Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 40
48 Helgarblað LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 DV Hundrað ára goðsögn Hún fæddist 27. desember 1901 og hét fullu nafni Maria Magdalena Dietrich. Systir hennar, ári eldri, hét Elísa- bet en á milli þeirra var aldrei náið samband og sem Hollywood- stjama hélt Dietrich því stöðugt fram að hún væri einbirni. Faðir hennar, sem var lögreglumaður, lést úr hjartaslagi þegar hún var sex ára. Móðirin giftist aftur en sá maður féll á vígvelli í fyrri heims- styrjöldinni. Dietrich ætlaði sér frama sem fiðluleikari en meiðsl á hendi gerðu slík áform að engu. Þess í stað einbeitti hún sér að söng í kabarettum og á krám og hún vakti fljótlega athygli fyrir flutning á djörfum söngvum um ástir kvenna. Hún þótti lagleg, án þess að vera áberandi fögur, nokkuð feitlagin, en var sögð hafa falleg- ustu fótleggi í Berlín. Fyrsti elskhugi Dietrich var fiölukennari hennar, giftur maður. Síðan varð Dietrich ástfangin af skáldkonunni Gerdu Huber sem hún bjó með í nokkra mánuði. Rúmlega tvítug, þegar hún lék í einni fyrstu kvikmynd sinni, kynntist hún aðstoðarleikstjóran- um Rudolf Sieber og giftist honum. Þau voru gift í hálfa öld eða allt þar til hann lést. Þau bjuggu þó ekki saman nema í örfá ár. Þau eignuðust eina dóttur, Maríu. Sternberg skapar stjörnu Dietrich var orðin þekkt leik- kona og vinsæll skemmtikraftur þegar leikstjórinn Josep von Stern- berg sá hana á sviði og bauð henni hlutverk kabarettsöngkonunnar Lolu í kvikmyndinni Blái engill- inn. Stemberg ætlaði sér að gera Dietrich að alheimsstjörnu. Hann setti hana í megrun og kenndi henni að klæða sig, hreyfa sig og ganga tignarlega. Hann kenndi henni allt um klippingu, sjónar- horn og áhrif ljóss og skugga. Dietrich sagði að hún hefði aldrei orðið neitt án Stembergs og sjálfur sagðist hann hafa skapaö hana. í Bláa englinum sýndi Dietrich hina fógru fótleggi sína og söng lagið sem fylgdi henni alla ævi, Falling in Love Again. Myndin tryggði Dietrich samning við bandaríska kvikmyndafyrirtækið Paramount. Sternberg hélt einnig til Hollywood þar sem parið vann saman að sjö kvikmyndum. Eng- inn var í vafa um að samband Dietrich og Sternberg var óvenju náið. Stemberg sagði að hún væri greindasta kona sem hann hefði kynnst og sú umhyggjusamasta. Hann sagði að hann gæti fengið hana til að gera hvað sem væri, nema að hætta að elska hann. Hún sagði að hann væri maðurinn sem hún vildi helst þóknast. Þegar eig- inkona Stembergs sótti um skilnað frá honum sagði hún blaðamönn- um að Dietrich hefði eyðilagt hjónabandið. Auk Sternbergs átti Dietrich flölda elskhuga, þar á meöal Gary Cooper, Maurice Chevalier, John Gilbert, John Wayne og Douglas Fairbanks jr og rithöfundinn þung- lynda Erich Maria Remarque. Fairbanks sagði um hana: „Hún var afskaplega indæl og góð stúlka, mjög hæfileikarík, göfuglynd, mjög greind og glamúr stúlka eingöngu vegna þess að Sternberg sagði henni að þannig ætti hún að vera.