Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 24
Biógagnrýni ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 I>V Tilvera ■ LIZ GAMMON A NAUStiNU Liz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍK- !N Enski píanósnillingurinn Miles Dowley slær vart feilnótu á Café Romance. Ef þú ert í rómantískum hugleiöingum þá er þetta eitthvaö fyrir þig. ■ PALU Á PRIKI Palli, alias Sweet Chilli, var ábyggilega skírður Páll en þaö er ekki kúl þegar maður á aö troöa uþþ á Priklnu a.k.a Da Stick, I kvöld. En þaö er verst að þaö viröist þjóna duttlungum dyravaröarins ófríöa, alias Da ugly doorman hvort menn eiga inngöngu vísa eöur ei. En hann átti góða spretti síðasta laug- ardag. ■ STEFNUMÓT UNDIRTÓNA Eftir smásumarfri hefur göngu sína á ný Stefnumót Undlrtóna. Pottþétt dag- skrá á Gauknum í kvöld. Klassík ■ TVILEIKUR I SALNUM i Salnum í Kópavogi munu Peter Tompkins, óbó, og Guöríður Sigurðardóttir, þí- anó, flytja verk eftir Poulenc, Bozza, Saint-Sáens, Britten, Vaughan-Willi- ams og Oliver Kentish. Tónleikarnir hefjast kl. 20.Miðsala er opin virka daga frá kl. 13.00-18.00 tónleika- daga til kl. 20.00 og um helgar klukkustund fyrir tónleika. Fundir ■ BUDDAMUNKUR MEÐ FYRIR- LESTUR Hfnn heiövirði Kelsang Lodrö er enskur búddamunkur og einn af reyndustu kennurum ' Kadampa-búddisma. Hann mun halda kynningarfyrirlestur I dag um Eight Steps to Happiness, nýjustu bók Geshe Kelsang Gyatso, sem út- skýrir hvernig nota má búddíska heimspeki til aö þróa og viöhalda djúþri innri ró og ánægju. Fyrirlestur- inn verður kl. 20.00-21.30 í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Aö- gangseyrir er kr 1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn og öryrkja. ■ HÁDEGISFUNDUR Hádegisfund- ur veröur haldinn í Norræna húslnu á vegum Sagnfræöingafélags ís- lands í dag. Jón Ólafsson. heim- spekingur og framkvæmdastjóri Hug- v vlsindastofnunar, mun velta fyrir sér hvaö stjórnmálasaga sé í erindi sínu, „Hvernig stýra ríkjandi stjóm- málahugmyndir sagnaritun?“ Fund- urinn hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Kirkjusaga: Vegkrossar og álagablettir 1 í f i fS Samfok heldur ársþing í kvöld Árspng SAMFOKS verður haldið f félagsmiðstöðirmi Fjörg- yn í Foldaskóla í kvöld frá kl. 18 til 22. Á þinginu mimu Sesselja Snævarr flytja erindi um aðal- námskrána, Arthur Morthens flytur erindi sem hann kallar Sérúrræði - hvert stefnum við? Að loknu matarhléi fjallar Haf- steinn Karlsson um upplýsinga- tækni og hið nýja Skólatorg. Að erindum loknum gefst foreldrum kostin- á að kynna sér málin bet- ur og ræöa þau í hópum. Þingið er opið öllum foreldrum grunn- skólabama í Reykjavik og þátt- taka þeim að kostnaðarlausu. Krár Ride with the Devil Erindisleysa ★★ Það er súrt að horfa á Ride With the Devil. Myndin ber vitni fantamikl- um hæfileikum leikstjórans Ang Lee. Hann er frábær sögumaður og getur nánast látið söguna stöðvast um tima en hleypt henni siðan óspjallaðri á skeið aftur. Hann dregur smáar per- sónur fáum öruggum dráttum svo áhorfandinn þekkir þær. Og hann á í engum vandræðum meö að setja sam- an falleg atriði, dramatísk, sársauka- fuH, glettin, tilfmninganæm - hvað- eina. Samt er Ride With the Devil er- indisleysa - bæði þeirra sem stóðu að henni og okkar i salnum. Sagan hefst þegar æskufélagamir Jake Roedel (Tobey Maguire) og Jack Bull Chiles (Skeet Ulrich) taka ákvörð- un um að slást í lið með skæruliðum Suðurríkjamanna í Kansas í upphafi borgarastyrjaldarinnar i Bandaríkjun- um. Hún rekur síðan hnignandi áhrif hemaðarins á mannskepnuna og end- ar með því að Jake kýs lífið, hjóna- bandið og Kalifomíu; það sem hann taldi sig vera að berjast fyrir er glatað og hann á þann eina kost að byrja nýtt líf. Kunnugleg saga í sjálfu sér. Það