Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 2
2 _____________________ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 Fréttir dv Sættir í sjónmáli á Sóloni íslandus: 5 milljónir fyrir frió - nýr staður opnaður í nóvember Sættir eru í sjónmáli í deilunni um Sólon íslandus sem staðið hefur und- anfama mánuði og náði hápunkti þeg- ar staðnum var lokað án átaka á mið- nætti síðastliðins laugardags. Rekstr- araðilar veitingastaðarins og eigendur húsnæðisins á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis em nú með friðarsátt- mála í höndunum sem gerir ráð fyrir að eigendur húsnæðisins greiði rekstr- araðilum Sólons íslandusar fimm milljónir króna og gefi eftir tveggja mánaða húsaleiguskuld til að firra frekari vandræðum og hugsanlegum málsóknum og ljúki deilunni þannig með friði. Ekkert kaffi Viðskiptavinur Sólons íslandusar kemur að lokuðum dyrum í Bankastræti. Eigendur húsnæðisins hyggjast opna nýjan veitingastað í anda Sól- ons íslandusar í húsnæði sínu eins tljótt og kostur er og er stefnt að opnun í nóvember. Félagar í hluta- félaginu um Sólon íslandus leita hins vegar með logandi ljósi að hentugu húsnæði í miðbænum sem nýst gæti til áframhaldandi rekst- urs Sólons íslandusar en hafa enn ekkert fundið: „Við vomm með augastað á Lauga- vegi 7 þar sem Flugleiðir vom áður með söluskrifstofu en þar á víst að koma verslun. Við höldum því áffam að leita,“ sagði Ámi Þór Ámason, fyrmm stjóm- arformaður Sólons íslandusar, í gær. Ámi vildi koma því á framfæri að Sól- on íslandus-menn hefðu verið búnir að ganga að lokatilboði eigenda húsnæðis- ins í Bankastræti sem gerði ráð fyrir húsaleigu upp á 750 þúsund þegar því tilboði var óvænt kippt til baka. Eigendur húsnæðisins, sem hýsti Sól- on íslandus, hafa stofnað hlutafélag um rekstur nýs veitingastaðar í Banka- strætinu undir nafhinu „Hús málarans“ og ætla að hefja þar starfsemi strax og deiltmum um Sólon íslandus linnir. Gera menn sér vonir um að fimm miilj- óna króna eingreiðsla til fyrri rekstrar- aðila nægi til að tryggja endanlegan frið á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis. -EIR Salmonellurannsóknir: Lögmaður Dole fær gögnin Lögmaður Ágætis hf. mun fá gögn þau sem fyrirliggjandi eru um rannsókn á salmoneUufaraldrinum sem hefur gengið yflr að undan- fomu, að sögn Haralds Briem sótt- vamalæknis. Lögmaðurinn ritaði landlækni bréf þar sem hann fór fram á að fá um- rædd gögn af- hent. Ágæti hf. og erlenda fyrir- tækið Dole íhuga skaðabótamál á hendur heUbrigð- isyfirvöldum vegna tjóns sem fyrirtækin hafl oröiö fyrir þegar orsakir faraldursins vom raktar tU Dole-jöklasalats. „Við svörum lögmanninum og hann fær það sem ég get látið hann hafa og það sem ég veit. Hann sér þá á hverju þetta er byggt,“ sagði Har- aldur við DV. Hann átti fund með fuUtrúum Do- le-fyrirtækisins sl. föstudag. Sam- kvæmt heimUdum DV hafa forráða- menn fyrirtækisins fengið aUar fréttir af salmoneUumálinu þýddar og fylgst mjög vel með framvindu þess. Haraldur sagði að fundurinn hefði verið á rólegum nótum, þar sem menn hefðu skipst á upplýsing- Haraldur Briem: - rólegur fundur. Húrra, húrra... Forsætisráðherra fagnar fósturjörðinni og forsetanum við setningu Alþingis í gær. Forsetinn hlýðir á. Geir H. Haarde kynnti fjárlagafrumvarpið á sjúkrahúsi: Veikur fjármálaráðherra boðar sterk fjárlög - og 30 milljarða afgang - aldraðir og öryrkjar fái sitt Nú er verið að senda sýni vegna salmoneUusýkinga frá Svíþjóð, HoUandi, Þýskalandi og Skotlandi tU