Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 30
38 Helgarblað LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 I>V Seltjarnarnes / fjöru á Seltjarnarnesi hafði tveimur árum áður fundist tík af drykkjumanni á sjötugsaldri. Lát hans hafði ekki verið rannsakað sem manndráp, en ávísanafalsarinn fullyrti aö hann hefði orðiö manninum að bana. Við játninguna grét hann ofsalega og sagðist verða að létta sektinni af hjarta sínu. Ávísanafalsari kom lögreglunni í Reykjavík á óvart: Játaði á sig morð sem ekki var morð Á síðari árum hafa skapast um- ræður um þá furðulegu hegðun manna að játa á sig glæpi sem þeir hafa ekki framið. Sérkennilegt mál af þessu tagi var tekið til umfjöllun- ar í héraðsdómi í nóvember 1979 og olli talsverðri furðu meðal þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Forsaga málsins er sú að piltur og stúlka höfðu verið handtekin í Út- vegsbanka íslands þar sem þau reyndu aö innleysa ávísun, en nafn útgefanda ávísunarinnar reyndist vera annað en eiganda heftisins. Lögreglan var á þessum árum alvön því að fást við slík mál sem iðulega voru afgreidd undir flokknum ávís- anamisferli eða skjalafals. Sagöist vlta um Guðmund og Gelrfinn Hin handteknu báru að annar maður, sem hér verður kallaður Jónatan, hefði látið þau hafa ávís- unina til þess að skipta henni. Jón- atan var tekinn til yfirheyrslu og var hann þá töluvert ölvaður og lát- inn strax. í fangageymslu. Um kvöld- ið baö Jónatan um að fá að ræða við rannsóknarlögreglumann í fanga- klefanum og samkvæmt skýrslu hans kvaðst Jónatan þá vita hvar lík Geirflnns Einarssonar og Guö- mundar Einarssonar væru, og væri hann fús til þess að gefa upplýsing- ar um það „í skiptum fyrir þetta msmm mál sem ég er flæktur í núna,“ eins og hann orðaði það og átti þá við ávísanamisferlið. Stuttu síðar óskaði Jónatan eftir því að fá að ræða við annan rann- sóknarlögreglumann og virtist mjög miður sín. Rannsóknarlögreglumað- urinn bar að Jónatan hefði grátið mjög mikið og sagt að hann „þyldi þetta ekki lengur", hann yrði að létta á sér og skýra frá atviki sem hefði komið fyrir hann og hefði valdið sér miklu hugarangri. Jónat- an spurði lögreglumanninn hvort hann myndi eftir því er maður fannst látinn „í fjörukambi úti á Seltjarnarnesi“ fyrir rúmu ári síð- an. Sagði Jónatan því næst: „Það var ég sem drap hann.“ Neitaði játningunni Jónatan lýsti því hvernig hann heföi hitt manninn við drykkju á Hótel Borg, en þeir hefðu síðan far- ið saman út á Seltjarnarnes þar sem hefðu verið „einhverjir skúrar og bátar“. Jónatan kvaðst hafa slegið manninn og aö því búnu tekið af honum peninga, sem hann til- greindi kr. 30.000. Hann sagði aö ekkert hefði sést á líkinu og það hefði því ekki verið rannsakað sem manndráp. Einu og hálfu ári áöur haföi einmitt maður á sjötugsaldri fundist látinn í fjöru gegnt Faxaskjóli í Reykjavík. Málið hafði verið rann- sakað og ekki komið í ljós neinir óeðlilegir áverkar á líkinu. Hinn látni var drykkjumaður og sýnt þótti að hann hafi hrasað eða lagst fyrir í fjörunni, misst meðvitund og oröið úti. í jakkavasa hans var að flnna 13.000 krónur í peningum. Daginn eftir, þegar Jónatan var tekinn til nánari yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu, neitaði hann að tjá sig um sakarefniö og kvað það ekki rétt að hann hefði orðið manni að bana. Óskaöi haiin eftir því aö fá sér skipaðan réttargæslumann og fékk hann. Um kvöldið var svo aft- ur tekin skýrsla af Jónatan þar sem hann játaði að hafa skýrt lögreglu- manninum frá því að hann hafi orð- ið manni að bana en það væri þó ekki rétt. Hann hafi verið ölvaður og reiður og svekktur yfir handtök- unni og hafl sennilega sagt þetta til að stríöa lögreglumönnunum. Grét vegna ávísanamálsins Kom í ljós að Jónatan hafði sögu sína úr kunningja sínum sem setið hafði í fangelsi tveimur árum áður. Hann var tekinn til yfirheyrslu og sagðist hafa verið í klefa með öðrum manni sem hafði sagst þekkja ann- an mannanna sem „drápu manninn Geirfinnur Einarsson Hvarf Guömundar og Geirfinns var jafnmikii ráðgáta árið 1979 og það er t dag. Maðurinn sem við köllum Jónatan sagðist hjá lögreglunni geta veitt upplýsingar um hvarf þeirra, en síðan kom í Ijós aö ekki reyndist flugufótur fyrir því. í fangageymslunni" - sem var þekkt sakamál á áttunda áratugnum. Hann hefði sagt sér að þeir hefðu drepið mann á Álftanesi, Arnarnesi eða Seltjarnarnesi, stungið hann og tekið af honum veski en grafið hann síðan í snjó eða jörðu. Þessa óljósu sögu hafði hann síðan sagt Jónatan þegar hann hefði verið gestkomandi á heimili móður hans. Rannsóknar- lögreglumennimir tóku strax eftir því að sögum Jónatans og mannsins bar