Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 25
37 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 JOV Tilvera Bíófréttír IH ■ 1 II Bíógagnrýni Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Fyrsti haust- smellurinn Þá hefur fyrsti haustsmellurinn í Bandaríkjunum htið dagsins ljós og það er hasarmyndakóngurinn Jerry Bruck- heimer sem er ábyrgur fyrir Remember the Titans sem var langvinsælasta kvik- myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi og náði mjög góðri aðsókn þrátt fyrir að þjóðin hafi nánast legið yfir sjónvarpi frá Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn voru í úrslitum í mörgum greinum. Denzel Washington leikur aðaihlutverkið í Remember the Titans, ruðningsþjálfara sem ráðinn er yfirþjálfari í háskóla þar sem svartir eru litnir homauga enda hefur skólinn nýverið tekið inn svarta nemendur. í öðm sæti listans er, eins og í síðustu viku, hin tuttugu og sjö ára gamia The Exorcist og heldur hún sömu aðsókn og í síðustu viku en Urban Legends: The Final Cut hrapar niður í fjórða sætið. Hér á landi var Scary Movie langvin- Remember the Titans Denzel Washington í hlutverki ruön- ingsþjálfarans. sælasta kvikmyndin og var um að ræða næststærstu opnun ársins. 10285 manns sáu hana yfir helgina og vom borgaðar 7,5 milljónir i aðgangseyri. Þá var einnig góð aðsókn á kvikmyndir á Kvik- myndahátíð í Reykjavík svo þetta var mikii bíóhelgi hér á landi. -HK HELGIN 29. sépt. til 1. októlx-r ALLAR UPPHÆÐtR í PÚSUNDUM BAKDARÍKJADOLI.ARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL HELGIN : INNKOMA ALLS: FJÖLDi BÍÓSALA © Remember the Titans 20.905 20.905 1865 © 2 The Exorcist 7.205 17.671 1150 Q 3 Almost Forever 5.570 17.833 1635 O l Urban Legends: Final Cut 4.406 14.678 2539 O 4 Bring It On 3.008 59.696 2466 O 5 The Watcher 2.280 26.009 2636 o 7 Nurse Betty 2.072 21.003 1489 0 6 Bait 1.731 13.244 1674 0 g What Lies Beneath 1.644 150.596 2010 © . Beautiful 1.409 1.409 2006 © 9 Space Cowboys 1.402 86.975 646 © 10 Woman on Top 1.101 3.753 2006 0 11 The Cell 1.040 59.084 1086 © 12 Scary Movie 816 154.863 1423 © 15 The Original Kings of Comedy 765 36.589 1253 © 14 The Replacements 716 43.487 1049 © 13 Nutty Professor II: The Klumps 678 120.834 1156 © lg Coyote Ugly 544 58.553 1085 © © 19 Saving Grace 476 11.483 725 15 Duets 461 4.262 621 Vinsælustu myndböndin: Frumlegur húmor I i'fsta sæti myndbandalistans þessa I vikuna er hin frumlega gamanmynd Being John Malkovich og kemur á óvart hversu myndin nær hátt því þarna er ! | ekki um dæmigeröa Hollywood-fram- leiðslu að ræða heldur frumlegt verk I ungs leikstjóra, Spike Jonze, sem er að I feta sin fyrstu spor sem leikstjóri kvik- mynda. í myndinni segir frá Craig Being John Malcovich Schwartz sem fær nýja vinnu á 71/2 hæð Frumleg gamanmynd þar sem leikar- í skrifstofuhúsnæði sem er svolítið und- /nn John Malkovich kemur arlegt, jáfhvel miðað við hversu lágt er til talsvert viö sögu. lofts. Hann kemst að því að á hak við skjalaskáp í skrifstofunni hans er op og ef maður fer inn um það gerast undarleg- ir hlutir. Viðkomandi hendist fyrirvaralaust inn í vitund leikarans Johns Malkowich, þar sem hann dvelst næstu 20 mínútumar en lendir svo harkalega við gatna- mótin til New Jersey, rétt fyrir utan borgina. Annars eiga nýjar myndir erfitt uppdrátt- ar þessa vikuna. í sjö- unda sæti er Gorgeous, önnur frumleg gaman- mynd, þar sem allt er lagt undir í fegurðar- samkeppni, og í tólfta sæti er Brokedown Palace sem fiallar um tvær stúlkur sem lenda í fangelsi i TaflandL Vifaan 26. september til 2, oktober FYRRI VIKUR SÆTl VIKA TTTILL (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA © Belng John Malkovich (háskólabíó) 1 © 1 The Hurricane (sam-myndbönd) 4 © 2 Girl, Interrupted (ski'fanj 3 © 4 Scream 3 <skífan) 2 © 5 The Talented Mr. Ripley <skIfan> 4 © 3 Sleepy Hollow (Sam-myndböndí 3 © _ Gorgeous (skífan) 1 O 7 Three Kings (Sam-myndbönd) 5 o 6 Eye of the Beholder (myndform) 3 © 8 American Beauty (sam-myndböndí 7 © 14 Sinpatico (bergvík) 2 © _ Brokedown Palace (skífan) 1 © 9 The Beach (skífan) 5 © 12 1 Kina splser de hunde (bergvíkj 5 W 10 Man on the Moon (Sammyndböndi 6 © _ Dudley Do-Right (Sam-myndbönd) 1 © _ Splendor isam-myndbönd) 1 © 11 Joan of Arc iskífan) 6 © 15 Bleeder (myndform) 2 © 17 The Green Mile (háskólabíó) 11 Loss of Sexual Innocence Staðgengill fyrir djúphygli ★ Leikstjórinn Mike Figgis (The Browning Version, Leaving Las Ve- gas) hefur sagt að The Loss of Sexu- al Innocence sé kynferðisleg sjálfsævisaga - eða eitthvað í þá veruna. Hann hefur líka sagt að hann hafi viljað gera „hreint bíó“; losa myndina undan söguþræði og bjóða upp á tæra sjónræna upplifun - eða eitthvað í þá veruna. Honum mistekst þetta hvort tveggja. Ég veit reyndar ekkert um kynlíf Figgis en frásagnarbrotin sem hann birtir eru ekki annað en almennar svipmynd- ir af kynlífi, dauða, bælingu og svo- leiðis nokkru og segja okkur fátt um aðalpersónuna Nic. Sjónræna upp- lifunin er stundum snyrtilega - og jafnvel fagurlega - unnin atriði sem hefðu sómt sér í fullkláraðri mynd. Stundum ofursmartar myndir, sem mætti setja inn í Benetton-auglýs- ingu án þess að nokkur áttaði sig. Stundum einhver dauðans leiðindi sem Figgis hefur bitið í sig að séu listræn og djúphugul. Og þegar myndinni linnti var það þetta síð- asta sem sat eftir. Mér fannst eins og Figgis hefði skúrað gólfið eftir nokkrar kvikmyndahátíðir, undið tuskuna í fötu og slett skolpinu framan í okkur í salnum. Myndin bregður upp fáeinum brotum úr lífi Nics. Við sjáum hann 5 ára á gæjum í Kenyu verða vitni að því að ung stúlka á nærklæðun- um les upp úr biblíunni fyrir gaml- an karl. Við sjáum hann 12 ára læra það af leikfimikennara að fyrirlíta eigin líkama. Við sjáum hann 16 ára með kærustunni í eins konar landamæradeilu; hann reynir að vinna ákveðin svæði á líkama henn- ar sem hún ver af ákveðni. Seinna kemur hann að sömu kærustu uppi í rúmi með eldri manni í erfi- drykkju eftir föður hennar. Loks sjáum við hann sem fullorðinn mann stunda kynlíf með eiginkonu sinni milli þess sem hann svæfir barnið og sinnir erindum í síman- um. Og svo hvemig hann plummar sig í framhjáhaldsveröld fullorð- inna. Sú mynd sem Figgis bregður upp af kynlífi er tengd dauða, valdabar- áttu, vessum og vanmætti. Og það er einmanalegt. Við sjáum ekki tvær manneskjur sameinast í ein- } 29. MptemtMf - 12. októbor 2000 Kvikmyndahátíð J í Reykjavík hverri ástartjáningu a la Thor Vil- hjálmsson eða Barbara Cartland. Og kynlífið leiðir af sér vesen og vand- ræði - það er eitthvað sem væri far- sælast að vera alveg laus við. Figgis er hæfileikaríkur leik- stjóri. Og sum atriði The Loss of Sexual Innocence bera þess vitni. Glima Nics 16 ára og kærustunnar á stofugólfi foreldra hennar er til dæmis langt og gott atriði; þegar kærastan rekur sig í borð svo glamrar i bollum eru allir landvinn- ingar Nics strokaðir út og hann er sendur aftur á byrjunarreit; þegar faðirinn kemur sárþjáður í stofuna og bindur enda á friðarferlið vitum við að hann er með krabba í blöðru- hálskirtli - eitthvað sem tengist tippum eða kynlífi. Og þeir sitja gegnt hvor öðrum; gamli stríðsmað- urinn að deyja af sárum sínum og ungi folinn, sem er að hefia vegferð sína og áttar sig á að hún leiðir til dauða. Eins bregður atriðið við eld- hússkenkinn upp notalega dapri mynd af ástarlífi í deyjandi hjóna- bandi þar sem fólk getur ekki leng- m- leitað hreinskiptið eftir kynlífi, langar gegn vilja sínum og gerir „það“ eins og það sé að kúka - gagn- kvæm nauðgun og uppgjöf. En flest önnur atriði vitna aðeins um að Figgis hefur löngun til að ráða við meira en hann getur: árekstur Evrópu og þriðja heimsins, kona að velja sér klæðnað fyrir dag- inn undir fréttalestri um dauða og eyðileggingu, einhver tvíburapæl-'** ing um hið einstaka og almenna og ekki síst þegar Adam og Eva eru rekin út úr einhverjum skrúðgarði af þriðjaríkis löggum og lenda í flassinu frá papparazzi-ljósmyndur- um. Yfir öllu þessu svífur einhver dæmalaus lífsleiði og getuleysi sem minnir einna helst á Nicolas Roeg eöa einhvern annan páfa blessunar- lega liðinnar gullaldar