Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 13

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 13
réðst í þessa vinnu. Eftirá undrast ég þó, að í öllu þessu mikla verki hans er engan snöggan blett á skáldinu að finna. Strindberg hafði alla kosti til að bera sem finna má hjá stórskáld- um. Hann var næmur, hugmynda- ríkur og málsnjall og yfirgengilega mikilvirkur. Ég sat stundum mánuð- um saman við að þýða verk sem hann skrifaði kannski á nokkrum dögum. Strindberg virðist hafa verið inn- blásinn mestalla tíð og þegar hann á í mestu mótlæti í lífinu virðist hann vera fijóastur. Það var bara eitt sem lamaði sköpunargáfu hans, það var eilift stríð hans við umhverfið. Hann átti í stöðugu stríði með að fá verk sín sviðsett og útgefin og eftirá skilur maður ekki að hann skyldi þurfa að eiga í þessu stappi. Þetta stríð virðist hafa gengið nærri hon- um undir lok síðustu aldar, og þá skrifar hann lítið sem ekkert, en um leið og vindar fara að blása byrlegar opnast æðin á ný. Strindberg skrifaði samtals 60 leikrit og þó eru leikritin ekki nema um þriðjungur af ritstörfum hans, ef bréfaskriftir eru ekki reiknaðar með, en hann er einn mesti bréfaskrifari sem um getur. Nýlega voru bréf hans gefin út í Svíþjóð og eru þau Helgar 13 blaðið „Strindberg var mikill ástríðumaður og ofsalegir stormar geisuðu í sálarlífi hans 15 bindi samtals. Nú er verið að vinna að heildarútgáfu á ritum Strindbergs í Svíþjóð og verður út- gáfan samtals 75 bindi, fyrir utan bréfin. Málarinn, Ijósmvndarinn og vísindamaóurinn Auk þess að vera svona mikil- virkur rithöfundur var hann stór- merkilegur málari og eru menn að gera sér æ betur ljósa hæfileika hans á því sviði. Það er átakanlegt að lesa bréf hans þar sem hann er að bjóða málverk til sölu fyrir smápening þegar maður veit að sama málverkið var selt á 28 miljónir króna í Stokk- hólmi nýverið. Þá fékkst hann líka mikið við ljósmyndun og er með merkari ljós- myndurum ftá þessum tíma. Það væri mjög gaman að fá hingað til lands sýningu á þeim þætti lífsstarfs hans.“ Straumar samtímans Strindberg og samtiðin? „Strindberg lifði mjög sterklega með í sinni samtíð og allir straumar sem léku um Evrópu á þeim tíma endurspeglast í list hans. Það má eiginlega segja að hann hafi aðhyllst allt á einhverjum tíma ævinnar. En hann átti líka mjög auðvelt með að skipta um skoðun. Þannig var hann byltingarsinni á yngri árum, enda varð franska byltingin árið áður en hann fæddist. Þá var hann guðleys- ingi um tíma en þegar á ævina líður gerist hann mjög heittrúaður. Hann var líka mjög vísindalega sinnaður og varði mörgum árum í efhafræði- legar athuganir. Samtímis var hann allra mann? hjátrúarfyllstur. í Oc- ulta dagboken eru kaflar sem gætu verið ritaðir af kolrugluðum manni. Það má eiginlega segja að sálarlíf hans endurspegli allt. Hann tekur við öllu og vinnur úr því á sinn sér- staka hátt. En hann er sífellt á valdi efans. Hann fær aldrei fullnaðarsvör við neinu nema þá helst undir lokin þegar hann hallar sér að trúnni; að krossinn sé eina von mannsins eins- og stendur ritað á kross hans. Strindberg leit á sjálfan sig sem ffelsara og píslarvott; blöndu af Kristi og Páli postula. Hann skildi ekkert í því að allar þessar þjáningar væru lagðar á sig. En það er mikil guðsgjöf að mannkynið skuli eign- ast svona anda.“ Að lokum, Einar Bragi. Myndast ekki tómarúm þegar þessu verki er lokið? „Það er ekki hægt að neita því að það er ákveðið tómarúm en ég er ósköp glaður yfir að hafa lokið verkinu sem ég hafði heitið að vinna. En það er margt annað sem ég vil fást við. Atvinnuleysi er ekki til innan rithöfundastéttarinnar. Ég hlýt að finna eitthvað annað til að dunda við nú þegar þessu er endan- lega lokið.“ -Sáf Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendir félagsmönnum sínum og öllum launa- mönnum baráttukveðjur á hátíðisdegi launa- fólks.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.