Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 32
52 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 TV*/- nn t á „Aðalatriöið er að ná vin- áttutengslum við þetta góða og skilningsríka fólk á íslandi sem þau , forsetahjónin geta nú hallað sér að í einangr- un sinni. Já, það er kalt á toppn- um, en þá er líka gott að eiga nána vini á ís- landi.“ Dagfari í DV, um íslandsvin- ina í Hvíta húsinu. íslandsvinirnir frægu „Ekki má nokkrum manni sem frægur er detta í hug að koma til íslands (hvað þá að koma í alvöru) án þess að hljóta aevilangt hinn undarlega titil „íslandsvinur". Sumum virðist nóg að hugsa til íslands til að fá þennan stimpil ... allt eru þetta hinir mestu íslands- ■ vinir og ekkert - ekkert getur afmáð þann stimpil." Haraldur Ingólfsson, í Degi, um útlendingakomplex ís- lendinga. Ekkert nýtt að mæður séu þreyttar „Ég ætla ekki aö gera lítið úr ungu konunum í dag. En það er sko ekkert nýtt að mæð- ur séu þreyttar. Hins vegar er gott að vandamálið er nú við- V urkennt. Að viðurkenna vand- ann er fyrsta skrefiö að lausn hans. Áfram, stelpur!" Halldóra Gunnarsdóttir, í Degi, um meinta meiri streitu og þreytu vinnandi kvenna í dag. Þróunarlönd og laxeldi „Ejárfestingar stjórnvalda í þróunarlöndum eru ekki frá- brugðnar fjáraustri íslenskra stjórnvalda til laxeldis og loð- dýraræktar eða til fyrirhug- aðrar byggingar tónlistarhúss, svo nærtæk dæmi séu nefnd.“ Vef-Þjóöviljinn Andriki um fjáraustur hins opinbera. Hefði kannski slotað „Ég hefði auðvitað getað hringt heim í flugmálastjóra eða borgarstjóra eða fengið mér fall- byssu og skotið svona eina vél niður úr loftinu. Þá hefði hávaðan- um kannski slot- að smástund." Egill Helgason blm., í Morgunbl., um raunir vesturbæings vegna flugum- feröar. S(33-3t=7 'F=?E> öKKÍJre vÆTRT CMÆéS' Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi: Staðsetningin eftirsóknarverð DV, Suöurnesjum: „Það má segja að hugmyndin að markaðssetningu Voga hafi orðið til þegar ég gerðist hér sveitarstjóri fyrir níu árum síðan,“ segir Jó- hanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, en hreppurinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem er markaðssett. „Margir undruðust það að ég skyldi kaupa strax húsnæði héma í Vogum og segja svo auðveldlega skilið við fæðingarbæ minn en ég var sannfærð um --------------------------- mJSíSÆ Maður dagsins staklega með tilliti grunnskóla- og leikskólamálum heldur en gerist í kringum okkur. Að síðustu eru það síðan umhverfis- málin sem unnið verður markvisst að samhliða markaðssetningunni. Reyndar er skriðan nú þegar farin af stað því ellefu lóðum hefur verið úthlutað til einstaklinga á undan- fomum mánuðum." Jóhanna segir áhugamálin meðal annars vera útivist. „Ég stunda skíði talsvert og einnig sportköf- un og það þarf til staðsetningar og skorts á framtíð- arbyggingarlandi á höfuðborgar- svæðinu. Það var þó ekki raunhæft á þeim tíma að fara í beina mark- aðssetningu. Margt var ógert og fyrst þurfti að auka hér þjónustu með því að byggja íþróttahús, sund- laug, leikskóla og að stækka grunn- skólann. Á síðasta ári náðust ofangreind markmið og þá hófst vinnan að markaðssetningunni fyrir alvöru. Fyrsti áfanginn var að kynna verk- tökum, fasteignasölum og íjölmiðla- fólki hugmyndina. Annar áfanginn var að fá byggingaverktaka til að byggja í Vogum og sá þriðji að ná að kynna einstaklingum hugmyndina um fjölskylduvænan bæ, þar sem áhersla er lögð á betri þjónustu í Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri á Vatnsleysuströnd, er sann- færð um að Vogar eigi sér bjarta framtíð. DV-Mynd Arnheiður. ekki að fara langt til að stunda köfim því einn af kostum Vatns- leysustrandar- innar eru geysi- lega fallegir köfun- arstaðir." Þá segist hún stunda gönguferðir og þá sérstaklega fjall- göngur. „Siðan eru vél- sleðaferðir einnig ofar- lega á listanum og stefnan er að sinna þeim betur í framtíðinni. A menningar- sviðinu snúa áhugamálin að klass- ískri tónlist, kvikmyndum, leikhús- ferðum og að vera í góðra vina hópi.