Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 21

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 21
Helgar 2 1 blaðið Sagnabær Robbies Robertsons Kanadíski indíánablending- urinn Robbie Robertson er enginn nýgræðingur í dægur- tónlistinni þótt einungis hafi komið tvær hljómplötnr frá homun undir hans eigin nafrii. Hann var á sínum tíma ein helsta drifljöður og lagahöfundur The Band, sem gerði garðinn fiægan á sjö- imda og áttunda áratugnum. Bandið vakti fyrst athygli sem undirleikarar Bobs Dylans. I kjöl- far þess reyndi Bandið fyrir sér á eigin vegum og sló rækilega í gegn með lögum einsog The Weight og Stage Fraight. Hver platan rak aðra með góðum lagasmíðum Robbies og frábærum útsetn- ingum þeirra félaga og á hápunkti ferils- ins ákváðu þeir að hætta. Þeir efndu til mikilla tónleika sem þeir kölluðu The Last Wals. Tónleik- amir vom kvimynd- aðir af sjálfum Mart- in Scorsese og er kvikmyndin flokkuð sem sígild tónleikamynd. Það var ekki fyrr en 1987 að Robbie Robertson sendi frá sér frá- bæra plötu sem bar hans eigið nafh og var ffamleidd í samvinnu við stórframleiðandann Daniel Lanois. A þeirri plötu em margar perlur en það lag sem mun halda nafni plöt- unnar lengst á lofti, er Somewhere Down The Crazy River. Flestir bjuggust við að Robbie myndi fylgja velgengni þessarar fyrstu plötu sinnar eftir með því að fara aftur í hljóðver hið snarasta. En pilturinn lét bíða eftir sér. Skömmu fyrir síðustu jól kom svo önnur plata frá honum og heitir hún Storyville. Robbie hafði nú haldið suður á bóginn, til New Orleans, og fengið hljóðfæraleikara þar til liðs við sig. . Hann er trúr eigin lagasmíðum og einsog við er að búast verður eng- inn fyrir vonbrigðum með þær. Á disknum er reyndar ekkert lag sem sker sig jafn mikið úr og Crazy Ri- ver. Það er erfitt að taka eitthvert eitt lag út úr, því ólíkt fyrri diskn- um, sem var samansafn laga, er Storyville heilsteypt verk sem seg- ir ákveðna sögu. Það má nefna gullfallegar melódíur einsog Hold Back The Dawn og What About Now, eða hressan rokkara einsog Shake This Town. Þá er fyrsta lag disksins, Night Parade, mjög gríp- andi og þannig mætti halda áfram að telja upp. Heym er sögu ríkari og Sagna- bærinn er nauðsynlegur jafnt í safn þeirra sem dáðu Bandið í gamla daga sem og hinna sem vilja fylgj- ast með því besta i aiþýðutónlist dagsins í dag. oe eykst og þýð rödd Pá!s Rósinkrans syngur um að gera rétta hlutinn. „Come on baby“ og „Þú þarft ekki að breyta mér“. En á leiðinni út óma líka orð gít- arleikarans: „Við eigum okkur stóra drauma.“ Þeir gætu ræst. Þótt Pétur viðurkenni að úti í hinum stóra heimi séu vissulega þúsundir bíl- skúrsbanda sem eru jafngóð og Jet Black Joe, þá ætlar hann eigi að síð- ur að senda út efni með þeim og sjá hvað gerist. „Þetta er spumingin um að vera heppinn með eitt lag og slá í gegn,“ sagði Pétur. Sýrurokkuð Jet Black Það er ekki bara tískan sem gengur aftur heldur líka tón- listin. I pínulitium skúr niðri við sjó í Garðabænum æfir hljómsveitin Jet Black Joe. Flest kvöld og fram á nætur streymir melódískt rokkið með sækadeUska ívafinu út yfir xifinn sjóinn. Það er langt í næstu nágranna, sem er ef til viU eins gott. Skúrinn er ekki nema eins og eitt her- bergi á stærð en hávaðinn á æfingum er ekkert minni en ef um hljómleika í stórum sal væri að ræða. | ....... G. Pétur Matthíasson Fatatíska hippatímabilsins er komin aftur, þykkuhælaðir skómir, útvíðu buxumar og allt það. Og síða hljómsveitarhárið, sem tók við af bítlagreiðslunni, vantar ekki á hljómsveitarmeðlimi Jet Black Joe og það sem þeir spila er í ætt við tónlist þess tíma. Uriah Heep, Jethro Tull og Led Zeppelin koma upp í hugann