Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Side 47
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Helgctrblaö 33 V 5I í* Morðið í verbúðinni og myrti drykkjufélaqa sinrt. Það var í vertíðarlok vorið 1975 sem venjuleqt fyllirí tveqqja íbúa í verbúðinni í Ólafsvík snerist upp íblóð- ugan harmleik þeqar tvítuq- ur maður missti allar hömlur Ólafsvík er venjulega kyrrlátt sjávarþorp en sú kvrrð var rofin í maí 1975 þegar nijög blóðugt morð var framið á verbúð í plássinu. Samkvæmt fornri hefð lýkur vetr- arvertíð 11. mai og þá er fagnað i sjávarþorpum um allt land og menn gera sér glaðan dag. Þær skemmtan- ir geta farið úr böndum eins og dæmin sanna. Það var láust eftir miðnætti hinn 14. maí vorið 1975 að unglingspiltar tveir komu til lög- reglunnar í Ólafsvík og sögðust hafa hitt mann við fjárhús fyrir utan þorpið sem sagðist hafa orðið manni að bana í verbúðinni í Ólafs- vík. Þeir þekktu manninn og vissu að hann bjó í umræddri verbúð. Lögreglan fór þegar á staðinn og sá blóðug fótspor liggja frá herbergi mannsins sem piltarnir sögðust hafa hitt. Herbergið var læst og brutust lögreglumenn inn um glugg- ann. Þeir fundu mann liggjandi á gólfinu rétt innan við dymar og virtist hann látinn. Lýsing þeirra á vettvangi var svohljóðandi: „Mikill blóðpollur var undir manninum og inni í skáp sem var opinn og stendur hægra megin við dymar er komið er inn í herbergið. Við sáum að áverkar vom á manninum á hálsi. Mað- urinn lá að nokkru leyti krepptur með fætur að dyr- um herbergisins og virtist hann hafa verið dreginn til því góifteppið var dregið til undir manninum. Hann var klæddur í blá jakkafot, með ljósum teinum meö rautt hálsbindi, í svörtum reimuðum skóm og grænum sokkum. Hann var berhöfðaður.“ Blæddi út á augnabliki Hinn látni var tæplega fertugur aðkomumaður i Ólafsvik sem vandi komur stnar þangað til vinnu á vertiðum. Þetta vor hafði hann komið til þorpsins í byrjun mai. Hann hafði í lifanda lífi verið óreglu- maður með brotaferil tengdan áfengisneyslu sem náði allt aftur til 16 ára aldurs hans. Hann var með mikla áverka á hálsi, bæði tæplega 6 sentímetra langan og mjög djúpan skurð og langar djúpar risp- ur. Annar styttri skurður var 3,5 cm langur og djúpt stungusár á hálsi mannsins náði allt aftur í hálsliði. Langur og alldjúpur skurður var einnig á læri mannsins. Samkvæmt réttarkrufningu hafði eitt sár- anna á hálsinum tekið stóra slagæð alveg í sundur og manninum blætt úr á skömmum tíma. Hann hafði verið talsvert ölvaður þegar hann lést. B.K. ritað með blóði Samkvæmt lýsingu á vettvangi sést að innan- stokksmunir á herbergi í verbúð eru fáir og hrörleg- ir. Stóll, borð, rúmstæði og skápur eru það eina sem telst til húsgagna. Annað eru tómar gosflöskur, full- ir öskubakkar, vekjaraklukka og rusl. Sérstaka at- hygli vakti þó að á borði í herberginu lá bankabók með 125 þúsund króna innstæðu, merkt eiganda sín- um en kápa bókarinnar hafði verið brotin aftur og skrifaðir á fyrstu síðuna með blóði, að því er virtist með fingri, staflrnir B. K. Maðurinn sem hafði sagt unglingunum að hann hefði drepið mann í verbúðinni var jafnframt íbúi þessa herbergis og skráður eigandi bankabókarinn- ar. Hann var tvítugur að aldri, búsettur í Ólafsvík. Þegar farið var að grennslast fyrir um ferðir hans og við íjárhúsin þar sem piltarnir hittu hann fann lögreglan þrjá skó bundna saman á reimunum og voru þeir alblóðugir. Undir morgun kom morðinginn ríðandi aftur niður í þorp og var hann þá þegar handtekinn. Morðinginn var í talsverðu uppnámi en eftir að læknir hafði rætt við hann var hann yfirheyrður af lögreglu. Við yfirheyrslur bar hann að kvöldið áður hefði hann ásamt kunningja sínum hitt hinn látna og boðið þeim tveimur inn á herbergi til sin. Kunning- inn fór skömmu seinna en morðinginn og verðcmdi fómarlamb hans settust að drykkju. Skömmu fyrir miðnætti sátu þeir enn yfir glasi og voru orðnir nokkuð ölvaðir. Sýndi þá pilturinn félaga sínum bankabók með 125 þúsund króna innstæðu sem var allmikið fé. Sá eldri stakk bókinni á sig með þeim orðum að hann sæi hana aldrei aftur. Þú ert þá svona! Við þetta kom til ryskinga milli þeirra félaga þeg- ar sá yngri vildi endurheimta bankabók sína og tókst að ná henni af félaga sínum og sló þá sá eldri bókar- eigandann fast í síðuna og hratt honum ofan á rúm- ið. Þá náði ungi maðurinn í hníf sem hann geymdi undir dýnunni og stakk manninn sem stóð yfir hon- um. Þeim stungna brá allmikið við og sagði: „Þú ert þá svona.