Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 10
Á horni Barónsstígs og Grettisgötu er svolítíl þyrping af sérkennilegum fyrirtækjum. Hlíð við hiið mynda þau eínhvers konar suðræna Istegade-stemningu með tékknesku ívafi. Mjög djúsí stemning og örugglega ein sinnar tegundar í öllum heimínum. Fókus þræddi götuhornið '*• ‘'aeddi við kaupmenn og hárgreiðslufólk. Zifftffl*!^ €Sii iliQl barónar Við hliðina á Húsi andanna er fjölskyldufyrirtækiö Hödd. Lítil vinaleg hárgreiðslustofa í hornhúsi og skemmtilega gamaldags. Innrétt- ingarnar samanstanda af gömlum húsgögnum, stórum hárblásurum og á veggjunum hanga götuskilti merkt Barónsstíg. Hárgreiðaramir eru tveir, Eiríkur Óskarsson eig- andi og dóttir hans Sigyn Eiríksdótt- ir. Þau spjalla glaðlega við kúnnana og andrúmsloftið er þægilega dægi- legt. Er hárkúnstin í puttunum? „Þetta er andlegur sjúkdómur sem hrjáir alla fjölskylduna. Hún er sú þriðja sem er héma,“ segir Eirík- ur Óskarsson og lítur hlæjandi á Sigyn dóttur sína. Hún tekur undir hláturinn og endurtekur: „Andlegur sjúkdómur!" Svo þaö liggur beinast viö aö greiöa fólki? „Ég kláraði háskólann en fór samt í hárgreiðslu," segir dóttirin brosandi og greiðir kúnnanum flm- lega á meðan. „Ég er búin að vera í þessu í 30 ár,“ segir hárgreiðslumaðurinn og bætir við að það hafi verið rakara- stofa í húsinu áður en hárgreiðslu- stofan kom. „Ætli það hafi ekki ver- ið rakarastofa hérna í 60 ár.“ Anna Júlíusdóttir, amma Sigyn- ar, situr sallaróleg í stól. Hún fylgist með bamabaminu greiða kúnnan- um milli þess sem hún kíkir í tíma- rit. Kemur þú oft hingaö? „Já, það er svo gott að koma hing- að. Voðalega notalegt. Ég kem alltaf hingað.“ Vikulega? „Nei, permanentiö er svo vel gert hjá bamabaminu að ég þarf ekki að koma vikulega," fullyrðir amman. Vitiö þiö eitthvaö um búöina House of the Spirits? „Hún er lokuð og það er synd. Það er alltaf verið að spyrja um búðina. En ég veit ekki hvort hún verður opnuð aftur,“ segir Sigyn. Hvaöan koma þessar gömlu mubl- ur? „Ég keypti mublumar í einhvers konar kolaporti í Köben,“ svarar Ei- ríkur og glottir. Eru kúnnarnir eingöngu úr ná- grenninu? „Nei, nei. Það er alls konar fólk sem kemur hingað, ekki bara af göt- unni. En viö höfum líka fastakúnna," segir Eiríkur hár- kúnstner og heldur áfram að blása hárið á glaðlegri eldri konu. Við hliðina á Tólf tónum og and- spænis Húsi andanna er kaffivélabúð- in Kaffiboð. Hún vekur gjaman eftir- tekt vegfaranda enda eru afar sér- kennilegar kafiivélar í sýningarglugg- anum og einn risastór appelsínugulur appelsinupressari. Einar Guðjónsson er eigandi búðarinnar og hefur rekið hana í eitt og hálft ár. „Ég sel ein- göngu espresso- og cappuchino-vélar frá ítölsum framleiðanda sem heitir Lapavoni," segir Einar. Hvernig stemning er í götunni? „Það er ágæt stemning fyrir svona sérvörabúö eins og mína. Ég hef líka ágæt samskipti við alla. Þá í 12 tónum og hann Guðmund í sjoppunni. Helsti plúsinn er sá að þetta er ekki alveg ofan í miðbænum en samt örstutt þangað. Fyrir vikið hefur maður aila miðbæjarkostina en ekki gallana. Grettisgatan, Barónsstígur og Njáls- gata era þéttbýlustu svæðin í Reykjavík. Svo Barónsstígshomið er mjög lifandi. Auk þess ríkir afar góð- ur andi héma.“ Er stundum spurt um búðina House of the Spirits? „Já, það er spurt eftir henni og mér fmnst missir að þeirri búð. Hún var búin að vera lengi og átti greinilega marga og trygga viðskiptavini. Auk þess var nafnið gott.“ Ertu einn meö búöina? „Ég er einn í þessu og sérhæfi mig í tækjum og kaflivélum fyrir veitinga- hús.