Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 17
t heimasíöa vikunnar www.ypse Jophus Kort er undarlegur maö- ur sem lifir í ókominni framtíö. Hann er hálfgerður aumingi, á enga peninga og er háður nýrri tegund ígræðslna sem tveir vinir hans eru að þróa á rannsóknar- stofu. Þessi ígræðsla er sérstök að því leytinu til að tölvan sem við er tengd sendir taugaboð í stað raf- boða og gerir viðtakakandanum þannig kleift að sjá það sem forrit- ið sér í stað augans. Jophus Kort býr sér til sinn eigin hugarheim, borgina Knox. Þar vill hann frekar búa þar en í hinum veraldlega heimi. Þetta er forsaga borgarinn- ar Knox, sem er lengst inni í myrkviðum veraldarvefsins á slóðinni www.ypselon.com. Víddarhliðið í turninum Heimasíðan er virkilega flott og uppfull af ferskum og vel útfærð- um hugmyndum. Aðalvalmyndin er yfirlitsmynd af Knox þar sem maður getur valið um að fara í íbúð Jophusar eða i vinnustofu dr. Nouppalip. íbúðin er í tumi sem gnæfir yfir borgina og virkar einnig sem viddarhlið inn í „al- vöru“ heiminn. Víddarhliðið í íbúðinni er í formi fréttabréfs þar sem maður getur fylgst með öllu sem er að gerast á síðunni og af öfl- ugri byrjun að dæma á nóg eftir að vera í gangi í framtíðinni. Til- raunastofa dr. Nouppalips er síðan safn af tóndæmum og myndskeið- um sem höfundur síðunnar, Ragn- ar Hansson, hefur unnið í gegnum Yfirlitsmynd yfir borgina Knox, sem er hugarsmíð Jophus Kort. Kort býr í turninum hægra megin í borginni. Dr. Nouppalip notar vit Ypselons til þess að varpa tóndæmum og myndskeiöum upp á skjáinn. tíðina. Þar má finna nokkur frá- bær lög og skemmtir maður sér eiginlega betur við hlustunina þeg- ar maður veit af því að til þess að maður geti hlustað á þau pínir dr. Nouppalip Ypselon sjálfan. Hvem- ig hann gerir það og hver Ypselon er er síðan önnur og lengri saga en til þess að vera einhveiju nær er best aö drífa sig á Netið og hverf- ast inn í undraveröld Knox borgar- innar, hannaða af Ypselon design. Ypseion nýbúinn að fá tónígræðslu og tónarnir flæða Ijúflega. Hér er veriö að velja optical implant, eða sjónígræðslu, fyrir Ypselon. í kjöifarið renna myndskeið upp á skjáinn. The story thus far... Welcome to the Knox; a cityscape houalng the ideaa and worka of Ypaelon Design. Within it you will find deaigna of all atylea and forma which I have done for myaelf and othera, Fool free to drop in on thoae that have already made thelr way into exlatence. Frumsýnd 15.aprfl. ' - THE MILLION DOLLAR HOTEL* Uppfull af ferskri tónlist frá Bono og félögum ásamt fleirum í bland. 100 fyrstu sem kaupa diskinn fá miða á myndina í kaupbæti. POTTPÉTT19 Nýjasti diskurinn í Pottþétt seríunni vinsælu er uppfullur af því besta. VENGABOYS Safnplata með öllu þvf besta frá Vengaboys ALLY MCBEAL Tónlistin úr þessum vinsælu sjónvarpsþáttum. AFGREIÐSLUTÍMI: • 10:00 - 19:00 virka daga i BT Skeifunni: 550 4444 • skeifan@bt.is I BT Reykjanesbæ: 421 4040 • reykjanesbaer@bt.is • 10:00 16.00 laugardaga BT Kringlunni: 550 4499 • kringian@bt.is BT Akureyri: 461 5500 • akureyri@bt.is * 13:00 I/ 00 sunnudaga BT Hafnarfirði: 550 4020 • hafnarfjordur@bt.is BT Póstkröfur: 550 4400 • postkrafa@bt.is 24. mars 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.