Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 ennmg 17 Börnin étin Brú milli sagnfræði og alþýðu Fann hamingjuna aftur Það sem gerir ljóð Hannesar svo máttug og minnisstæð Ier togstreitan í þeim milli rómantískrar og tilvistarspeki- legrar heimssýnar. Þrátt fyrir sundurtætta heimsmynd og svarta sýn margra ljóða hans liggur undir æviverki hans bjartsýn trú á lífið. í viðtali í Tímariti Máls og menning- ar árið 1989 orðaði hann þetta svona: „Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að það sem mér er sagt þegar ég yrki komi mjög djúpt innra frá mér eða frá einhverri dulvit- und sem er ekki bara mín heldur kannski mannkynsins alls. ... Ég hef trú á að mannkynið hafi einhverja heildar- vitund án þess að gera sér það ljóst, eitthvað sem brýst í gegn þegar á reynir. Og sigri að lokum. Ég hef alltaf ver- ið bjartsýnn á það - þó að ég hafi annars verið svartsýnn - að bijóstvit mannsins sigri.“ Ég kynntist Hannesi þegar ég tók þetta viðtal við hann fyrir TMM, þá nýkominn heim eftir aldarfjórðungs úti- vist. Dagurinn með honum uppi á Akranesi þar sem hann settist að er ógleymanlegur. Þegar slökkt hafði verið á segulbandinu bauð hann upp á koníakstár og fylgdi mér svo í Akraborgina. Það þurfti að vekja mig þegar hún lagðist að höfn í Reykjavík, en Hannes reyndist hafa hafst ólíkt að. „Þegar ég kom heim frá því að fylgja þér til skips var ég í svo góðu skapi að ég áræddi að hringja í konu sem ég hafði ekki talað við í nærri fjörutíu ár. Og veistu hvað, hún tók mér vel,“ sagði hann þegar við hittumst næst. Þetta var æskuástin hans, Guðný, stúlkan sem Dymbilvaka var tileinkuð, eins og Jón Óskar upplýsir í • minningargrein í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Það var yndislegt að sjá hve hamingjusöm þau voru eftir allan þennan tima. Fyrir hönd DV sendi ég henni og öðrum ást- vinum Hannesar innilega samúðarkveðju. Fjórði söngur Guðrúnar er nafn á sviðsverki sem byggt er á nokkrum Eddukvæðum. Leiktextinn er eftir Peter Laugesen en tónlistin eftir Hauk Tómas- son. Verkið var frumflutt í Kaupmanna- höfn í fyrra, en síðastliðið fimmtudags- kvöld mátti hlýða á tónlistina úr því í Héðinshúsinu. Caputhópurinn sá um hljóðfæraleikinn en hljómsveitarstjóri var Christian Eggen. Einsöngvarar voru Berit Mæland, Rudi Sisseck, Sverrir Guðjónsson og fleiri. Einnig kom karla- kórinn Fóstbræður við sögu. Snemma í Fjórða söng Guðrúnar kem- ur Sigurður Fáfnisbani úr vafurlogan- einnig Atli bróðir Brynhildar og börn hans. Aðalpersóna verksins er Guðrún Gjúkadóttir og tónlist Hauks Tómasson- ar hefst á eintali hennar sem Berit Mæl- and söng. Það var hrífandi fallegt; laglín- urnar voru seiðandi og forneskjulegar, og undirleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluieikara jók mjög á dulúðuga stemn- inguna. Margt fleira í tónlist Hauks Tómas- sonar hljómaði prýðilega. Nefna má sér- staklega Dauða Gunnars undir lok verksins, en þar var hörpuleikur Elísa- betar Waage sérlega áhrifaríkur. Sömu- allt og gengur því næst frá honum. Rudi Sisseck var í hlutverki Atla, og hefði rödd hans mátt hljóma betur fram í sal- inn. En hvemig er hægt að gagnrýna mann sem er nýbúinn að éta sín eigin börn - óvart? Gallinn við þessa konsertuppfærslu var einmitt sá að þetta var konsertupp- Tónlist Jónas Sen færsla. Sumir þættirnir hljómuðu frem- ur