Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 7 i DV Sandkorn 1 Loks kom sigur íslenska landsliðið i knatt- spyrnu hefur ekki fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og kemur ekki nema einn slíkur upp í hug- ann í fljótu bragði, naumur sigur gegn Fær- eyingum nú í sumar á Höfn í Hornafirði. Lið- ið hefur þótt leika afar leið- inlega og ár- angurslausa knattspymu og svo fór að knattspyrnufor- ustan fór að dæmi ýmissa stjórna knattspyrnudeilda í sumar og rak þjálfarann. Við tók sem kunnugt er sá litriki Guðjón Þórðarson og hann sfjómaði liðinu til fyrsta sig- ursins í forkeppi HM sl. miðviku- dag er liðið sigraði Lichtenstein ör- ugglega. Sá sigur einn og sér segir okkur næsta lítið, liö dvergríkisins er enn lægra skrifað en landslið okkar og er þá mikið sagt. Góður á bakkanum Guðjón Þórðarson „hitaði upp“ fyrir leikinn með því að skreppa í laxveiði i Laxá í Kjós á dögunum og lék þar listir sínar fyrir framan sjón- varpsvélar ásamt Bjarna Hafþór Helga- syni. Afrakstur- inn mun sjást i þættinum Sporðaköst á Stöð 2 í vetur. Guðjón þótti standa sig vel i Kjósinni og þar veiddi hann m.a. sína fyrstu laxa á flugu sem ávailt er nokkur áfangi hjá hverjum stangveiðimanni. Viðstaddir höföu vist einnig gaman af því að sjá gamla keppnismanninn birtast ljóslif- andi þegar Guðjón missti lax, en hann tók því mótlæti ekki þegjandi og úr varð hin skrautlegasta „sena“. KSÍ selur Knattspyrnusamband íslands hef- ur verið að ganga frá samningum við þýskt fyrirtæki um rétt til sýn- inga á öllum heimaleikjum Islands í forkeppni Evr- ópumótsins og Heimsmeistara- keppninnar fram á næstu öld. Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, hef- ur sagt að samningurinn sé mjög góður og muni auð- velda mjög starf knattspyrnu- hreyfingarinnar. Spumingin sem ósjálírátt brennur á mörgum knatt- spymuáhugamönnum við að heyra þessar fréttir er auðvitað sú hvort samningurinn sé það góður að knattspymuforustan sjái möguleika á að landsleikjum íslands í framtíð- inni verði sjónvarpað beint hér á landi. Hingað til hafa ekki náðst samningar um slikan lúxus til handa þeim sem búa utan höfuð- borgarinnar en vonandi gefur nýi samningurinn KSÍ-mönnum kost á að veita þá sjálfsögðu þjónustu. Grautur og lummur John F. Kennedy yngri, sonur Bandaríkjaforsetans fyrrverandi, var staddur hér á landi á dögunum, og mun hafa stundað kajakferðir við Vestfirði af miklum móð ásamt félögum sinum. í lok ferðarinnar fóra svo að koma fréttir af ferðum kappanna og kom þá í Ijós að Morgunblaðið hafði einbeitt sér sérstaklega að því að geta sagt frá matar- venjum þeirra. I Mogga var sagt frá því sl. miðvikudag að Kennedy hefði borðað rabarbaragraut og skyr á ísa- firði, og reyndar blandað þessu tvennu saman sem mun vera ný- mæli. Daginn eftir skýrði Moggi svo frá þvi að Kennedy hefði borðað hafragraut og lummur á Hornströnd- um, reyndar sitt í hvom lagi sem er hins vegar ekki nýmæli. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Nýju ökuskírteinin gefa góöan hagnaö: Hvalreki dómsmálaráðuneytis Nýju ökuskírteinin, sem einnig gilda sem alþjóðleg skírteini, kosta þrjú þúsund krónur. Allir ökuskír- teinishafar munu á næstu árum endurnýja skírteini sín og er þessi endurnýjun nánast eins og hvalreki fyrir dómsmálaráðuneytið því að beinn hagnaður þess af útgáfu um 100 þúsund ökuskírteina verður minnst 130 milljónir króna. Nýju skírteinin verða að sögn Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, seld til ökuréttindahafa á þrjú þúsund krónur fyrst um sinn sem er það sama og gömlu skírteinin kostuðu. Að sögn Stefáns er umtalsverð hækkun á framleiðslukostnaði nýju skírteinanna umfram þau gömlu og því sé innan ráðuneytisins rætt um að hækka gjaldið af þeim sökum. Auk hins beina framleiðslukostnað- ar komi einnig við sögu nokkurt mannahald hjá sýslumanna- og