sem er best gert í myndinni er ef til vill megininntak hennar. Við sjá- um forsendur útlagahópsins þróast frá viðbrögðum við utanaðkomandi árás- um yfir í skipulagðan skæruhemað þar til hann festist í eins konar hefnd- arlúpu þar sem grimmdin vex í tryllt- um margfeldisstuðli. Loks em fymom hugsjónadrengimir orðnir að úrhrök- um sem sjá enga útkomuleið aðra en ríða beint í flasið á óvinunum í von um að þeir bindi enda á þetta helvíti með heiðvirðri kúlu í hjartað. Gallinn er hins vegar sá að þetta gerist mest í bakgrunni. Höfundum fmnst of vænt um þá drengi sem em í forgrunni sögunnar til að hleypa svona mannlegri hrömun að þeim. Þeir era réttsýnir og trygglyndir - og svo fá- dæma kurteisir og vandaðir að orðfæri og framkomu aö það jaðrar við að það hleypi myndinni upp í fáránleika. Þeir æskufélagar og nánasti vinahópur þeirra missir því af myndinni og skyggja jafnframt svo á hana að áhorf- andinn sér hana ekki heldur. Leikarahópurinn er ekki eftirminni- legur. Tobey Maguire, sem er svo geð- ugur piltur að maður vill að hann leiki vel, fer með hlutverk sögumanns í bók- inni sem myndin er byggð á. Þetta er maðurinn sem er íhugull áhorfandi frekar en gerandi að atburðum sög- unnar og stendur í lok hennar frammi 1 & \ * f\ 29. Mptwntoi - 12. októbar 2000 Kvikmyndahptíð i Reykjavík fyrir vali sem kristallar megininntak hennar. Þessi persóna á vel heima í bókum þar sem höfundur getur bæði notað hana sem vitni og farveg fyrir ályktanir en hún er alltaf jaftivand- ræðaleg á hvíta tjaldinu. í fljótu bragði man ég bara eftir einum leikara sem tókst að gera svona sögumann að heilli persónu; Allan Bates í Zorba. Tobey er hér nýstiginn upp úr sömu rullu í Cider House Rules og sýnir einnig hér að hann er góður leikari sem á skilið heillegri hlutverk. Hugsanlega losnar hann undan því að vera geðþekk mál- pípa höfúnda á næsta ári eða þvi þamæsta þegar hann leikur Kónguló- armanninn. Jeffrey Wright (Basquiat) Rithöfundurinn og grúskarinn Ólaf- ur H. Torfason sendi nýlega frá sér bók sem nefnist Nokkrir íslandskross- ar. Ólafur segir að á ferðalögum sín- um um landið og erlendis hafi hann oft velt fyrir sér örnefnum sem bera orðið kross i sér. Ólafur hefur áður gefið út bækurn- ar Kaþólskur annáll íslands og Heim- ildaskrá um Rómarkirkju á íslandi en í henni eru gefnar upp heimildir um dýrölinga, kirkjur, biskupa og fleira. „í heimildaskránni er einn kafli sem heitir Krossinn og segja má að ég hafi skrifað heftið sem ég var að gefa út núna í framhaldi af honum. Þegar maður fer að rýna í söguna kemur fljótlega í ljós að það hefur verið mik- ið að krossum um allt land, bæði ut- anhúss og innan og svo vora einnig víða vegkrossar. Kirkjurnar áttu mik- ið af krossum sem getið er um í mál- dögum eða eignaskrám kirknanna. Hver kirkja átti fimm til sex mismun- andi krossa, sumir vora við altarið, aðrir yfir kórdyrunum og enn aðrir vora notaðir við skrúðgöngur. Al- menningur notaði krossmarkið lika mikið til vemdar og merkti verkfæri eins og skóflur, orf og hrífur með þeim. Krossmarkið var líka haft yfir dyrum á íbúðar- og gripahúsum og signingar vora líka mikið notaðar og þær hafa varðveist allt fram á okkar daga.“ Venjan hélt heföinni við „Á ferðalögum mínum um Evrópu hef ég oft séð vegkrossa og velt því fyrir mér hvort gömlu vegkrossarnir hér hafi ekki þjónað sama tilgangi og þeir. Krossamir era oft hafðir við hættulegar gönguleiðir, fjallvegi og varasama slóða. Frágangurinn á er- lendu krossimum er svipaður og hann var hér. Krossinn var reistur og grjóti hlaðið í kring til að styðja hann eins og gert er við rafmagns- og síma- staura í dag. Það er mikið af svona hrúgum um allt land og kallast beina- kemur einna best frá sínu í hlutverki svarta mannsins, eins