evrópskrar samfélagslega meðvitaðrar (lesist: álært þunglyndislegt samviskubit) listar. En eins og myndin sýnir löngun Figgis til að kljást við þung og viðamikil umhugsunarefni þá af- hjúpar hún að hann er jafn van- máttugur gagnvart þeim og kynlíf- inu. Þetta verður mest hnoð. En öf- ugt við kynlífið þá reynir hann að " breiða yfir vanmáttinn með því að klæöa atriðin í listrænan búning. Og niðurstaðan er hálfgert sorp - óheiðvirt sorp í samanburði við ruslið frá Hollywood sem þykist ekki vera annað en það er. Leikur- inn í The Loss of Sexual Innocence er lágstemmdur og jafn. Leikarar skila allir vel því sem ætlast er til af þeim. Myndataka er smart og öll tískutrix notuð - endurminningar og syndafallið eru meira að segja í ýktum rauðum og gulum litum. * Gurrnar Smári Egilsson Lelkstjóri: Mike Figgis. Leikarar: Julian Sands, Saffron Burrows, Jonathan Rhys- Meyers, Kelly MacDonald, Femi Ogum- banjo og Hanne Klintoe. Bíogagnryni Brúin Framhjáhald og brúarsmíöi ★★ Frakkar hafa í kvikmyndagerð sinni verið ákaflega uppteknir af ástarþríhyrningnum og því má kannski segja að Brúin (Un pont entre deux) sé klassísk saga upp á franska máta. Hún býður ekki upp á mikla fjölbreytni þegar sagan er skoðuð í heildina og satt best að segja er það fátt sem kemur á óvart í þessari frönsku kvikmynd sem fiallar um brúarverkíræðing, brúð- arsmið, eiginkonu hans og son þeirra. Það sem kannski gerir myndina athyglisverða er hvemig tekið er á þvinguðu sambandi þegar þriðji aðilinn kemur til sögunnar. Myndin verður aldrei að einhverju hádramatísku sálarstríði þriggja persóna þar sem hatur og afbrýði ráða ferðinni heldur mjög svo mannleg. Tilfinningamar krauma niðri fyrir án þess að koma með ein- hverjum ofsa upp á yfirborðið. Brúin gerist i litlum frönskum bæ í upphafi sjöunda áratugarins. Á það er hressilega minnt með bíósýningum í bænum. Mina, eiginkona brúarsmiðs- ins Georges hefúr gaman af því að fara í bíó og tekur þá iðulega son sinn á unglingsaldri með. Eitt sinn þegar set- ið er yfir West Side Story situr við hlið hennar brúarverkfræðingurinn Matthias og er ekki laust við að dram- að í myndinni, sem þau era að sjá, hafi áhrif á tilfinningar þeirra. Þar með hefiast örlagaþrungin kynni sem ekki er hægt að ímynda sér að geti farið vel. Eins og gefur að skilja lendir Mina fljótt í miklum sálarþrengingum. Það er samt athyglisvert og kannski það sem er mest gefandi við myndina hvemig hún tekur á þessu vandamáh. Það er augljóst að hún hefur ekki elsk- að eiginmann sinn á sama hátt og hann hefúr elskað hana. Hún tekur því nýfenginni ást fagnandi og er lítið að læðupokast. Þegar son hennar grunar Ein kona, tveir karlmenn. Charles Berling, Carole Bouquet og Gerard Depardieu í hlutverkum sínum. að hún hafi ekki hreint mjöl í poka- hominu segir hún honum allt af létta og lætur hann ráða hvort hann segi föður sínum. Georges kemst þó að hinu sanna án hjálpar sonar síns og á sirrn rólega og yfirvegaða hátt stiUir 12. október 2000 Kvikmyndahátíð í Reykjavík hann konu sinni upp við vegg. Það er mikil alúð lögð í persónur myndarinnar, sérstaklega Minu, sem fyirum Bond-stúlka, Carole Bouquet, leikur afskaplega vel. Mina er þrátt fyrir sálarástandið mjög yfirvegaður persónuleiki. Hún er ekki að fela það að hún telur sig eiga skilið það líf sem hún kýs sér og Bouquet nær í lágt stemmdum leik að koma þessari per- sónu vel til skila. Gerard Depardieu er einnig á lágu nótunum þótt honum sé mikið niðri fyrir. Charles Berling, sem leikur verkfrceðinginn, er dálítið utan- veltu enda fær hann minna til að moða úr. Það er gott jafnvægi í Brúnni þegar á heildina er htið og handritið er vel skrifað. Við erum samt búin að sjá svcr.’ oft áður slíkar sálarhremmingar í ýmsum útgáfum að þrátt fyrir að myndin renni vel í gegn og sé vel leik- in þá er óskaplega fátt sem grípur. Hilmar Karlsson Lelkstjórar: Gerard Depardieu og Francois Dupeyron. Handrit: Francois Dupeyron, byggt á skáldsögu eftir Alain < Leblanc. Aóalleikarar: Carole Bouquet,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.