lög- reglustjóraembættum vegna útgáf- unnar. Þá þurfi að reka sjálfa öku- skírteinaskrána og nettengt tölvu- kerfi sem heldur utan um hana á landsvísu. Þetta kerfi og endurbæt- ur á því hafi kostað i innkaupi vel á annan tug milljóna króna. Nýju ökuskírteinin eru plastkort með sérstakri öryggisfílmu eins og greiðslukort. Þau eru framleidd hjá Reiknistofu bankanna eins og greiðslukortin og kostar hvert kort í framleiðslu um 625 krónur stykkið þannig að mismunurinn, kr. 2.375 kr„ verður eftir hjá embættunum. Sé gert ráð fyrir því að 100 þúsund ökuskírteini verði endumýjuð þá verður eftir hjá lögreglustjóra- og sýslumannaembættum landsins vegna endurnýjunarinnar rúmar 237 milljónir króna. Sé gert ráð fyr- ir því að raunverulegur kostnaður við útgáfu og umsýslu ökuskirtein- anna sé alls um 100 milljónir verður beinn hagnaður ríkisins af endur- nýjuninni yfir 130 milljónir króna. Slumpaö á raunkostnaðinn Stefán Eiríksson segir í samtali við DV að það hafi ekki verið reikn- að nákvæmlega út hversu mikið öll umsýsla með ökuskírteinum kosti. Það sé heimild í umferðarlögum að taka gjald fyrir ökuskírteini til að standa undir eðlilegum kostnaði við útgáfu ökuskírteina og fyrir ökupróf. Upphæðin sé ákveðin í reglugerð og hún eigi að standa undir öllum kostnaði. Umsýslan við ökuskírtein- in sé nú viðameiri en áður og felist auk dýrari skírteina m.a. í endurbót- um, samtengingu og rekstri tölvu- kerfís og umsvifameiri útgáfu. Þórhallur Jósepsson, ritstjóri Ökuþórs, félagsblaðs Félags ísl. bif- reiðaeigenda, gagnrýnir þessa gjald- töku fyrir það að ríkisvaldið, sem Bonsecours og Borgarbyggð í vinabæjasam- starf? DV, Borgarnesi: Nýverið sendi bæjarstjórinn í Bonsecours í Frakklandi bréf til bæjarstjómar Borgarbyggðar varð- andi hugsanleg vinahæjatengsl bæj- anna og til að spyrjast fyrir um framvindu þessa máls leitaði DV til Óla Jóns Gunnarssonar, hæjarstjóra í Borgarbyggð: „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort tekið verð- ur upp vinabæjasamband við Bon- secours en það er fyrir því verúleg- ur áhugi og verið að skoða málin. Áhugi þeirra vaknaði í tengslum við gerð minnismerkis um strand Pourquoi Pas? vestur á Mýrum. Þeir reistu þar minnismerki í sum- ar og í framhaldi af því er þessi um- ræða í gangi og við höfum áhuga á því að fara í vinabæjasamstarf við þá,“ sagði Óli Jón Gunnarsson i samtali við DV. -DVÓ hafi lagaheimild til þess að taka að- eins gjald sem dugi fyrir kostnaði við útgáfuna, slumpi á upphæðina í stað þess að reikna út raunveruleg- an kostnað við útgáfu ökuskírteina og miða gjaldið við niðurstöðuna. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, dregur einnig í efa réttmæti þess gjalds sem almenningi er gert að greiða fyrir ökuskírteinin: „Gjald fyrir ökuskírteini er ætlað að standa undir kostnaði við rekst- ur þessa kerfis. Ef um er að ræða að hluti þessarar gjaldtöku er í raun skattlagning, þá eru menn dálítið á hálum ís. Það er löggjafarvaldsins að leggja á skatta, ekki fram- kvæmdavaldsins. Ef gjaldtakan er framyfir það sem teljast verður eðli- legt, þá hlýt ég að verða að biðja um mjög góðan rökstuðning fyrir henni áður en ég get fallist á hana,“ segir Jóhannes Gunnarsson. -SÁ minnst 130 milljóna hagnaður ríkisins Utgáfukostnaður 62,5 milljónir Hagnaður 130 milljónir Starfsmanna- hald og rekstur 45 milljónir )V-Unnur Ilækkaðverd Vegna sérlega hagstæðra inn- kaupa á ATV sjónvarpstækjum getum við nú boðið þessi glæsi- legu tæki á mikið lækkuðu verði. ^ Á?J8H70 28 ^ » Vefð að2.'n5 Super Planar Black Line myndlampi Nicam sterio magnari Islenskt textavarp Fullkomin fjarstýring Allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk stöðvaleitun 2 Euro scart tengi S-VHS inngangur Sterio heyrnatólatengi Góðir hátalarar að framan 1972-1997 Ármúla 38 • Sími 553 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.