Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 Fréttir DV Staðhæfing Jóns Ólafssonar um áhuga útlendinga á íslandsbanka hækkaði gengið: Ekkert tilbod frá út- lendingum í bankann - að sögn bankaráðsmanns íslandsbanka - Sala Eyjólfs Sveinssonar stendur jpppy Ekkert tilboð, hvorki óformlegt né formlegt frá erlendum fjárfest- um, hefur borist í íslandsbanka. Þetta staðfestir Kristján Ragnars- son formaður bankaráðs íslands- banka í samtali við DV og eru þvi engar áþreifanlegar vísbendingar um meintan áhuga útlendinganna. Töluverð viðskipti urðu með bréf bankans í gær og hækkaði gengið úr 4,22 í 4,37. Hækkunin er ekki síst rakin til upplýsinganna frá Jóni Ólafssyni, bankaráðsmanni og aðal- eiganmda Norðurljósa, en sumum bankaráðsmanna þykir sérstakt að haft hafi verið eftir Jóni að áreiðan- leikakönnun sé komin í gang um málið án vitundar stjórnar bank- ans. Jón er bæði bankaráðsmaður i ís- landsbanka og stór hluthafi og hef- ur um skeið reynt að selja hlut sinn i bankanum. Hann sagði í gær að erlendur fjárfestingasjóðúr hefði lýst áhuga á kaupum í hlut hóps sem Jón hefur átt aðild að ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þor- steini Má Baldvinssyni og Eyjólfi Sveinssyni. Útlendingarnir væru reiðubúnir til að greiða gott verð fyrir bréfin og því væri það „skrýt- inn bisness" að taka ekki boði þeirra. Kristján Ragnarsson, for- maður bankaráðs íslandsbanka, hefur hins vegar ekki heyrt af þess- um áhuga. „Þetta er okkur óvið- komandi. Það getur hver sem er selt bréf í bankanum en við höfum ekki komið að þessu máli og er ekki kunnugt um hver á í hlut,“ sagði Kristján. Undir þetta tók Víglundur Þor- steinsson bankaráðsmaður. „Ég veit ekki til þess að nokkur erlendur að- ili sé að kaupa í bankanum. Það hef- ur hvorki komið óformleg né form- leg vísbending um það,“ sagði Víglundur. Báðir bankaráðsmenn- imir benda hins vegar á að öllum sé heimilt að kaupa hlutabréf í bank- anum, erlendum sem innlendum. Bankinn sé íslenskt fyrirtæki, skráð á íslenskan hlutabréfamarkað og það sé góð auglýsing fyrir störf bankans ef útlendingar vilji kaupa í honum. Orcahópurlnn hættir í ágúst Bandalag Jóns Ólafssonar, Jóns Ásgeirs, Þorsteins Más og Eyjólfs Sveinssonar kallast Orca-hópurinn og lét mikið að sér kveða í við- skiptalífmu. Þessi eining hefur nú leyst upp að hluta og fyrir liggur að í ágúst næstkomandi mun hópurinn hætta að starfa. Orkahópurinn kynnir í ágúst 1999 kom loks í Ijós hverjir stóðu á bak viö viö Orca-hópinn svokallaða. Formlega var hann kynntur á sérstökum blaðamannafundi. Jón Ólafsson, aðaleigandi Norðurljósa, er lengst til vinstri, þá er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, Gestur Jónsson, lögmaður hópsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ogioks Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Vægt er til orða tekið hefur verið erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu málsins og hugsanlegu til- boði erlendra að- ila í hlut Orcahópsins. Heimildir sem fullyrða að raun- verulegt tilboð liggi fyrir segja að Jón Ólafsson. Jón Asgeir Jóhannesson. Þorsteinn Már Baldvinsson. Eyjólfur Sveinsson. Kristján Ragnarsson. Jón Ólafsson vilji selja allan hlut fjórmenninganna í Islandsbanka í andstöðu við bæði Þorstein Má og Jón Ásgeir. Hluthafahópur fjórmenninganna í íslandsbanka kallast FBA Holding og á yflr 18% í bankanum. Á gaml- ársdag keyptu Jón Ásgeir og Þor- steinn Már öll bréf Eyjólfs og fólaga honum tengdra í bankanum. Óyggj- andi er að sá gjörningur sé ekki aft- urkræfur skv. heimildum DV með vísan til reglna um Verðbréfaþing. Eyjólfur og félagar seldu á genginu 4,3 sem nemur 1.500-1.600 milljónum skv. heimildum DV en er nokkru lægra en lokagengi bankans í gær. Hins vegar fær Eyjólfur viðbótar- greiðslur á næsta ári ef áætlanir ganga eftir og miðast það við gengi hlutabréfanna og gengi íslensku krónunnar. Heimildarmenn DV sem fullyrða að hið erlenda tilboð sé raunveru- legt benda á á að ágreiningur hafi orðiö innan Orca-hópsins um hvern- ig brugðist skyldi við áhuga útlend- inganna. Sala Eyjólfs til Jóns Ás- geirs og Þorsteins Más sé vísbend- ing um að Jón Ásgeir og Þorsteinn Már hafi verið gegn slíkum fyrirætl- unum en Jón hafi ólmur viljað selja. Þessu hafna aðrir og fullyrða að sala Eyjólfs á hlutabréfum sé af fjár- hagslegum ástæðum. Hans kostur hafi því verið sá að selja og að Jón Ásgeir og Þorsteinn Már hafi verið tilbúnir til að greiða ásættanlegt verð. Samkvæmt