerki benda til að alsírsk- ir bókstafstrúarmenn hafi verið að verki, þótt enn hafi enginn lýst ábyrgð tilræðisins á hendur sér. Sprengjan sprakk í fjórða vagni RER úthverfahraðlestar sem var að koma inn á Port Royal jarðlestastöð- ina laust eftir klukkan 18 að staðar- tíma í gær. Sprengjan var innan í 15 kílóa gaskút sem hafði verið fylltur með nöglum, ekki ósvipað þeim sem alsírskir bókstafstrúarmenn notuðu i sprengjutilræði í fyrra þegar átta fórust og á annað hundrað slasaðist. „Við heyrðum mikla sprengingu. Okkur var sagt að fara út en við náðum ekki andanum vegna reyks. Mikill ótti greip um sig,“ sagði einn farþeganna í lestinni. Lögreglan fann brot úr gaskútn- um á staðnum og lík annars fómar- lambanna var illa útleikið eftir naglana. Um helmingur hinna slös- uðu hafði verið á brautarpallinum. Jacques Chirac Frakklandsforseti fordæmdi árásina og kallaði hana „vil- limannslegt hryðjuverk". Hann hét því að stjómvöld og þjóðin öll myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að beijast gegn hryðjuverkum. „Ég sá fólk ryðjast út úr lestinni með andlit og föt alblóðugt. Fyrsti lögregluþjónninn kom eftir um eina mínútu og fyrsti sjúkrabíllinn inn- an tíu mínútna," sagði Bandaríkja- maður sem býr í París og átti leið hjá þegar sprengjan sprakk. Sprengingin varð á mótum tveggja fjölfarinna gatna, Boulevard Montpamasse og Boulevard Saint- Michel, aðeins tveimur biðstöðum frá lestarstöðinni þar sem átta lét- ust i sprengjutilræði í fyrrasumar. Stjómvöld gripu þegar til mikilla öryggisráðstafana og settu aftur í gildi neyðaráætlun sem felur í sér hert eftirlit vopnaðra sveita við miðstöðvar almenningssamgangna, í opinberum byggingum og á götum úti. Þá var landamæraeftirlit tekið aftm- upp í gærkvöldi en það hafði svo gott sem verið lagt af vegna samþykkta Evrópusambandsins. Reuter Björgunarmenn flytja særöan farþega burt frá Port Royal jarðlestastööinni í miðborg Parísar þar sem sprengja um borö í lest varð tveimur mönnum að bana og særöi tæplega áttatíu. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér en allt bendir til aö alsírskir bókstafstrúarmenn hafi staðið fyrir því. Símamynd Reuter Móðir lét nöldrið í sér „Það er kominn tími til að fara á fætur!“ „Búðu um og taktu til í herberginu þínu!“ „Ertu búinn að læra?“ „Ertu búinn að þvo þér í framan og bursta tennuraar?" „Engan derring!" Þetta eru nokkrar af 23 fyrir- skipunum sem einstæð móðir í Kalifomíu í Bandaríkjunum er búin að lesa inn á geisladisk þar sem hún var orðin þreytt á að tuða sífellt í 11 ára syni sínum taka upp á geisladisk með litlum árangri. Hún spilar þó ekki diskinn nema hún sé alveg að springa. Að sögn móðurinnar hlýðir þá sonurinn þar sem hann vill ekki hlusta á skipanimar aft- ur og aftur. Þar sem það var dýrt að láta gera geisladiskinn ákvað móðirin að láta aðra foreldra njóta góðs af og er þegar búin að selja nokkur hundruð diska. Reuter Persónuleikakort, framtíðarkort, samskiptakort. Gagnleg og falleg jólagjöf. Stjörnuspekistöðin Kjörgarði - Laugavegi 58-sími 561-7777 Sendum í póstkröfu Nauöungarsala á lausafé Eftir kröfu Sameinaða lífeyrissjóðsins fer fram nauðungarsala á Linden byggingarkrana, byggingarmóti og vinnuskúr, tal. eign Nýbýlis hf. Nauöungarsalan fer fram þar sem munirnir eru staðsettir að Tröllaborgum, Grafarvogi, Reykjavík fimmtudaginn 12. desember 1996 kl. 11:00. Greiösla viö hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Flóttamenn geta engum treyst: Hermenn nauðga fjölda kvenna Uppreisnarmenn í Saír herða sókn sína í austurhluta landsins og segja að næsta markmið sitt sé að ná hafnarborginni Kisangani á sitt vald. Flóttamenn sem hafa flúið til Úganda og heimildarmenn innan Úgandahers segja uppreisnarmenn hafa tekið bæinn Bunia í norðaust- urhluta Saír á mánudagskvöld. Upp- reisnarmenn lýstu því yfir að bær- inn Walikale hefði einnig fallið þeim í hendur en það hefur ekki verið staðfest. Útlendingar hafa flú- ið bæina og svæðin um kring af ótta við morð og misþyrmingar. Að sögn flóttamanna létu stjóm- arhermenn í Saír greipar sópa um Bunia, misþyrmdu íbúum og nauðg- uðu fjölda kvenna áður en þeir yfír- gáfu bæinn sem skæruliðar náðu á sitt vald á mánudagskvöld. Skæruliðar hafa nú á sínu valdi borgir á um 550 kílómetra löngu svæði frá norðri til suðurs við aust- urlandamæri Saír. Hætta þykir á að átökin breiðist út fyrir landið. Rú- anda og Úganda eru í raun í stríði við Saír og bardagar geisa í Búrúndi milli stjórnarhersins, þar sem tútsar eru í meirihluta, og skæruliða hútúa. Nú þegar meira en tvær vikur eru liðnar frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að sendur yrði fjölþjóðaher til Saír hafa aðeins um 200 Kanadamenn Meðan allt er í báli og brandi í heimalandinu er Mobutu, forseti Saír, í Frakklandi að jafna sig eftir skurðaðgerð. Símamynd Reuter komið til svæðisins. Þeir eru langt frá þeim stöðum þar sem aðstoðar er þörf. Alls hafa um 500 þúsund flóttamenn snúið heim til Rúanda en ágreiningur er um hversu marg- ir séu eftir í Saír. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.