Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2
Helgar 2 blaðið Formannsslagur hjá rithöfundum Aðalfundur Rithöf- undasambands íslands verður haldinn 23. maí. Þá mun Einar Kárason segja af sér sem formaður sambandsins og sömuleið- is Steinunn Sigurðardótt- ir varaformaður, en þau hafa bæði fengið úthiutað þriggja ára starfslaunum úr launasjóði rithöfunda og hyggjast einbeita sér að skriftum á þeim tíma. Fráfarandi formenn og hópur rithöfunda sem styð- ur þá vilja að Sigurður Pálsson taki við sem for- maður en Sigurður var for- maður á undan Einari. Hef- ur komið fram í einkasam- tölum að það sé þó bara til bráðabirgða því Steinunn Sigurðardóttir hafi hug á formannssætinu þegar starfslaunatímabili hennar lýkur. Ekki eru allir á eitt sáttir um þá skipan mála og hefur hópur rithöfunda sameinast um Þráin Bertelsson sem formannskandídat. Það er ekki fyrst og fremst óánægja með Siguro sem veldur þessum væntan lega formannsslag, heldur eru margir rithöfundar óánægðir með það hvemig fráfarandi stjóm hefur haldið á spöðunum og segj;-. að hennar starf hafi fyrst og fremst gengið út á það að koma sér og sínum vel fyrir á spenanum. Það sem fyllti mælinn var hvemig staðið var að úthlutun úr launasjóði rit- höfunda núna. Reglunum var breytt þannig fyrir þessa úthlutun að færri fá úthlutað, en þeir heppnu fá hinsvegar meira en áður. Formaður og varafor- maður stjómar Rithöfunda- sambandsins fengu hæstu úthlutunina, starfslaun í þrjú ár. Tveir stjómarmenn til viðbótar, þeir Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjám, vom i átta manna hópnum sem fékk eins árs starfslaun. Samtals fékk 31 rithöfundur úthlutað starfs- launum, þar af 21 í hálft ár. Áður fengu um 100 manns Sigur&ur Pálsson úthlutað úr sjóðnum og því margir sárir þess vegna. Rithöfundasambandið sendi frá sér fréttabréf í vikunni þar sem greint var frá aðalfúndinum og hveijir Þráinn Bertelsson væra í kjöri til stjómar. Þar gleymdist þó alveg að segja frá því að Þráinn Bertels- son byði sig fram til for- manns gegn Sigurði Páls- syni. Biynjar Valdimarsson varð íslands- meistari í snóker um síðustu helgi - fimmta árið í röð. Við slógumst í for með þessum hægláta, geðþekka pilti á Ingólfs- billiard og röktum úr honum gamimar. Hann sagði okkur m.a. að hann væri á íomm tíl Blackpool á Englandi. Þar er hann, ásamt tveimur félögum sín- um, búinn að taka á leigu hús til fjögurra mánaða í þeim tilgangi að taka þátt í átta snókermótum. Þama em talsverðir peningar í spilinu og draumurinn er auðvitað að slá í gegn. Dreymir um að gerast atvinnu- maður Hverra manna ertu? Faðir minn hét Valdimar Kristjánsson og rak vélsmiðju. Móður mín er Sólveig Guðmunds- dóttir. Heimilishagir: Eg bý í Efstasundinu ásamt sambýliskonu minni og eilefu mánaða syni. Aldur, menntun og fyrri störf: Eg er 24 ára og lauk grunnskólaprófi frá Aust- urbæjarskólanum. Síðan hef ég aðallega unnið á snókerstofum. 1 hvaða stjörnumerki ertu? Steingeitinni. Ertu með einhverja dellu auk snókerdell- unnar? Já, ég spila gjaman bridge. Hvað er það besta sem fyrir þig hefur kom- ið? Áreiðanlega hann OIi sonur minn. Hvaða bók lastu síðast? Á hverfanda hveli, tveggja binda doðrant upp á þúsund blaðsíður. A hvernig tónlist hlustarðu helst? Ég hef engan sérstakan smekk né áhuga á tón- list - ætli ég eigi nema eina plötu. Hver er þinn uppáhalds íþróttamaður? Steve Davis, breskur snókersnillingur og marg- faldur heimsmeistari. Áttu þér draum? Já, mig dreymir um að verða atvinnumaður í snóker og lifa af dellunni. Hvað er hamingja? Að eiga góða fjölskyldu