Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 3
e f n i í t 1 ifir i loftköstum „Ég opnaði þetta með „backside rodeo flip“, sem ég náði ekki að lenda almennilega, en seinna stökkið, „frontside rodeo flip“, heppnaðist vel,“ segir Ámi Ingi með hæverskum tón og gerir lítið úr því að hafa verið hársbreidd frá því að hirða titilinn. „Mér tókst að slasa mig í olnboganum og er þess vegna bólginn og finn. Það er ekki alveg nógu gott vegna þess að það er „slope style" mót í Skálafelli um helgina. Þetta fylgir bara fjörinu." Stefnan tekin út „Þetta var frábært mót. Vonandi ■fæst leyfi til að halda það árlega. Þama voru þeir bestu á landinu ,;samankomnir, sem em allir félagar og lifa fyrir brettin. Auðvitað hefði ég viljað vinna en það er allt í lagi. Jói, sem vann, er góður vinur minn og við rennum okkur alltaf saman,“ segir Ámi en hann er tví- mælalaust kominn í hóp bestu | brettamanna landsins og rennir sér í nafni Týnda hlekksins, hom- í steins íslenskrar snjóbrettamenn- Íingar. Ámi er einn af þessum rnömuun sem hræðast ekki neitt og þegar hann rennir sér hraðri ferð í átt að risapöllunum er hræðsla það síðasta sem kemur upp í huga hans. Hann og félagar hans tóku stutta mynd í vetur þar sem Ámi svífur fram af pöllum og flýgur nið- ur handrið og sendu hana utan í þeim tOgangi að ná athygli snjó- brettafyrirtækjanna. Og það eru góðar líkur á að það takist vegna þess að það skiptir litlu máli hvers , lenskur maðurinn er ef hann lifir I í loftköstum. „Já, já. Við vorum 1 bara að leika okkur hér og þar um bæinn og uppi i fjalli. Þetta var eig- inlega meira til gamans gert og auðvitað er draumurinn að komast út. Annars er félagi minn, Símon, að taka alvöru snjóbrettamynd í fullri lengd sem verður vonandi gefln út í haust. Þá fæðist fyrsta íslenska snjóbretta- myndin,“ segir Árni og hlakkar greinilega til að sjá afraksturinn. Fyrsta snjóbrettamót vetrarins var haldið á miövikudaginn. Það er ekkMiægt aö segja að staésetoingin hafi verið hefðbuj|^því flugu br|ttame: r stæl. kjíppnin var horö og mynaði einungis hálfu .'stigi á fyrsta sæti, w : Jóhamteó. Heimissyni, og 1 öðriJPæti, Árna Inga Árna- sygjlfÞar er ný kynslóð að banl^lá' dyrnar hjá þeirri gömlu bank þar fm Arni er einungis 17 ára :og nú þegar orðinri eínn #af bestu þrettamönnum gjncisins.. . r m Skálafell drottnar Það er hálfskrýtið að ekki skuli vera fleiri menn á aldur við Árnl Ingi er einn af þessum mönn um sem þekkja ekki hræðslu. Ama að stimpla sig inn. Fyrsta kynslóð íslenskra bretta- manna ræður enn þá ríkjum og vinnur allar keppnir, eins og sann- aðist á þriðjudag- inn. Þannig er Ámi hálfgert einsdæmi en þó er hann tfullviss um að f 1 e i r i appar eynist þama úti: „Það eru nokkrir sem eru að komast yfir risapallahræðsl- una sem eiga eftir að taka miklum framfórum í kjölfarið. Svo em enn yngri strákar sem verða betri með hverjum deginum sem líður. T.d. var einn tíu ára, Ómar, sem tók þátt á þriðjudaginn sem brunaði af miklum eldmóði á pallinn.