Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 Helgarblað I>V Síðasti áratugur var sá hlýjasti síðan mælingar hófust: Erum að sigla inn í enn meiri veðurbreytingar - segir Sigðurður Þ. Ragnarsson. Hlýrra veðurfar til bóta, segir veðurstofustjóri Þaö er óumdeilt að veður hefur hlýnað mjög á síðustu árum. Nýliðið ár var það næsthlýjasta síðan mæl- ingar hófust og síðasti áratugur var sá hlýjasti í sögunni. Veðráttan er öfugsnúin og ekki lengur hægt að gefa sér að það sé heitt þar sem á að vera heitt og kalt þar sem á að vera kalt. Síðastliðinn vetur var einn sá versti sem unnend- ur skíða- og vetraríþrótta muna eftir og það sem af er þessum vetri er ástandið ekki öllu betra. I svartasta skammdeginu minnir tíöarfarið víð- ast hvar á milt haust fremur en há- vetur. „Það er ekki umdeilt aö síðustu 130 til 140 ár hefur veðurfar farið hlýnandi og það hefur hlýnað hrað- ast frá árinu 1975 á þessu tímabili. Hins vegar er ómögulegt að spá hvort næstu tíu ár verða enn hlýrri eða jafnhlý síðustu tiu árum. Ég vO ekki hafa skoðun á því,“ segir Magnús Jónsson veöurstofustjóri. Magnús telur hlýnandi veðurfar hafa veriö til mikiÚa bóta fyrir Is- lendinga og ef horft sé til baka um rúma öld þá sé víst að menn vildu ekki skipta á veðurfarinu. „Við get- um látið okkur þessar breytingar vel líka og ég tel raunar að það mætti hlýna mjög mikið hérlendis áður en það færi að hafa alvarlegar afleiðing- ar. Ég get ekki séð að fólk hafl neitt á móti mildari vetri og hlýrra sumri. Það er svo annað og alvarlegra mál ef sjávarstraumar taka að breyta um stefnu; hvort sem yrði meira af heit- um eða köldum straumum. Það gæti haft áhrif á fiskistofna við landið og myndi þar af leiðandi hafa áhrif á lífsskilyrði þjóðarinnar," segir Magnús. Veðurmetin falla Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- fi-æöingur á Stöð 2, tekur í svipaðan streng en segir að ekki einvörðungu séu merki um hlýnandi veðurfar heldur hafi heimurinn á síðustu árum sífellt verið að upplifa veður- met af margs kyns toga. „Það er talað um viðsnúning á veðrinu. í Bandaríkjunum eru dæmi um svæði þar sem að öllu jöfnu ætti nú að vera hlýtt og síðan öfugt. Ekki þarf heldur annað en skoða Evrópu að undanfómu. Þar hafa veðurmet verið að falla og t.a.m. hefur hiti far- iö niður úr öllu valdi og dæmi um að- eins tveggja gráða hita á Suöur-Spáni og frostaveður á Gíbraltar þar sem menn þekkja vart slíkan kulda. Snjór í Evrópu er einnig mun meiri á mörgum stöðum þar sem alla jafna snjóar litið og svo vantar snjóinn annars staðar. Það er ekki langt síð- an krakkar í Feneyjum voru í snjó- kasti en það getur ekki talist alvana- legt,“ segir Sigurður. Hann segir ekki umdeilt að tíðar- far hefur tekiö hröðum breytingum á undaníömum árum. „Ef allt er lagt saman þá fara að renna á mann tvær grímur um hvort við séum jafnvel að sigla inn í enn meiri og hraðari breytingar. Mér telst til að miklar breytingar hafi átt sér stað á undan- fömum fimm til átta árum. Ég tel til dæmis að ástæða þess að siðasti vet- ur varö jafnsnjóléttur og raun bar vitni hafi verið sú að sporbraut lægð- anna lá mun sunnar en venja er til. Menn sáu líka að Esjan varð snjólaus í sumar og það hefur ekki gerst i yfir þrjátiu ár,“ segir Sigurður. Ekkl einfalt mál Ástæður veðurbreytinganna eru ekkert einfalt mál að mati sérfræð- inga. Ýmsar orsakir eru nefndar og margar þeirra umdeildar. „Hluti skýringarinnar getur verið sá að tímabil hafa verið mishiý í gegnum söguna og við séum nú að DV-MYND GVA Snævi þakin jörö í Reykjavík Snjóþyngsli hafa ekki veriö algeng í höfuöborginni þaö sem af er vetri. Einn góöur snjóhvellur kom í byrjun desember en entist ekki nema fáeina