heimildum sem Björn Þorláksson blaðamaður DV telur áreiðanlegar mun Eyjólfur og þeir sem standa að baki honum fá 200 - 300 milljónir króna nettó út úr þessum viðskiptum, en ekki er ljóst hvert eigið fé var í upphafi. Jón Ásgeir Jóhannesson er líkt og Jón Ólafsson bankaráðsmaður Is- landsbanka. Hræringarnar nú þykja hins vegar benda til þess að Þor- steinn Már og Jón Ásgeir leiti eftir því að styrkja áhrif sín enn frekar innan bankans. Staða þeirra er enn sterkari þegar haft er í huga aö Jón Ásgeir og Þorsteinn Már sitja báðir í stjóm Tryggingamiðstöðvarinnar sem er stór hluthafi í íslandsbanka. Samtals eiga Jón Ásgeir og Þor- steinn Már nær 14% í bankanum nú og við bætist liðlega 4% hlutur Tryggingamiðstöðvarinnar, þó ekki ráði þeir þeim hluti einir. Kristján Ragnarsson telur þo ekki að nein meiri háttar breyting sé að verða á valdahlutföllum. Það hafi ekkert gerst neitt annað en að það fækki í hópnum um einn en Eyjólf- ur mun líka eiga eitthvað annað í bankanum sem stendur utan þessa félagsskapar. „Sem betur fer er eign- araðild mjög dreifð í íslandsbanka," segir formaður bankaráðs. Hvorki náðist í Jón Ásgeir né Jón Ólafsson í gær. Þorsteinn Már Baldvinsson vildi ekki tjá sig um málið. Ekkert hefur spurst til Hofsstaðatrippanna: Hrossahvarf kært til lögreglu Bjöm Runólfsson bóndi á Hofs- stöðum í Skagafirði hyggst kæra til lögreglu hvarf fjögurra hrossa sinna í nóvember sl. Þau hurfu sporlaust af túninu á Hofsstöðum, eins og DV greindi þá frá, og hefur ekkert til þeirra spurst. Þeirra hef- ur verið gjörleitað á landi Hofs- staða og á nágrannabæjum, en án árangurs. Þrjú hrossanna sem hurfu voru vindótt að lit, þriggja vetra foli, tveggja vetra hryssa og hestfolald. Þá hvarf einnig rautt hestfolald. í fyrstu saknaði Bjöm eldri tripp- anna tveggja, en um viku síðar sá hann að tvö folöld voru einnig horf- in. öll voru hrossin ómörkuð og ómerkt. Bjöm Runólfsson, bóndi á Hofs- stöðum, hefur leitast við að rækta vindótt hross, enda er liturinn mjög eftirsóttur, bæði hér heima og erlendis. Sænskir hesteigendur höfðu falast eftir eldri trippunum tveimur og biðu þau þess að verða flutt úr landi. Þá hafði vindótta hestfolaldið einnig veriö selt, en átti að fá að ganga undir hryssunni í vetur. Grunur beinist að þama hafi ein- hverjir óprúttnir verið á ferð þar sem bæði folöldin gengu enn undir mæðrum sínum og þær voru kyrr- DV-MYND JSS Hrossahvarf Þetta vindótta hestfolald var meðal þeirra hrossa sem hurfu sporlaust frá Hofsstöðum. Myndin var tekin í sumar. ar á túninu. Hrossin em því talin hafa verið gripin þar. „Ég býst ekki við að sjá þessi trippi aftur,“ sagði Björn. „Þetta er mikill skaði sem ég stend varnar- laus gegn.“ -JSS Sólarga REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.53 15.10 Sólarupprás á morgun 11.12 11.24 Síödegisflóö 23.36 15.31 Árdegisflóö á morgun 12.00 04.09 wm Bjartviðri norðaustan til Suðaustan 15 til 20 m/s og rigning um landiö suðvestanvert síðdegis á morgun en 5 til 10 og yfirleitt bjartviöri norðaustan til. Hiti 0-7 stig. 2J JJJ^/ijhJJ r, 3wrs<- 2^s Skúrir sunnan til Sunnan og suðvestan 10 til 15 m/s og rigning með köflum eða skúrir, einkum sunnan til. Hiti 2 til 7 stig. saiii Xjgj Þriðjudagur Miðvikudagur 7» * S og SV SV-átt með SV-átt meö 10-15 m/s vætu, einkum vætu, einkum og rigning eða sunnan- og sunnan- og skúrir, einkum vestanlands vestanlands sunnan til. og fremur milt og fremur milt Hitl 2-7 stig. i ■'eöur. veöur. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Goia 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 Veðrið kl. 1£ I j J AKUREYRI alskýjaö 8 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skúrir 9 EGILSSTAÐIR rigning 9 KIRKJUBÆJARKL. þoka 7 KEFLAVÍK rigning 8 RAUFARHÖFN skýjaö 5 REYKJAVÍK rigning 8 STÓRHÖFÐI rigning 7 BERGEN HELSINKI alskýjaö 1 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað -2 ÓSLÓ skýjaö -10 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4 ALGARVE léttskýjaö 15 AMSTERDAM heiöskírt -2 BARCELONA rigning 7 BERLÍN léttskýjaö -4 CHICAGO hálfskýjaö -8 DUBUN þokumóöa i 6 HAUFAX léttskýjað -9 FRANKFURT heiöskírt -5 HAMBORG heiöskírt -4 JAN MAYEN léttskýjaö 2 LONDON mistur 1 LÚXEMBORG heiöskírt -5 MALLORCA rigning 14 MONTREAL heiöskírt -14 NARSSARSSUAQ alskýjaö -6 NEW YORK léttskýjaö -1' ORLANDO heiðsklrt 0 PARÍS skýjaö 2 VÍN léttskýjaö -2! WASHINGTON heiöskírt -3 WINNIPEG heiöskírt -15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.