Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 16
.. .Vðlcl Flosadóttir ... offitusjúklingur og ég er þreytt á því a& heita sama nafni og þessi stelpa í há- stökkinu. Ég er t.d. hætt aö geta notaö greiðslukort vegna þess að fólk fer alltaf að hlæja þegar það les nafnið mitt á kortinu og lítur svo á mig. Ég er m j ö g þung, ég játa þaö fúslega, en ég er e k k i hlægileg að sjá. Fólk myndi ekki hlæja að mér og það gerir það nánast aldrei nema það ... ... viti nafnið mitt. * Ég pantaði mér tíma hjá presti. Ég er ekki kirkjurækin en hann er alltaf að dreifa mið- um ! pðstkassana hér í Kópavoginum og auglýsa ókeypis ráðgiöf. Það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég kom í tímann var: „Ert þú Vala Flosadóttir? Ég var að vona að það væri ... ... hástökkvarinn Vala Flosadóttir." „Jæja?" spurði ég hann. „Ég vona að þú hafir ekki orðið fyrir vonbrigðum að sjá Völu Flosadóttur offitusjúkling?" og þá fór hann að ** hlæja. Ég sat lengi þegj- andi á móti honum og svaraði hon- um engu. Ég reyndi að taka hann á taugum og það tókst að lokum. H a n n hætti að flissa. Svo létti ég á mér. Ég sagði honum hvað ég hataði þessa stelpu. Ég sagði honum líka að í hvert skipti sem ég heyri íþróttafréttir þá voni ég að hún hafi fótbrotið sig... v ... og hætt keppni. En það er Ijótt. Auðvitað vona ég þaö ekki, þetta er bara svo vandræðalegt. Prestur- inn gat ekki hjálpað mér. Hann stakk bara upp á þv! að ég færi! megrun. Þá stóö ég nú bara upp og sagði honum að hann gæti sjálfur farið í megrun. Hann er þónokkrum kílóum yfir kjörþyngd. Svo fór ég heim, lagðist í þunglyndi ... ... og borðaði á mig gat. Ég hef ákveðiö að skipta um nafn. Ég hringdi! Völu Flosadóttur og hún var ekki til í að skipta um n a f n þannig að það var ekki um annað að ræða. (Ef einhver ætti að skipta um nafn þá er það hún.) Ég velti því lengi fýrir mér hvað ég ætti að kalla mig, það er ekki auðvelt að finna nýtt nafn á sjálfan sig. En að lok- um fann ég nafn sem ég er sátt við. Ég ætla að láta breyta nafninu mínu !... -j ... Ingibjörgu Sólrúnu. Það hlær enginn að því, ætla ég að vona. Nema kannski fíflin niöri á Hagstofu, ég kvíöi mest fyrir því. En ég segi bara: „Lát- um þá hlæja. Þeir hlæja ekki lengi. Og það mun enginn hlæja að Ingibjörgu Sólrúnu Flosadóttur í framtíðinni." S&PÍ11S Ippgtærstu bókaverslun landsim EynuTndsson í Austurstræti. Síð« hefur verslunin |ckið algjörum stakkaskiptum og þykir með glæsilegri verslunum bæjarins. Auður Jónsdóttir spjallaði við Bryndísi um verslunairekstur inn, miðbæjarbyttur, leikliét og PlayStation, svo I íttU. *1 M I hvað sé nefnt. * ÆmlmM .v,' Bryndís: „Eg hef reyndar kenningu um hvers vegna ég varö verslunarstjóri og hún er sú aö ég var versta afgreiöslumann- eskjan í búöinni og meö þjónustuiund í algjöru lágmarki." Sumir vildu Qð’ffudri flestir íslenskir rithöfundar eru að dunda sér við að skrifa,“ seg- ir Bryndís og bætir við að hún eigi einn og hálfan skáp af ólesn- um bókum og hálfan af bókum sem hún hefur kíkt í. Ölóður maður réðst á tvær afgreiðslustúlkur Það er heljarinnar ábyrgð fólgin í því að hafa umsjón með verslun sem er staðsett í miðbæ Maðurinn lamdi aðra og kýldi hina niður svo