Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 3

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 3
Helgar ó blaðið Erótískt safn í Köben Fyrsta erótíska safnið í Danmörku verður opnað sumarið 1993. Það verður staðsett að Vesterbro-götu 31 í Kaupmamiahöfn, við hliðina á Saga-kvikmynda- húsinu. Stofninn í safninu verður mjög stórt einkasafn af erótískum mynd- um, blöðum og hlutum í eigu ljós- myndarans og rithöfundarins Ole Ege, en alls mun hann eiga um 100 þúsund erótiska safhmuni. Ole Ege var einn af frumkvöðl- um klámbylgjunnar í Danmörku á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Strax í lok sjötta áratugarins hóf hann innflutning á enskum nektar- myndunt og seldi þær í seríum gegn póstkröfu. Hann leikstýrði einnig nokkrum erótískum stutt- myndum og gleðiklámmyndinni Hóruhúsinu, sem var í fullri lengd. Sömu aðilar og stóðu að erótísku kaupstefnunni í Forum á síðasta ári Ijánnagna fyrirtækið. Fyrst var ætlunin að hafa safnið í gömlu pakkhúsi í Christianshavn en samningar náðust ekki. Húsnæðið við Vesterbro-götu er 1250 fer- metrar að stærð, aðeins nokkurra mínútna gang frá Hovedban- egárden. Ætlunin er að setja upp fasta sýningu byggða á safni Eges, en auk þess verða mismunandi sýn- ingar í skemmri tíma, sýningar á erótískri myndlist, teiknimyndum, djörfum póstkortum, erótískum bókmenntum o.fl. Aðstandendur safnsins vonast til þess að ferðamenn íjölmenni á safnið. Þegar eru starfrækt tvö er- ótísk söfn í Amsterdam en þeir í Kaupmannahöfn lofa að safnið þar verði í allt öðrum gæðaflokki. Ahersla verður lögð á þemasýn- ingar og erótíkin sett í menningar- sögulegt sainhengi, segja aðstand- endur safnsins. Frá erótísku kaupmessunni í Forum þar sem hugmyndin a& er- ótísku safni fæddist. Iðjufélagar fjölmennum Félags fundur f ms ** \ý , '■'■/') Iðja, félag verksmiðjufólks boðar alla félagsmenn sína til félagsfundar I Sóknar- salnum, Skipholti 50A, mánudaginn 4. Dagskrá: 1. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara kynnt. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar Stjórn Iðju. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta. Iðjufélagar fjölmennum 1. maí kaffi Alþýðubandalagið íReykjavík verður með opið hús að loknum útifundi á Lœkjartorgi þann 1. maí íRisinu að Hverfisgötu 105, milli kl. 14:30 og 17:00 Kaffiveitingar-ávörp-upplestur-söngur Sigríður Kristinsdóttir formaður SFR flytur ávarp og Bjartmar Guðlaugsson kemur með gítarinn. Allir velkomnir. Stjórn ABR. Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara Iðja, félag verksmiðjufólks efnir til allsherjaratkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, sem hér segir: Þriðjudaginn 5. maí kl. 9.00 - 18.00. Miðvikudaginn 6. maí kl. 9.00 - 22.00. Þá verður mögulegt að greiða atkvæði um miðlunartillöguna að loknum félagsfundinum 4. maí. Allir þeir sem eru starfandi á samningssvæði félagsins hafa rétt á að greiða atkvæði um sáttatillöguna. Þeir sem ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni skulu framvísa þersónuskilríkj- um. Þeir sem nýlega hafa hafið störf á félagssvæðinu eru beðnir um að hafa með sér síðasta launaseðil til staðfestingar á aðild sinni, þar sem félagið kann að skorta upplýsingar um þá. Iðjufélagar. Takið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslunni Berlínar- múrinn og Lenín í sænskum garði Ýmsir safnarar liugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar kommúnisminn hrundi í aust- antjaldslöndunum. Brot úr Berlínamúrnum voru rifin út og orður og cinkcnnisklæði hermanna austursins seld á uppsprengdu verði. Þá höfðu margir vestrænir menn áhuga á styttum af Lenín, Stalín og öðrum hetjum bylting- arinnar. en ætla mætti að nóg framboð væri af slíkum styttum, því íbúar Austur- Evrópu vildu ólmir losna við þær. Þeir voru þó fljótir að tileinka sér hinn kapítalíska hugsunarhátt þegar þeir urðu varir við eftirspumina. Við stálverið í pólska bænum Nowa Huta stóð reisuleg Lenín- stytta, sem vó fimm tonn. Sænskur maður hafði áhuga á að eignast styttuna en heimamenn létu hana ekki fyrr en ein miljón íslenskra króna var boðin. Styttan hefúr nú verið flutt til Svíþjóðar og prýðir einkagarð kaupandans, en auk þess hefur hann orðið sér úti um brot úr Berlinarmúmuin og hlaðið úr þeim sinn eigin múr í garðinum. Þessi Svíi hyggst koma upp safni yfir endalok kommúnism- ans og kveðst vonast til að að- sókn að garðinum verði slík að fjárfestingin borgi sig upp á skömmum tíma. SMöm Skoda Favorit er glæsilegasti og vandað- asti bíll sem Skoda-verksmiðjurnar hafa framleitt til þessa. Nú eiga Þjóðverjar hlut í verksmiðjunum enda ber bíllinn þess greinileg merki; Skoda hefur öðlast mun evrópskara yfirbragð og eiginleika en áður. Þrátt fyrir það færðu nýjan Skoda Favorit á sama verði og gamall, notaður bíll fæst á, eða frá aðeins 498.500 krónum. Það eru góð og skynsamleg kaup í nýjum og glæsilegum Skoda Favorit. Ef þú ert í bílahug- leiðingum skaltu skoða Skoda Favorit, - áöur en þú gerir nokkuð annað. JÖFUR Fimmtudagurinn 30. april NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.