Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Norskir verkfræðingar standa í stórræðum við Stafangur: Undirbúa smíði fyrstu flotganganna í heimi Lelftln yflr Högsfjörft Norskir verkfræðing- ar kalla ekki allt ömmu sína þegar þeir þurfa að bregðast við nýjum að- stæðum í margbreyti- legu landslaginu. Það hafa þeir sýnt og sann- að við smíði brúa og ganga við erfiðar að- stæður um landið þvert og endilangt, svo og á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó. Nú bíður þeirra enn eitt nýtt og ögrandi verkefni, smíði fyrstu flotganganna sem jafnframt eru í kafi. Norska vegagerðin hefur uppi áform um að smíða slík göng yfir Högsfjörð, nærri olíu- vinnsluborginni Stafangri í vesturhluta Noregs. Göngin eiga að verða 1,4 kílómetrar á lengd. Venjuleg göng sem eru á kafi liggja ýmist á ár- eða sjávarbotninum eða eru grafin niður í hann. Nýju flotgöngin, eins og nafn þeirra gef- ur til kynna, fljóta hins vegar undir yfirborði vatnsins og sjá akkeri til þess að þau fljóti ekki upp á yfirborðið eða færist úr stað með straumnum. „Fólk kann að vera hrætt við að aka um slík mannvirki af því að það heldur að þau sökkvi," segir Haavard Östlid verkefnis- stjóri. „Við skulum hins vegar muna eftir Arkímedesarlögmálinu. Göngin eru svo létt að þau leitast bara við að fljóta upp eins og kork- tappi. Og það er einmitt mergurinn málsins." Hugmyndir um göng af þessu tagi eru ekki nýjar. Sir Edward James Reed, breskur verkfræðingur og þingmaður, fékk árið 1887 einka- leyfi fyrir flotgöngum til að tengja saman jámbrautarlínur sem voru sín hvoram megin við vatn. Norsk- ir verkfræðingar fengu svipuð einkaleyfi á þriðja áratugnum. Flotgöngin yfir Högsfjörð hafa Fyrstu flotgöng í heimi Norskir verkfræöingar hafa þróaö fyrstu fljótandi jarögöng í heimi sem á aö sökkva niöur í norska firöi þar sem ekki veröur hægt að koma annars konar jarögöngum viö, meöal annars vegna iandfræöilegra aöstæöna og vinnslu auöæva á hafsbotni. Göng af þessu tagi þykja mikið afrek Vegurinn sem áformaöur er yfir Högsfjord veröur nær algjörlega ósýnilegur þar sem hann hangir undir yfirboröi sjávar, en festur viö botninn Hægt veröur aö nota risastórar flotbrýrnar undir veitingastaöi, gistihús eöa rannsóknir ekki ef eru notuö REuTERS Hugmyndir verktaka (€•) Kvaerner Rosenberg Stálgöng fest viö tíu vindlalaga flotholt meö stálpípum Selmer Furuholmen Steinsteypt göng fest viö sex flotbrýr meö steyptum tumum (j|^) Eeg-Henriksen Steinsteypt göng fest viö fjórar flotbrýr meö stálpípum Norskir verktakar Steinsteypt göng fest viö hafsbotninn meö lóöréttum stálfótum verið í bígerð í meira en áratug. Kostnaðurinn við þau er talinn verða um tíu milljarðar íslenskra króna. Þau munu gera þrettán þús- und manns í 2500 bílum kleift að ferðast á degi hverjum til Stafang- urs og annarra hluta landsins án þess að taka ferjur. Stjómvöld eru andvíg byggingu hefðbundinnar brúar, bæði vegna þess hve fjörðurinn er breiður (1,4 kílómetrar) og vegna mikillar nátt- úrufegurðar. Dýpt fjarðarins er 155 metrar, sem mælir gegn smíði hefð- bundinna jarðganga undir hafsbotn- inum. Þau þyrftu þá að vera bæði mjög brött og fara mjög djúpt sem þýðir bara aukna eldsneytiseyðslu og mengun. Flotgöngin yrðu 9,5 metrar í þver- mál og veggir þeirrar 0,8 til 1,3 metrar á þykkt. Þau eiga að fljóta 25 metra undir yflrborði sjávar til að skip geti siglt óhindrað yfir þeim. Östlid segir að Högsfjörður sé kjörinn fyrir tilraunir með göng af þessu tagi þar sem straumur sé þar tiltölulega hægur og ölduhæð ekki mjög mikil. Fjórar verktakasamsteypur hafa sett fram mismunandi hugmyndir um hvemig svona flotgöng eiga að vera. Fyrirtækin byggja þar meðal annars á reynslu sinni við olíu- vinnsluna í Norðursjó. Á meðfylgj- andi grafi má sjá hvernig hvert fyr- irtæki um sig hugsar sér að leysa verkefnið. Samningar um lokateikningar verða gerðir við fyrirtækin á næsta ári. Endanleg ákvörðun um smíðina verður svo tekin árið 1999 og að sögn Östlids gæti smíði flotgang- anna hafist árið 2000. Norska stór- þingið verður þó fyrst að leggja blessun sína yflr verkefnið. Hugmyndir um flotgöng eru einnig uppi i Japan og á Ítalíu þar sem vilji er til að tengja Sikiley meginlandinu, „Ég held að svona göng eigi eftir að verða mjög vinsæl