“ Jóhanna er fædd og uppalin í Keflavík og bjó þar til ársins 1990, eða þar til hún flutti til Voga, fyrir utan tveggja ára búsetu í Svíþjóð og Noregi. Hún á ættir að rekja bæði í Svarfaðardal og á Homstrand- ir. „Móðir mín er fædd og uppalin í Hælavík á Hornströnd- um og fjöl- skyldan held- ur mikilli tryggð við Homstrandir." Eiginmaður Jó- hönnu er Ólafur E. Ólafsson, um- boðsmaður Tryggingarmið- stöðvarinnar hf. í Reykjanesbæ og eiga þau einn son, Ey- þór, sem er tæp- lega tveggja ára gamall. Ný heimasíða Gallerí Foldar Lýður Sigurðsson hefur undanfarnar vikur verið með sýningu á sýningar- svæði Gallerí Foldar í Kringlunni. Á henni eru ýmis málverk eftir hann, húsgögn og skálar unnar í ^ steinsteypu. Sýn- ingunni lauk í Kringlunni í gær en hún heldur áfram á nýrri heimasíðu Gallerí Foldar á vefnum, www.artgalleryfold.com. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um ýmsa ^rlistamenn, fréttir, sýningar og uppboð. Listamaður mánaðarins á vefnum er Haraldur Bilson. Hann er fæddur í Reykjavík 1948 en fluttist snemma til Bret- lands. Hann hefur dvalist í Asíu, Ástraliu og Evrópu við listsköpun sína og haldið sýn- ingar í öllum heimsálfum, að Afríku undanskilinni. Har- aldur sýnir á vefnum 31 ol- íumálverk sem hann hefur unnið síðastliðin tvö ár og nefnist sýning hans „Að- eins eitt er víst: Ekkert". Sýningar Vitimdarvottur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Boltinn rúllar í kvöld kl. 20. Tveir spennandi leikir í kvöld í dag verða tveir leikir í úrvals- deild karla í knattspyrnu og hefj- ast þeir báðir kl. 20. ÍA mætir Grindavík á Akranesvelli og á Laugardalsvelli mætast Víkingur Reykjavík og ÍBV. Báðir þessir leikir eru athyglisverðir og gætu farið á hvern veg sem er. Víking- ar eru nýliðar í deildinni en taka á móti íslandsmeisturunum á heimavelli. Sá leikur gæti þó farið hvemig sem er enda hafa Víking- ar komiö nokkuð á óvart í sumar. Sama má segja um Grindvíkinga sem hafa spjarað sig ágætlega í deildinni það sem af er og gætu gert ÍA skráveifu í kvöld. íþróttir Akurnesingum er bráðnauðsyn- legt að vinna Grindvíkinga enda eru þeir neðstir í deildinni. Ef þeim tekst ekki að sigra í leiknum komast þeir í enn meiri vandræði en nú er enda hefur þeim gengið illa að skora í sumar. Þeim gekk hins vegar mjög vel i nýafstöðn- um lpiji við Albani og unnu þá 5-1 og ef til vill hefúr sá leikur brotið ísinn fyrir Akumesinga. Þetta kemur allt í ljós í kvöld. Bridge Bretar og Sviar eru þjóðir sem jafnan hafa verið i baráttu um efstu sætin á Evrópumótum í opnum flokki. Svíum hefur gengið öllu betur á Evrópumótinu á Möltu en Bretar hafa siglt lygnan sjó um miðbik. Þeg- ar þessar þjóðir mættust i innbyrðis- leik var hann að sjálfsögðu sýndur á sýningartöflu. Sviarnir skoruðu strax myndarlega í öðra spili. í opn- um sal hafði Svínn Peter Fredin opn- að á einu laufi en Bretinn Alan Mould kom inn á sagnir á einu hjarta á óhagstæðum hættum. Það varð til þess að Svíarnir völdu frekar að spila 3 grönd á hendur AV því þeir vildu ógjama fá gegnumspil í hjartalitnum í spaðasamningi. Á hinu borðinu í leiknum stillti Mats Nilsland sig um að koma inn á hjartalitinn. Austur gjafari og n-s á hættu: 4 D105 «4 ÁD862 * 95 * KG3 * ÁK4 «4 K1095 * KD * Á742 4 98 G3 •f 108743 * 10865 Austur Suður Vestur Norður Stuart Fallen Gerald Nilsland pass pass 1 * pass 1 4 pass 1 grand pass 2 grönd pass 4 4 p/h Laufopnun Geralds Tredinnick svar sterk og sagnir enduðu fljótlega í 5-3 samlegunni. Fallenius fann besta útspilið, hjartagosa, sagnhafi setti kónginn í blindum og norður ás- inn. Næst kom hjartadrottning og síðan meira hjarta. Sagnhafi hugsaði sig um áður en hann ákvað að trompa með sjöunni. Fallenius yf- irtrompaði á áttuna en heppnin var ekki með sagnhafa að trompunin skyldi vera á styttri litinn í hjarta. Sviar græddu því 10 impa á spilinu. Senni- lega er betra fyrir Stuart að trompa með gosanum í blindum. Sú leið gengur þegar norður á drottninguna þriðju í trompinu en gengur ekki þegar suður er með drottninguna aðra eða norður með drottninguna blanka. Það er ólíklegri lega. Samn- ingurinn er hins vegar ekki í hættu ef suður átti 3 hjörtu í upphafi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.