“ Sá stungni greip i hönd unga mannins og dró hann á fætur en valt í þeim svifum niður á gólf og hálfur inn í skáp og varð ungi maðurinn undir honum við fallið. Nokkuð óljóst er hvort það var i þessum bylt- um eða öðrum ryskingum sem hnífstungumar urðu fleiri. Þegar ungi maðurinn lyfti félaga sínum ofan af sér var hann orðinn máttlaus og föt þess yngri al- blóðug. Hann hafði fataskipti að einhverju leyti en flýtti sér síðan af vettvangi og sótti mjög að honum ofsahræðsla en hann hafði þó hnífinn með sér af vett- vangi glæpsins. Fyrst í stað hugðist ungi maðurinn fara heim til móður sinnar og skýra henni frá því sem gerst hefði en hann átti heimili í þorpinu. Hann hætti við það og tók svefnpoka og úlpu og hélt síðan upp að fjárhús- um þar sem hann tók tvo hesta og reið á þeim um ná- grenni þorpsins uns hann var handtekinn. Við yfirheyrslur síðar taldi morðinginn að hann hefði verið ofsalega hræddur við þessar aðstæður, honum hefði sortnað fyrir augum og haft gríðarleg- an hjartslátt og það heföi verið sér mikil þolraun að losna undan þeim látna meðan honum blæddi út liggjandi ofan á morðingja sínum hálfum inni í skáp. Hræðsluköst og einelti í æsku Hnífinn hafði ákærði fundið í dóti hjá fósturföður sínum og litist vel á hann og fægt hann upp og ætlað að hafa með sér á sjó. Ákærði tók sérstaklega fram við yfirheyrslumar að hann hefði frá unga aldri ver- ið óskaplega lífhræddur og rakti það til atviks sem skeði eitt sinn þegar hann var að horfa á sjónvarpið þegar hann taldi sig skyndilega vera að kafna. Frá þeirri stundu kvaðst hann oft hafa fengið hræösluköst og fengið fyrir hjartað. Hann taldi at- burð þennan óhappaverk sem hann heföi unniö i neyðarvöm og mikilli hræðslu án þess að ætlun hans væri önnur en sú að verja hendur sínar og hindra líkamsárás og eignamissi. Hann kvaðst ekki hafa verið undir miklum áfengisáhrifum þegar þetta gerð- ist en vitni sögðust hafa séð á honum talsverða ölv- ^ un þetta kvöld. Viö geðrannsókn kom í ljós að morðinginn hafði átt erflða æsku að ýmsu leyti. Hann missti föður sinn ungur og varð snemma fyrir miklu aðkasti ann- arra barna vegna fotlunar sem lýsti sér í skekkju á hálsi hans og var hann uppnefndur og áreittur vegna þess. Hann var áhugalaus um nám, einrænn og vinafár. Hann tók lát foður síns nærri sér og tókst ekki að axla ákveðið forystuhlutverk í fjölskyldunni eftir það og tók nærri sér þegar það tókst ekki. Hann var lagð- ur inn á sjúkrahús vegna ofondunar sem rekja mátti til kvíða og spennu og slíkir sálrænir kvillar sóttu mjög á hann þegar á unglingsárum. Kvíði hans tengdist einkum heilsufari hans sem hann taldi oft mun verra en efni stóðu til og fimm árum áður en þessir voðaatburðir gerðust var hann lagður inn á barnaspítala tii rannsóknar. Þá var það niðurstaða læknis sem kynnti sér skapferli hans að hann væri skapmikill og á hann rynnu æðisköst þegar hann væri áreittur eða uppnefndur og hann segðist oft hafa barið félaga sína en ætti enga vini lengur. Það var álit geðlækna að greind morðingjans væri í slöku meðallagi en hann væri haldinn miklum kvíða sem hann missti stundum stjóm á og persónu- leiki hans væri innhverfur og haldinn ýmsum hug- myndum sem ýttu undir ótta hans. Hann var talinn vanmáttugur með ómyndaða karlmennskukennd og haldinn tilhneigingu til að verja sig með ofsa og reiði. ^ Hann var þrátt fyrir allt talinn sakhæfur en það var álit dómsins að hann hefði ekki framið morðið af ásetningi heldur misst stjórn á aðstæðum sem sköp- uðust þegar hann ætlaði að mikla sig af innstæðu- eign sinni á bankabókinni. Ungi maðurinn var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár fyrir umræddan verknað en Hæstiréttur þyngdi nokkuð dóm undirréttar og ákvað hæfilega refsilengd fimm og hálft ár. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.