flatneskjulega, sér- staklega Brynhildur unnin og Gildran; það var eins og að fara í bíó og fá ekki að upplifa neitt nema tónlistina. Að mati undirritaðs komu Draumarnir verst út. Þar var raddsetning hljómsveitarinnar (or- kestrasjónin) ansi loðin og hefði Haukur mátt vanda sig betur. Útkom- an var dálítið eins og hver hljóðfæraleikari gerði það sem honum sýndist, og það varð þreytandi þegar á leið. Reyndar er alltaf erfitt að dæma verk eftir fyrstu áheym, og getur vel verið að Draumarnir eigi eftir að hljóma mun betur í eyrum undirrit- aðs næst. Hvað um það. Eins og fram hefur komið er Haukur Tómasson upp- rennandi tónskáld. Við eigum vonandi eftir að sjá Fjórða söng Guðrúnar í heild á næstunni og heyra tónlistina í sínu rétta umhverfi. Nýlega var á dagskrá Sjónvarpsins þátturinn Öld alþýðunnar (The People’s Century) þar sem venjulegt alþýðufólk var leitt á sviðið sem vitni að merkisatburðum sög- unnar. í ein- sögurann- . I sókn sinni Menntun, ást og sorg gerir Sigurð- ur Gylfi Magnússon hið sama með öðrum hætti. Undanfarin ár hafa sagn- fræðingar í aukn- um mæli reynt að nálgast heimildir um daglegt líf manna fyrr á öldum og angi af sama meiði er einsagan (microhistory) þar sem einstaklingurinn er á nýjan leik hafinn til vegs og virðingar í sagnfræði. Ekki þó stór- menni eða snillingar held- - , .,ot so- ur er venjulegt fólk notað sem vitnisburður um hið almenna. í verki sínu fjallar Sigurður Gylfi um lif nokk- urra einstaklinga, einkum þó bræðr- anna Níelsar og Halldórs Jónssonar frá Tindi í Steingrímsfirði, og lætur það varpa ljósi á íslenskt sveitasamfélag um seinustu aldamót. Einstaklingurinn er í öndvegi, hlutskipti hans í sveitasamfé- laginu og hvernig samfélagið horfir við honum. Sigurður beinir kastljósinu að nokkrum þáttum mannlegs lífs eins og bókartitillinn bendir til, menntun, ást og sorg. Um fyrirbæri af því tagi hefur einmitt reynst erfitt að fjalla með öðrum aðferðum í sagnfræði, t.d. tölfræðirann- sóknum eða hagsögulegum aðferðum almennt. Kastljós- ið er þvi ekki aðeins á þessum einstáklingum og samfélaginu sem þeir heyrðu til heldur einnig á einsögunni, aðferðinni sem Sig- urður notar. Þetta er ný að- ferð í sagnfræði og bók Sigurð ar fyrsta viðamikla verkið á íslensku sem telst til einsögu. Rannsóknarað- ferðin er því athyglisverð í sjálfri sér. Með henni tekst Sigurði að nálgast for- tíðina á nýjan hátt og nær að minni Bókmenntir Ármann Jakobsson hyggju betri árangri en annars væri hægt að ná þegar um er að ræða fyrir- bæri eins og menntun, ást og sorg. Verður ekki ann- að séð en til- veru- réttur einsög- unnar teljist hér með sannaður. Ekki skiptir minna máli að þessi bók er skemmti- legur lestur fyrir áhuga- menn. Enginn vafi leikur á aö sagnfræðirit þar sem einsögu er beitt eru líklegri til að njóta hylli al- mennings en t.d. rit þar sem línurit og gröf eru í öndvegi. " hefu Hlutskipti einstak- linga stendur auk heldur eflaust nær venjulegum lesanda en hagtölur. Einsagan gæti því orðið til að brúa bilið milli sagn- fræöinga og almennra lesenda og er þá vel. Slgurður Gylfi Magnússon. Menntun, ást & sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar. Sagn- fræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997 (Sagnfræðirannsóknir 131 Skáld hinna sterku orða Hannes Sigfússon skáld lést 13. ágúst