og lifa góðu lífi. Ert þú hamingjusamur? Svona miðlungs. Ég á góða fjölskyldu en er ekki farinn að lifa góða Iífinu ennþá. Er þér meinilla við eitthvað? Oíþróttamannslega framkomu. Hver er þinn helsti löstur? Hvað ég er mikill dellukarl og eyði miklum tíma í delluna. En kostur? Sennilega hvað ég er lunkinn í snóker. Ertu matvandur? Nei, en ég vil ofl sama matinn og er lítið fyrir að breyta til. Ertu handlaginn? Ekki nema með kjuðann. Hefurðu migið í saltan sjó? Ja, ég fór einn túr á togara þegar ég var fimmt- án ára og fannst það satt að segja ekkert æsi- spennandi. Ertu misskilinn? Nei, nei, það held ég ekki. Fer herinn? Mér er eiginlega alveg sama. Er ekki bata ágætt að hafa hann og láta hann borga? Hvernig líst þér á ráðhús Reykjavíkur? Það er náttúrlega ansi flott og mér finnst stað- setningin ágæt. Ég hef reyndar ekki skoðað það að innan. Hvernig er fólk flest? Það er yfirleitt ágætt en auðvitað rekst maður alltaf öðra hvoru á svarta sauði. Kanntu brauð að baka? Ég hef nú líklega ekki bakað brauð síðan ég var í skóla en ég elda oft og finnst skemmtilegast að matreiða góðar steikur. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? Ætli það sé nú ekki upp og ofan. Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um? Eflaust margt en af því að ég hef ekki glóra um það þá veit ég auðvitað ekki hvað það er. Hvenær varðstu hræddastur um dagana? Þegar ég var sextán ára að vinna í Granda og lenti í íssnigli. Ég missti fótinn um miðjan legg. Hvað er fegurð? Það er hægt að setja samasemmerki við hana og hamingjuna. Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum? Ég myndi flytjast til Englands og freista gæf- unnar í snóker. Hvernig viltu verja ellinni? Á elliheimili með góðum félögum að spila bridge. 26.000 orð um andaregg Það hefur löngum verið tal- ið til dyggða að vera stuttorð- ur og gagnorður. Sem dæmi um þetta má nefna að borðorð- in tíu samanstanda af aðeins eitt hundrað orðum og í sjálf- stæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna eru aðeins þrjú hundrað orð. Hið gagnstæða er uppi á teningnum hjá Evrópubanda- laginu ef marka má orða- flauminn í reglugerð um and- aregg. Þolinmóðir menn hafa nefnilega komist að því að orðin í þessari reglugerð séu hvorki fleiri né færri en tutt- ugu og sex þúsund. LÍÚ hótaði úrsögn Á maraþonfundinum í Karphúsinu um síðustu helgi brugðust útgerðannenn æva- reiðir við yfirlýsingu samn- ingamanna Vinnuveitenda- sambandsins um það að með öllu sé óheimilt að láta sjó- menn taka þátt í kvótaleigu eða kvótakaupum. Þetta er sjómönnum mikið hagsmunamál og hafa sumir kveðið svo sterkt að orði að samningar séu útilokaðir nema þetta ákvæði sé tryggt. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sá rautt yfir þess- ari yfirsjón Vinnuveitenda- sambandsins eins og hann kallaði það og hótaði því að útgerðamenn segðu sig úr sambandinu. Lögfræðingur LÍÚ hefur í vetur eytt miklum tíma í blaðaskrif þar sem hann hefur reynt að réttlæta þátt- töku sjómanna í kvótakaupum. Undirritun samningamanna VSI hefur nú líklega slegið vopnin úr höndum útgerðar- manna, þar eð þeir voru fyrir löngu búnir að gefa VSÍ um- boð sitt til samninga. Til áskrifenda Askrifendur sem fengið hafa gíróseðia fyrir áskriftar- gjöldum og eiga enn ógreidda áskrift fyrir febrúar og mars eru góðfúslega beðnir að gera skil hið fyrsta. Þeir scm enn skulda áskrift- arfyrir ofangreinda mánuði um miðjan maí verða teknir af ákrifendalista blaðsins. Helgarblaðið Fimmludagurinn 30. april

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.