Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 22
{ jfjvikmyndir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 JDV Bíóborgin - Lolita Fordæmd ást í i í t I honum. Dominique Swain hefur það sem til þarf í hlutverk Lolitu, er í rauninni barn í konulíkama, en á skiljanlega í nokkrum vandræðum í nánustu atriðunum með Irons og satt best að segja eru kynlífsatriðin aldrei sannfærandi. Sagt er að Adri- an Lyne hafi hent í ruslið flestum slíkum atriðum, sem leiðir hugann að því hvers vegna Bandaríkjamenn vildu ekki sýna myndina í kvik- myndahúsum í fyrstu, ekki getur það verið vegna kynlífsatriðanna sem eru saklaus, það hlýtur því að vera sú staðreynd að saman fara í rúmið fjórtán ára stelpa, sem er undir lögaldri, og miðaldra maður. Þegar miðað er við margt sem Kan- inn leyfir sér þá er þetta ekkert ann- að en hræsni. Adrian Lyne sleppir sér aldrei lausum i Lolitu heldur fer þá skyn- samlegu leið að fylgja skáldsögunni nokkuð vel eftir og hyggir myndina meira á andlegri hlið persónanna, þeirri kvöl sem þau valda hvort öðru, heldur en að vera að vaða upp fyrir haus í að hneyksla. Það er að- eins í lokaatriðinu, þegar Humbert telur sig hafa fundið sökudólginn sem „stal“ Lolitu frá honum, að Adrian Lyne fer að líkjast þeim Adrian Lyne sem leikstýrði 91/2 Weeks og Fatal Attractions. Þetta er sterkt en um leið groddalegt atriði sem er þó nauðsynlegt til að lýsa sálarástandi Humberts. Leikstjóri: Adrian Lyne. Handrit: Stephen Schiff. Tónlist: Ennio Morricone. Aðalleikarar: Jeremy Irons, Melanie Griffith, Frank Langella og Dominique Swain. Hilmar Karlsson Dr. Evil (Mike Myers) ásamt klónanum (Verne Troy). Laugarásbíó - Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig: í leit að glötuðum kjarna Mike Myers telur enn ekki fullreynt með njósnarann og gleðimanninn Austin Powers, sem hér birtist aftur i mynd sem er litið annað en röð af „sketsum", en því miður alls ekki eins fyndin og ■ » efni standa til. Þetta er svolítið skrýtið upp á að horfa, vegna þess að ekki vantar hugmyndaflugið og gleðina, en of margir brandararnir falla flatir, maður hefur annað hvort séð þá of oft áður eða er bara ekki nógu skemmt. ' Erkióvinur Austin Powers, Dr. Evil, lætur stela „mójói“ hans, þess- um kjarna sem gerir Powers að lífs- nautnamanni sem engin stenst. Þetta gerir vondi doktorinn með því að senda „feita skrattann" aftur í tím- ann og sjúga kjamann úr Powers, þar sem hann er geymdur í frystiboxi (samanber fyrstu myndina þeg- ar Powers er frystur fram á okkar daga). Þessi þrjú . hlutverk er öll leikin af Myers af miklum þrótti. 1 * Powers þarf því að snúa aftur til sjöunda áratugarins og bjarga málunum. Þar hittir hann fyrir yndisfríðan njósnara (Graham) sem ber það ágæta heiti Ásta Vel- ríðandi (Felicity Shagwell). Saman snúa þau bökum saman til að klekkja á Dr. Evil og hyski hans. Sá armi þrjótur fær mikið pláss í myndinni og hefur meðal annars komið sér upp smækkaðri eftirmynd sinni (Troy) sem hann spillir af eftirlæti. ' k Annars þjónar ekki miklum tilgangi að reyna að rekja einhvem söguþráð því hann er greinilega al- gjört aukaatriði. Þetta er fyrst og fremst vitleysis- gangur sem stundum má hafa gaman af. Fitubollu- og klósetthúmor í bland við strípigrín, Jerry Springer og útúrsnúning á virðulegum Bond-myndum. Mér segir svo hugur að ef Myers og félagar hefðu nennt að setja saman eitthvað sem líktist sögu hefði glens- ið orðið svolítið markvissara, því þá hefði ekki verið jafn mikill tími fyrir allan fíflagangir.n; minna hefði sem sagt orðið meira. Heather Graham, sú snjalla leik- kona, stafar geislum sínum allt um kring og hinir leikaramir virðast einnig skemmta sér vel yfir allri dellunni. Myers er vissulega flinkur sprellikarl, mátulega kaldhæðinn en um leið svolítið hjartahlýr. Hins vegar mætti einhver gauka því að honum að athuga nú hvar „mójóið" hans - kjaminn - sé niðurkominn. Mig granar nefnilega að hann hafi ekki verið með i þessari fór en sjálfsagt hefur Mike bara gleymt honum heima. Leikstjóri: Jay Roach. Handrit: Mike Myers, Michael McCullen. Aðalhlutverk: Mike Myers, Heather Gra- ham, Verne Troy, Robert Wagner, Rob Lowe, Michael York. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda GAGNRÝNI Þegar haft er í huga hvernig Stanley Kubrick tók á hinni frægu skáldsögu Vla- dimirs Nabokov, Lolitu, þar sem kaldhæðnin var í fyrirrúmi þá kem- ur það veralega á óvart hversu út- gáfa Adrian Lyne er rómantísk og Tdý, sérstaklega þegar höfð eru í huga fyrri afrek hans. Hefur Lyne náð að draga það besta út úr skáld- sögunni sem löngum hefur farið fyr- Kvikmynda GAGNRÝNI ir brjóstið hjá þeim sem eiga að fylgjast með siðferði mannfólksins og einnig náð að gera aðalpersón- urnar innilegar og áhugaverðar, sem hefur örugglega reynst erfitt því ekki er hægt að líta hlutlausum augum á það hvernig þær haga sér ^g þá sérstaklega prófessorinn, sem fær þessa líka óskiljanlegu ofurást á Qórtán ára dekurrófu, sem veit þrátt fyrir ungan aldur áhrif þau sem hún hefur á karl- rnenn. Prófessorinn sem geng- ur úndir því skemmtilega nafni Humbert Humbert (Jeremy Irons) er miðaldra maður, sem aldrei hefur gleymt æskuástinni sinni, sem dó fjórtán ára gömul. Þegar hann fær nýja stöðu leigir hann herbergi hjá hinni einstæðu móður Charlottu (Melanie Griffith), sem einsetur sér að næla í piparsveininn og tekst að koma honum í hnapphelduna. Það sem hún veit ekki er að Hum- bert hefur fengið ofurást á dóttur hennar, Dolores, sem hann kallar Lol (Dom- inique Swain) og það er að- alástæðan fyrir því að hann giftist móðurinni. Þegar eiginkonan hverfur sviplega af sjónarsviðinu halda prófessornum engin bönd lengur, hann gerir hosur sínar grænar fyrir Lolitu. Hún sem er Jeremy Irons og Dominque Swain fara með hlutverk elskendanna í Lolitu. enginn nýliði í kynlífl notfærir sér strax það vald sem hún hefur yflr prófessornum og dregur hann á asnaeyrum yfir hálf Bandaríkin áður en hún lætur sig hverfa. Það er ekki síst Jeremy Irons að þakka hversu minnisstæð kvik- myndin Lolita er. Hann er nánast fullkominn í hlutverkið. Um leið og hann er sögumaður sem segir frá þjáningum sínum, þá fylgjumst við með honum þjást andlega sem lík- amlega út af ástriðu sem hann ekki ræður við. Allt þetta gerir Irons svo vel að betur verður ekki gert. Hum- bert er aðeins áhugaverð persóna í neikvæðum skilningi, það er því að- eins á færi stórleikara eins og Irons að sýna biturleikann á þann hátt að ósjálfrátt fer maður að vorkenna TOPP 1 # í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 18. - 20. Júní. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur Tekjur Heildartekjur l.(-) Tarzan 34,221 34,221 2. (1) Austin Powers 2 31,406 116,148 3. (-) The General's Daughter 22,332 22,332 4. (2) Star Wars: Episode 1 18,859 328,072 5. (3) Notting Hill 6,909 79,748 6. (4) Instinct 3,224 27,138 7-(5) The Mummy 3,206 142,006 8. (6) Entrapment 1,347 82,001 9. (7) The Matrix 1,315 163,869 10. (9) Tea With Mussolini 614 8,693 11. (8) The Thlrteenth Floor 380 1,815 12. (16) Analize Thls 368 105,482 13. (20) Mysteries Of Egypt 349 11,022 14. (10) Never Been Kissed 348 52,725 15. (13) Llfe 330 62,132 16. (-) Straight From The Heart 298 298 17. (11) A Midsummer Nlght's Dream 287 14,956 18. (23) T-Rex: Back To The Creaceous 286 15,993 19. (12) Electlon 269 13,806 20. (18) The Winslow Boy 261 2,260 Doctor Evil og iitli vinur hans Mini Me, úr nýju Austin Powers myndinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.