Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 20
+ Vilhjálmur Vllhjálmsson - Dans gleöinnar Hvaö? Úrval vin- sælustu laga Vil- hjálms á tveim diskum. Var ekki búiö aö gefa út svona safndisk? Jú, svipaðan, en nú voru notaöar frumupptökur til aö hljómurinn yröi sem bestur. Á jaörinum Tilraunaeldhúsiö 1999 - Nasl fyrir nýja öld Hvaö? Tvöföld safnplata með upptökum frá uppákomum Tilraunaeldhússins. Sem er? Örvandi og þarft framaspor í ís- lensku múslklífi. Heartbeat - The Sunday Sessions Hvaö? Lög meö liði sem spilaði á Hjartsláttar- kvöldunum svokölluöu. Gott? Já, þrusugott ef þú ert fyrir rafmagnaða danstónlist. Human Body Orchestra - High North Hvaö? Jakob og Ragga slá sér á lær, taka þaö upp og breyta hljóðinu í tölvu. Útkoman er: Nýaldar- jarm og búkslátt- artripp-hopp. MSK Hvaö? Safnplata meö Bisund, Brian Police, Shiva, Toy Machine og Sororicide. Eru þaö gömludansasveitir? Nei, argasta þungarokk. Egill Snæbjörnsson - The International Rock n roll summer of Hvaö? Listaspíra rokkar feitt. En er þetta list? Æ, bitt'í þig. Mug - Polaroid Perlod Hvaö? Ló-fæ indí. Músik fyrir? Ló-fæ indi-fólk, rolur og rollur. Heimabrugg Stella Haux Hvaö? 12 lög um lífiö og tilveruna frá Stellu stuö. Söluhvetjandi staöreynd: Andrea Gylfadóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, KK og Jakob Frímann aöstoöa Stellu. Guömundur Valur - Valur Hvaö? Efni úr skúffu Guömundar. Frá vísna- stíl til rokks. Aöalaöstoöarkokkur: Vilhjálmur Guöjónsson. Kúnzt - Ótrúleg orö Hvaö? Dúett frá Blönduósi meö 12 frumsam- in lög. Er umslagið söluhvetjandi? Nei. Rúnar Hart - Meö þér Hvaö? Keflvísk kántrísveifla ogjesúpoþp. Aödáandl númer eitt: Jón Gnarr. Hann spilar diskinn áöur en hann kemur fram. Ósk Óskars - Draumur hjarösveinsins Hvaö? Þriöja plata Óskars. Þjóölagatilraun- arokk. Aöstoöarkokkar: m.a. Mike Pollock, Dan Cassedy og Bibí. Karlrembuplatan Hvaö? Hressir Fiateyr- ingar með karlrembu- texta og karlfauska- rokk. Ekki fyrir: kvenrembur. Abbababb - Gargandi snllld Hvaö? Fjöllistahópur frá Akranesi meö grín- plötu. Og er þetta fyndiö? Finnst þér rolla i sundi fyndin? Hetnaöar- t U 1 1 t (meö matnum) / Létt hlustun II y K,, Guitar Islancio Hvaö? Gunni Þórö- ar, Björn Thorodd- sen og félagar eru færir menn og I færa hér þjóðlega I tónmenningu í I djassbúning. Við erum engir nördar, segja þeir. Núna eru þeir nördar sem ekki spila tölvuleiki. „Þeir“ eru tölvuleikjagúrúar landsins. Þeir eru milli tvítugs og þrítugs í góðum stöðum. Þeir hafa rétt fyrir sér. Lesendur góðir, þið getið örugglega ekki ímyndað ykkur hve margir landsmenn Það mætti að vísu reyna að giska á þær. Við ætlum hins vegar að halda því fram að tölvur séu búnar til fyrir karlmenn sem vilja leika sér. Tölvan, frænka vélmennisins, svarar manni og þess vegna er hægt að leika við hana. Tölvur eru upp- lagðar til leikja enda var varla búið að þróa fyrstu tölvuna - kannski liðu tuttugu ár - þegar einhverjum snillingnum datt í hug að búa til fyr- ir hana leik. Þar með var ekki aftur snúið enda alþekkt að tölvan sleit ekki bamsskónum fyrr en tölvuleik- imir stigu fram á sjónarsviðið. Há- þróaður hugbúnaöur, fullkomin skjákort og öflugir örgjafar eiga líf sitt að miklu leyti samkeppninni á tölvuleikjamarkaðnum aö þakka. Tölvuleikimir hafa drifið rafeinda- búnaðinn áfram. Lítið bara