Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNI 1999 49 Myndasögur Veiðivon Helgi Ingvarsson og Reynir Ólafsson með fyrsta laxinn úr Laxá á Refasveit en fiskurinn var 14 pund og tók maðkinn. DV-mynd G. Bender Þingvallavatn: 4 punda urriði á maðkinn Veiðin í Þingvallavatni hefur verið ágæt það sem af er sumri en murtan er eitthvað farin að láta sjá sig og þá verður erfiðara að veiða bleikjuna. Þeir feðgar Leifur A. Benediktsson og Aron Leifsson hafa stundað Þingvalla- vatn grimmt og veitt nokkra silunga í sumar. Fyrir fáum dögum veiddu þeir 4 punda urriða. „Þetta var skemmtilegt en fiskinn veiddi Aron í Vatnsvíkinni og þetta var hörkubarátta," sagði Leifur, faðir hans í samtali við DV. „Við vorum ný- búnir að setja maðk á þegar fiskur tók og hann hafði næstum tekið stöngina út í líka. Það hefur verið frekar leiðin- legt að veiða á Þingvöllum í sumar vegna veðurfarsins. Murtan hefur lít- ið látið sjá sig enn þá en hún kemur,“ sagði Leifur enn fremur. Aron Leifsson með 4 punda urrið- ann sem tók maðkinn hjá honum f Þingvallavatni. DV-mynd Leifur Norðurá: Veiddi vel í Stekknum Það er kannski ekki aðalatriðið að fara yfir sem stærst veiðisvæði við veiðiskapinn þó sumum finnist það. Við fréttum af skemmtilegu atviki úr Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dög- um. Eldri veiðimaður, rétt um átt- rætt, átti veiðileyfi á Munaðarnes- svæðinu. Þegar maður er orðinn átt- ræður hreyfir maður sig kannski ekki mikið en þessi eldri veiðimaður vildi renna fyrir fisk í Norðurá og gerði það með stæl! Hann vildi bara veiða á einum ákveðnum stað í Stekknum og ekkert annað. Staðurinn og veiði- svæðið var ekki stórt, um 5 metrar. / Þarna var vininum plantað niður og hann veiddi þarna allan daginn. Og aflinn var fimm laxar en hinir fengu lítið sem ekkert. Daginn eftir reyndu allir á þessum stað en fengu ekkert. Þegar þessi veiðimaður var spurður hvernig hann hefði veitt þessa flska sagði hann: „Ég beið bara eftir að lax- inn kæmi og þegar þeir komu í ákveðna holu þarna, þá tóku þeir.“ líilTCHELL SC-60 • Nýtt spólukerfi - CONCEPT 3 spólur fylgja hverju hjóli Stór línu-rúlla 9 Kúlulega í haus 9 Fellanleg sveif 9 Innspólun 0,85 metrar 9 Hagstætt verð EINFALDA VEIÐISKAPINN tmm Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND _______ SPORTVÖRU GERÐIN HF. c r r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.