“ Ástarsamband Dietrich og Fair- banks stóð í fjögur ár, en hann sleit þvi þegar hann komst að því að hún hélt fram hjá honum með konu. Ástarlíf Dietrich var alla tíð flókið og umsvifamikið og stjörnu- spekingur hennar ráðlagði henni Dietrich feröaðist um allan heim á stríösárunum til aö skemmta her- mönnum og kom meöal annars til íslandS. Marlene Dietrich Ein frægasta söngkona og kvikmyndastjarna 20. aldar. Hún liföi fjölskrúöugu ástarlífi. Einn kunningi hennar sagöi: „Hún var aldrei ánægö meö þaö sem hún átti. Þegar hún elskaði karlmann gaf hún sig alla en var samt í leit aö öörum. Þaö er harmleikurinn í lífi hennar. “ að skipta vikudögunum á milli elskhuga og ástkvenna. Stóra ástin Von Stemberg var mikilvægasti maðurinn í lífi Marlene Dietrich. En sá sem hún elskaði heitast var franski leikarinn Jean Gabin, sem hún var þó ekki trú, fremur en öðr- um og hann barði hana í afbrýði- köstum. Ástarsamband þeirra stóð öll striðsárin. Hann var þá í franska hernum og hún skemmti á vígstöðvum, spilaði á sög og söng öil vinsælustu lögin sín og gerði þýska lagið Lili Marlene vinsælt á öllum vígstöðvum. Enginn skemmtikraftur eyddi meiri tíma á vigstöðvunum en hún og hún vann sér virðingu allra sem fylgdust með störfum hennar sem ein- kenndust af fórnfýsi og dugnaði. Sjálf sagði hún að störf sín í stríð- inu væru „það eina em ég hef gert í lífinu sem skiptir máli“. Gabin var giftur þegar þau Dietrich kynntust en á stríðsárun- um skildi eiginkona hans við hann. Hann vildi giftast Dietrich en hún vildi það ekki. Gabin giftist skyndilega ungri leikkona og varö seinna margra bama faðir. Sagt er að Dietrich hafi árangurslaust reynt að ná sáttum en hann vildi ekkert við hana tala. Þegar frétta- maður spurði Gabin nokkrum árum seinna hvort hann gæti hugsað sér að leika í kvikmynd á móti henni svaraði hann: „Þaö er ekki hægt að treysta á gömlu kon- una.“ Gabin lést árið 1976 en nokkru áður hafði eiginmaður Dietrich lát- ist. Þegar Dietrich var sagt lát Gabins sagöi hún: „Nú er ég orðin ekkja í annað sinn.“ Margar manneskjur í ein- um likama Samband Dietrich og dóttur hennar var erfitt. María sagði um móður sína: „Móðir mín var svo fal- leg að mér fannst ég vera ljót og einskisvirði. Mér fannst að hún huggunar hjá elskhugum sem voru flestir mun yngri en hún. Einn þeirra var tónskáldið Burt Bacharach sem var þrjátíu árum yngri en hún. Hún tók afar nærri sér þegar hann yfirgaf hana til að giftast leikkonunni Angie Dickin- son. Eftir það átti hún í ástarsam- bandi við ungan blaðamann sem síðar skrifaði um hana grein þar sem hann sagði að hún væri vafin sárabindum sem áttu að láta hana sýnast grennri og að þjónustufólkið hefði þurft að vinda af henni bindin á nóttunni eins og af múmíu. Loks stóð hún uppi ein. Leikstjór- inn Fritz Lang sagði: „Eftir fjölda- mörg ástarævintýri er hún ein. Kannski vegna þess að hún var aldrei ánægð með það sem hún átti. Þegar hún elskaði karlmann gaf hún sig alla en var samt í leit að öðrum. Það er harmleikurinn í lífi hennar. Kannski finnst henni að hún verði ætíð að sanna fyrir sjálfri sér að vegna þess að einn karlmað- ur elski hana þá verði ætíð einhver annar." Gangandi vélbrúða Hún hélt tónleika víðs vegar um heim, meðal annars í Þýskalandi þar sem komu