í kringum ykkur ef þið trúið þessu ekki. Eru það ekki einmitt þeir sem nota tölvumar sín- ar til leikja sem eiga flottustu, full- komustu og kraftmestu einkatölv- umar? Við hin, þessir raunverulegu nördar, höfum ekkert annað við tölvur að gera en skrifa á þær ímeila, skrá heimilisbókhaldið og kíkja við á Netinu annað slagið. Ef við erum þá ekki hætt að kveikja á tölvunni nema stundum. Við höfum ekkert not fyrir fmheitin af því við emm nægjusamir kjánar sem kunna ekki að slaka á í leik. Þeir græða mest Tölvuleikir em svo vinsæl afþrey- ing að framleiðendur þeirra hafa slegið bæði tónlistar- og kvikmyndaiðnað- inum við í gróða. Kvikmyndaiðnaður- inn var eldftjótur að fatta að tölvuleikir gætu ógnað kvik- myndunum. Þeir vissu hins vegar ekki hvernig þeir áttu að bregðast við. Þeir héldu að í tölvu- heiminum giltu sömu lögmál og kvikmyndaiðnaðinum. En á meðan kvikmyndamógúlar heimsóttu tölvunördana heim í límúsínum og vildu búa til einhvers konar vídeó- myndir af leikjum kúldruðust hinir fyrmefndu í holum sínum og sömdu alvöruleiki. í alvöruleik er maður virkur þátttakandi. Þá reynir á snarræði, útsjónarsemi, stjórnun, viðbrögð og fleiri góða eiginleika sem alltaf hafa komið sér vel í leikj- um - ekki síst keppnisleikjum. - Og nú kemur smáútskýring á því hvað leikur er: hann er athöfn sem maður tekur þátt í án skuldbindinga utan leiksins. Ef maður er ekki þátttakandi heldur situr hjá eins og í fótbolta breytist leikurinn í sýn- ingu. Þannig eru kvikmyndir. Þannig er sjón- varp. En ekki tölv- ur. Tölvur eru eru „húkkt“ á tölvuleikjum nema þið tilheyrið þeim fjölmenna hópi sjálfir. Og við teljum hreint ekkert ólíklegt að svo sé. í það minnsta ef þið eruð karlkyns og yngri en fertugir. Tölvuleikir höfða nefnilega meira til karla en kvenna af einhverjum undarlegum ástæðum. gagnvirkar, þær svara manni og þess vegna er svona auð- velt að leika sér við þær. Tölvuleikjafík- illinn fær kikkið út úr því að taka fullan þátt í leiknum í stað þess að sitja negldur niður í sjónvarps- stólinn með popp- kom við aðra hönd- ina og kók við hina. leikj; HH engir yirkir .2-iW'mU- iurjujnuí'jdlim ? tli ég hafi ekki byrjað í tölvuleikj- a svona 9 ára. Þá voru Seagler og Spectr- um aðalleikimir. Ég hef prófað allt síð- an og gef öllu sjéns en mér finnst alltaf skemmtilegast í skotleikj- um og flottum hemaðarleikjum eins og Half-life. Það er erfitt að skilgreina góðan leik en þegar maður er búinn að vera í þessu svona lengi fmnur maður það fljótt. Góður leikur þarf að hafa góðan söguþráð og góða grafik, það eru gerðar gríðarlega miklar kröfúr til þess í dag. Nú orðið finnst mér mest gaman að spila á Netinu þar sem leikurinn bygg- ist upp á samvinnu. Það hefur lika myndast ákveöinn félagsskapur eða klön 1 kringum þetta sem er skemmti- legur. Ég er sjálfur í sjö manna klani. Flestir sem ég spila við eru góðir kunningjar mínir en tvo þekki ég að- eins sem nöfn á Netinu. Það er eitt af úMúÉm.UMI Jjú/uw iLiih.ihUlM’u Leikjatölvan ógnar einkatölvunni Saga tölvuleikjanna er ekki ýkja löng. Hún er jafnvel yngri en þeir sem Fókus ræddi við. Viðmælendur vorir hafa bókstaflega vaxið úr grasi með tölvunum. Þeir voru smáguttar þegar fyrstu leikjatölvurnar litu dagsins ljós og þeir muna með nostalgíu eftir þeim fyrstu; Comm- andor, Sinclair, Tandy, Adventure og