Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Fréttir Býr næst upptökum skjálftans: Alveg rosalegt - segir Asmundur Olafsson í Hverageröi „Ég þakka fyrir að hafa verið að heiman i nótt. Þegar ég kom heim úr vinnu klukkan átta i morgun hcifði spegill splundrast á svefnher- bergisgólfinu og slatti af glösum í eldhúsinu. Ég hefði án efa farið að brölta um berfættur og skorið mig á fótum. Aðkoman var rosaleg hérna í morgun," segir Ásmundur Ólafsson sem býr í húsi alveg undir Hamrin- um undir Kömbunum, nokkuð vest- an við byggðina í Hveragerði. Þegar Ásmundur kom heim í gærmorgun var spegillinn á gólfinu, glös í méli á eldhúsgólfinu, myndir fallnar af veggjum og geisladiskam- ir eins og hráviði um gólfið. Hann segist ekki óttast hrun úr Hamrin- um og er ekkert að fara að flytja. „Ég hugsa að hér hafi skjálftinn oröið einna öflugastur því ég er næst upptökunum. Ég held að fólk vilji almennt ekki viðurkenna að það sé hrætt við þetta. Skjálftamir eru vissulega alltaf óþægilegir og maður hrekkur alltaf við þegar læt- in byrja. Ég held samt að fólk ætli ekki að flytja burt eða neitt slíkt,“ segir Ásmundur Ólafsson. -sv Ásmundur Ólafsson segist búa næst upptökunum. Hann var aö heiman þeg- ar stóri skjálftinn kom og segir aö hann heföi án efa slasast ef hann heföi veriö heima. Um 170 hótelgestir þustu fram á gang: Japanarnir urðu dauðskelkaðir - segir Sigurður Tryggvason, aöstoðarhótelstjóri á Hótel Örk „Ég hef aldrei fundið annan eins skjálfta og fólk hér í bænum er sannfært um að hann hafi verið sterkari en fræðingamir segja. Hót- elið var alveg fullt hjá okkur, um 170 manns, og fólkið var virkiiega hrætt. Flestir þustu fram á gang og sumir fóm út á nærklæðunum ein- um fata,“ segir Sigurður Tryggva- son, aðstoðcU'hótelstjóri á Hótel Örk, við DV í gærkvöld. Hann var á vakt þegar stóri skjálftinn, 4,3 á Richter, kom í fyrrinótt. Sigurður segir að fyrst eftir skjáiftann hafi orðið þögn um alit húsið en síðan hafi hver hurðin ver- ið rifin upp á eftir annarri og skelk- aðir íbúar flykkst fram á gang. „Við vorum með fimmtíu Japana hjá okkur og þeim varð verulega Sturla Þóröarson var rólegur f gær þrátt fyrir skjálftana Hveragerði: Myrkrið hræddi fólk „Þetta var rosalegt högg en maður er orðinn vanur þessu og kippir sér því ekki mikið upp viö þetta,“ segir Sturla Þórðarson, íbúi í Hveragerði, eftir jarð- skjálftann í fyrrinótt. Sturla seg- ist hafa verið á dansleik þegar skjálftinn varð og þar hafi fólk fyrst áttað sig þegar það sá að bærinn var allur myrkvaöur. „Fólk varð hrætt þegar raf- magnið fór og þegar ég sá að ekkert ljós var í bænum flýtti ég mér heim til þess að tékka á fjölskyldunni. Það amaði sem betur fer ekkert að henni. Ég held að fram til þessa hafi fólk ekki látið þetta trufla sig en í nótt urðu ansi margir hvekktir. 1 Ég veit samt ekki til þess að fólk ætli að fara að rífa sig upp vegna þessa ástands," segir Sturla. -sv bmgðið, urðu raunar alveg dauð- skelkaðir. Þeir þekkja þær hörm- ungar sem jarðskjálftum getur fyigt.“ Töluvert var af öðrum útlending- um á hótelinu og að sögn Sigurðar voru þeir rólegri. Japanamir hafi viljað fara út, skilja allar dyr eftir opnar og slíkt. Þeir hafi enn fremur tekið sér góðan tima í setustofúnni áöur en þeir treystu sér til þess að fara aftur upp að sofa. Myrkriö verst „Myrkrið var verst. Það fór illa í fólkið. Ég fór upp á alla gangana með vasaljós, reyndi að bera mig vel og róa fólkið. Ég viðurkenni þó að sjálf- ur var ég ekkert sérlega rólegur þeg- ar skjálftamir héldu áfram að koma. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og fólkið er komið til Hafnar í Hornafirði. Það er nú að hefjast veisla á Hótel Vatnajökli í boði bæj- arstjómar Hafnar. Hér em svo til- búnar íbúðir fyrir fólkið og síðan tekur við íslenskunám og að átta sig á aðstæðum áður en það fer að vinna. Hins vegar er þegar farið að óska eftir fólkinu í vinnu. Það eina sem skyggði á var að farangur fólks- ins varö viðskila við það og kemur því á eftir hópnum til landsins," sagði Ámi Gunnarsson, aðstoðar- Siguröur Tryggvason og Guöbjörg Traustadóttir ásamt vel skreyttu barnabarninu, Evu Dögg Þorkels- dóttur, á heimili sínu f Hverageröi í gær. DV-myndir S Sigurður segir erfitt að lýsa áhrif- unum af skjálftanum. Hann hafi séð að hann sat undir stórum steypu- bita og viljað forða sér. Vegna hrist- maöur Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra. Hann var staddur í veisl- unni á Hótel Vatnajökli þegar DV náöi tali af honum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og forráðamenn Rauða kross- ins á íslandi tóku á móti þessum 17 manna flóttamannahópi frá fyrrum Júgóslavíu þegar fólkiö kom til Keflavíkur í fyrrinótt. Einnig voru í móttökunefndinni nokkrir þeirra flóttamanna sem komu til ísafjarðar í fyrra. Flóttamennirnir gistu síðan á hóteli í Reykjavík en fóm svo síð- ingsins á jörðinni hafi hann ekki getað hlaupið. Það segir hann hafa verið verulega óþægilegt. Sigurður og eiginkona hans, Guð- björg Traustadóttir, hafa búið í Hveragerði í átta ár og segjast vön hristingnum. Þau eru sammála um að hingað til hafi fólk verið rólegt yfir þessu en í fyrsta skipti hafi fólk talað um það í gær að það væri varla hægt að búa við þetta lengur. Ekki nægileg fræösla „Hjón héma í nágrenninu við okkur urðu verulega hrædd, stukku strax út á náttfotunum og bmnuðu upp á hótel til mín. Frúin hafði orð á því að hér væri ekki verandi lengur. Það er það eina neikvæða sem ég hef heyrt í þessa degis í gær til Hafnar. Páll hélt tölu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og bauð fólkiö velkomið til landsins. Sagði hann Höfn vera fallegan stað og að hann væri viss um að þar yrði tekiö vel á móti því. Aðrir farþegar í flugvélinni, sem flóttamennimir komu með til lands- ins, var fólk sem hafði farið á tón- leika popphljómsveitarinnar U2. Var haft orð á þvi að þetta hefðu ekki verið bestu fyrstu kynni flótta- mannanna af íslendingum eins og ástandið var á flestum. -S.dór vem,“ sagði Sigurður í gærkvöld. Sigurður og Guðbjörg em sam- mála því að mikið vanti á að yfir- völd í bænum, lögregla eða Al- mannavamir, fræði fólk um það hvað yrði gert ef eitthvað alvarlegt gerðist. „Mér finnst eins og ekkert sé til um það hvemig eigi að bregðast við. Ef maður spyr er maður bara beð- inn að vera rólegur og hafa ekki áhyggjur af ástandinu. Það myndi strax róa fólk að heyra að menn væm virkilega tilbúnir í einhverjar aðgerðir ef eitthvað alvarlegt gerð- ist,“ segir Sigurður. -sv Stuttar fréttir Færri fá bæjaraðstoð Færri fengu aðstoð hjá Félags- málastofnun Hafnarfjarðar í fyrra en áður. Um helmingur þeirra sem þáðu aðstoð var atvinnulaus. RÚV sagði frá. Bloodhound Gang Bandai-íska hljómsveitin The Bloodhound Gang mun koma fram með Blur á tónleikum í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn kemur. Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda á íslandi. Skref í jafnréttisátt Framsóknarkonur hafa ákveðið að opna landssamband sitt fyrir körlum. Þetta var samþykkt á þingi framsóknarkvenna í gær. Bætt röntgenþjónusta Kostimir við að einkavæða röntgenþjónustu eru augljósir, að mati sérfræðings sem unnið hefur að ráðgjöf á þessu sviði um árabil. RÚV greindi frá. Ungt fólk í strætó Um 43% fólks á aldrinum 12-24 ára notfæra sér þjónustu SVR, samkvæmt nýlegri könnun Gallups. Aldraðir nota ekki stræt- isvagna meira en aðrir. -kbb Leiðrétting Vegna fréttar undir mynd sem birtist í DV á laugardag um Dag vatnsins skal það leiðrétt að Björn H. Jónsson vann til fyrstu verðlauna fyrir hönnun á merki Vatnsveitunnar en ekki fyrir slag- orðið Meö allt á tæru. Það slagorö varð fyrir valinu í slagorðasam- skeppni starfsmanna. Átta tillög- ur bárust um það slagorð. Borgar- stjóri dró síðan út nafn Björgvins S. Haraldssonar sem hlaut fyrstu verðlaun. Tæplega 5000 manns komu á Gvendarbrunnasvæði Vatnsveitunnar í Heiðmörk á laugardaginn á Degi vatnsins. Flóttamennirnir 17 voru þreyttir þegar þeir komu til islands. í hópnum eru 6 börn. Á innfelldu myndinni sést mót- tökunefndin meö félagsmálaráöherra í broddi fylkingar. DV-mynd S Flóttamennirnir komnir til Hafnar í Hornafirði: Farangurinn varð viðskila við hópinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.