hennar var ákaft mótmælt. Þjóðverjar höföu ekki gleymt stuðningi hennar við banda- menn á stríðsárunum. Tónleikar hennar þar voru ekki fjölmennir en borgarstjóri Berlínar, Willy Brandt, sýndi hennar þar dyggan stuðning og stjómaði klappliði. Nokkrum vinum hennar fannst hún lifa á fornri frægð. „Hún minn- ir á vélbrúðu sem getur gengið og sýnt undrun," skrifaði ljósmyndar- inn Cecil Beaton. Hún var einmana og þunglynd og erfið í umgengni. Hún dró sig loks í hlé rúmlega sjö- tug eftir lát eiginmanns síns. Hún bjó í París og fór ekki út fyr- ir hússins dyr af ótta við að vera Ijósmynduö. Hún vildi láta muna eftir sér eins og hún var þegar hún var falleg. Hún eyddi tíma sínum í rúminu, horfði á sjónvarp og drakk viskí. Þegar vinir hennar hringdu svaraði rödd sem hljómaði grun- samlega lík hennar: „Ég er þjón- ustustúlkan. Dietrich er ekki við.“ Hún neitaði að hitta alla nema dótt- ur sína og fjölskyldu hennar. Dietrich lést í svefni árið 1992 og hafði hætt aö borða nokkrum dög- um áður. Hún var jörðuð í Berlín og hvílir þar við hlið móður sinnar. Dietrich þótti ekki áberandi fögur á yngri árum en í draumaverk- smiðjunni Hollywood var henni breytt í sannkatiaöa gyöju. Hundrað ár eru nýlega liðin frá fœðingu Mar- lene Dietrich, þýsku leikkonunnar sem varð heimsfrœg Hollywood- stjama. Dietrich bjó yfir einstœðum og dulúðug- um en þó ögrandi stíl. Hún var fögur og rödd hennar ógleymanleg. Einkalíf leikkonunnar var einstaklega viðburða- ríkt og hún kom víða við á ferli sínum. Sextug þótti hún enn fögur en þá haföi hún fariö í nokkrar andlitslyftingar. Ekk- ert óttaöist hún meir en ellina, enda var útlitiö söluvara hennar. Tamara vildi eignast barn og and- legt ástand hennar varð smám sam- an mjög bágborið. Loks var hún lögð á geðdeild og þar var hún myrt af öðrum sjúklingi. Dietrich borgaði útför hennar. Óttinn við aldurinn Aldurinn var versti óvinur Dietrich. Um fertugt byrjaði hún aö teygja og líma húðina aftur í tima- bundinni andlitslyftingu og faldi límið bak við hárkollu. Þrettán árum síðar hafði hún farið í tvær andlitslyftingar sem gerðu að verk- um að andíit hennar varð ópersónu- legt eins og hún bæri grímu. Hún saknaði enn Jeans Gabins en leitaði hlyti að skammast sín fyrir mig. Ég elskaði ekki móður mína. Maður elskar ekki þá konungbornu. Maður vill að þeir séu sáttir við mann en maður elskar þá ekki. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa kennt mér hvað það er sem ég vil ekki vera. Móðir mín var eins og tuttugu og fjórar manneskjur í einum lík- ama. Það sem nefnt er sérviska í fari Hollywoodstjarna væri kallað andlegt ójafnvægi hjá öðrum.“ Rudolf Sieber, faðir Maríu og eig- inmaður Dietrich, fann sér starf sem kjúklingabóndi í Kaliforníu og bjó þar með ástkonu sinni Tamöru. Dietrich og Rudi höföu ákveðið að skilja ekki og Tamara hafði farið í fjölda fóstureyðinga til að koma í veg fyrir það hneyksli sem myndi verða ef eiginmaður Dietrich eign- aðist barn utan hjónabands. En Hún öölaöist heimsfrægö fyrir leik sinn í Bláa englinum og Hollywood kallaöi hana til sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.