Pacman. að ógleymdum spila- kössunum. Það var í þeim sem Is- lendingar kynntust tölvuleikjum fyrst fyrir alvöru upp úr 1980. Þetta var áður en Nintendo og Sega héldu innreið sína á tölvuleikjamarkaðinn með lúðrablæsti og slógu í gegn. Þeir stofnuðu jafnframt til þeirrar samkeppni sem skollið hefur yfir markaðinn með hryðjum í hálfan annan áratug. Og það vill svo skemmtilega til að ein slík var einmitt að skella á, í fyrsta sinn í fjögur ár, því nú hefur Sony loksins sent frá sér nýja útgáfa af Playsta- tion. Þeir komu fyrst inn á tölvu- leikjamarkaðinn árið 1994 þegar enginn vildi líta við þeim Tölvan var þrjú ár að ná fótfestu, nokkuð sem hefði drepið alla nema Ólaf Jóhann og Sony. Nú keppir nýja Playstation tölvan viö Dreamcast tölvu Sega á jólamarkaðnum. Playstation gæti átt eftir að hafa vinninginn þar þótt Dreamcast bjóði upp á þá nýjung að hægt er aö kaupa módem og lykla- borð við tölvuna. Og það þýðir hvað? Að einhvemtíma á næsta ári mun Nintendo skunda inn á völlinn með sina 2000 útgáfu, um líkt leyti og Microsoft, sem í fyrsta skipti leggur til beinnar atlögu við tölvu- leikjamarkaðinn með íburðarlítilli leikjatölvu. Og okkar upplýsingar herma að ástæðan fyrir þessari sókn Microsoft sé sú að leikjatölvumar séu orðnar það öflugar að þær eru famar að ógna PC-tölvunum. Foreld- arar unglingsins verða líklega ánægðir og líka leikjafíkillinn því þetta þýðir að í staðinn fyrir að þurfa að punga reglulega út nokkmm hundrað þúsund köllum fyrir nýrri tölvu svo unglingurinn geti spilað nýjasta Quake leikinn þá munu menn í framtíðinni fá sömu gæði í leikjatölvum fyrir kannski 40.000 kall - sem í millitíðinni á ef- laust eftir að lækka um slatta ef tek- ið er til tillit til þess hve verðgildi tölva rýmar gríðarlega hratt. Takið okkar heimildarmann á orðinu: tölvur em ekki góð fjárfesting. Sist af öllu ef þær eru aðeins notaðar sem leikfang! -MEÓ Ellert Þór Júlíusson, sölumaður hjá BT: „Húkkt handfylli af leikjum" því skemmtilega við Skjálftann að geta sett andlit á nöfn sem maður þekkir aðeins á Netinu. Vefþjónninn er öllum opinn og það getur í rauninni hver sem er komið inn. Þetta gengur þannig fyrir sig að viö berjumst saman á móti öðru klani og ef það kemur einhver nýr inn, sem tilheyrir hvorugu klaninu, gengur hann til liðs við það klan sem vantar leikmann. Ef það eru stakir spilarar inni á móti klani og annað klan kem- ur inn þá skipta stöku spilaramir sér á milli klana. Þó það sé barátta í gangi á milli klana þá er enginn útilok- aðir frá leiknum svo lengi sem liðin era ekki fullskipuð. Ég hugsa að ég spili í svona tvo til þrjá tíma á dag að meðaltali, annars er það misjafnt. Þess á milli hitti ég félaga mina og er með konunni minni,“ seg- enginn tölvuleikjaspilari sem Fókus hitti er einhleypur svo ekki spiilir áhugamálið fyrir tilhugalífmu. Ellert Þór fmnst ekki að hann eyði óeðlilega miklum tíma fyrir framan tölvuna á kvöldin en þá koma flestir spilarar inn. „Þó mér fmnist gaman að spila og fylgist vel með þá er ekki nema svona handfylli af leikjum sem hafa haldið mér við þetta.