rannsóknarmiðstöðvar í London, þar sem þau verða borin saman með nákvæmum hætti. Þeirri fjöl- þjóðlegu rannsókn sem nú er hafln er stýrt þaðan. Baktería sú sem fundist hefur á Bretlandi hefur reynst samstofna þeirri tegund, salmoneUu typhimurium 204b, sem oUi faraldrinum hér. Þá er verið að senda sýni héðan tU Bandaríkjanna tU að hægt sé að rannsaka hvort sú sama baktería hafi komið upp þar að undanfömu. -JSS Fíkniefni á Akureyri: Átta manns handteknir Aðfaranótt sunnudagsins hand- tók lögreglan á Akureyri átta manns f tengslum við flkniefnamál og lagði hald á e-töflur. Tveimur var sleppt strax sömu nótt, fjórum var sleppt á sunnudag en tveir voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag. Rannsóknarlögreglan á Akureyri er með málið í athugun og gat ekki gefið upp hversu margar e- töflur fundust. -SMK Geir H. Haarde kynnti fjárlagafrum- varp ríkisstjómarinnar fyrir árið 2001 við harla óvenjulegar aðstæður í gær. Það gerði hann á Landspítalanum í Fossvogi, þar sem hann hefur legið undanfama daga vegna lugnabólgu sem hann fékk á fúndi Alþjóða gjald- eyrissjóðsins f Prag. Hann var því ekki viðstaddur setningu Alþingis í gær en gerir ráð fyrir að geta verið við um- ræður um fjarlagafrumvarpið á flmmtudag. Ánægður með niðurstöðu Þrátt fyrir veikindi sín bar ráðherr- ann sig vel og kvaðst ánægður með niðurstöðutölur frumvarpsins sem gera ráð fyrir tekjuafgangi upp á 30 milljarða króna. „Mér líst líka mjög vel á útkomuna fyrir hönd Sjálfstæöis- flokksins úr skoðanakönnun DV,“ sagði ráðherrann en samkvæmt könn- uninni myndi flokkurinn bæta vem- lega við sig og fengi 31 þingmann í stað 26 ef kosið væri nú. Fjármálaráðherra fór vítt og breitt yfir frumvarpið á fundinum á spítalan- um. í frumvarpinu er gert ráð fyrir meiri afgangi ríkissjóðs en nokkm sinnni fyrr, eða um 30 milljörðurm króna. Svarar það til 4% af landsfram- leiðslu og segir ráðherra það einsdæmi í fslenskri hagsögu. Hreinn lánsfjár- jöfnuður batnar þó enn meira og verð- ur 34,7 milljarðar samkvæmt fmm- varpinu. Skuldir lækk- aðar Horfur em á að komandi fjáriaga- ár verði það þriðja í röðinni sem skil- ar ríkissjóði meira en 20 milljörðum í afgang, eða saman- lagt um 90 millj- örðum á þessum þrem árum og 105 milljörðum króna frá 1995. í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að af- gangurinn verði fyrst og fremst nýttur til að grynnka á skuld- um. Þá er gert ráð fyrir minnkandi þenslu og áð hagvöxt- ur minnki verulega eða í 1,7% sem hafi m.a. aukið atvinnuleysi í fór með sér. Ráðherra telur hagvaxtarminnkun þó ekki af hinu slæma og gefi mönnum svigrúm tfl að ná áttum og búa sig undir frekari átök inn I framtíðina. Hann sagði m.a. að í tengslum við gerð kjarasamninga í mars hefðu stjómarflokkamir lýst því yfir að bamabætur myndu hækka í þrem áföngum, samtals um þriðjung, eða um einn og hálfan mUljarð sem koma mun tfl framkvæmda á þremur árum. Geir H. Haarde - ánægður meö fjáriagafrumvarp- ið sem boðar 30 milljarða króna tekjuafgang. Fyrsti áfangann má finna í nýja frum- varpinu en ekki er þó búið að ganga frá því í ríkisstjóminni hvemig þetta verður endanlega útfært. Hann segir þó að þetta verði lagt fram sem sjálf- stætt fmmvarp innan þriggja vikna. Aldraðir fá 4 prósent Ráðherrann sagði í samtali við DV eftir fundinn að frumvarpið geri ráð fyrir að bætur almannatrygginga tU aldraðra hækki um fjögur prósent frá næstu áramótum. „Það er á sama tíma og gert er ráð fyrir að almennar launahækkanir verði 3%. Við reiknum sem sagt með því að aldraðir fái meira en hinn al- menni launþegi. Ég get ekki séð að með nokkrum hætti sé hægt að segja að það sé ósanngjamt af hálfu ríkis- ins.