Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 51 * DV Helgarblað Ekki bara alvarlegir „Við erum að gera hluti sem sjaldan eru gerðir á íslandi. Við flytjum marga vel þekkta slagara sem eru þó ekki fluttir oft á tón- leikum," segir bassasöngvarinn Davíð Ólafsson sem mun troða upp ásamt króatíska tenórnum Tomislav Muzek í íslensku óper- unni í dag, kl. 16. Félagarnir segja að fólk njóti þess að heyra lögin sem þeir flytja og taka dæmi af því að þegar söngvarar sækja kaffihús eða veit- ingahús koma menn stundum til þeirra, búnir að fá sér neðan í því og segja: „Geturðu sungið fyrir mig kaffiauglýsinguna - og meina þá Nessun Dorma eða ámóta vin- sæl verk. Við sinnum svolítið þessum þörfum fólks á tónleikun- um,“ segir Davíð og nefnir söngva úr La Bohéme sem dæmi um verk, sungið á þessum tónleikum. „Við byrjum með þýskum óperettum en síðan koma kryddaðri söngvar með meiri atgangi. Við skemmtum okkur meö áhorfendum - síðan syngjum við siðmenntaðri tón- list.“ Sungiö á götum og á klósettum Er mikilvægt að skemmta sér á tónleikum? „Já, mjög,“ segja söngvararnir báöir í einu. „Við erum ekki bara að syngja fyrir mjög alvarlega áhugamenn um klassik heldur erum við lika að skemmta fólki.“ Davíð segir aö Islendingar og Króatar búi að gríðarlega sterkri sönghefð. Þar þyki ekkert eðli- legra en að fólk bresti í söng jafnt á klósettum sem á götum úti. „Það lítur enginn á þig hissa ef þú ákveður að syngja úti á götu í Króatíu, segir Tomislav. „í Þýska- landi héldu hins vegar allir að þú værir geðsjúklingur. Þjóðverjar misstu söngvahefðina í stríðinu. Eftir stríð tengdust sönglög hvatn- ingunni til stríösverka." „Ef menn leggja inn á braut söngsins í Þýskalandi þá eru þeir alvarlegir söngvarar," segir Davið. „Þar er það ekki eins og hér á ís- landi, að bændur og skrifstofu- menn gefi út geisladiska og haldi tónleika. Ef menn eru ekki söngv- arar þá syngja þeir einfaldlega ekki.“ Davíð Ólafsson er okkur löndum hans að góðu kunnur en hann hef- ur undanfarin ár starfað í Lúbeck í Þýskalandi og auk þess sungið stór hlutverk í óperuhúsum í Sviss, Bandaríkjunum og Austur- ríki. Grennslast er fyrir um bak- grunn Króatans Tomislavs en fer- ill hans er með miklum ólíkind- um. Tomislav segir að hann hafi ungur byrjað aö syngja og segist hafa komið sér undan prófum í skólanum með því að syngja tímunum saman fyrir kennarana. „Svo fór að ég var kynntur fyrir góðum söngkennara sem gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafnað - að ég ynni með henni í ár og tæki síðan inntökupróf í tónlistar- háskólann í Vín. Þetta gekk allt eftir og ég komst inn í skólarin. En ég þróaðist lítið sem söngvari og það átti að reka mig eftir þrjú ár. Þá skipti ég um kennara og röddin fór að blómstra. Næsta ár var ég farinn að syngja við Rikisóperuna í Vínarborg." Tomislav segir aö enginn i Króa- tíu hafi vitað aö hann væri til en það fyrsta sem Króatar hafi fengið að heyra af honum var þegar Ópera Þjóðarleikhússins í Króatiu bað hann að syngja í La traviata. Ég kom því heim - ekki sem byrj- andi heldur atvinnusöngvari." í stuttu máli sagt hefur leiðin aðeins legið upp á við síðan og Tomislav fengið ótrúleg tilboö. Dreymir um ísland En hvernig kynntust þeir félag- ar? „Það var í Vín þar sem við stunduðum báðir söngnám fyrir nokkrum árum. Ég leyfði alltaf frakkanum mínum að vera i mat- salnum allan daginn vegna þess að ég haföi ekki