Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 12
.12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1977 Bretar borgi stöðvun flotans t dag eru fiskimiðin kringum land okkar óumdeilanlega islenzkar auðlindir. Mikill meirihluti þjóða heimsins hefur lýst yfir 200 mílna auðlindalögsögu. Að baki liggur tæpt 30 ára stríð. Segja' má að landhelgisbarátta tslendinga byrji 1948, þegar tsland beitir sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar gangist fyrir hafréttarráðstefnu er ákveði framtíðarskipan hafrétt- armála. Að vísu létu íslending- ar sér úr greipum ganga stór tækifæri árið 1918, er tsland varð fullvalda ríki og síðar 1944, er tsland varð lýðveldi. En að sjálfsögðu voru Islendingar þá ekki lengur bundnir af samningi er Danir gerðu við Breta árið 1901 og þá til 50 ára. En því miður réðum við ekki yfir þeirri alþjóða- reynslu þá, að við gætum nýtt okkur þessi tækifæri. Til þess að ná settu marki, allsherjar- yfirráðum yfir 200 mílna efna- hagslögsögu við ísland höfum við þurft að heyja eitt fjögurra ára efnahagsstríð 1952, er Bret- ar settu löndunarbann á íslenzkar fiskafurðir, þegar við færðum úr 3 mílum í 4. Síðan fylgdu á eftir 3 átaka land- helgisstríð. Þrátt fyrir þá stað- reynd að Islendingar voru1 ekkert að gera með útfærslu fiskveiðilandhelgi sinnar annað en að tryggja verndun og vísindalega nýtingu fiskistofn- anna við landið, þessarar einu auðlindar, er íslenzka þjóðin byggir tilveru sína á, þá hefur aldrei verið um skilning ákveðinna annarra þjóða að ræða á aðgerðum okkar. Því hefur í kjölfar útfærslna okkar ávallt fylgt átakastríð. Dæmið er ekki margbrotnara og tor- skildara en svo, að um er að ræða einfalt og auðskilið skóla- bókardæmi í þjóðhagfræði. Þvi er það fyrir okkur nú, er litið er yfir farinn veg, blátt áfram aumkunarvert hve skilnings- leysi og fyrirlitning Breta á lífs- afkomu og efnahagsöryggi íslenzku þjóðarinnar hefur verið aigjört. Sú staða hefur ávallt verið fyrir hendi við hverja útfærslu að aðdragandi hennar var stór- minnkaður afli. Því er eðlilegt að menn spyrji, hvernig á því standi, að allur fiskur við landið sé ekki útdauður fyrir. löngu. Því er til að svara, að tæknin hefur sífellt verið að færa mönnum í hendur betri og betri leitartæki, veiðarfærin hafa ávallt verið að verða full- komnari, um göngur fisk- stofnanna við landið er vitað eins og kindagötur á þurru landi. Og nú er svo komið að fiskurinn á sér hvergi orðið griðland og stærð sóknarþung- ans .orðið slík, að við getum útrýmt einir öllum fiskistofn- unum við landið eins og síld- inni var útrýmt um árið. Segja má að ekki hafi verið fyrir hendi nægjanlega grund- uð visindaleg þekking um stærð og ástand fiskistofnanna við landið til þess að Bretar og aðrir gætu tekió fullkomið til- lit til aðgerða okkar. En umsagnir okkar beztu fiski- manna sögðu sína sögu og engin þjóð hefur leyfi til að taka alvarlega áhættu með aðgerðum sínum á afkomu annarrar þjóðar. En þessu var ekki svo varið í tveimur seinni landhelgisstríðunum. Þá var vísindaleg þekking orðin nægjanlega mikil, svo það lá fyrir, að brýnna friðunar- aðgerða var þörf og íslendingar þurftu aflahlut útlendinganna á íslandsmiðum til þess að geta haldið áfram að lifa eðlilegu lífi og byggja land sitt. Meira að segja á samningstilraunatíma- bilinu fyrir útfærsluna í 200 mílur sendu Bretar einn sinn bezta fiskifræðing hingað til lands til þess að kynna sér gagnasöfnun og úrvinnsluað- ferðir fiskifræðinga okkar. Varð hann að viðurkenna íslenzku niðurstöðurnar. Sama umsögn kom frá alþjóða hafrannsóknaráðinu. Þrátt fyrir öll rök og alla vís- indaþekkingu, og þá staðreynd, að við erum báðir meðlimir NATO. Og ennþá þá staðreynd, að Bretar tapa málinu fyrir Kjallarinn Pétur Guðjönsson Alþjóða dómstólnum í Haag þar sem 12 mílna reglan þeirra er með dómi drepin og jörðuð árið 1974. 