“ - Hvað með frekari breytingar er varða tekjutengingu bóta? „Það er ekki hægt að fúUyrða neitt um það núna. Það er nefnd að störfum um samspU bóta almannatrygging- anna, lifeyrissjóðanna og skattkerfis- ins. Þegar hún lýkur störfum kemur vonandi mUdu betri heUdarmynd á þetta og þá jafnframt hvað hægt er og nauðsynlegt að gera í framhaldinu," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra og segir aðgerðir vegna öryrkja verða á mjög svipuðum nótum. Nánar um fjárlagafrumvarpið á bls. 6 -HKr. Halldór forseti Alþíngis Fyrsta verk Al- þingis eftir að það hefur verið sett er að kjósa sér forseta. HaUdór Blöndal var í gær endurkjörinn forseti Alþingis. Hann hlaut 52 at- kvæði, 6 kusu ekki og fjórir vora fjarverandi. Þá vora Guðmundur Ámi Stefánsson, Guðjón Guðmundsson, ísólfur Gylfi Pálmason og Ámi Steinar Jóhannsson kosnir varaforsetar eins og i fyrra. Starfshópur um samskipti Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á fót starfshóp tU að gera tUlögur um samskiptareglur lögreglu og íjöl- miðla. Þetta kemur fram í bréfi sem Haraldur Johannessen rfltislögreglu- stjóri hefur sent Blaðamannafélaginu. Þar er félaginu jafnframt boðið að tU- nefna fuUtrúa sinn í umræddan starfs- hóp. Eggjaverð í Bónus kært 12 egg era orðin kæraefni tU Sam- keppnisstofnunar. HeUdsölubakaríið hefur kært Bónus fyrir meint brot á samkeppnislögum með því að selja 12 egg á 129 krónur og halda því fram í auglýsingum að aUar vörar Bónuss séu á lægsta verði. Hákarlar fá krabbamein Sú útbreidda trú meðal margra þjóða að hákarlar geti ekki fengið krabbamein hefur verið notuð tU að auglýsa hákarlalýsi sem vöm gegn krabbameini. En rannsóknir amerísks vísindamanns við George Washington University hafa nú leitt í ljós að brjósk- fiskar, þar á meðal hákarlar og skötur, geta fengið minnst 40 tegundir krabba- meina. Dagur greindi frá. Formaður í norrænu samstarfi Jónína Bjartmarz, formaður landssam- takanna HeimUi og skóli, hefur tekið við sem formaður nor- rænnar samstarfs- nefndar landssam- taka foreldra skóla- bama tU næstu þriggja ára. Sameiginlegt þing samtak- anna var haldið í Ósló dagana 22.-24. september síðastliðinn, undir yfir- skriftinni „Foreldrar sem auðlegð skólastarfs". Dagur sagði frá. 700 milljónir í sendiráð Sækja á um 700 miUjón króna auka- Qárveitingu á þessu ári vegna kaupa á húseign undir nýtt sendiráð íslands í Tokyo í Japan. í nýju fjárlagafrum- varpi er reiknað með 92 mUljóna króna framlagi vegna rekstrar sendi- ráðsins sem opna á 1. maí árið 200. Mbl. greindi frá. Trygging vegna netviðskipta Netvemd er nafli á nýrri tryggingu sem Vátryggingafélag íslands býður fyrirtækjum. Netvemd er nýjung á ís- lenskum vátryggingarmarkaði. Með henni geta fyrirtæki tryggt sig gegn hugsanlegum áfoUum af rafrænum viðskiptum eða öðrum samskiptum um Netið. Möik jökulsins síbreytileg Umhverfissinnar telja nauðsynlegt að hafa stór svæði sem liggja að Vatna- jökli innan væntanlegs þjóðgarðs, auk þess sem skUgreindur verði þjóðvang- ur sem nær yfir enn stærra svæði. Maðurinn sem lést Maðurinn sem beið bana þegar hann varð fyrir bfl í Ár- túnsbrekku aðfara- nótt sl. sunnudags hét Ágúst Þór Þórs- son, 27 ára að aldri. Hann var tU heimilis að Sogavegi 109. Hann starfaðj, sem rafeindavirki og lætur eftir sig sambýliskonu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.