Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 DV Arafat nær drepinn af eigin liðsmönnum 2 ára fórnarlamb Sarah Hassan viö lík dóttur sinnar sem varö fyrir kúlu úr byssu ísraelsmanna seint á sunnudagskvöld. Litla telpan sat í aftursæti bifreiöar foreldra sinna sem óku fram hjá ísraelsmönnum. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur boðað Ehud Barak, forsætisráðherra Isra- els, og Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínu, til fundar í París á morgun til að ræða óeirðir undanfarinna daga. Fundurinn er sagður svar við aukn- um kröfum um íhlutun alþjóðasamfé- lagsins til að stöðva ofbeldisölduna í ísrael og á herteknu svæðunum þar sem á sjötta tug manna, flestir Palest- ínumenn, hafa látið líflð undanfama daga. Samkvæmt heimildarmanni Palestínumanna náðist í morgun samkomulag um vopnahlé. ísraelsk- ur herforingi kvaðst hafa heyrt af samkomulaginu en sagðist ekki geta ábyrgst að það héldi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt um ástandið. Ekki tókst að ná samkomulagi um álykt- un. Yfir eitt þúsund Palestínumenn hafa særst í átökunum. í gær særðust um 50 Palestínumenn þegar skotið var úr ísraelskum árásarþyrlum á tvö íbúðarhús. Meðal þeirra sem létu lífið voru 7 börn og unglingar undir 17 ára aldri, samkvæmt frásögn palestínskra sjúkrahússtarfsmanna. Yngsta fómarlamb átakanna er Sarah Abdelhaq sem varð bara 2 ára. Hún sat í aftursæti bíls foreldra sinna er varð fyrir kúlu úr byssu ísraelsmanna. Jarðarfarirnar, sem fram fóru í fjölda palestínskra bæja og borga í gær, breyttust í mótmæli gegn ísrael. Þúsundir Palestínumanna veifuðu fánum. Grímuklæddir herskáir liðs- menn Fatah-samtaka Arafats skutu upp í loftið með sjálfvirkum riflum og byssum. Ræðumenn hvöttu til að gengið yrði að eftirlitsstöðvum ísra- elsmanna sem reyndu að bæla niður óeirðirnar með því að skjóta á mót- mælendur. Litlu munaði að Arafat sjálfur yrði drepinn af eigin mönnum í gær. Jórdanir höfðu sótt hann til Amman til viðræðna við Abdullah konung. Er þyrlumar voru á leið heim skutu Palestínumenn á þær þar til einhver hrópaði að þyrlumar væm jórdansk- ar og að Arafat væri um borð. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði heimsókn hægri sinnaða stjómmálamannsins Ariels Sharons til Musterishæðarinnar í Jerúsalem i síðustu viku hreina ögran við Palest- ínumenn. Múslímar og ísraelar hafa lengi deilt um yfirráð yfir þessum helga stað og reiddust Palestínumenn ákaflega heimsókninni og hófú grjót- kast á gyðinga við grátmúrinn. Síðan hafa þeir gripið til skotvopna. Schröder fagnar Gerhard Schröder Þýskalandskansl- ari fer fyrir fríöum flokki fyrirmenna á tíu ára afmæli sameinaös Þýska- lands í Dresden í dag. Tíu ár frá samein- ingu Þýskalands Þjóðverjar halda upp á tíu ára af- mæli sameiningar þýsku ríkjanna í dag. Ríkin höfðu þá verið aðskilin í hartnær hálfa öld. Sameining austur- og vesturhlut- ans varð að veraleika tæpu ári eftir að rofið var gat í Berlínarmúrinn. Hátíðahöld í tilefni afmælisins í dag verða ekki jafnmikil og í nóv- ember í fyrra þegar falli múrsins var fagnað. Tugþúsundir manna tóku þó þátt f fagnaði við Branden- borgarhliðið og í borginni Dresden í austurhluta Þýskalands og víðar í gærkvöld. Prestur frelsaður Estrada forseti ræöir viö prest sem var bjargaö. Gíslum bjargað Tólf félögmn í kristinni trúar- hreyfingu var bjargað í gær á fil- ippseysku eyjunni Jolo þar sem þeir höfðu verið í gislingu i yfir 3 mánuði. Gíslamir og mannræn- ingjarnir höfðu verið á flótta í 10 daga eða frá því að stjómvöld gripu til hemaðaraðgerða gegn uppreisnarmönnum. Einum gíslanna tókst að flýja og vísaöi hann á dvalarstað hinna. Bensínhækkun mótmælt íbúar Makasar í Indónesíu veltu í gær bifreiö hins opinbera áöur en þeir kveiktu í henni. íbúarnir efndu til mótmæla vegna hækkunar á eldsneyti. Yfírvöld tilkynntu á laugardaginn aö þau hygöust hækka verö á eldsneyti um 12 prósent. Hækkuninni