Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 32
40 Fréttir MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Miðvikudaginn 3. september mun aukablað um tómstundir og heilsurækt fylgja DV. Kynntir verða möguleikar sem í boði eru varðandi líkamsrækt, dansnámskeið og ýmislegt annaS sem fólki stendur til boða í tómstundum. Umsjón efnis hefur Ingibjörg Lind Karlsdóttir, sími 565 8420. Þeim auglýsendum sem hafa áhuga á áb auglýsa í þessu aukablaði er bent á áb hafa samband vib Gústaf Kristinsson í síma 550 5731 eba Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 hib fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 28. ágúst. VIUT PÚ Áskrift að daglegum fréttum frá íslandi er auðveld og þægileg leið til þess að vera í beinu sambandi við ísland. Tilboð til námsmanna erlendis er aðeins kr. 995 á mánuði í þrjá mánuði \w£ 18 k *» & ■; sfMst "v; . (-r; ■ Faxfréttir úr fjölmiðlum eru fréttir frá íslandi og færa lesandanum á stuttu og aðgengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síðum, mánudaga til föstudaga. kl. 13 að íslenskum tíma. Sendingartími fer annars eftir samkomulagi. ■í FRETTIR UR FJÖLMIÐLUM Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfréttir@ff.is Dreifileiðir eruí gegn um fax og tölvupóst. Strandasýsla: Hættuleg ræsi lagfærð DV, Hólmavik: Alltof mörg og alvarleg óhöpp og slys hafa á undanfómum áram orð- ið á og við mjóar brýr og ræsi. Oft hafa vegfarendur verið óviðbúnari mjóu ræsunum, aðrir en þeir sem nánast eru staðkunnugir, þar sem þau láta oft lítið yfir sér fyrr en komið er nánast fast að þeim. Það hefur sýnt sig að úr þessari hættu má draga verulega án mikils til- kostnaðar. Meðal nokkurra bestu fram- kvæmda í vegabótum í Stranda- sýslu á þessu sumri er breikkun nokkurra ræsa. Þar má betur gera meðan beðið er ákvarðana um var- anlega vegi, lagða bundnu slitlagi. Tiikoma þeirra stuðlar að auknum slysavömum í umferðinni sem ekki er vanþörf á. -GF Nýja slökkvibifreiðin. Við hana standa, frá vinstri: Magnús Jóhannsson, fyrr- verandi slökkviliösmaöur, og Einar Indriðason, slökkviliðstjóri á Hólmavík. DV-mynd Guðfinnur. Hólmavík: Vel búin slökkvibifreið DV, Hólmavík; Nýverið kom til Hólmavikur stór og vel búin slökkvibifreið. Hún er þýsk af gerðinni Magirus Deutz, ár- gerð 1979. Bifreiðin er nýuppgerð og sem ný að sjá enda lítið notuð, að- eins ekin 22 þúsund km. Hún er búin 230 hestafla vél. Vatnsgeymir tekur 5000 lítra og er hægt að taka inn vatn samtímis því að dælt er úr honum. Þá er hægt að geyma 500 lítra af kvoðu. Með bifreiðinni var fenginn nokk- ur aukabúnaður svo sem vökvabún- ar, bílaklippur og ljósamastur. Bif- reiðin er með tvöfalt drif og kostaði um 5,5 milljónir króna. Hýn leysir af hólmi mun minni slökkvibifreið, mun fátæklegri að búnaði öllum en þessi er. -GF Eskifjörður: Rúmlega 20 vistmenn í Hulduhlíð DV, Eskifirði; Að sögn Árna Helgasonar, for- stjóra Hulduhlíðar, dvalarheimilis aldraðra á Eskifirði, eru 23 vist- menn á heimilinu núna. Þeir voru 17 þegar heimilið var opnað fyrir 8 árum. Það var mikið framfararspor fyrir aldraða og lasburða Eskfirð- inga þegar hjúkrunardeildin og dvalarheimilið voru tekin í notkun. Hér í Hulduhlíð kunna allir vel við sig enda er þjónusta öll góð og vistfólkið því ánægt. Karl heitinn Friðriksson hefði orðið 75 ára 18. ágúst sl. en hann dó 14. júní sl. Forstöðukonan í Hulduhlíð heitir Svanbjörg Pálsdóttir, mikilhæf og snillingur í að stjóma sínu starfs- fólki. Ég hef oft óskað þess að allir sem fara með mannaforráð hefðu þessa hæfileika Svanbjargar og næðu ávallt því besta úr fólkinu. Regína Það var matmálstími hjá þessum holdakálfum sem urðu á vegi fréttaritara í Mýrdalnum. Þeir eru frá Kerlingardal í Mýrdal og fá aö ganga lausir og njóta lífsins lystisemda. Kusa lætur sig ekki muna um að gefa þeim báðum mjólk- ursopa. DV-mynd NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.