Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Page 12
12 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Spurningin Hvaö hefurðu í matinn á aðfangadagskvöid? Axel Kristinsson sagnfræðingur: Hamborgarhrygg. Óskar Hauksson viðskiptafræð- ingur: Rjúpurnar eru ómissandi á mínu heimili. Þetta er áralöng hefð í fjölskyldunni. Halldóra Halldórsdóttir snyrti- fræðingur: Það verða rjúpur eins og venjulega. Ármann Sigurðsson trésmiður: Það er lambakjöt sem frúin eldar af snilld. Sævar Sigurðsson trésmiður: Við ætlum að hafa Londonlamb. Lesendur Einkasjúkrahús - alvont kerfi? Einkasjúkrahús kynnu að stytta biötíma margra sjúkiinga. Konráð Friðfinnsson skrifar: Heilsugæslan á Islandi er stór póstur á fjárlögum. Á undanfómum árum hefur verið reynt að lækka þennan kostnað. Fólk sem þarf til dæmis á aðgerðum að halda verður stundum að bíða eftir lækningu. Einkarekin sjúkrahús hafa ekki átt upp á pallboröið hér. En spyrja má hvort það fyrirkomuleg sé endilega alvont kerfi. Staðreyndin er að margir borgar- ar hér eru efnaðir og vel færir um að greiða fyrir sína læknisþjónustu að fullu. Verði ríkur maður hér á landi síðan veikur og þurfi að gangast undir uppskurð, hvað er þá rangt við það þótt hann leiti á náðir einka- sjúkrahúss með sitt mein og borgi brúsann úr eigin vasa? Vísast ekk- ert. - Vandamálið er að húsin eru ekki til staðar. Segjum að ég þurfi á aðstoð skurð- læknis að halda vegna meinsemdar. En biðin er nokkuð löng. Ég veit hins vegar af manni í grennd meö rúm fjárráð en svipaðan krankleika. Þessi maður hefur fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sér þjónustu á einkareknu sjúkrahúsi en ekki ég. Á ég að sætta mig við það að þessi fari í biðröðina eins og ég og þjáist með mér, eða væri það út í hött að hvetja hann til að leita sér lækninga er bættu úr ástandi hans bæði fljótt og vel? Er ekki fræðilegur möguleiki á að einmitt einkasjúkrahúsin stytti bið- tímann hjá hinum sem hafa engan möguleika annan í stöðunni en að leita til sjúkrastofana sem ríkið ábyrgist? Menn eru nefnilega misvel settir hvað efnahaginn áhrærir. Og hví má hinn auðugi þá ekki brúka sína peninga á þennan hátt? Réði sanngirni yfirleitt ferðinni bæri hon- um skylda til að greiða fyrir sig sjálf- ur sökum efnanna. En aðstæðurnar skortir til að þetta sé gerlegt. Spurningin fjallar því fráleitt um að mismuna fólki heldur um skjóta lækningu. Ríkur þegn kvelst jafn- mikið og fátækur. Geti hann komist frá kvölunum ber að gera honum það kleift. Um það snýst málið í meg- inatriðum. Og það er réttlætismál að efnameira fólk borgi fyrir sig er kemur að þætti heilbrigðismála. Og þá inni á einkareknum stofum. Það er brýnt að losna við endur- tekna árekstra þama, m.ö.o. að að- skilja þessa hluti í sjálfu kerflnu. Ég er sem sé þeirrar skoðunar að hyggi- legra geti reynst að koma á fót svona stofnunum heldur en að leggja „flöt“ gjöld á sjúklinga, líkt og stundum heyrist í umræðunni. Atvinnuleysis- skráning á íslandi Einar Skúlason: Mig langar til að leggja orð í belg vegna fréttar á baksíðu DV mið- vikudaginn 10. desember sem bar yfírskriftina: Á að taka fingrafor af atvinnuleysingjum? - I fréttinni kemur fram að formaður stjómar Vinnumálastofnunar hafi varpað þeirri hugmynd fram hvort mætti ekki breyta vikulegri skráningu at- vinnulausra á þann hátt að þeir settu fingraför sín á blað vikulega í staö þess aö fá stimpil í bók sína. Ég verð að segja að ég botna ekk- ert í því hvernig það ætti að auka skilvirkni hjá atvinnuleysisskrán- ingarskrifstofum að taka fingrafór á blað í stað þess að stimpla í bók. Báðar aðferðir viröast vera álika óskilvirkar og teppa áreiðanlega jafnmarga starfsmenn. Hins vegar hef ég lengi veriö að bíða eftir því að atvinnuleysisskráningarstofur taki upp einhvers konar rafræna skrán- ingu til þess að koma í veg fyrir að tími starfsmanna fari í jafneinfalda hluti og að stimpla sifellt í bækur. Á síðustu árum hafa margs konar tæki komið á markaðinn sem greina einhver einstaklingsbundin líkamseinkenni á rafrænan hátt og þótt þau kosti áreiðanlega sína pen- inga þá borga þau sig fljótt upp með hagræðingunni. Það er einnig mjög líklegt aö tími starfsfólks yrði mun betur nýttur í uppbyggjandi starfl við að útvega fólki vinnu. Ég