“ Ertu mikill kaffimaður sjálfur? „Þess vegna er ég nú að selja bestu vélamar. Ég er svo mikill kafiimað- ur,“ svarar Einar í Kaffiboðinu. -AJ Á homi Grettisgötu og Baróns- stígs er húðin 12 tónar. Hún er sér- staklega unaðsleg og allt það sem Kringlan er ekki. í 12 tónum getur maður flatmagað i mjúkum sófa, drukkið rjúkandi kaffi og hlustað óendanlega og blómstrandi tónlist- arflóru í þægilegum heymartólum. Þetta er sérlega notaleg aðstaða í skammdegisdrunganum. Enda er það ætlun eigendanna Jóhannesar Ágústssonar og Pabba Stáltáar. „Það er stefnan aö fólk komi og hafi það notalegt. Það getur fengið kaffi og hlustað á diska en notaleg- heitin eru aöalatriðið," segir Jó- hannes. Hvaö er búöin gömul? „Búðin er eins og hálfs árs.“ Hvernig kúnnar koma hingaö? „Sami hópurinn mikið til. Það em margir fastagestir sem heim- sækja búðina. Þetta er nokkum veginn sami hópurinn sem sækir hingað og maður þekkir marga kúnnana.“ Ég datt hérna inn um daginn þegar finnskur strákur var að spila á harmoníku og maöur í hvítum kufli aö dansa. Þaö var rauövín á boöstólnum og mjög skemmtileg stemning. Eru þiö oft meö svona uppákomur? „Við stöndum yfirleitt fyrir upp- ákomum. Reynum að bjóða reglu- lega upp á skemmtilegheit." Koma allir diskarnir aö utan? „Já, við sérpöntum allt utan frá. Við erum með litríkt diskaúrval og ætlunin er að flytja einnig inn bækur um diska sem hefur ekki tíðkast hingað til á íslandi,“ út- skýrir Jóhannes. Það er engin smá litadýrð sem 12 tónar státa af. Megnið af diskunum eru ekki fáanlegir í hinum plötu- búðunum og margir þeirra ansi eigulegir. Þarna eru gamlar klassíkar upptökur, söngkempur á borð við Caruso, indversk kvik- myndatónlist, Iggy Popp, framúr- stefnuleg finnsk harmoníkutónlist og allt barasta milli himins og jarð- ar. „Það er lókal stemning á þessu götu- homi, í öllum þessum litlu skonsum," segir Guðmundur Hannesson, sölu- tumseigandi á Barónsstíg. „Maður er í góðum kontakt við fólkið í kring. Það era margir góðir karakterar eins og náungamir i 12 tónum." Söluturninn á Barónstígshominu er mjög gulur og utan á honum stendur Tobacco og Hot Sausages. Það er einhver suðrænn búllublær yfir þessum trnni, hann gæti verið staðsettur í Madrid eða Havana. Að innanverðu er tuminn hins vegar rammíslensk sjoppa. Pulsu- Hús andanna eða House of the Spirits er ein forvitnilegasta búðin á Barónsstíg. Búð sem sérhæfir sig í vörum til yfirskilvitlegra og dul- rænna athafna. Því miður hangir skilti á huröinni sem segir búðina lokaða vegna flutninga. Fókus kík- ir inn um gluggann og iðar af hreinni forvitni. Þetta er allt mjög dularfullt og fátt um jarðnesk svör. Það er dimmt inni og grillir í alls konar undarlegar pakkningar. Gamalt auglýsingaskilti hangir uppi og lofar nýja sendingu af tarotspilum. Það er vonandi að roknasterkir og glaðbeittir andar grípi í taumana og opni búðina aft- ur á Barónsstígnum. Hún sómir sér einstaklega vel í léttu Istegade- andrúmsloftinu sem ríkir á Bar- ónsstígshorninu. Það er mikill óðu fjölskyldunni á hárgreiöslu- sjónarsviptir að galdratöfrabúll- stofunni Hödd. Þau segjast nefni- unni og nágrannabúðir á einu máli lega vera haldin andlegum skæra- um það. Svo er aldrei að vita nema sjúkómi. Hús andanna gæti bjargað greiðu- lykt í loftinu, vídeóspólumar á sínum stað, bland í poka og lottómiðar. Á Aóalturninn sína fastakúnna? „Já, verslunin byggist 60% á kúnn- unum úr hverfmu og skólakrökkum úr nágrenninu, eins og Iðnskóla- nemunum. Annars kemst maður í samband við fólk alls staðar aö af land- inu. Margir skólakrakkanna koma af landsbyggðinni. Að vísu hef ég bara átt sölutuminn í eitt og hálft ár en eig- andinn á undan mér var týpa sem vissi allt um alla. Svona hverfaverslun byggist svo mikið upp á persónulegu sambandi." Hefur fólk spurst fyrir um House of the Spirits? „Ja, hún hefur verið lokuð i fjóra mánuði og maður saknar hennar. Það var margt sérstakt fólk sem lagði leið sína þangað. Það er gaman að þeirri búð. Hún eykur flóruna og það hefur soldið verið spurt um hana.“ Sérö þú algjörlega um afgreiösluna? „Ég afgreiði ásamt dóttur minni. Konan kemur stundum og ein frænka ef mikið liggur við. Þetta byggist á fjöl- skyldunni og hefst með mikilli vinnu.“ f Ó k U S 10. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.