konar tákn- myndar hliðarorsakar átakanna. Hann nýtur þess að vera að mestu laus við uppskrúfað málfar hvítu strákanna og búningana sem minna á klæðnað Allmans Brothers Band eða einhverr- ar Suðurríkjahippasveitar frá sjöunda áratugnum. Söngkonan Jewell leikur einu kvenpersónuna sem markar spor i söguna en tekst ekki að gera meira úr henni en höfundunum; eins konar neyðarútgang fyrir aðalpersónuna. Og talandi um konur: Hvemig stendur á því að höfundar þessa verks vilja sýna okkur menn myrða með- bræður sína i einhverri glórulausri geggjun en sleppa því að nauðga kon- unum? Og heiðra ávallt minningu mæðra sinna og sýna ungum ekkjum fágaða kokkteilboðakurteisi? Sýn myndarinnar á konur og áhrif borg- arastyijaldarinnar á þær era eitthvert þrástagl gamalla striðssagna. Konum- ar fá rétt aðeins að væla eitthvað þeg- ar eiginmenn þeirra era drepnir og senda síðan sonum sínum grátklökk bréf á vígstöðvamar. Það sem situr í huganum eftir Ride With the Devil er spumingin: Hvers vegna var þessi mynd gerð? Er þetta enn ein myndin sem ekki er ætlað annað en að vera gömul bók í-myndum fyrir þá sem nenna ekki að lesa? En sú skýring fell- ur þegar maður áttar sig á að bókin var gefin út 1987 - ekki snemma á þess- ari öld eða þeirri síðustu. Af hverju þurfti Ang Lee að velja þessa bók af öllum í heiminum? Getur góður Guð ekki gefið honum skynbragð, inntak og erindi sagna í jaftíríkum mæli og hæfileika til að segja þær? Eða vilja og kjark til að vinna með öðum handrits- höfúndi en James Schamus. Gunnar Smári Egilsson Leikstjóri: Ang Lee. Handrit: James Schamus eftir sögu Daníels Woodrell. Leikarar: Tobey Maguire, Skeet Ulrich, Jeffrey Wright, Jewel, Jonathan, Rhys-Meyers o.fl. - mikiö af beinakerlingum um allt land. kerlingar eða dysjar og ég imynda mér að mikið af þeim séu gömul krossastæði. Við vitum að krossarnir vora viða og hrúgumar geta gefið vís- bendingu um staðsetninguna. Það er t.d. ein á Ferstikluhálsi í Hvalfirði og önnur á Kaldrananesi á Ströndum. Það er einnig merkilegt hvað það eru oft spýtur í hrúgunum og ég tel það vera leifar úr katólsku. Lúterstrúar- menn létu fjarlægja krossana en venj- an hélt hefðinni við og almenningur hefur sett spýturnar í staðinn. Grjót- hrúgan á Kaldrananesi er kölluð kross og merkt þannig inn á kort. Það era einnig mörg örnefni eins og kross- hóll og kross innst í dölum áður en menn leggja á fiallveg." Rómveijar voru með Merkúrsaltari við fjallvegi þannig að siðurinn er lík- lega mjög gamall því Merkúr er fom ferðamannaguð. Það er vitað að menn höfðu krossa eða lítil dýrðlingalíkneski við bæina hjá sér og mig er farið að gruna að það séu í mörgum tilfellum gömlu álagablettirnir sem við þekkjum í dag. Siðimir í kringum álagabletti eru sennilega þeir sömu og við krossa- stæðin í gamla daga,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur hefur greinilega lagt mikla vinnu í bókina Nokkrir íslandskross- ar enda er hún bæði skemmtileg og fróðleg og kærkomið innlegg í ís- lenska kirkjusögu. -Kip Olafur H. Torfason rithöfundur Dysjar og álagablettir hugs- anlega gómul krossastæði „Ég hallast reyndar að því að sum- ar dysjamar séu gömul krossastæði. Þjóðsögumar í kringum staðina eru oft alþýðuskýringar og geta verið al- veg ferlega vitlausar. Það er t.d. grjót- hrúga í Grindavík og þjóðsagan segir að þar sé dysjaður Tyrki en þegar hún var grafm upp fundust engin manna- bein. Það hafa aftur á móti fundist ýmsir smáhlutir, eins og tölur, hófiaðrir og jafnvel smásteinar í og við dysjamar. Þetta eru svipaðir mun- ir og fólk leggur við vegkrossa erlend- is. Dysjamar eru oft á miðri leið milli áfangastaða eða þar sem útsýni er gott til kirkjustaða." Djöflarelð gerist í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.