Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINNSEM ALDREl SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MhVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1999 Páll Pétursson: Ábyrgðin er „Það er sveitarfélaga að leysa úr •vandræðum starfsfólks Rauðsíðu. Fé- lagsmálaráðuneytið reynir að fmna lausn að sjáifsögðu og mun Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, koma suður í dag ásamt fleirum til funda. Félagsmálaráðu- neytið getur samt litið gert sem stenst lög og reglugerðir. Við viljum samt gera það sem við getum,“ segir Páll Pétursson félagsmála- ráðherra vegna vanda fiskverkafólk Rauða hersins. „Eins og staðan er núna höfum við enga lausn. Samt er það ljóst ■I s*0 ábyrgðin er hjá sveitarfélögum fyrir vestan. Atvinnurekendur þar hafa sótt um að fá Pólveija flutta hingað og verkalýðsfélögin hafa samþykkt þær umsóknir. Lausnimar sem við höfum er að reyna útvega þeim vinnu annars staðar á landinu en það heillar ekki Vesttirðingana eða flytja þá heim sem er mjög léleg lausn að mínu mati ef fólk vill ekki fara,“ segir Páll. -EIS Skjálftar í rénun Jarðskjálftahrinan sem hófst * *Skömmu fyrir kl. 3 í gær norður af Tjömesi er í rénun. Stærsti skjálftinn varð um sexleytið í gær og mældist hann 3.6 á Richterkvarða. Einnig varð lítifl skjálfti um klukkan 4.00 í morgun. Upptök skjálftanna vom um 30 km austsuðaustur af Grímsey. Mótmæla Nokkrir kennarar við Mýrarhúsa- skóla hafa skrifað bréf til bæjarstjór- ans á Seltjarnarnesi þar sem fyrirhug- uðum uppsögum skólastjórnenda er mótmælt. Þeir lýsa einnig yfir óá- nægju með úrvinnslu ráðgjafarfyrir- tækisins á viðtölum við þá. MetQöldi veikist vegna camphylobacter annað árið: Fólk getur orðið alveg hundveikt - segir Hrafn Friðriksson heilsugæslulæknir. Bakterían landlæg og breiðist út Mikil stemning var í Laugardalshöll flar sem hljómsveitirnar Garbage, E-17, Republica, Mercury Rev, Skítamórall, Sóidögg, Land og Synir, Sálin og SSSól spilu>u. Hátt í fjögur flúsund manns voru á tónleikunum. DV-mynd Pjetur Herstöövaandstæðingar: Hyggjaá garðveislu „Já, einhverjar aðgerðir eru fyr- irhugaðar. Þær eru ekki formlega á vegum Samtaka herstöðvaand- stæðinga heldur er þetta fólk sem kalla mætti „vini Hljómskála- garðs“,“ segir Einar Ólafsson rit- höfundur og herstöðvaandstæðing- ur. „Fólk er, að því er mér sýnist, miklu óánægðara með æfmgarnar núna en undanfarið. Þegar æfmg- arnar færast inn fyrir borgarmörk- in ofbýður því.“ Síðdegis í dag lendir herþyrla i Hljómskálagarðinum í Reykjavík með bandaríska hermenn sem æfa eiga brottflutning starfsmanna sendiráðs Bandaríkjanna í sam- ráði við lögregluna í Reykjavik. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa varnarliðsins, er hér fyrst og fremst um prófún á fjarskiptabún- aði, samhæfingu og samstarfi milli vamarliðs og lögreglu að ræða. Vinir Hljómskálagarðsins hyggja á leiki og útilegu í Hljóm- skálagarðinum í dag og segir Einar að allir séu velkomnir: „Það verð- ur heitt á könnunni.