Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Fréttir Pólska fiskvinnslufólkið á Þingeyri: Kvíðið en hyggur þó ekki á heimför - félagsleg réttindi verkafólks mun betri á íslandi en í Póllandi, segir Joanna Eliza Wrona Joanna Eliza Wrona, starfsmaður frystihússins á Þingeyri. DV-mynd Teitur DV, Þingeyri. „Okkur hefur líkað mjög vel hér. Þrátt fyrir það sem gerst hefur vilj- um við flest vera hér áfram og vinna,“ sagði Joanna Eliza Wrona frá Póllandi í samtali við DV á Þing- eyri í gær. Joanna Eliza er fisk- vinnslukona á Þingeyri og hefur unnið í frystihúsi Rauðsíðu þar á staðnum sem nú hefur stöðvast. DV hitti í gær á Þingeyri um 40 manna hóp pólsks fiskvinnslufólks sem bíð- ur nú eftir því hver verða afdrif vinnustaðar þeirra. Joanna og landar hennar sögðu við DV að það hefði verið gott að vera á Þingeyri og þau biðu í ofvæni eftir því að vita hver afdrif Rauða hersins verði og hvort frystihúsið kemst í gang á ný. Gerðist það ekki kváðust þau ekki vita hvað þau tækju til bragðs. Enginn þeirra sem DV ræddi við á Þingeyri i gær kvaðst þó vera að hugsa til heimferðar til Póllands. Joanna Eliza, sem verið hefur á ís- landi í rúmt eitt og hálft ár, sagði að í heimalandi hennar væri ekki að miklu að hverfa. Félagsleg réttindi verkafólks í Póllandi væru mun verri en á íslandi og ef fyrirtæki þar legði upp laupana þá hefðu starfsmenn ein- faldlega engan rétt tO vangreiddra launa eða neins konar bóta. Pólska starfsfólkið, eins og aðrir starfsmenn frystihússins á Þingeyri, hefur ekki fengið greidd laun í hátt í sex vikur. Fólkið kvaðst þó ekki búa við nauð, því að það fengi greiddar um 15 þús- und krónur á viku sem væri kaup- tryggingin. Þeir af Pólveijahópnum sem lengst hafa verið á íslandi hafa verið í þrjú ár. Elizabet, sem verið hefur á Vest- fjörðum í þrjú ár, sagðist vera kvíðin um framhaldið en Edward, sem hefúr. verið um helmingi skemur, kvaðst hins vegar ekki svo mjög kvíðinn. Hann kvaðst liklega myndu leita vinnu annars staðar kæmist frystihús- ið á Þingeyri ekki í gang aftur. Hann myndi þó sakna Þingeyrar. Þar hefði verið gott að dvelja og starfa, rólegt og notalegt. -SÁ Atvinnumál á Þingeyri: Vantar kvóta á staðinn - segir Birna Lárusdóttir Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi í ísafiarðarbæ, er búsett á Þingeyri. DV ræddi við hana í gær um ástandið í at- vinnumálum Þingeyrar. Hún kvaöst sannfærð um að Þingeyri ætti sér við- reisnar von þrátt fyrir það áfall sem dunið hefur yflr staðinn í annað sinn á tæpum fjór- um árum að frysti- húsið stöðvast. Hún sagði að mikilvægasta með- alið til að tryggja atvinnuna væri meiri fiskveiði- kvóti ef ætti að nást að byggja upp atvinnu sem fast- ari væri í hendi en Birna Lárusdótt- ir, bæjarfulltrúi á Þingeyri. DV-mynd Teitur Fjörutíu manna hópur pólsks fiskvinnslufólks bíður nú eftir því hver verða afdrif vinnustaðar þeirra á Vestfjörðum. DV-mynd Teitur til tveggja þrigga ára. Núverandi kvóti á Þingeyri væri aðeins um 200 tonn. Bima sagði að því óöryggi sem verið hefði í atvinnumál- um staðarins yrði að linna. Bæjaryflr- völd hefðu hins vegar enga patentlausn í stöðunni nú og bæjarfélagið myndi ekki koma beint að atvinnurekstri á staðnum né annars staðar í