Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 19

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 19
Helgar 19 blaðið Þa& mun örugg- lega mæ&a mikib ó Gu&jóni Arnasyni FH i leikjunum sem framundan eru gegn Selfossi. Gu&jón átti stór- leik gegn ÍBV á mánudaginn þar sem pessi mynd var tekin. Mynd: Kristinn. FH stefnir á þrennu Það verður án efa hart barist í Kaplakrikanum í kvöld, fimmtudag, þegar FH og Sel- foss mætast í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í handbolta. liðin mætast svo að nýju á Selfossi á laugardag. Það lið sem sigrar í þremur viðureign- um hampar titiinum. Eins og kunnugt er hafa Hafnfirð- ingamir sigrað bæði í bikar og deild á keppnistímabilinu og eiga nú alla möguleika á að bæta þriðja titlinum í safhið. En til að svo geti orðið þurfa þeir að bera sigurorð af Selfyssingum í þremur leikjum sem er hægara sagt en gert. Að vísu hafa FH-ingar það um- fram Selfyssinga að þeir fá þijá heimaleiki i úrslitakeppninni ef úrslit- in ráðast ekki fyrr en í fimmta Ieik lið- anna. A móti kemur að það virðist ekki há Selfyssingum mikið að leika á útivelli, samanber sigur þeirra gegn Víkingum í undanúrslitunum. Árangur Selfyssinga í keppninni til þessa er hreint út sagt frábær, enda höfðu fæstir trú á því að þeir næðu jafn langt og raun ber vitni, nema kannski þeir sjálftr á góðri stund. Þótt FH- ingar séu stórveldi í handboltan- um er alllangt síðan þeir hafa verið jafn sigursælir og á þessu keppnis- timabili sem verður að teljast góður árangur hjá Kristjáni Arasyni þjálfara þess. Ohætt er að fúllyrða að þetta nýja form sem er á úrslitakeppninni í hand- boltanum hefur mælst afar vel fyrir, bæði meðal áhorfenda og forráða- manna liðanna. Sem dæmi um undir- tektir áhorfenda má nefha að þegar FH og ÍBV mættust í þriðja leik liðanna á mánudaginn var í fyrsta skipti húsfyll- ir í Kaplakrikanum og sömuleiðis fjöl- mennti fólk á pallana í úrslitaviður- eignum Víkings og Stjömunnar í kvennaboltanum sem Víkingur vann. Leikjum FH og Selfoss verður sjónvarpað beint á Stöð 2. Afrískur fótbolti í sókn Áhugi manna á afrískum fót- bolta hefur farið stigvaxandi á siðustu árum og það verð- ur æ algengara að útsendarar evrópskra stórliða geri sér ferð þangað til að festa kaup á efnilegum leikmönnum. Sem dæmi má nefna að þegar landslið Ghana og Fílabeinsstrandar- innar áttust við í úrslitaleik í Afríku- keppni landsliða - sem Fílabeins- ströndin vann 11:10 eflir ffamlengd- an leik og vítaspymukeppni - vom mættir fulltrúar frá helstu knatt- spymulöndum Evrópu. Þar á meðal voru útsendarar frá nær öllum fé- lagsliðum í þýsku úrvalsdeildinni, 1. deildinni á Ítalíu og fulltrúar helstu liða á Spáni, Portúgal, Frakklandi, Sviss, Belgíu, Tyrklandi og Grikk- landi. I flestum löndum álfúnnar er knattspyman ein vinsælasta íþrótta- greinin sem þar er stunduð en það sem háir framþróun hennar víðast hvar er skortur á fjármagni. Meðal þeirra sem hafa fylgst með upp- sveiflu íþróttarinnar þar syðra er Bobby Charlton, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Manchester United. Að hans mati er engin spuming um það að þjóðir Afríku muni í ffamtíðinni setja mark sitt æ rneir á knattspymuna, enda er þar gnótt efnilegra leikmanna sem eiga að geta náð langt, svo framarlega sem þeir fá til þess aðstöðu og þjálf- un. En þar eð þessir þættir em af skomum skammti í flestum löndum álfunnar hefur straumur leikmanna legið til evrópskra knattspymufé- laga. Einna frægastur þeirra er sjálf- ur Eusebio, sem gerði garðinn ffæg- an með portúgalska landsliðinu og stórliðinu Benfica. Hann er fæddur í Mósambik, sem til skamms tíma var portúgölsk nýlenda. Aðrir ffægir aff- ískir leikmenn sem Evrópumenn kannast við em Roger Milla ffá Kamerún, sem lék til skamms tíma í Frakklandi, Kalusha Bwalya, leik- maður með PSV Eindhoven í Hol- landi, og Charles Musonda hjá belg- íska stórliðinu Anderlecht, að við- bættum snillingunum ffá Alsír, þeim Lakhdar Belloumi og Rabah Madjer sem áttu ekki lítinn þátt í sigri Alsír yfir V-Þýskalandi 2:1 á HM á Spáni 1982. Þá má ekki gleyma hinum lit- ríka markmanni enska stórliðsins Li- verpool, Bmce Grobbelaar. Hann er ffá Zimbabve sem hét áður Ródesía. Abedi Pele Ayew, knattspyrnumaóur ársins í Afriku og leikmaáur me& landsli&i Ghana og franska stórli&inu Marseille. Þótt alla jafna sé talað um affískan fótbolta sem einskonar samnefnara fyrir knattspymuna í álfúnni er blæ- brigðamunur á henni eflir löndum og gætir þar að mestu áhrifa ffá fyrr- um nýlenduhermm. í norðurhluta álfunnar á Maghreb-svæðinu hefur gætt áhrifa frá ffönskum og spænsk- um fótbolta, enskum, ffönskum