þegar skipu- leggjendur og almenningur átta sig á möguleikum þeirra," segir Haavard Östlid. Kvennaklósett gróðrarstíur fyrir bakteríur Hvað svo sem segja má um hreinlætið á almenningssalem- um fyrir karla, þá eru tvisvar sinnum fleiri sjúkdómsvaldandi bakteríur á samsvarandi stöð- um fyrir konur. Þessar merku niðurstöður komu fram nýlega á ársþingi bandarískra örverufræðinga. Og að sjálfsögðu liggja ítarlegar rannsóknir þarna að baki. Karlaklósettin eru sem sé skítugri en kvennaklósettin hættulegri. Ástæðan mun víst vera sú að konur fara oftar á salernin en karlar og oftar en ekki eru þær einnig í fylgd með bömum sínum. Skástu almenningssalernin fyrir konur reyndust vera með tveimur til fjómm básum, aö sögn visindamannanna. Bæði ' stærri salemi og minni vom hins vegar gróðrarstíur fyrir bakteríur. Merk uppgötvun í Suður- Afríku: Fótspor eftir formóður alls mannkyns fundin? Vísindamenn telja sig hugsanlega hafa fundið steingerð fótspor sam- eiginlegrar formóður allra manna. Fótsporin er 117 þúsund ára gömul og fundust í Suður-Afríku. „Þau eru eftir manneskju sem hafði sömu líkamsbyggingu og við,“ sagði Lee Berger mannfræðingur, sem skýrði frá uppgötvuninni á fundi bandaríska landfræðifélags- ins fyrir skömmu. Berger og suður-afríski jarðfræð- ingurinn David Roberts, sem fundu fótsporin fyrir tveimur ámm, töl- uðu i kvenkyni um manneskjuna sem skildi sporin eftir sig. Ástæðan er einfaldlega sú að sporin vom svo lítil. Þeir viðurkenndu þó að þau kynnu að vera eftir smávaxinn karlmann eða barn. Ef fótsporin em eftir konu er Fótspor sem gerð voru fyrir 117 þúsund árum í Suður-Afríku eru kannski eftir formóður okkar allra. hugsanlegt að þar sé komin hin mannfræðilega „Eva“, kona sem menn ímynda sér að hafi lifað í Afr- iku fyrir 100 þúsund til 300 þúsund árum og hafði í sér ákveðna gerð erfðaefnisins DNA sem aðeins er að finna í konum. Talið er að þessi „Eva“ sé sameig- inleg formóðir allra manna. Berger sagði þó ekki mjög líklegt að fót- sporin væru eftir hana. Fótsporin fundust við strönd Langebaan-lónsins sem er um 100 kílómetra norður af Höfðaborg. Ro- berts var að leita að fótsporum manna á svæðinu þar sem áður höfðu fundist för eftir kjötætur á þessum slóðum, svo og steinabrot sem einhvers konar mannverur höfðu höggvið til. gjafar gera ekki ai eins öð um mil ið gag heldur sjálfum sér líki Svo viri ist nefni- lega sem dragi úr hættunni á hjartaáfalli gefi maður blóð reglulega. í Breska læknablaðinu sagði nýlega frá rannsókn sem gerð var á 2682 finnskum miðaldra körlum. í ljós kom að hættan á hjartaáfalli var helmingi minni hjá þeim en körlum sem ekki gáfu blóð. Hugsanleg skýring, að sögn finnsku vísindamannanna, er að við blóðgjöf minnkar járn- magnið í líkamanum og að pínulítill járnskortur sé alls ekki svo slæmur. Önnur skýr- ing kann að vera sú að blóð- gjafar séu almennt heilbrigðari en gengur og gerist og meðvit- aðri um heilsusamlegt líferni. Flengingar gera bara illt verra Að flengja eða flengja ekki. Það er stóra spurningin sem margir foreldrar standa frammi fyrir þegar börnin þeirra eru óþekk og fortölur duga ekki. Bandarískur félagsfræðing- ur, Murray Straus, við háskól- ann í New Hampshire, segir að reglubundnar flengingar séu af hinu illa þegar til lengdar læt- ur. Hann segir að bömin hætti að treysta foreldrum sínum og hegði sér verr en áður. Straus komst að þessari nið- urstöðu eftir að hafa rætt við mæður um þrjú þúsund bama. Mæðurnar voru spurðar um flengingar og hvort hegðun bamanna hefði eitthvað breyst við dangl í bossann. Niðurstað- an er sem sé sú að flengingam- ar gera bara illt verra. Hávaðarok á Júpíter Öllu vindasam- ara reyn- ist vera á Júpíter, stærstu reiki- stjömu sólkerfis- ins okkar, en vís- indamenn hafa hingað til álit- ið. Vindhraðinn þar getur farið upp í allt að 600 km á klukku- stund. Bandarískir vísindamenn, með David Atkinson frá Idaho- háskóla í broddi fylkingar, komust að þessu eftir að hafa rannsakað gögn sem geimfarið Galíleo sendi til jarðar í desem- ber 1995. Vindhraðinn í efstu skýjum þykks gufuhvolfs Júpíters er um 325 km á klukkustund en tvöfaldast þegar nær dregur plánetunni. Vísindamennimir segja ekki ljóst hver ástæðan fyrir því sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.