“ Með batnandi aðstöðu fyrir ís- lenska brettamenn eykst stand- ardinn og fleiri snillingar fæðast. Nýlega uppgötvuðu fjöllin, með Skálafell fremst í flokki, að það er betra að halda að snjóbrettunum í stað þess að hrækja á þau og hefur IVIótið á Arnarhóli var vel heppnað og fjölmenntu brettamenn til aö heiöra” Ingólf. stemmningin stórbatnað. „Þeir eru orðnir snillingar í pallagerð uppi í Skálafelli og vilja allt fyrir okkur gera, sannkallaðir heiðursmenn. Þess vegna förum við félagamir æ oftar þangað í staðinn fyrir Bláfjöll, sem eru alltaf jafn ömurleg við okkur. Annars vil ég sjá fleiri ný andlit uppi i fjalli. Þaö er um að gera að mæta og hafa gaman af því,“ segir Ámi og segist ætla að hætta að tala núna og taka því rólega þannig að olnboginn verði kominn i lag fyrir mótið uppi í Skálafelli á morgun. Anni" " Jóhannesson er að öllum lík- í náðinni hjá æðri máttarvöld- „Ég vildi gera landamæralausa mynd og tók þess vegna þá ákvörð- un að það yrði lítið sem ekkert talað í henni. Hún fjallar um einn dag í lífl engils í Reykjavik. Ungur dreng- ur er að hefja sinn hinsta dag og ber englinum skylda til að fylgja honum yfir landamæri lífs og dauða. En englinn þarf einnig að líta eftír sín- um reglulegu skjólstæðingum og ■ v veita þeim hughreystingu á þess- um kalda degi, 17. desember," segir leikstjórinn Ólafur Jó- hannesson og bætir við að | það hafi veriö kraftaverki líkast hvað ferillinn á myndinni var vel heppn- aður og hvernig þetta gubbaðist allt saman. . Milljórt kvikmynda- hátíðir Myndin er gerð i minningu fóð- ur Ólafs, sem lést síðastliðið haust. „Ég varð einfaldlega að nota orkuna í kjölfarið og þá datt mér myndin í hug. Félagi minn, Ragnar Santos, skrifaði handritið með mér og svo byrjuðu hjólin að rúlla.“ Það eru Það er allt að gerast í kvikmyndalífi íslands um þessar mundir. Ólafur Jóhannesson er ungur, upprennandi leikstjóri sem horfir á afrakstur mikillar vinnu, stuttmyndina Engill nr. 5503288, í Háskólabíó á morgun. engir aukvisar sem leika í mynd- inni, hin gamalreyndu Gunnar Eyj- ólfsson og Guðrún Ásmundsdóttir ljáðu Ólafi krafta sína ásamt Agli Heiðari Anton Pálssyni, sem leikur engilinn, Stefáni Karli Stefánssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Rósu Guðmundsdóttur, skemmtana- stjóra Spotlight. „Það var dásamlegt að fá að vinna með þessu gömlu leikurum, Gunnari og Guðrúnu, og sömuleiðis öllum hinum. Það var mjög sterkur hópur sem stóð að gerðinni og skilaði það sér með vandvirkum og öruggum vinnu- brögðum." Myndin státar ekki ein- ungis af góðum leikurum heldur fékk Ólafur einnig til liðs við sig Múm-flokkinn til að sjá um tónlist- ina. Það er ekki hægt að neita því að þau eru fullfær um að semja englatónlist. „Myndin verður frumsýnd nú um helgina í Háskólabíó og kann ég þeirra manni, Guðmundi Ásgeirs- syni, bestu þakkir fyrir alla hjálp- ina. Síðan vona ég að hún fái þar fastan sess á undan einhverri mynd á næstu mánuðum," segir Ólafur og bætir við að auðvitað fari hún líka á Stuttmyndadaga í Reykjavík nú í vor. í haust er Ólafur á leið út til Spánar í kvikmyndaskóla. Hann er ekki einn um utanferðir þar sem Engill nr. 5503288 á líka eftir að fá að spreyta sig erlendis: „Við ætlum að senda hana á milljón kvikmynda- hátíðir og reyna líka að koma henni á sjónvarpsstöðvamar hér,“ segir Ólafur fullur öryggis enda ekki skrýtið í ljósi þess að hann hlýtur að vera í náöinni hjá æðri máttarvöld- um eftir gerð myndarinnar. Villi Goði: Eflirsótt- asti pip- arsveinn- inn í bænum Bryndís Lofts- dóttir: „Sum- ir vildu gáfaðri versl unars1jóra“ Poppið: Pálmi Gunnars er vinsæll í jarðar- föram Erfá- tækt í Reykja- vík? rl í fiö IIIMM Tónlistarbræðingur í Iðnó Stelpur þeyta skífur Jim Carrev oq Stacy Valentine Loksins opnar Astró Tónleikar með kvikmvndatónlist af ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Vilhjálmi Goða Friðrikssyni. 24. mars 2000 f ÓkUS 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.