“ -fln EM í bridge: Hrun á Möltu Eftir að hafa sigrað sterkar bridge- þjóðir í opna flokknum á Evrópu- meistaramótinu í bridge á Möltu á mánudag fylgdu fjórir tapleikir gegn frekar lágt skrifuðum þjóðum. Fyrst gegn Eistlandi 13-17. Þá Grikklandi 11-19. Síðan Portúgal 6-24 og loks gegn Liechtenstein 14-16. Við það féll ísland niður í 22. sæti af 37 þjóðum. Er með 389 stig. ítalir efstir með 507 stig. Þá Frakkar með 504 stig. í kvennaflokknum gerðu ísland og Noregur jafntefli, 15-15, en Þýskaland vann ísland 20-10 í 14. umferð. Aust- urríki er efst með 260 stig. Holland (' hfefur 259 og Frakkland 258 stig. ísland er í 20. sæti með 175 stig. -hsím „Þetta byrjar oftast með maga- verkjum og jafnvel ógleði og uppköst- um og fólk getur orðið alveg hund- veikt. Það getur fylgt þessu misjafn- lega hár hiti og jafnvel blóðugur nið- urgangur," segir Hrafn Friðriksson, heilsugæslulæknir á Hvolsvelli, vegna fiölda sýkinga sem orðið hafa að undanfómu af völdum bakteríunn- ar camphylobacter. Svo virðist sem bakterían sé komin til að vera á ís- landi en í fyrra greindist metfjöldi eða 220 manns sem var 137 prósenta aukning frá árinu á undan. Nú stefn- ir í svipaðan fjölda. Bakterían er ná- skyld salmonellu sem valdið hefur þekktan hópsýkingum en munurinn er helst sá að einstaklingssýkingar eru afleiðingar camphylobacter. Bakt- erían heldur sig i meltingarfærum dýra og smit er gjaman mest á sumr- in þegar grillvertíðin stendur. Hrafn segir að sýkingar af þessu tagi hafi náð hámarki á seinasta ári en svo virðist sem ekki sé minna um þær í ár. Hann segir að í upphafi hafi menn beint sjónum sínum að fugla- sláturhúsi á Hellu en nú virðist svo sem bakterían liggi miklu víðar. „Við höfum þurft að leggja fólk inn á sjúkrahús vegna þessara einkenna og margir hafa þurft á lyfiameðferð áð halda. Þetta leggst þyngst á börn og gamalmenni en eigi að síður hefur yngra fólk veikst illa. Það era þó dæmi um að þetta gangi yfir án þess að lyfiameðferð þurfi að koma til,“ segir Hrafn. Hann segir það algjörlega óráðna gátu hvaðan bakterían komi en ljóst sé þó að hún sé algengari í landbún- aðarhéraðum en við sjávarsíðuna. „Ég þekki þetta ekki frá sjávar- plássum þar sem ég hef starfað. Þetta er spuming um saur frá dýrum eða mönnum og væntanlega dýram. Þetta er ekki endilega bundið við fuglaslát- urhús en við höfum þó ekkert sannað eða afsannað i því máli. í þessu dag- lega starfi okkar höfum við ekki séð Fyrsti farmurinn af sumarloðn- unni kom á land í morgun á Raufar- höfn. Það var Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði sem kom með fyrsta farm- inn eða um 800 tonn. „Það var nóg af loðnu og auðvelt að eiga við hana. Við tókum þetta í fimm köstum, fimmtíu mílur norðaustur af Langa- nein augljós tengsl," segir Hrafn. „Við höfum á stuttum tíma fengið inn þijú eða fiögur tilvik sem þykir mikið hér. Þetta virðist þó ekki vera neinn faraldur að því er virðist en tíðnin hefur aukist. Það er full ástæða til að rannsaka þetta," segir Hrafn. nesi. Við vorum einu íslendingarnir á svæðinu en nokkur norsk skip vora þarna. íslendingamir eru að streyma á miðin núna og munu gera næstu daga því flestir era að klára kvótann á norks-íslensku síldinni," sagði Magni Barðason, háseti á Guð- mundi Ólafi, við DV i morgun. -EIS -rt Fyrsta loðnan á land Veðrið á morgun: Léttir til á Austurlandi Á morgun verður suðvestanátt rlkjandi á landinu, 8-13 metrar á sekúndu. Rigning verður með köflum vestanlands en léttir til með hægciri vindi á Austurlandi. Hiti verður á bilinu 8-17 stig, hlýj- ast austan til á landinu. Veöriö í dag er á bls. 53. Krikket Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.