Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Síða 4
a Loksins geta skóböðlar fagnað því skóverslunin Kron á Laugaveginum er komin með skó sem eru kjömir fyrir fólk sem fer illa með skóna sína. Þessir skór eru frá Campers og eru til í tveimur litum. Það sem er sameiginlegt með þeim er að búið er að ganga hælana niður á skónum þegar þeir eru keyptir og þannig eiga þeir að vera. Þetta eru sem sagt kjöm- ir skór fyrir þá sem eru svo latir að þeir nenna ekki að nota skóhom til að fara í skóna og eyðileggja hælana á hverju skóparinu á fætur öðru. Skórnir með beyglaða hælnum kosta 10.400 krónur. Eftir að hafa notið mikilla vinsælda um árabil eru vinsældir hipphopp-tónlistar hér á landi á miklu undanhaldi. Rapparinn Slim reynir að sporna við þeirri þróun með því að gefa sjálfstætt út tónlist sína á geisladiski. Reykvísku rappararnir Intro og Slim reyna að halda lífi Óliver hipphopp-menningu Islands. islenskrar tónlistar Þessir skór eru kjörnir fyrir þá sem ganga alltaf niður hælana á skón- um sínum því hér hefur skófram- lelðandinn sparað manni ómakið og gengið hælinn niður fyrir mann. GRIM „Það virðist vera lítill mark- aður fyrir útgáfu á islensku hipphoppi í dag. Vegna þessa eru plötufyrirtækin hérna heima treg tU að gefa þetta út,“ segir rapparinn Slim sem dags- daglega svarar nafninu Kristinn Helgi Sævarsson. Vegna þessar- ar þróunar ákvað hann að gefa diskinn út sjálfur og fæst hann í tískuvöruversluninni Brim við Laugaveg. „Ég sagði í viðtali við Undir- tóna fyrir nokkram áram að það væri mjög dæmigert fyrir ís- lenska markaðinn að hipphopp-tón- list félli úr tísku mjög fljótlega. Það kom svo á daginn að ég reyndist sannspár. Þegar hæpið lognaðist út af stóðu alvörarapparamir eftir. Þetta er svipað og gerðist með hjólabrettin hér um árið.“ Plata Slim, sem kallast Analog, var hljóðblönduð í samvinnu við Magse sem var i Subterranian. Magse rappar auk þess með Slim í tveimur lögum og segir Slim það almennt mat manna sem vit hafa á tónlistinni að Magse sé einn besti hipphopp-pródúser í heimi. Einnig rappa með Slim á plötunni Class B, Tact, Intro, Magic og Elevated Minds. B. Ruff sér um að þeyta skífur og ku hann hafa hafið feril sinn í því aðeins þriggja ára gam- all. ímyndin allt í dag Þegar Slim er beöinn um að lýsa tónlistinni á plötunni segir hann þetta vera djassað hipphopp og sé tónlistin mikið til sömpluð upp úr gömlum vinýl-djassplötum sem teknar höfðu verið upp á Analogue- upptökutæki og er titill plötunnar, Analog, sprottinn úr því. Slim segir að ekki sé mikil pæl- ing bak við texta íslenskra rapp- ara. „80% íslenskra rappara rappa bara orð sem flæða, það er lítið samhengi eða pæling bak við þetta.“ Slim vill þó halda því fram að textamir hans fjalli allir um eitthvað. „Textamir á plötunni era að miklu leyti óður til hipphopp- tónlistarinnar sjálfrar, um það að vera sannur í því sem gert er og vera jákvæður gagnvart líflnu." Slim rappar einnig um þann pirr- ing sem hann upplifir gagnvart bandarískum „sell out“-röppurum á borð við JC og Nas. „ímyndin ræður öllu í rappheiminum í dag og allt gengur út á að græða sem mest á sem skemmstum tima.“ Slim segist sjálfur líta mest upp til rappara á borö við Blackstar, A Tribe Called Quest og Organised Confusion, manna sem láta mark- aðslögmálin ekki ráða í listrænni sköpun. Engar falsvonir Slim gerir sér engar vonir um að ná eyram annarra en eigin lands- manna sem hann viðurkennir þó að gæti orðið erfitt þar sem engin íslensk útvarpsstöð spili hipphopp í dag. „Eftir að Skratzið lagði upp laupana er hipphoppið orðið hálf- gerður Óliver Tvist, munaðarleys- ingi íslenskrar tónlistarflóru sem hvergi á heima. Eina rappið sem fær einhverja spilun i dag er bara popptónlist sem búið er að rappa yfír og þetta flokka ég ekki sem hipphopp." Slim hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessu heldur tekur hann einfaldlega lífinu með ró og ætlar að halda áfram að gera sanna hipphopp-tónlist ástriðunn- ar vegna. JA, 'i PYRRA0A6.,, EN áö HölM- LE6A BÚINN AÐ 6LIYMA H6NNI 3K ÞITTA SVONA MYND StM MAOUR ÞARP HIUST AO S3A * HVIR3UM DIGI «■- ■ - ■ 1' ■■ I ■ I .---- 4 f Ó k U S 24. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.