sveitarfé- laginu. Það væri verkefni einstaklinga og fyrirtækja. „Við erum að þreifa fyr- ir okkur meðal manna og sjá hvaða möguleikar eru á því að koma hér upp kvóta og vinnslu," sagði Bima Láms- dóttir bæjarfulltrúi. -SÁ Stöövun frystihússins á Þingeyri: Áfall fyrir okkur - segir Valdís Bára Kristjánsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Erlenda fiskvinnslufólkið sem starfað hefur hjá Rauða hemum á Þingeyri, Bolungarvík og Bíldudal er að stærstum hluta frá Póllandi. Hið erlenda fólk hefur að sögn Valdísar Báru Kristjánsdóttur, formanns verkalýðsfélagsins á Þingeyri, ekki rétt til atvinnuleysisbóta. „Það er því í rauninni heppilegt þeirra vegna að þeim hefur ekki verið sagt upp störf- Atvinna á íjórða hundrað manns í uppnámi: Launaskuldir hlaðast upp Pétur Sigurðsson, formaöur Alþýðu- sambands Vestgarða, sagði í samtali við DV á ísafirði í gærdag að óvissu- ástandið væri mjög erfitt. Meðan það varir hlaðist launaskuldir upp án þess að starfsfólkið fái neitt í hendumar, hvort sem það á rétt á atvinnuleysisbót- um eða ekki. „Við höfum þess vegna óskað eftir því við félagsmálaráðherra að hann komi til móts við fólkið að þessu leyti og verkalýðsfélögin raunar líka. Þau hafa verið að taka lán í spari- sjóðum og bönkum til að láta fólkið fá eitthvað til framfærslu. Meðan óvissan ríkir vita menn ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga,“ sagði Pétur. Hann sagði að ef fyrirtæki Rauðsíðu hætta endanlega starfsemi þá missi á fjórða hundraö manns á Vestfjörð- um vinnuna. Það þýði að við sveitar- stjómarmönnum _______________ blasir sá vandi við að inn á þeirra skrifstof- . ur komi fólk að biöja ™ .cn„ um félagslega aðstoð si3urðsson- sem sveitarfélög em samkvæmt lögum skyldug að veita. „Laun fyrir almenna vinnu em það lág að ef ekki koma til aukagreiðslur og bónus em laun fyrir átta tíma í dagvinnu lægri en fram- færsluviðmiðunin hjá hinu opinbera. Ég á von á að þeir hrökkvi við þegar málin standa á þennan veg,“ sagði Pétur Pétur kvaöst ekki eiga von á að sveit- arstjómimar á Vestfjörðum myndu blanda sér með beinum hætti inn í at- burðarásina og koma fyrirtækjum Rauða hersins af stað aftur. Aðspurður um rétt hins stóra hóps erlendra starfs- manna fyrirtækjanna kvaðst Pétur telja að sveitarfélögin bæm sömu skyldur gagnvart þeim og íslenskum starfs- mönnum. „Réttleysi útlendinganna er hins vegar það að þeir eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum, eins og þeir áttu fram til ársins 1997 þegar lögum var breytt," sagði Pétur Sigurðsson, formað- ur ASV. -SÁ um því að á meðan hafa þau þó kaup- trygginguna," sagði Valdís Bára í samtali við DV á Þingeyri í gærdag. Starfsfólk frystihúss Rauðsíðu á Þingeyri og hinna tveggja frystihúsa Rauða hersins á nú inni ógreidd laun fyrir rúman mánuð, reksturinn hefur stöðvast vegna fjárhagserfiðleika rekstrarfélaga Rauða hersins svo- nefnda og afgreiðsla 100 milljóna króna láns Byggðastofnunar er í bið- stöðu. Fulltrúar sveitarfélaga, verka- lýðsfélaga, félagsmálaráðuneytis og þingmenn Vestfjarða hafa setið á fundum undanfarna daga tfi að leita lausnar á vandanum. Valdís Bára sagði að stöðvun frystihússins væri mikið áfall fyrir allt starfsfólkið, bæði innlent og