“ w' t. EL j ir Eilert en Ellert Þór Júlíusson prófar alla leiki sem koma út en segist ekki vera háður. uaivc. ;Æfum stíft fyrir Skjálftann“ bergi er sá að við getum talað saman auk þess sem svartíminn nánast hverfur. Þannig era aðstæðumar á sjáifu mótinu nema hvað yrkið er meira notað til að tala sig saman um, leiki, enda ekki hlaupið að þvi aö fmna út hver er á bak við hvaða leik- nafn á svona stóru móti,“ segir Ámi. Þetta þýðir ekki að menn taii ekki saman. Það er heilmikið félags- líf í kringum þetta og m a r g i r þekkjast i „real life“. Við í hux héldum til d æ m i s opna árs- hátíð fyrir- skömmu.“ Ami R. Kjartansson hefur góða yf- irsýn yfir samfélag tölvuleikja á Netinu því hann hefur umsjón með leikjavefþjónum hjá Símanum Inter- net. Hann er líka annar skipuleggj- andi Skjálftamótanna sem njóta ört vaxandi vinsælda. „Þátttakendur á síðasta móti voru 250 en viö urðum að visa nær jafhmörgum frá,“ segir Ámi. Hann er á kafi í leikjum sem geta tengt saman spilara alls staðar að úr heiminum á Netinu ef því er að skipta. „Annars er Island frekar ein- angrað netlega séð. Við erum bundn- ir viö að spila við vefþjóna á íslandi út af fjarlægðinni. Þetta snýst allt um svartíma, svokallað ping. Svartíminn skiptir öllu um það hvemig maður spilar leikinn. Hann stjómar því hve langur tími líður frá því þú spilar og þar til leikurinn skilar sér til mótherjans. Ef svartíminn er of lang- ur sérðu ekki mennina á þeim stað sem.þeir raunverulega era staddir á í leiknum. Tengingin keyrir venjulega símalínu á hærri tíðni og til að geta notað hana þurfa menn sérstakt módem. Stofii- kostnaðurinn er áætlaður um 40.000 krónur fyrir einstakling en síöan kostar áskrift á tengingu ailan sólar- hringinn 9.500 krónur á mánuði. Þetta getur borgað sig fyrir þá sem eru mikið á Netinu,“ segir Ámi sem er sjálfur á kafi í Quake. Quake-heimurinn „Quake-heimurinn er byggður upp á eins konar íþróttafélögum, svoköll- uðum klönum. Ég er í einu slíku sem heitir hux. Við erum tuttugu félagar sem spilum saman og tökum þátt í liðakeppnum. Við höldum reglulegar æfingar þar sem ákveðnir menn spila tilteknar stöður í leiknum. Á æfmg- um era settar upp leikfléttur og plön fyrir mót. Við leggjum allan okkar metnað í að vinna Skjálftamótin og æfum stift fyrir þau. Þetta þýðir að heilu helgamar fýrir mót era lagðar undir æfingar. Við fáum lánaðan sal þar sem við setjum upp lókainet og þangað koma allir með sínar tölvm-. Kosturinn við að vera í sama her- Tvö fimm manna lið „I Capture the flag, sem er vinsæll núna, keppa tvö fimm manna lið. Þetta er ekki heill leikur heldur út- gáfa af Quake, skrifuð af áhugamönn- um. Hvort lið hefur sinn heimavöll og sinn fána í höfuðstöðvunum. Leikur- inn gengur út á að stela fána and- stæðingsins og snerta eigin fána með honum. Leikurinn er skipulagður út í hörgul og til aö ná árangri þarftu að spila í 10 klukkustundir á viku. Ég er búinn að vera í þessu í þrjú ár en áður spilaði ég ekkert í líkingu við þetta. Quake-samfélagið hér heima byijaði að myndast í kringum Quake 2 sem kom út fyrir tveimur árum. Nú er Quake 3 nýkominn út og af því tilefiii verður sjötti Skjálftinn haldinn um næstu helgi. Quake ber höfuð og herðar yfir aðra leiki af þvi maður keppir við raunverulega and- stæðinga. Það er miklu meira gaman en að spila við forrit sem getur ekki lært á þig. Quake er enginn bama- leikur því til að ná árangri þurfa spil- arar að hafa náð ákveðnum þroska og valdi á rökhugsun." Halldór Halldórsson aðstoðarforstjóri Ætli ég hafi ekki eignast mína fyrstu leikjatövlu þegar