daga og jörö varö marauö á ný. upplifa hlýinda- skeið. í öðm lagi er ljóst að koltví- sýringur er meiri í andrúmsloftinu og að hluta til af mannavöldum. Spurningin er hins vegar sú hversu mikil áhrif það hefur og hvernig er með þætti sem vega á móti. Mengun í and- rúmsloftinu vegúr til dæmis á móti koltvísýringnum; ryk- og sótagnir geta til að mynda dregið úr inngeisl- un og þannig haft áhrif til kælingar. Hversu mikið þættir sem þessir vega er erfitt að segja til um,“ segir Magn- ús. Magnús Jónsson. Arndís Þorgeirsdóttir blaöamaður (■■u ipryiwTt1 .Jimlautuiw. Sigurður segir ei-fitt að benda á eitthvað eitt sem valdi hlýnun jarðar. „Það er líka umhugsunarefni að menn eru að gera ráð fyrir ójafnri hitahækkun við miðbaug og á norð- urhvelinu. Ef hitahækkun verður meiri á norðursvæðum dregur úr hitamun milli þessara svæða. Ef það gerist veikjast lægðimar og hafa þannig minni getu til að flytja okkur varma. Það myndi hafa í för með sér að veður færi kólnandi til lengri tíma litið,“ segir Sigurður. Eldvirkni hefur áhrif ísöld lauk fyrir 10 þúsund árum og veðurfar tók miklum breytingum og varð heitara. Sigurður segist velta þessu fyrir sér í ljósi þess að á þeirri tíð voru engar mengunarspúandi verksmiðjur og bilar ekki á götum. „Þá koma til enn aðrar kenningar sem geta haft áhrif á veðurfar, s.s. um möndulhalla jarðar, sólbletti eða eldgos á sólinni og fleira í þeim dúr. Siguröur Þ. Guömundur Karl Ragnarsson. Jónsson. Hluti skýringarinnar get- ur verid sá að tímabil hafa verið mishlý í gegn- um söguna og við séum nú að upplifa hlýinda- skeið. Sennilegasta skýringin á veðurbreyt- ingunum er að þetta séu samverk- andi þættir og við erum klárlega að sigla inn í meiri veðurfarslegar breytingar; hugsanlega á fáum árum. Við ráðum lítið við þetta en í öllu falli er mikilvægt að menn staldri við og hugsi um hvert við stefnum. Það er nauðsynlegt að kortleggja hvaða þættir vega þyngst," segir Sigurður. Eldvirkni á jörðu á að mati Sigurð- ar hugsanlega einhvem þátt í breyttu veðurfari. „Ef litið er til sögunnar eru dæmi um slíkt. Skaftáreldamir 1783 urðu til þess að móðuharðindin bmt- ust út. Sólin náði einfaldlega ekki til jarðar. Katla gaus 1918 og við tók frostaveturinn mikli. Ég er sannfærö- ur um að það er samsvörun milli veð- urbreytinga og eldvirkni á jörðinni þótt það sé ekki eina ástæðan." Skíðamenn sakna snjósins Síðasti vetur var með afbrigðum snjóléttur hérlendis og virðist stefna í svipað ástand þennan veturinn. Skíða- og vélsleðamenn halda að sér höndum og geta lítið athafnað sig. Ferðaskrifstofur hafa þurft að breyta út af áætlun þar sem venjubundnar vélsleðaferðir hafa að víða legið niðri vegna snjóleysisins. „Menn eru náttúrlega ekkert sáttir við snjóleysið en þetta er hlutur sem við ráðum víst ekki við,“ segir Guð- mundur Karl Jónsson, skíðarekstrar- fræðingur á Akureyri. Hann segir ekki hægt að horfa frarn hjá því að veður fari hlýnandi og snjómagn hér- lendis virðist aukinheldur minna en áður. „Þvi er haldið fram að snjór á skíðasvæðum hafi verið margfalt meiri fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Auk þess virðist snjórinn nú falla á stöðum þar sem sjaldan snjóar. Þetta á bæði við um Evrópu og Bandarík- in. Menn eru að keppa á gervisnjó á meðan nægur snjór er á svæðum sem teljast snjólétt," segir Guðmund- ur. Hann telur að umræðan um gervi- snjó á skíðasvæðum eigi eftir að efl- ast á næstu árum, enda sé snjófram- leiðsla stunduð í öllum löndum þar sem skíðamennska fer fram, utan Is- lands og Grænlands. „Menn hljóta að velta þessu fyrir sér ef þeir vilja við- halda áhuganum á skíðaíþróttum. Það er hins vegar kostnaðarsamt að búa til gervisnjó - getur verið fjár- festing frá 10 milljónum og upp í milljarð. Meginkostnaðurinn er fólg- inn í vatninu en það þarf í öllum til- vikum aö ráðast í framkvæmdir við að safna vatni í tjamir. Einn rúmmetri af vatni verður að 2,5 rúmmetrum af snjó svo það er ljóst aö vatnsmagnið þarf að vera mjög mikið. Á móti kemur að minna þarf af gervisnjó en venjulegum snjó,“ segir Guðmundur. Hann segir að oftar en ekki dugi ein góð stórhrið til að hægt sé að opna skíðasvæðin. Þá sé mikilvægt að frost sé í jöröu því annars bráðni snjórinn neðan frá. „Það er vissulega hætta á að skíöaáhuginn minnki ef fer sem horfir. Við höfum víst ekki vald yfir veðrinu og það þekkja þeir sem vinna við þetta. Menn endast ekki lengi ef þeir láta veðráttuna fara í taugamar á sér - við verðum að vera þolinmóð og kannski væri ráð að menn stígi snjódansinn hver í sínu homi,“ segir Guömundur Karl Jónsson. Harmleikur á Þingeyri Hjón um tvítugt fórust ásamt ungu barni sínu í eldsvoða í íbúð þeirra við Aðalstræti á Þingeyri aðfaranótt föstudags. Föðurnum tókst að bjarga eldra bami sínu, þriggja ára dreng, og hlaupa meö í næsta hús. Síðan sneri hann aftur inn í brennandi húsið til að bjarga eiginkonu sinni og yngri syni, en komst ekki út aftur. Foreldra mannsins sem bjuggu á efri hæð hússins sakaði ekki. Unnið er að rannsókn á orsökum eldsins. Ólafur af stað Ólafur F. Magnússon borgarfull- trúi kveöst hafa fullan hug á sér- stöku framboði fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík í vor. Hann kveðst einkum líta til aldr- aðra, öryrkja og Frjálslynda flokksins í þessu sambandi. Mar- grét Sverrisdóttir fagnar hugsan- legu samstarfi við Ólaf og formleg- ar framboðsviðræöur eru hafnar. Innheimtukerfi í ólagi Greint var frá því í DV á fimmtu- dag að ekki hafi enn tekist að ljúka uppsetningu sextíu milljóna króna innheimtukerfis sem íbúðalánasjóð- ur samdi um uppsetningu á við Fjárvaka ehf. fyrir rúmlega tveim- ur árum. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúðalána- sjóðs, segir stofnunina ekki bera fjárhagslegan skaða af töfuin vegna verkefnisins. Fjárvaki fékk verkefnið í kjölfar útboðs sem far- ið var í að kröfu Eftirlitsstofnunar Evrópu, ESA. Illa hefur gengið að koma tölvulausn Fjárvaka í gagn- ið. Seldi hlut í íslandsbanka Eyjólfur Sveinsson, varaformað- ur bankaráðs íslandsbanka og einn úr Orca-hópnum svokallaða, hefur selt um 65-70% af hlut sín- um í Islandsbanka. Gerðist þetta á gamlársdag, en kaupendur eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gjarnan er kenndur við Bónus, og Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf. Birt var flögg- un vegna þessara viðskipta á Verðbréfaþingi Islands. Jón vill aftur Jón Baldvin Hannibalsson út- lokaði ekki, í viðtölum við fjöl- miðla í vikunni, þann möguleika að snúa aftur í íslenska pólitík. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, fagnar þessu og segir Jón eiga fullkomna sam- leið með flokki sínum, en formað- ur VG telur þessa hugmynd og umræðu endurspegla vandræða- gang. Ráðherra skal stefnt „Sjávarútvegs- ráðherra verður einum stefnt. Hans ummæli um mig og starf mitt eru sýnu alvarlegust. Ástæðan fyrir að ég tek hann einan fyrir er sú að hann hefur mesta þyngd af þessum mönnum. Ráð- herrann er ekki bara einhver hæl- bítur úti í bæ,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamaður RÚV, Sjónvarpsins og norska sjávarút- vegsblaðsins Fiskaren í samtali við DV á fimmtudag. Hann ásamt Friðþjófi Helgasyni, myndatöku- manni Sjónvarpsins, og Ragnari Axelssyni, ljósmyndara Morgun- blaðsins, lýstu i máli og myndum brottkasti af bátunum Bjarma BA og Báru ÍS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.