sl. Með honum er fallinn í valinn einn af frumkvöðlum formbyltingarinnar í íslenskri ljóðagerð um miðja öldina og eitt af höfuð- skáldum okkar. Hann var sá atómskáldanna sem óhræddastur var við orðin og ljóðmyndirnar, óhræddast- ur við að sleppa böndum við jörðina og fljúga „milli stjama / og glóandi heilafruma" í bergmálshellinum sem tungumálið lýkur upp fyrir skáldunum, eins og segir í ljóðinu „Kyrjálaeiði" í §amnefndri bók. Sú ljóðabók kom út 1995 og var ein hans besta, enda tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Hún varð líka hans síðasta bók, og víða má sjá forspá þess í henni, meðal annars í lokaljóðinu sem aðeins er þessar tvær línur: Dyrum lokað: Hurð fellur að stöfum Hannes Sigfússon var djarfastur og jafnvel frainagjarn- astur sinna samtímamanna meðal Ijóðskálda, svo ákveð- inn og ástríðufullur var hann í löngun sinni til að skrifa. Hann varð lands- þekktur sextán ára fyrir sögu og bréf sem hann sendi Ríkisút- varpinu, óskólaður strákur en atorkumik- ill við sjálfmenntun frá unga aldri. Fyrsta bókin hans kom út þegar hann var 27 ára og olli straumhvörfum í ís- lenskri ljóðagerð. Dymbilvaka (1949) er ekki safn smáljóða eins og hæft hefði í fyrstu bók heldur ljóðabálkur í fimm köflum, hástemmdur og málskrúðugur, merktur höfuðstefn- um aldarinnar í evr- ópskri ljóðagerð, súr- realisma og ex- pressjónisma, en þó vandlega bundinn stuðlum og jafnvel rími. Næsta bók Hannes- ar, Imbrudagar, kom út töfraárið 1951 þegar mörg helstu ungskáldin gáfu út tímamótaverk sín; sú bók er enn þá myrkari í myndmáli sínu en Dymbilvaka en um leið magnaðri kveðskapur og frumlegri, lituð af strandinu óhugnanlega sem Hannes varð vitni að sem vitavörður á Reykjanesi. Hannes var fórumaðurinn meðal islenskra skálda. Hann þvældist víða sem bam og ungur maður, eins og hann lýsir af sjaldgæfri hreinskilni í minningabókum sín- um tveim, Flökkulífi (1981) pg Framhaldslifi förumanns (1985). Hann eignaðist norska konu, Sunnu, og bjó í aldar- fjórðung i Noregi, á ýmsum stöðum, og sendi Ijóð sín það- an til útgáfú heima. Til íslands kom hann aftur alkominn 1988 eftir aö Sunna var látin með ljóðabókina Lágt muld- ur þrumunnar í farangrinum, mun einlægari og persónu- legri bók en fyrri bækur hans, og þeim tóni hélt hann í síðustu bókunum tveim, Jarðmunum (1991) og Kyrj- álaeiði. Þó varðveitti hann myndmálið sem einnig er oft mikilfenglegt í þessum síðustu bókum, djarft og ferskt. Það var ástríða hans alla tíð að láta orðin hljóma. Hannes Sigfússon. DV- mynd ÞÖK Hljóðfæraleikarar og söngvarar æfa Fjóröa söng Guðrúnar. DV-mynd EÓL um fræga sem hann hefur riðið til Bryn- hildar, og þau eru heitin hvort öðru. En eftir að Sigurður hefur svarist í fóst- bræðralag við bræðurna Gunnar og Högna fær hann Guðrúnar Gjúkadóttur, systur þeirra, en Brynhildur er göbbuð til að giftast Gunnari. Með hrikalegum afleiðingum, því Brynhildur fær Sigurð myrtan, Gunnar og Högni deyja líka, og leiðis var hápunkturinn magnaður: Drykkjan - hefnd Guðrúnar. Þar er Atli í aðalhlutverki, en hann verður eigin- maður Guðrúnar eftir dauða Sigurðar. Atli myrðir bræður Guðrúnar og hún nær fram hefndum með því að drepa syni þeirra Atla - svo matreiðir hún þá og gefur Atla að borða án þess að hann gruni nokkuð. Á eftir segir hún honum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.