ég var 9 ára. Þetta var Tandy vél sem hægt var að forrita. Ég spilaði leikinn á móti pabba en við stjómuðum hvor sínu vélmenninu og forrituðum þau til að bregðast við vissum aðstæðum. Þessum leik var ætlað að gefa manni innsýn í hvemig tölvuleikir era for- ritaðir. Ég man líka eftir Sinclair en það fylgdi henni kassetta með leiknum sem átti að hlaða inn á tölvuna. Það tók óratíma og krafðist mikillar þol- inmæði." Hákon bunar út úr sér nöfnum á leikjatölvum og leikjunum sem eiga viö þær. Herkænska og rauntími „Núna spila ég mest herkænsku- leiki eins og rauntímaleikinn Age of Empire II. Hann gengur út á að byggja upp herlið á sama tima og óvinurinn. Maður þarf ekki að bíða eftir því að röðin komi að manni. Það er ýmist hægt að spila þessa leiki við tölvuna eða aðra leikmenn." Hákon segist ekki hafa eins gaman af skot- leikjum. „Þeir eru einhæfari. Þú ert ailtaf að hakka í þig gegnum allt sem á vegi þínum verður. Þeir krefiast lika meiri einbeitingar en her- kænskuleikimir eru líkari tafli. Þú þarft að gera framtíðarspá. Ég er sjálfur í klani en það er eng- Hákon segir ímyndunaraflið geti hlauplð með sig í gönur. Hann lifir sig bókstaflega inn í leikina. „Verst þegar leikur virkar ekki“ in Hard Core-klíka sem helgar sig nettengingum. Ég hef aldrei tekið þátt i Skjálftamóti." En það er greinilega merki um mikla hófsemi í þessum bransa. „Ég spila heldur ekki á hverjum degi. Þegar nýr leikur kemur út spila ég hann rosalega mikiö í stuttan tíma en síð- an róast ég. Ég hef einu sinni lent í því að verða hræddur í tölvuleik. Þá var ég einn að spila Alien vs. Predator með ljósin slökkt en það er nauðsynlegt í þrívíddarleikjunum. Það jók enn frekar á áhrifin hvaö ég j á góða hátalara og svo hef ég líka J fjörugt ímyndunarafl og á auðvelt með að lifa mig inn í leik. Þetta er al- gjört adrenalínsdæmi og maður fær mikið kikk út úr þessu,“ Erfitt að fá leiki „Þaö sem mér finnst verst við tölvu- leikina er hvað maður þarf að hafa mikið fyrir því að ná í þá. Maður kannski kaupir tölvuleik á 4000 kall sem virkar ekki vel þegar heim er komið af þvi maður er ekki með rétt skjákort eða örfgjörva. Þá þarf mað- ur að bíða eftir því að það komi uppfærsla á leiknum á Netinu. Ástæðan fyrir því að þetta er svona er sú aö það er ekki gert ráð fyrir öllum þessum mis- munandi samsetningum einka- tölvanna við hönnun leikjanna. Demóamir á Netinu, sem eru prufu- keyrslur, eiga að koma í veg fyrir ivona því þeim er ætl- að að upp- götva vill- umar áður en leikur- inn er mark- aðssettur. Málið er að þeir gera það aldrei al- veg. Þetta er yfirleitt í lagi ef leikur- inn tekur ekki mikið pláss en um leið og hann er orðinn plássfrekur getur maður lent í því að þurfa að út- vega bót til að geta hlaðið hann og það tekur alltaf sinn tíma.“ Geta verið hættulegir „Ég hugsa að tölvuleikir geti verið hættulegir ef þeir era famir að stjóma lífi fólks. Þeir sem sitja klukkutímum saman fyrir framan tölvuskjá verða andlega þreyttir og eiga erfiðara með* að gera hluti á eftir af því þeir era slæptir. Ég held ekki að það megi rekja til leiksins heldur þess að maður situr nálægt tölvunni og horfir stíft á skjá- inn i langan tíma í einu.“ Meira á næstu siöu -» f Ó k U S 10. desember 1999 10. desember 1999 f ÓkllS + + 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.