Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Sameiningarnámskeið í hársnyrtiiðn Ákveðiö hefur verið að lokadagur umsóknarfrests vegna sameiningarnámskeiða verði 31. ágúst 1997. Þeir sem ekki verða búnir að fara á námskeið fyrir þann tíma en eru búnir að senda inn umsókn verður boðið að fara á námskeið veturinn 97 - 98. Sameiningarnefnd í hársnyrtiiön Ðlaðbera vantar á skrá í: Reykjauík Kópauogi Garðabæ Hafnarfirði Uppiýsingar í síma 460 6100 4Dagur-®tmmn -besti tími dagsins! Athugið Spartan School of Aeronautics Spartán flugskólinn býöur nemendum sínum til samfagnabar í Hótel Keflavík 5. september 1997 kl. 18.00. Komið og rifjið upp gömul kynni eða kynnist nýju fólki. Fulltrúi frá Spartan flugskólanum Mr. Stan Gardner verður á staðnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda okkur fax 001-1-918-831-5287, E-mail: spartanaero@mail.webtek.com eða í síma 001-1-918-836-6886 8820 East Pine Street Tulsa, Oklahoma 74115 USA Heimsækið okkur á veraldarvefnum: www.spartanaero.com Vinningshafar Fréttir Hvalfjarðargöng: Ferðir Akraborg- ar leggjast af DV, Akranesi: Þjóðveginum fyrir Hvalfjörð verður haldið við eftir að göngin verða tekin í notkun seint á árinu 1998 eða í byrjun árs 1999. Ríkið hættir á hinn bóginn að styrkja ferðir Akraborgar og munu þær leggjast af. Athyglisverðan kafla um þessar fyrirhuguðu breytingar og fram- tíðarsýn er að flnna í Svæðis- skipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012, sem Sam- vinnunefnd um það skipulag svo og Skipulag ríkisins gáfu út á ár- inu 1994. Þar segir orðrétt: „Ekki verður framhjá því horft að með tilkomu vegtengingar um utanverðan Hvalfjörð munu ferðir Akraborgar leggjast af og umferð- arþunginn flytjast úr Hvalfírði og yfir á svæðið umhverfis Akrafjall. Sú aðstaða sem þegar er fyrir hendi í Hvalfjarðarstrandarhreppi og tengd er þjónustu við akandi vegfarendur þarf því að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Búast má við að umferð um Hvalfiörð verði eft- ir breytinguna hægari en nú er og tengist fremur ferðum fólks, sem ekki er á hraðferð eða fólki, sem beinlínis ætlar að hafa þar við- dvöl. í því sambandi mætti leggja áherslu á góð tjaldstæði og hrein- lætisaðstöðu, bæta og merkja göngu- og reiðleiðir, koma á fót sérhæfðum úrvals matsölustöðum og bjóða upp á skoðunarferðir af ýmsu tagi um Hvalfiörð svo dæmi séu nefnd.“ -DVÓ Um 200 manns tóku þátt í skoðunarferð um staöinn og hlýddu á fróðlega frásögn Georgs Jóns Jónssonar, bónda á Kjörseyri. DV-mynd Guöfinnur Borðeyri: Minnast 150 ára verslunarafmælis .1 I. verðlaun: Leðurblökukastalinn Alma Björk Ragnarsdóttir nr. 6825 2. - 10. verðlaun Nornin í drekakörfu Sigurður Egill Harðarson nr. 8092 AntonValur Jónsson nr. 9095 Bjarki Þór Guðmundsson nr. 10992 Ragnar Daði nr. 6676 Haukur Ragnarsson nr. 2213 Ásta Ægisdóttir nr. 5311 Stefán Páll Þórðarson nr. 9069 Erlendur Hjartarson nr. 4713 Heba Katrín Sigþórsdóttir nr. 7998 Krakkaklúbbur DV og Lego þakka öllum sem tóku þátt kaerlega fyrir frábæra þátttöku. Vinningarnir verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga. DV, Hólmavík: Um síðustu helgi var þess minnst að 150 ár eru liðin frá því að Borð- eyri varð löggiltur verslunarstaður. í veglegum húsakynnum grunnskól- ans hafði fyrr í þessum mánuði ver- ið sett upp yfirgripsmikil sögusýn- ing þar sem gaf að líta muni og minjar merkrar og allsérstæðrar verslunarsögu. Myndir af frumherj- unum, þær er varðveist hafa, prýddu þar veggi og æviþátta þeirra að nokkru getið. Einnig mátti þar líta yfirlitssýn- ingu á verkum Þorvalds Skúlasonar listmálara sem var borinn og barn- fæddur Borðeyringur. í gönguferð um svæðið á laugar- deginum, sem í tóku nær 200 manns, rakti Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri, sögu allra bygg- inga sem þar nú eru sem og hinna sem tímans tönn hefur eytt eða orð- ið eldi að bráð. Atvinnu- og mann- lífsþætti þessa staða gerði hann svo góð skil á tveggja tima skoðunarferð að undruðust þeir er ekki til þekktu að þessi maður hefði verið önnum kafinn bóndi alla tíð og auk þess bætt við sig miklu starfi að félags- málum bænda síðustu áratugina eða svo. Um kvöldið var slegið upp mikilli grillveislu í sláturhúsinu þar sem stemningin var eins og best verður á kosið. Hátíðahöldunum lauk svo á sunnudeginum 17. ágúst með guðs- þjónustu í Prestbakkakirkju. Af- mælisnefndina skipuðu sveitar- sfiórn Bæjarhrepps og stjórn Kaup- félags Hrútflrðinga. Við undirbún- ing allan naut hún faglegrar færni þjóðfræðinganna Rakelar Pálsdótt- ur og Jóns Jónssonar. -GF Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: Stjórnstöðin mun flytja í nýtt húsnæði DV, Vesturlandi: Á síöasta fundi sfiómar Hitaveitu Akraness og Borgarfiarðar var ákveðið að flytja stjórnstöð Hitaveit- unnar frá Borgarbraut í Borgarnesi að Sólbakka, fyrir ofan Borgames. Er áætlað að veitan verði komin í nýtt húsnæði í júlí á næsta ári. Við þennan flutning verður tekið í notkun nýtt sfiómkerfi HAB og bár- ust 9 tilboð í það verk. Reyndist tilboð Tæknivals hf. lægst, eða upp á 7,7 milljónir án vsk. Næstlægsta tilboð var frá Vista ehf. upp á 8,7 milljónir án vsk. Stjórn HAB samþykkti að gengið yrði til samninga við Tækni- val hf. á grundvelli tilboðs þess. Áætlaður heildarkostnaður við sfiórnkerfisbreytinguna er um 10 milljónir og var samþykkt að hefia framkvæmdir á þessu ári í samræmi við fiárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að ljúka verkinu á næsta ári. Sam- þykktin var háð því að Borgarbyggð féllist á að fresta flutningi stöðvar- innar úr núverandi húsnæði að Borgarbraut að Sólbakka fram i júlí á næsta ári. Féllst bæjarsfiórn Borg- arbyggðar á það. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.