þegar hlustað er á nokkur þeiua 30 laga sem hljómsveitin á í fórum sínum, öll samin og flutt af þeim sjálfum. Sjálfir segja þeir að engin ein hljómsveit sé fyrirmynd þeitTa. „Við erum ekki að reyna að „sánda“ einsog neinn,“ sögðu þeir. Bjartasta vonin „Þeir em bjartasta vonin, það besta sem ég hef heyrt lengi," sagði Pétur Kristjánsson í PS Músík sem hefur gert plötusamning við Jet Black Joe. í næsta mánuði kemur út safnplata þar sem þeir spila tvö laga sinna og í haust kemur út stór plata með þeim einum. Þegar er búið að taka upp lögin tvö og strákamir em að vinna að stóm plötunni. Þeir ætla sér stóra hluti - úti í hin- um stóra heimi. Svo segir gítarleik- ari hljómsveitarinnar, Gunnar Bjami Ragnarsson, en hann hefúr helst orð fyrir strákunum. Páll Rósinkrans Oskarsson er söngvari sveitarinnar. Þeir tveir fengu Jón Öm Amarson í lið með sér en hann spilaði þá á trommur í öðm bandi. Síðan fóm þeir á fúnd Péturs og honurn leist svo dæmalaust vel á piltana og efnið sem þeir höfðu með sér að hann gerði fljótlega samning við þá - og leyfði þeim að syngja á ensku og halda ensku nafiii hljómsveitarinnar. Þeir vildu það frekar en að nota hið rammíslenska Þotusvarti Jói. Pétur sagði þá hafa sótt þetta stíft en að öllu jöfnu legði hann til að menn syngju fyrst - að minnsta kosti - á íslensku, það er að segja sönnuðu sig á móðurmálinu áður en eitthvað annað gerðist. Þeir félagamir stálu síðan bassaleikaranuin Starra Sig- urðarsyni og Hrafni Thoroddsen, sem spilar á hainmond- orgel, úr annarri hljómsveit. Jet Black Joe er ekki nema fjögurra mánaða gömul. Fimm hreyknir Áður en félagamir fimm fara út í heim ætla þeir að spila hér heima og fylgja safnplötumii eftir með hljóm- leikahaldi og myndbandagerð. Þeir em að spila tónlist sem þeir vilja spila og em nokkuð hreyknir af því. Þeir ætla sér að verða tónlistarmenn að aðalstarfi og þeir gera ekki annað um þessar mundir. Og þeir ætla að halda saman, sögðu þeir, það er engin spuming. Andinn er góður. Það er hugsanlegt að þeir neyðist til að fara á ballrúntinn í sumar til að eiga fyrir sjampói, þótt ekki væri annað. En þá verða þeir að spila öðmvísi tónlist, því þótt tónlistin þeirra sé vissulega melódísk og vel áheyrileg, og hörðustu áhangendur gætu vel skælt sig eftirhenni á dansgólfi, þá gengur það ekki fyrir alla. „Eg held þó að við gætum farið að spila á böllum án þess að missa virðinguna,“ sagði Gunnar Bjami en bætti svo við að þcir stefndu á fáa en stóra og vandaða tónleika. Jón Örn, Starri, Gunnar Bjarni, Hrafn og Póll spila melódiskt rokk meó sækadelisku ivafi. spilað á kassagítara og tekist vel til, og síðan fóm þeir upp á Völl og komu fram í Kanaútvarpinu og lög- in þcirra em spiluð þar grimmt. Þeir komu einnig við á Rás 2 með upp- tökur af lögunum á safnplötunni sem fá að hljóma meira þegar platan kemur út. Þeir taka fyrir okkur lögin Big Fat Stone, Chicks in the House og Lady í skúmum á Garðabæjarströndinni. Stofulampinn ofan á Hammond- orgelinu hristist og það gerir einnig endurprentunin afMónu Lísu á veggnum. Hávaðinn sker í hljóð- himnumar þegar hraði tónlistarinnar Þeir æfa flest kvöld fram á nótt eða þá að þeir em í stúdíóinu þar sem Eyþór Amalds úr Todmobil stýrir verkum. Þeir eiga mörg þakk- lætisorð til handa upptökustjóranum sem þeir segja að hafi komið með margt gott innleggið í tónlist þeirra í stúdíóinu. Það em Gunnar Bjami og Páll Rósinkrans sem semja mest af tón- listinni en Hrafn - „the Raven“ einsog hinir kalla þennan svart- hærða hammondleikara - leggur einnig sitt af mörkum. Þeir hafa spilað á nokkmm stöð- um, m.a. í skólum þar sem þeir hafa Fimmtudagunnn 30. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.