efni á því að kaupa mér mat. Síöan fór ég með hann heim og þefaði af honum, „ segir Tomislav glettinn. „Þar hitti ég Davíð sem bað mig einhvern tíma að koma með sér á kaffihús. Við Alec Baldwin: Kyssir konu í bíó Hjónaband Alecs Baldwins og Kim Basinger er aftur komið upp í loft eftir að sást til Alecs með Sex and the City- stjömunni Kristin Davis. Fyrir nokkru bentu allar stjömur til þess að Kim og Alec hefðu tekið saman aftur og væru jafnvel að hugsa um að ættieiða barn saman. En svo sást sem sagt til Alecs í kvikmyndahúsi i New York þar sem hann og Kristin Davis voru mjög vina- leg hvort við annað. Einn sjónarvottur gekk svo langt að segja að þau hefðu átt að sjá sóma sinn í að fá sér hótelher- bergi, svo fleðulega létu þau í bíóinu. Samt sem áður ætti Kristin ekki að gera sér of miklar vonir. Alec í bióinu er nefnilega sá sami Alec og sagði fyrir nokkrum vikum í blaðaviðtali að hann elskaði konuna sína meira en allt annað - þó að hann sýni henni ástina á furðu- legan máta. Michael Jackson: Rak framkvæmda- stjórann Michael Jackson, söngvari og fjöl- listamaður, er í stöðugum vandræðum með nýja plötu sina, Invincible, sem kom út á haustmánuðum en hefúr selst minna en björtustu vonir stóðu til. Þótt nafn plötunnar þýði: Ósigrandi, þá virð- ist það ekki ætla að verða að áhrínsorð- um. Michael hefur nú í annað skiptið á stuttum tíma rekið framkvæmdastjóra sinn úr starfi. Snemma á síðasta ári skildi Jackson að skiptum við The Firm sem sá um öll hans mál og réði Louis Michael Jackson. nokkurn Levin í staðinn. Nú er Levin orðinn ómögulegur í alla staði að áliti Michaels og hann hefúr slitiö öllum samskiptum sínum við hann. Kannski er þama komið starfið fyrir Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Símans. Hér er nefnilega um að ræða vöru sem allir halda að sé góð söluvara en enginn vill kaupa þegar á hólminn er komið. reyndumst vera hjá sama kennara og með okkur tókust mikil og góð kynni sem náðu hámarki í íslands- ferðum okkar." Þeir Davið og Tomislav hafa tvisvar áður haldið tónleika hér á landi og Króatinn viðurkennir að hann hafi orðið ástfanginn af land- inu. „Jafnvel þótt ég sé mörg ár í burtu þá dreymir mig um ísland. Fólk segir við mig: „Hvað finnst þér merkilegt við ísland; það er ekkert nema grjót og snjór og kuldi!“ Ég segi: „Það er ekki satt!“ Það er eitthvað sem togar í mig.“ Söngvararnir vona að þeim verði vel tekið sem fyrr og það er bjargfost sannfæring þeirra að það sé engin fjárhagsleg áhætta fólgin í því að halda tónleika fyrir íslend- inga ef boðin er góð dagskrá. Is- lendingar kunni svo sannarlega gott að meta. -þhs DV-MYND BRINK Bassi og tenór Davíö Ólafsson og Tomislav Muzek troöa upp í íslensku óperunni í dag. Þeir leggja áherslu á aö skemmta fólki um leiö og peir heilla þaö meö fögrum söng. Dav- íö og Tomislav telja aö klassískir söngvarar hafi tilhneigingu til þess aö taka sig alltof alvarlega. Við bjóðum Barnadansar Salsa Freestyle Nýjustu tískudansarnir Mambó Brúðarvals Tjútt Samkvæmisdansar Suður-amerískir dansar fyrir einstaklinga Innritun og upplýsingar alla daga kl. 12-19 í síma 553 6645 eða með tölvupósti: dans@dansskoli.is. Athugið. ýmis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnómskeiða. DANSSKÓU Jóns Péturs ogKöru Tölvupóstur: dans@dansskoli.is Bolholti 8 - 105 Reykjavík sími 5536645 - fax 5683545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.