erlent, sem og fyrir sjálft byggðarlagið. Aðspurð um framhald- ið sagði hún: „Við vitum ekki neitt umfram það sem sagt er í fjölmiðlum og punktur." Hún sagði að ástandið væri óþolandi en það væri þó ljóst að takist að leysa vanda Rauða hersins þá yrði að standa skil fyrst á vangreidd- um launum áður en fólk gengi til vinnu á ný. Sá hnútur væri orðinn upp á ansi margar milljónir króna. -SÁ Stuttar fréttir r>v Ármann aðstoðar Árna Ámi M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra hefur ráðið Ár- mann Kr. Ólafs- son stjórnmála- fræðing aðstoðar- mann sinn. Ár- mann er bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Hann var aðstoðarmaður Halldórs Blöndals samgönguráðherra á síð- asta kjörtímabili. Kvíða fasteignasköttum Húseigendur á landsbyggöinni kvíða því að sögn Dags að fasteigna- skattar þeirra hækki verulega um næstu áramót í kjölfar hækkaðs íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Sameining við Eyjafjörö Fjóilán sveitaifélög við Eyjafjörð funduðu í vikunni um sameiningu þeirra í eitt stórt sveitarfélag. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir við Dag að sameiningarhug- myndir eigi talsverðan hljómgrunn. Ný vél og nýtt nafn Ný þota íslandsflugs kom í fyrsta sinn til íslands í gærmorgun. Hún er merkt nýju erlendu nafni íslands- flugs, sem er Icebmd. Nýja nafnið kom fram í 45 tillögum að nýju al- þjóðlegu nafhi fyrir islandsflug í verðlaunasamkeppni sem haldin var um slíkt nafn fyrir félagið. 20 þúsund áskrifendur Tal hf. hefur heiðrað 20 þús- undasta viðskiptavin sinn. Gegn afbrotum Dómsmála- ráðherrar Norð- urlandanna ákváðu í gær að hafa samvinnu um að beijast gegn afbrotum unglinga. Að frumkvæði Sól- veigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra verður skipaður samnorrænn starfshópur embættismanna til að stýra aðgerðum. Sigurrós á samning Hljómsveitin Sigurrós hefur gert útgáfusamning við breska útgáfúfyr- irtækið Fat Cat sem sérhæfir sig í tilraunatónlist. Sigurrós gaf á dög- unum út geisladiskinn Ágætis byij- un og hefur hún fengið afar góða dóma. Stöð 2 sagði frá. Nýtt kennitákn í opnunarræðu Prestastefnu á Kirkjubæjarklaustri í gær kynnti herra Karl Sigubjömsson biskup nýtt merki þjóðkirkjunnar. Það sýn- ir skip með krossi sem mastur og siglir „á öldum hafsins, eða skímar- innar“, eins og biskup orðaði það. Skjálftar Jarðskjálftahrina hófst á Tjömes- grunni um klukkan 15 í gær. DeCODE tapaði Tap á DeCODE, móöurfyrir- tæki íslenskrai- erfðagreiningar í Bandaríkjunum, nam 500 milljón- um króna í fyrra skv. frétt Við- skiptablaðsins. Samið við Selmu Skífan ehf. hefúr gert samn- ing við Univer- sal Music í Sví- þjóð um að gefa út hljómlist með Selmu Bjöms- dóttur. Um er að ræða smáskífur og geislaplötur sem koma á út í öli- um löndum Evrópu næstu þijú árin, sú fyrsta í haust. Styðja Japan Davíð Oddsson og Poul Nymp Rasmussen, forsætisráðherra Dana, styðja Japan til formennsku í UNESCO, menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Á móti munntóbaki íþrótta- og ólympíusamband ís- lands (ÍSÍ) vill útrýma munntóbaks- notkun þjálfara og leikmanna og hefur leitað eftir liðsinni sambands- aðila sinna í því skyni. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.