held að yfirvöld ættu að fara að einbeita sér að því að hugsa í nú- tímanum í stað þess að sóa pening- um skattborgara í úrelta stimpil- þjónustu. Hallgrímskirkja í Saurbæ: Ljósprentuð útgáfa Passíusálmanna Daníel skrifar: Svo sem kunnugt er hefur sr. Björn Jónsson á Akranesi nú látið af störfum sóknarprests á Akranesi og prófasts í Borgarfjaröarprófasts- dæmi fyrir aldurs sakir. Síðasta embættisverk sitt sem prófastur innti hann af hendi sunnudaginn 30. nóv. si. Þá afhenti hann, í umboði Einars Sigurðssonar landsbókavarðar, hina nýju ljós- prentuðu útgáfu af eiginhandarriti Sr. Björn Jónsson og Ragnheiður Guöbjartsdóttir f héraðsnefnd Borgarfjaröarprófastsdæmis afhenda sr. Kristni Jens Sigurþórssyni, sóknarpresti f Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 83. útgófu Passfusálmanna. Passíusálma Hall- gríms Péturssonar, áritað eintak, sem gjöf frá Landsbóka- safni Islands - Há- skólabókasafhi, hinni gömlu sókn- arkirkju sálma- skáldsins að Saur- bæ á Hvalfjarðar- strönd. Héraðssjóður Borg- arfjarðarprófasts- dæmis styrkti á sín- um tíma þessa út- gáfu myndarlega samkvæmt sam- þykkt þáverandi héraðsnefndar, en í henni áttu sæti, auk sr. Bjöms, frú Ragnheiður Guð- bjartsdóttir á Akra- nesi og sr. Brynjólf- ur Gíslason í Staf- holti. Upplýsinga- hræðsla Kjartan skrifar: Maður getur nú varla á sér set- ið. Heill Kastljósþáttur í Sjón- varpinu er tekinn undir eitt mál: upplýsingahræðsluna sem ég vil nefna svo. - Myndavélar, tölvu- skrár með upplýsingum um hagi fólks og hvemig megi koma í veg fyrir að opinberir aðilai- eða aðr- ir fái upplýsingar um fólk. Hvaða máli skiptir þetta yfirleitt? Er fólk svona viðkvæmt fyrir sjálfu sér, svona spéhrætt? Þaö þurfa engir að óttast upplýsinga- streymið nema þeir sem eru að bralla eitthvað ólöglegt. Annars er fólk orðið yfir sig leitt á þess- um sífelldu kvörtunum og klögu- málum sem tengjast upplýsingum (uppljóstrunum og „njósnum" sem sumir kalla) um náungann. Er ekki stefnan: „opnara samfé- lag“? Hvað halda menn að út úr því komi? Áskorun á heil- brigðisráðherra Einar Sigfússon, Norðfirði, hringdi: Ég get ekki séð að læknar telji sig þurfa að virða neinar siöaregl- ur, nema þær aö kjafta ekki frá spillingunni eins og hún er innan samtaka þeirra. Þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að láta Esra Pétursson njóta friðhelgi frá embætti ráðherrans í máli því sem nú er í gangi og mismuna ekki skjólstæðingum sínum. Tekjutrygg- ingarmörk J.M.G. skrifar: Tekjutryggingarmörk Félags- málastofnunar fylgja ekki lengur bótum öryrkja. Styrkþegar stofn- unarinnar voru þeir einu sem enga hækkun fengu við síðustu kjarasamninga. Jafnvel atvinnu- leysingjar fengu hækkun, en nú fá þeir enga uppbót frá Félags- málastofnun, sem þeir fengu áður. Þegar forstjóri SVR sagði nokkrum bilstjórum upp kallaði hún það smámál. Svíar segja að sé manni sem er oröinn hálfsex- tugur sagt upp vinnu án þess að hann fái lífeyri sé það sama og að sprauta í hann berklum eða krabbameini. Fátækt fólk hér þarf aö sameinast gegn R-listan- um og ofríki hans - fella hann í næstu kosningum. Krossfesting 1997 Bjarni Valdimarsson skrifar: í bófasamfélagi er læknamafian ekki bamanna best, með bjálkann í auganu, hræsni, lausmælgi og skinhelgi. Hefði ég leitað til Esra Péturssonar heföi mál E-737 aldrei orðiö tiL Galdraofsóknimar gegn Esra eiga ekki fordæmi síðan á 17. öld. - Svipting lækningaleyfis, sem hann hefur þegar skilaö og brottrekstur úr læknafélagi sem hann hefur þegar sagt sig úr? - Og síðan: þrátt fyrir blátt bann viö ritskoðun í stjórnarskrá; að brenna bókina Sálumessa synd- ara, að hætti Adolfs Hitlers! Góð- ur jólaboðskapur 1997! Bjórinn er alltaf bjór Álfheiður hringdi: Mér finnst hörmuleg hræsnin í sambandi við auglýsingar á áfengi hér á landi. Dæmi: Grolch- bjór er nú auglýstur í sjónvarpi þannig að hann sé 0,0% að styrk- leika. Auðvitað er bjór alltaf bjór, og bjór er áfengur. Grolch, hinn ágæti bjór, er einna sterkastur hér á landi. Hvað er veriö að fela með þessum 0,0%? Auðvitað segir auglýsingin að hér fáist þessi bjórtegund. Allir vita það sem ekki er sagt í auglýsingnni. En falsið blíviu’ hér - í áfengismálum jafnt og mengunarmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.