og jafhvel brasilískum í Vestur-Afríku og portúgölskum í Austur-Afríku. Þótt lítið hafi farið fyrir affískum félagsliðum á landakorti evróspkra knattspymuáhugamanna hefúr meira borið á landsliðum hinna einstöku landa álfunnar á alþjóðlegum slór- mótum eins og heimsmeistarakeppn- inni. I því sambandi nægir að minna á árangur Kamerún í síðustu HM á ltalíu fyrir tveimur ámm. Þá varð Kamerún fyrst affískra landsliða til að komast í undanúrslit keppninnar en áður hafði liðið gert sér lítið fyrir og unnið sjálfa heimsmeistara Arg- entínu með Diego Maradona í broddi fylkingar, í opnunarleik keppninnar með einu marki gegn engu. Þessi árangur Kamerún hefúr leitt til þess að í næstu HM-keppni verða þijú landslið ffá Affíku í úr- slitakeppninni í Bandaríkjunum 1994 í stað tveggja áður. Ef að llk- um lætur munu landslið ffá Affiku setja mark sitt enn frekar á þá keppni en oft áður. Arangur Kamerún i síð- ustu HM-keppni hefur sannað það fyrir Affíkumönnum að þeir em engir eftirbátar Evrópumanna í bolt- anum nema síður sé og til alls líkleg- ir. Jafnffamt er sá tími liðinn að knattspymuþjóðir Evrópu geti bókað sigur fyrirffam gegn þjóðum Affíku. Affur á móti vom það Egyptar sem urðu fyrstir affískra landsliða til að taka þátt í alþjóðlegu stórmóti í knattspymu en það var á ólympíu- leikunum í Antwerpen árið 1920. Þá léku þeir gegn Itölum og töpuðu 2:1. Míiller á uppleið eftir erfið ár Þeir sem eru eldri en tvævetra muna vafalaust eftir þýska knattspyrnu- snillingnum Gerd Miiller. Hann skoraði markið sem gerði Þjóðverja að heims- meisturum 1974. Frá því hann hætti að spila knattspymu á áttunda áratugnum hefur hann átt við mótlæti að striða, eink- um vegna áfengissýki. Kappinn hefur þó rétt úr kútnum eftir að hann út- skrifaðist ffá meðferðar- stofhun í Garmisch- Part- enkirchen og fyrir skömmu var hann ráðinn til síns gamla félags, Bayem Múnchen sem njósnari. Það starf er fólgtið í þvíað horfa á þá kappleiki sem teljast áhugaverðir og fylgjast grannt með þeún leikmönn- um sem teljast efnilegir fyrir Bayem. Eins og gefur að skilja er Miiller hinn ánægð- asti með það að gamla fé- lagið skuli enn hafa trú á hæfileikum hans, en sjálfur hefur hann áhuga á að leggja fyrir sig þjálfún seinna meir. Þegar Miiller lagði skóna á hilluna fór hann út í veit- ingarekstur, auk þess sem hann átti fleiri en eina íþróttaverslun. Þessi at- vinnustarfsemi gekk ekki sem skyldi og vill Muller meðal annars kenna því um að hann haft hlustað um of á ráðleggingar misviturra „vina“ sinna. Við þetta bættust svo erfiðleikar i einkalíftnu þegar tók að halla undan fæti. Að eigin sögn var síðasta ár eitt hið versta sem hann hefur upp- lifað og svo langt var hann leiddur að hann var hættur að kannast við sjálfan sig. Á sínum tíma skoraði Muller 68 mörk með þýska landsliðnu en alls lék hann 62 landsleiki. Fyrir utan það að vera markheppinn með afbrigðum þótti helsti kostur hans sem knattspymumanns sá hvað hann þurfti lítið pláss í markteig andstæð- inganna áður en hann lét skotið ríða af. Sígilt dæmi um þetta var þegar hann skoraði frægasta markið sitt sem tryggði Þjóðvetjum heimsmeistaratitilinn í knattspymu árið 1974 í úr- slitaleik gegn Hollandi. Leeds Englands- meistari Geysilegur fognuður hefur ríkt í Leeds alla þessa viku eft- ir að liðið tryggði sér enska meistaratitiiinn í knattspyrnu um síðustu helgi. Þegar ein umferð er eftir í ensku 1. deildinni er Leeds með fjögurra stiga forystu á Manc- hester United sem tapaði illilega fyrir Liverpool á Anfíeld með tveimur mörkurn gegn engu. Á sama tíma vann Leeds lið Sheffi- eld United með þremur mörkum gegn tveimur á útivelli. Þessi ár- angur Leeds er vonum framar þegar þess er gætl að það eru að- eins tvö ár síðan liðið kom upp úr annarri deild. Með blöndu af eldri og yngri leikmönnum hefur liðið náð að skjóta öllum Öðrum ref fyrir rass og að áliti margra stuðningsmanna þess er titillinn í ár aðcins byrjunin á öðru Leeds- tímabili i enska bollanum. En eins og kunnugt er var liðið nán- ast ósigrandi á fyrri hluta áttunda áratugarins og hafði þá innan sinna raða marga af snjöllustu knattspyrnumönnum Bretlands- eyja.Þessi úrslit í enska boltan- um hljóta að vera mikil von- brigði fyrir Manchester United, sem á tímabili átti alla mögu- leika á að klára dæmið og tryggja sér meistaratitilinn í fyrsta skipti síðan seint á sjö- unda áratugnum. Hvort vonbrigöin leiða til einhverrar uppstokkunar á Old Trafford skal ósagt látið, en hitt er þó næsta vist að þeir eru fáir sem brosa á þeim bæ um þessar mundir. Fimmtudagurinn 30. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.