ekki saman, m.a. í því efni að Jónatan fullyrti að engir áverkar hefðu verið á líkinu, en það var einmitt samkvæmt krufningar- skýrslu mannsins sem hafði fundist í fjörunni. Þótti því full ástæða til þess að rannsaka málið nánar og Jónatan var úrskurðaður í gæslu- varðhald. Við frekari yfirheyrslur mót- mælti Jónatan enn kröfunni og sagðist hafa verið mikið drukkinn þegar skýrslan var tekin af honum - en eins og fyrr segir var eini glæp- urinn sem lögreglan bar upp á hann, þjófnaður á ávísanahefti og sala á ávísunum úr því. Jónatan var spurður aö því hvers vegna hann heföi beðið lögreglumennina um að koma til sín og hvers vegna hann hefði verið niðurbrotinn og grát- andi þegar hann játaði á sig að hafa drepið manninn. Jónatan svaraði að hann hefði verið með ávísanamálið í huga og hann hefði grátið vegna þess að bróðir hans hefði átt ávís- anaheftið. Jónatan kvaðst enn vera búinn að skýra frá að ekkert væri hæft í því að hann hefði orðið manni að bana og jafnframt hvaðan hann hefði fengið vitneskju um mannslátið. Hann kvaðst upphaflega hafa skýrt frá þessu í reiðikasti til þess að „svekkja" lögreglumennina. Nokkurra daga varöhald Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að maðurinn sem sagði Jónatan söguna hefði setið í Hegn- ingarhúsinu (þar sem hann sagðist hafa heyrt söguna) nokkru áður en maðurinn fannst látinn í íjörunni á Seltjarnarnesi. Sagan heföi ekki get- að varðað þaö mál og því þótti nauö- synlegt að kanna hvaðan Jónatan hefði vitneskju sína um mannslátið í fjörunni. Þess vegna var hann dæmdur í nokkurra daga gæslu- varðhald og sá Hæstiréttur ekki ástæðu til annars en að samþykkja það. í dómum Hæstaréttar finnst hins vegar ekki neitt sem bendir til þess að Jónatan hafi haft mannslát á samviskunni. Verður því að leiða getum að því aö hann hafi einmitt verið að flækja Geirfinni, Guð- mundi og látnum drykkjumanni í fjöru á Seltjarnarnesi inn í ávís- anafals sitt, til þess að „svekkja" lögreglumennina eða „stríða“ þeim, eins og hann sagði sjálfur. -þhs Koresh brennur inni í apríl árið 1993 hafði umsátur um búgarð David Koresh, sem taldi sig Krist endurborinn, og fylgis- menn hans í Waco í Texas staðið í 51 dag. Allar tilraunir til þess að ljúka umsátrinu með samningum mistókust og brá lögreglan á það ráð aö reyna að svæla mannskapinn út með táragasi. Þessi aðgerð mistókst einnig hrapallega því Kor- esh gaf tilskipun um fjöldasjálfs- morð og eftir það lögðu fylgismenn hans eld í búgarðinn. Talið er að 86 manns hafi farist þar í vítislogum. Lögreglan lá undir ámæli fyrir að hafa klúðrað verki sínu, en sendi út tilkynníngu þess efnis að hún hefði ekki átt von á að aðgerðir hennar leiddu til dauða fólksins. Vildu ekki sleppa laxinum Árið 1993 lagöi Kristín Sigurðar- dóttir, fulltrúi Kvennalistans í bankaráði Landsbankans, til á bankaráðsfundi að forráðamenn bankans hættu við fyrirhugaða lax- veiðiferð. Kristín vildi að bankinn gengi á undan með góðu fordæmi í sparnaði í ljósi stöðu bankans og fyrirhugaðra uppsagna starfsfólks. Tillaga Kristínar féll í heldur grýtt- an jarðveg meðal bankaráðsmanna og samkvæmt heimildum DV var aðeins Anna Margrét Gunnarsdótt- ir, varamaður Eyjólfs K. Sigurjóns- sonar, fullkomlega sammála Krist- ínu. Steingrímur Hermannsson, bankaráðsmaður Framsóknar- flokksins, mun hafa látið að því liggja að hann liti á túrinn sem launauppbót vegna hinna lágu launa sem greidd væru fyrir setu í bankaráði. Barnalagiö vinsælt Þegar litið er á „íslenska list- ann“ frá því í apríl 1993 sést að þá trónir á toppnum lagið Two Princes með hljómsveit- inni Spin Doct- ors, en í öðru' sæti er All That She Wants með Ace of Base. Barnalagið svo- kallaða, eða Dur Dur D’étre Bébé þar sem hinn ungi Jordy hjalaði í hljóðnema, var á hraðri leið upp listann, enda óbærilega vinsælt á þessum tíma. Ákaflega lítið var hins vegar um íslensk lög á listanum, en þau efstu voru Níu lif með Tod- mobile í 21. sæti og Gríma með Sál- inni hans Jóns míns í 22. sæti. Sam-útgáfan - verk djöfulsins Laugardaginn 17. apríl 1993 var Snorri Óskarsson, sálnahirðir í Bet- el, á forsíðu Heigarblaðs DV þar sem hann lagði eld að nokkrum tímaritum á borð við Bleikt og blátt og Hulinn heimur sem gefin voru út af Sam-útgáfunni. Snorri sagði að íslenska þjóðin væri heiðin. „Heið- ingi er í mínum huga ekki einhver sem er fordæmdur eða einhver sem Guð elskar ekki, heldur sá sem ekki þekkir Guð,“ sagði Snorri. Hann sagði enn fremur í viðtal- inu að hann tryði því að kristnir menn ættu að nota kraft Jesú Krists til þess að stoppa verk djöfulsins sem í þessu tilfelli væri Sam-útgáf- an. -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.