1. Er Haagdómurinn athugaði hvernig háttað væri fram- kvæmd 12 mílna reglunnar komst hann að þeirri niðurstöðu, að milli 50 og 60 ríki viðurkenndu eða væru komin með vídd fiskveiðilög- sögu út fyrir 12 mílurnar en aðeins 24 strandríki fram- kæmdu 12 mílna regluna, því samrýndist hún ekki 38. grein starfsreglna Alþjóðadómsins þar sem ákvseði eru um hve almenn framkvæmd á reglu þarf að vera svo njóti réttar sem lög væru. Það var því orðinn lítill minnihluti, sem framkvæmdi þá reglu, er Bret- ar fullyrtu við okkur og aðra að væru alþjóðalög. Og annað og meira, Haagdómurinn dæmdi okkur forgangskröfur í gjald- þrota fiskistofnum við tsland; þar með sló Haagdómurinn þvi föstu að Bretar áttu engan laga- legan rétt lengur til fiskveiða við ísland. Við þessar lagalegu aðstæður ráðast Bretar til hern- aðarofbeldis gagnvart okkur. Þeir vissubsköp vel sjálfir að aðgerðir þéirra fengu ekki staðizt lagalega eftir 1972, þá neyðir brezka Hkisstjórnin íslendinga tvisvar sinnum eftir útfærsluna 1 50 milur 1. sept. 1972 til samninga með hernaðarofbeldi. Þar sem öll visindaleg þekking benti til bráðrar hættu fyrir fiski- stofnana og forsendur fyrir lagalegum rétti voru brostnar eru aðgerðir brezku ríkisstjórn- arinnar ekkert annað en nakið hernaðarofbeldi til efnahags- legs ávinnings. Hvort íslenzk þjóð skal lifa eða deyja, kemur þeim ekki við. Þvi ei pað, sem hér hefur gerzt, að eriend þjóð hefur með hernaðarofbeldi nýtt og eyðilagt auðlind annarrar þjóðar. Þjóðverjar, hin sigraða þjóð í 2. heims- styrjöldinni galt sigurvegurun- um stríðsskaðabætur með megninu af þjóðarauði sinum og Bretar fengu sinn skerf. Anwar Sadat setti fram kröfur fyrir tveim vikum á hendur tsraelsmönnum fyrir nýtingu þeirra með hernaðarofbeldi á oliulindum á egypzku landi á Sínaískaga upp á hvorki meira né minna en tvö þúsund og eitt hundrað milljónir Bandaríkja dala, eða hvorki meira en n< minna en 400.000 milljónir ísl kr. Þetta eru nákvæmai hliðstæður við það, sem Bretai eru búnir að leika hér. Síðan 1972 eru Bretar búnir að taks hér milli 500 og 600.000 tonn ai fiski, hér um bil allt þorsk Það er einmitt þetta magn, sem í dag vantar í þorskstofninn við tsland til þess að við, kæru samlandar, getum haldið áfram okkar veiðum dragandi á iand þau verðmæti sem nauðsynleg eru til lífsviðurværis okkar og uppbyggingar. Ekkert blasir við íslenzka fiskiskipaflotanum annað en stöðvun, ef við ætlum ekki sjálfir að eyðileggja undirstöðu framtíðarinnar. Við erum í dag um það bil komnir I hámarkið meó þorskinn fyrir árið 1977, Þjóðverjum var afhentur ufsinn og karfinn með samningi, sem var afleiðing af hernaðarofbeldi Breta. 2. Það sýndi sig er Baldur var tekinn í Gæzluna að tækin voru fvrir hendi til þess að hreinsa þýzku togarana út úr land- helginni eftir að þessi pólsk- byggðu skip komu til landsins. Ef svo hefði verið að málum staðið hefði brezka flotamála- ráðuneytið gert sér ljóst fyrir- fram, að Bretar áttu ekki lengur skipakost til þess að her- vernda brezka rányrkju á íslandsmiðum. Því hefði aldrei til 4. landhelgisstyrjaldarinnar komið. Af því stóra er ekkert eftir nema loðna. Ekki er ósnnilegt að hún komist í hámarksnýtingu á þessu ári. Að þessum staðreyndum athuguðum ber í dag að gera þá sjálfsögðu og réttmætu kröfu á hendur Bretum, að þeir bæti nú þegar það tjón er þeir rányrktu með hernaðarofbeldi hina íslenzku auðlind í þorsk- stofninum við ísland. Þá kröfu að Bretar bæti að fullu þann kostnað er þær friðunar- aðgerðir hafa í för með sér, sem nauðsynlegar eru til upp-. byggingar á þorskstofninum í þá stærð, er hann væri í, ef ekki hefði komið til rányrkju- hernaðarofbeldis Breta. Rétt er einnig að minna á það hér að það er ekki eingöngu í sambandi við rányrkju og hernaðarofbeldi á fiskimiðum, sem Bretar hafa stofnað til stórrar skaðabótaskyldu gagn- vart íslendingum, heldur rændu þeir öllu íslandi og þjóðinni með árið 1940. Bætur fyrir það ofbeldi eru ennþá ógoldnar. Væri því Bretum sæmast að fara að grynnka á þessum ofbeldisskuldum sínum gagnvart tslendingum. Þar til Bretar hafa goldið okkur stríðs- skaðabætur landhelgisstyrjald- anna er landhelgismálið ekki komið í höfn. Pétur Guðjónsson form. Féiags áhugamanna um sjávarútvegsmál. Dagblað án ríkisstyrks ^ SIS \ ?'íilil‘z ________________^ ^ óskast í eftirtaldar bifreiðir, er verða til sýnis þriðjudaginn 28. júní 1977 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Buick Electra fólksbifr.................árg. 1973 Volvo 144 fólksbifr.....................árg. 1972 Volvo 144 fólksbifr.....................árg. 1971 Chevrolet Nova fólksbifr................árg. 1974 Ford Escort fólksbifreið................árg. 1974 Ford Escort fólksbifreið................árg. 1974 Land Rover bensín .....................árg. 1970 Dodge pic up 4x4 ......................árg. 1969 Ford fólks-sendiferðabifr...............árg. 1964 Scania Vabis vörubifr...................árg. 1967 International Scout skemmd eftir veltu .árg. 1974 Til sýnis hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Selfossi: Thames Trader vörubifr..................árg. 1963 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 GRANADA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.