Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 i Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 75 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Liana 2WD, 5 d., Skr. 2/02, ek. 22 þús. Verð kr. 1350 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4. Skr. 7/99, ek. 59 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Wagon R+ 4x4. Skr. 5/00, ek. 13 þús. Verð kr. 890 þús. Hyundai Santa-Fe 2,4, bsk. Skr. 2/01, ek. 42 þús. Verð kr. 1760 þús. Nissan Primera Comfort, bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1370 þús. M-Benz A-140, bsk. Skr. 7/02, ek. 35 þús. Verð kr. 1490 þús. Peugeot 406 2,0, 3 d., ssk. Skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1480 þús. Alfa Romeo 156, bsk. Skr. 9/98, ek. 60 þús. Verðkr. 1180 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Borgarvísir á Bretlandi FERÐAÞJÓNUSTA: Höfuðborgarstofa hefurtekið höndum saman við lcelandair í Bretlandi og Ferðamálaráð (slands um útgáfu á kynningarriti á ensku um valda viðburði í Reykjavík frá hausti 2003 til hausts 2004. Til að kynna ritið og Reykjavík sem spenn- andi áfangastað fyrir ferðamenn efndu Höfuðborgarstofa, lcelandair og Ferðamálaráð til kynningar fyrir ferðaritstjóra og blaðamenn frá bresk- um fjölmiðlum, fagfólk í ferðaþjón- ustu og fleiri í Shakespeare Globe leikhúsinu við bakkaThames-árinnar í London sl. miðvikudagskvöld. Um 200 gestir sóttu viðburðinn sem ÞórólfurÁrnason, borgarstjóri í Reykjavík, opnaði og kynntu sér það helsta sem er á boðstólum í borginni á komandi mánuðum. Nýtt slagorð Reykjavíkur - PURE ENERGY - var yfir- skrift kvöldsins. Meðal þeirra sýnis- GLOBE: Um 200 gestir sóttu kynninguna. horna af íslenskri menningu sem boðið var upp á má nefna frumsýningu á kynn- ingarmynd um 30 ára feril Listahátíðar í Reykjavík og kvæða- manninn Steindór Andersen sem fór á kostum og hélt óskiptri athygli salarins. Samtðk ferðaþjónustunnar um vændi á hótelum sem lögreglan er að upplýsa: Þetta er alvarlegt og óhugnanlegt Flugelda- sýning Ramsókn ofbeldisbrotadeildarlögreglunnar: Vændi á hótelum borgarinnar (slenskir umboðsmenn með erlendar vændiskonur á sínum snærum. Um skipulagða 09 alþjóðlega starfsemi aft ræfta. DV íGÆR: „Mér finnst hræðilegt að heyra þetta," segir hótelstjóri Radisson SAS Hótels sögu vegna fréttar um skipulagt vændi á hótelum borgarinnar. „Þetta er alvarlegt ef satt er og óhugnanlegt," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um fréttir þess eðlis að lögregl- an í Reykjavík hafi fengið þann grun staðfestan með vitnis- burðum erlendra kvenna að þær hafi stundað vændi á hótel- um í Reykjavík. íslendingar eru grunaðir um að hafa skipulagt vændið en þeir hafa tekið hátt í heiming af tekjum stúlknanna og séð um uppihald þeirra og ferðakostnað samkvæmt heimildum DV. Hrönn segir að á henn- ar hóteli sem öðrum séu reglur og hótel- starfsfólk hafi hreina og klára heimild til að vísa gestum út úr her- bergjum séu þeir ekki skráðir þar inn. „Mér finnst hræðilegt að heyra þetta," sagði Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, við DV. „Kannski er maður svona grænn að maður hafi ekki orðið vör við þetta. En það er ákaf- lega erfitt að segja nei við því að þetta viðgangist." Hrönn segir að á hennar hóteli sem öðrum séu reglur og hótel- starfsfólk hafi hreina og klára heim- ild til að vísa gestum út úr herbergj- um séu þeir ekki skráðir þar inn. Þannig hafi partí t.d. verið leyst upp en með öryggismyndavélum sé hægt að fylgjast með umferð um hótelið. Á hinn bóginn sé mjög erfitt að gera slíkt til hlítar. Þetta er vandamál sem er víða og erfitt að upp- ræta. Mér finnst þetta óhugnanlegt. En við get- um kannski ekki búist við að vera stikkfrí frá ýmsum svona vanda- málum sem eru gömul. „Þetta er þekktara vandamál til dæmis f Kaupmannahöfn, á 5 stjörnu hótelum. Þar hafa verið vangaveltur um hvernig eigi að bregðast við. En það er vart hægt nema fylgjast með, eins og við, í ör- yggismyndavélum hverjir fara upp á herbergi eða eitthvað í þeim dúr," sagði Hrönn. Ema Hauksdóttir sagði að Sam- tök ferðaþjónustunnar mundu ræða þessa stöðu. „Þetta er vandamál sem er víða og erfitt að uppræta. Mér finnst þetta óhugnanlegt. En við getum kannski ekki búist við að vera stikk- frí frá ýmsum svona vandamálum sem eru gömul. Þetta hljóta þar til bærir aðilar að skoða. En við vitum líka að hótelmenn hér á landi em með augun opin fyrir þessu.“ ottar@dv.is Veðríð á morgun sSuðvestan 3-8 m/s og súld vestan til fram eftir degi, Snýst í norðan 8-13 norðvestan til en annars hægari og rigning um landið norðanvert með kvöldinu. Hiti 3 tii 10 stig. Sólarlag Sólarupprás f kvöld á morgun Síðdegisfióð Ardegisflóð Rvfk 19.13 Ak. 18.59 Rvlk 7.26 Ak.7.10 Rvík 19.11 Ak. 23.44 Rvlk 7.33 Ak. 12.06 Veðríðídag Veðrið á hádeg ígær Akureyri alskýjað 4 Reykjavík rigning 3 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaðir léttskýjað 4 Stórhöfði rigning 5 Kaupmannah. skýjað 15 Ósló skúr 13 Stokkhólmur 15 Þórshöfn hálfskýjað 8 London skýjað 18 Barcelona skýjað 24 New York alskýjað 18 París hálfskýjað 20 Winnipeg alskýjað 4 Varað við netþrjótum Embætti Ríkislögreglustjórans hafa borist upplýsingar um að ein- staklingar séu beittir blekkingum í þeim tilgangi að fá þá tii að gefaupp persónuupplýsingum þar á meðal um kreditkortanúmer og pinnnúm- er kreditkorta þeirra. Blekkingar þessar em gerðar með þeim hætti að einstaklingar, sem líklega hafa allir átt viðskipti við eBay upp- boðsvefinn, hafa fengið tölvupóst sem virðist eiga uppruna sinn hjá eBay uppboðsvefnum. Meðal ann- ars hefur verið settur upp á netinu vefur sem svipar til vefsvæðis eBay. Erfitt er fyrir hinn almenna notanda að átta sig á að sá aðili sem sendir póstinn og tekur við honum aftur sé ekki tengdur framangreindum upp- boðsvef. Gmnur leikur á að hinir óprúttnu aðilar hafi með einhverj- um hætti komist yfir netföng fólks sem átt hefur viðskipti við eBay. Þeim sem þegar hafa gefið upp um- ræddar upplýsingar er ráðlagt að hafa þegar samband við viðkom- andi kreditkortafyrirtæki og til- kynna þar um upplýsingagjöfina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.