hefur veriö mótmælt víöa um Indónesíu. Kappræður forsetaframbjóðendanna í Boston í kvöld: Sjötíu og fímm milljónir munu fylgjast þeim með Gore og Bush taka þátt í þessum kappræðum þar sem þeir náðu ekki 15 prósenta fylgi í opinberum skoðanakönnunum. Stuðningsmenn þeirra eru æfir sök- um þessa og halda því fram að um samsæri stóra flokkanna sé að ræða. Bush og Gore hafa undirbúið sig vikum saman og búist er við því að útkoma kappræðnanna geti haft meiriháttar áhrif á skoðun óákveð- inna kjósenda - sem eru taldir munu hafa úrslitaáhrif á niðurstöðu kosn- inganna þann 7. nóvember. Undan- famar skoðanakannanir benda til þess að Gore og Bush séu hnífjafnir, báðir með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun CNN sjónvarpsstöðvarinnar. Meðal málefna sem verða rædd er heilbrigðiskerfið, skattar, mennta- kerfið, réttur til fóstureyðinga og sið- fræði. ÓRV DV. BOSTON:______________________ Fjölmiðlafárið í kringmn kapp- ræður forsetaframbjóðendanna er hafið í Bandaríkjunum. í gærkvöld buðu rikisstjóri Massachusetts-fylki, Paul Cellucci, og aðstoðarkona hans, Jane Swift, blaðamönnum í opinbera móttöku í þinghúsinu á Beacon Hill í Boston. Um 800 erlendir blaðamenn eru komnir til borgarinnar til þess að fylgjast með ræðuhöldunum. Búist er við því að 75 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum stærstu sjónvarpsstöðvanna þegar þeir A1 Gore og George W. Bush takast á í U.Mass-háskólanum í Boston í kvöld. Hinir tveir frambjóð- endurnir í kosningunum, Pat Buchanan, forsetaefni Endurbóta- flokksins, og Ralph Nader, forseta- efni Græna flokksins, munu ekki Al Gore vel undirbúinn Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, hefur búiö sig vel undir kappræöurn- ar viö George W. Bush í Boston. Stuttar fréttir Fujimori ánægður með sig ■PPRÍP forseti Perús, var Jj benti á áframhald- i M inu. Ný skoöana- Jgl könnun bendir hins i vegar til þverrandi vinsælda forsetans sem fann sig knúinn til að boða til nýrra forseta- kosninga vegna hneyklismáls og verður sjálfur ekki í framboði. Námumenn snúi aftur Yfirmaður júgóslavneska hersins fór fram á það við kolanámumenn í verkfalli að þeir sneru aftur til vinnu, að sögn útvarpsfréttamanns í námubænum í morgun. Yfirvöld og námumenn ræddust við í nótt. Mótmæli í Bólivíu Athafnalíf í Bólivíu var lamað í gær, fimmtánda daginn I röð, vegna verkfallsaðgerða kennara og mót- mæla bænda. Mótmælendur komu upp vegartálmum. Pútín í Indlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti lofaði víðfeðmum umræðum um efnahagssamvinnu, hryðjuverka- starfsemi og aðra samvinnu við upphaf heimsóknar sinnar til Ind- lands í morgun. Indverjar tóku Rússlandsforseta með kostum og kynjum. Leit að sjómönnum hætt Irsk yfirvöld hafa hætt leit að átta sjómönmnn af frönskum togara sem sökk undan vesturströnd írlands á sunnudag. Varnir gegn hryðjuverkum William Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn þyrftu að fara að búa sig undir „heimavarnarlið" gegn hryðjuverka- mönnum og að upplýsingaöflun þess vegna gæti brotið á friðhelgi einkalífsins. Archer fyrir rétt í dag Rithöfundurinn og íhaldsstjórn- málamaðurinn breski, Jeffrey Archer, kemur fyrir rétt í dag vegna ákæru um að hafa hindrað fram- gang réttvísinnar og fleira í tengsl- um við meiðyrðamál á hendur dag- blaði sem hélt því fram að hann hefði sængað með vændiskonu. Havel veikur enn á ný Vaclav Havel, forseti Tékklands, hefur þurft að af- lýsa opinberum at- höfnum næstu tvo daga vegna bráða- berkjubólgu, að því er talsmaður forset- ans greindi frá í gær. Havel er rúmliggjandi heima og gáfu læknar honum sýklalyf. Havel hefur verið fremur heilsuveill upp á síðkastið. Trudeau kvaddur Þúsundir syrgjenda, þar á meðal Fidel Castro Kúbuforseti, gengu hjá kistu Pierres Elliotts Trudeaus, fyrr- um forsætisráðherra Kanada, sem var sveipuð fána, í Montreal í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.