hún fékk gífurlegt glóðarauga og gat ekki opnað augað í nokkra daga á eftir. Reykjavíkur og er opin til tíu á kvöldin, sjö daga vikunnar. Bryndisi er mikið niðri fyrir þegar talið berst að staðsetningu Eymundsson og líkir miðbæn- um við Soho-hverfi annarra borga. Hún er samt á þeirri skoðun að Soho-hverfi erlendis hafi það fram yfir Austurstrætið að vera vel upplýst en telur götulýsingum vera ábótavant í miðbænum og einnig skorti til- „Ég kynntist bókabisnessinum i FB þar sem ég vann í bóksöl- imni í einn og hálfan vetur. í æsku hafði ég reyndar tainið mér að hanga i bókabílnum þar til ég varð bílveik meðan jafn- aldrar mínir héngu í sjoppum," segir Bryndís þar sem hún situr andspænis mér á Ozio og pantar grænmetissúpu að orðunum slepptum. Þegar þjónninn fer heldur hún áfram: „Eftir stúdents- próf vann ég í félagsmiðstöð i eitt og hálft ár og fór síðan til London í leiklistarskóla. Þá var ég 21 árs og fannst ekkert annað koma til greina í líflnu og er enn sátt við þá ákvörðun. Þegar ég kom heim í fríum vann ég við afgreiðslu hjá Mál og menningu og vann þar áfram í eitt ár eftir að ég kom heim.“ Árangursfíkill sem gerir hvað sem er... Þegar Bryndís hætti í Mál og menningu fékk hún hlutastarf í Ey- mundsson, Austurstræti, og hafði unnið þar sem afgreiðslustúlka í tvö ár þegar henni bauðst staða verslunarstjóra. „Ég hef reyndar kenningu um hvers vegna ég varð verslunarstjóri og hún er sú að ég var versta afgreiðslumanneskjan i búðinni og með þjónustulund í al- gjöru lágmarki. Hins vegar er ég ár- angursflkiil og geri hvað sem er ef ég held að árangur náist,“ útskýrir Bryndís og smakkar á grænmetis- súpunni áður en hún heldur áfram: „Á þessum tímapunkti var ég nýorðin 27 ára. Gamli verslunar- stjórinn hætti og yfirmenn verslun- arsviðs eyddu þremur mánuðum í að leita eftir nýjum verslunarstjóra með tilheyrandi auglýsingum og viðtölum. Það byrjaði að visu einn sem stoppaði i þrjá daga og fór aft- ur. Á meðan á leitinni stóð flissaði ég og fullyrti að þeir myndu aldrei flnna nokkurn sem væri nógu vit- laus til að taka þetta að sér - en rýt- ingurinn snýr alltaf aftur og þeir fundu mig.“ Lélegasti söngvari leiklistarstéttarinnar „Mér var boðið starfið á fostu- degi og átti að gefa svar á mánu- deginum. Þegar þetta gerðist var Bókmenntir eru svo oft tengdar einhverju fínu og leiðinlegu og í hugum flestra eru þær fyrir verur. ég bara í hlutastarfi i búðinni og i öðru hlutastarfi sem hvislari í Þjóðleikhúsinu. Fyrirvarinn var örstuttur en ég sá fram á 40 ára starfsferil sem hvíslari. Það hefði kannski verið ágætt ef ég hefði ekki þurft að umgangast leikara daglega. Svo ég ákvað að taka starfinu og einbeitti mér að því að hækka yfridráttarheimildina í samræmi við hækkandi laun,“ segir verslunarstýran glottandi og viðurkennir að álagið hafi verið tedsvert fyrst í stað: „Það var ekki síst álag á mér vegna þess að ég hóf nám í Söngskólanum á sama tíma og söng auk þess í kór Krists- kirkju. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að ég fengi aldrei nein hlut- verk því ég væri lélegasti söngvari leiklistarstéttarinnar. “ En, nú er þetta starf sem margan fertugan framapotarannn fýsir aö fá, heyröiröu einhver tímann hneykslisraddir yfir því að ung kona í hlutastarfl fengi stöðuna? „Ég held að yfirmennimir hafi álitið mig mikið eldri en raunin var. Hvað varðar hneykslisraddir þá fann ég ekki mikið fyrir þeim í starfi en hef samt heyrt þær utan að mér. Eflaust vildu sumir sjá gáfaðri og betur menntaða mann- eskju í þessu starfi," segir Bryndís og kímir. Verslunarstjóri meö leiklistar- menntun, ertu efni í leikhússtjóra? „Stundum þegar mér líður pínuilla yfir að hafa sagt upp leik- aradraumunum, þá hugsa ég: „Ég er leikhússtjóri." Á þann hátt að ég fæ fleira fólk inn í búðina á hverjum degi en kemur í Þjóðleik- húsið á góðu laugardagskvöldi og þessu fólki þarf ég að sýna eitt- hvað skemmtilegt. Breytingamar þurfa að vera í jafn ríkum mæli og hjá leikhússtjóra sem veit að hann fær sömu gestina oft í mánuði. Mitt starf er bara fólgið í því að finna hvað er spennandi og sýna fólki það, hvort sem um er að ræða bók eöa bleksprautuprent- ara.“ Spilar PlayStation og les reyfara Eymundsson hefur stóra deild með erlendum bókum og í gegnum tíðina hafa erlendir rithöfundar heimsótt búðina og áritað verk sín. Næsta spurning hljóðar því svona: Ef þú þyrftir aö velja milli þess aö fá œvisöguslúörarann Kitty Kelly eða rithöfundinn Paul Auster til aö árita bœkur í Eymundsson, hvoru þeirra myndiröu bjóöa? „Úff... og bara þau tvö kæmu til greina?" spyr Bryndís og hallar sér hugsandi fram á borðið áður en hún svarar: „Ég er svo lógísk að ég færi beint í sölutölur til aö sjá, það sem ég veit nú þegar, að Paul Auster selst betur. íslending- ar kaupa ekki mikið af erlendum slúðurbókum en örfá- ir lesa þó bókmenntir. Ég myndi þó bjóða honum með því skil- yrði að konan hans kæmi með en hún ku vera betri rithöfundur og við eigum von á bókum eftir hana.“ Lestu mikiö í frítím- anum? „Ég spila frekar PlayStation en les eina og eina bók og yf- irleitt glæpasögur eða eitthvað sem tengist vinnunni. Ég hef eng- an tima til að lesa bókmenntir og held að ég hafi hreinlega ekki þroskann í það. Bók- menntir eru svo oft tengdar einhverju finu og leiöinlegu og í hugum flestra eru þær fyrir æðri verur. ís- lendinga vantar hins vegar orð yfir ákveðna tegund af bókum sem eru bara, tja, sögur. Rétt eins og Bókabúö í Soho finnanlega almenna löggæslu. „Síðastliðinn laugardagmorgun réðst ölóður maður á tvær af- greiðslustúlkur í Eymundsson. Hann lamdi aðra og kýldi hina niður svo hún fékk gífurlegt glóðurauga og gat ekki opnað augað í nokkra daga á eftir. Hún er líka mögulega nefbrotin og er vitanlega frá vinnu. En þennan morgun þurftum við að vísa samanlagt átta ölóðum mönnum frá versluninni. Þetta er það sem við höfum upp úr frjálsum afgreiðslutíma skemmtistaða," fuliyrðir Bryndís ákveðin og tekur fram að að nú sitji menn stanslaust að sumbli í 16 til 20 tima og viti loks ekkert hvað þeir geri. Að hennar sögn veitir ríkið ekki peninga í þá auknu löggæslu sem til þarf samfara ákvörðun borgarinnar um lengdan afgreiðslutíma. „Kannski þarf þetta fólk að tala saman!“ veltir hún skörulega fyrir sér og pantar bolia af Café au lait þegar þjónninn fjarlægir súpudiskinn. Reykjavíkur. * 16 f Ó k U S 24. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.