Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1977. 20 Margaret Trudeau vill fá frelsi til að lifa sjálfstæðu Iffi: „ Var eins og fugl í búrí" Blaðamaðurinn Robin Leach hefur verið mikill vinur Margaret Trudeau. Hann hafði nýlega blaðaviðtal við hana og fer það hér á eftir, nokkuð stytt. Eftir sex ára hjónaband segist Margaret hafa verið búin að fá nóg af því að vera fangi. „Skilurðu hvað það er að fara að sofa á kvöldin með tvo verði fyrir utan dyrnar? Væru þeir . ögn nær stæðu þeir við fótagafl- inn á rúminu. Mér leið alltaf eins og ég væri fangi ríkis- stjórnarinnar. Hvert sem ég fór fylgdu mér tveir lífverðir. Mig langar til að geta gengið um án þess að heyra sífellt fótatak á hælum mér. Ég vil geta sótt börnin mín í skóla eins og annað fólk og ég vil geta ekið út í sveit þegar mig langar til og andað að mér hreinu lofti. Frelsið hefur alltaf verið hluti af lífi mínu, ég er þannig gerð. Ég verð alveg rugluð þegar ætlazt er til einhvers af mér sem ég get ekki staðið undir. Einu stundirnar sem við Pierre höfðum í næði var einn og hálfur klukkutimi á dag, milli þess sem hann vann og svefntímans.'* Margaret sem er aðeins 28 ára og Pierre sem er 51 hafa ákveðið að slíta samvistum sam- kvæmt ósk hennar. Pierre fær forræði sonanna þriggja en Margaret fær að umgangast þá mjög mikið. Margaret hyggst afla sér frama í ljósmyndun. „Þetta hefur verið vandræða- hjónaband síðastliðin tvö ár. Pierre hefur verið númer eitt, börnin númer tvö og ég númer þrjú. Eg vil að við getum öll verið jöfn. Það vita allir um lætin sem urðu þegar ég fór á hljómleika Rolling Stones. En það var ekki fyrr en ég sneri til baka frá þeim að ég sótti um skilnað. Aðeins viku áður ætluðum við Pierre að halda upp á sjötta brúðkaupsafmæli okkar en einhver fundur sem hann þurfti að fara á raskaði því öllu. Svo ég bara fór. Ég gat ekki komið á fundinn með Callaghan forsætisráð- herra Breta því Pierre hafði barið mig svo hressilega að ég var með glóðarauga. Því gleymi ég aldrei. Við höfðum áður talað við lögfræðing okkar og ætluðum að semja frið en skapið tók af okkur völdin. Við fórum i leikhúsið þrem dögum eftir barsmíðina og ég ákvað að auðmýkja Pierre með því að h.vlja ekki áverkann með dökk- um sólgleraugum eins og ég hafði þó fvrst ætlað mér. Aðspurð sagði ég eins og var því ekki var hægt að leyna áverkanum. Þegar bardaganum var lokið áttum við Pierre saman yndislega nótt, þá f.vrstu í langan tíma. Við reyndum að gera allt sem hugsanlegt var til að bæta sambúð okkar en við b.vrjuðum of seint. Ég get ekki lifað sjálf- stæðu lifi sem eiginkona for- sætisráðherra, það er líkt og að ógna krúnunni í heild. Eg hef alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað nnér á eigin spítur svo að skilnaðurinn sem slíkur er alls ekki svo slæmur. En það var virkilega slæmt að standa í þessu. Við Pierre höfum hvorugt farið troðnar slóðir í framkomu við hitt kynið. Hann býður oft út öðrum konum og ég hef ekki hætt að umgangast þá karl- menn sem ég á að vinum. Við hættum auðvitað bæði við ást- meyjar og elskhuga sem við áttum þegar við giftum okkur. Síðan höfum við ekki staðið í ástarsambandi við neina aðra og gerum heldur ekki nú. Eg hef aldrei kæri mtg um fé eða frama. Ég hef aðeins viljað láta taka mig sem skapandi einstakling, ekki einhvern hippaljósmyndara. Ljósm.vnda- ferill minn er tengill niinn við umheiminn og mér óendanlega dýrmætur sem slíkur. Ég er alveg sannfærð um að ég get staðið á eigin fótum í New York. Ég hef vitaskuld reykt marijúana en heimur heróíns og annarra sterkra eiturlyfja er mér algerlega ókunnur. Ég þekki marga, þar á meðal nokkra vini mína, sem reykja dóp en það er aðeins gert til gamans. Ég reyki ennþá marijúana stöku sinnum og finnst ekkert rangt við það. Ég mun sakna barnanna en ég þarf ekki að vera móðir allan sólarhringinn. Pierre er í raun- inni mun betra foreldri en ég. Eg hef ekki hugsað mér að van- rækja börnin. Við tölumst við í síma á hverjum degi og ég færi þeim gjafir þegar ég kem i heimsókn. Þau eru full áhuga á því sem ég er að gera. Ég vildi helzt að þau gætu lifað venju- legu og eðlilegu lífi. Við Pierre erum sammála um að dreng- irnir eigi að alast þannig upp. í sundlaug, sem er inni í húsinu, synda þeir oft naktir og einu sinni fórum við öll á nektar- strönd í Júgóslavíu og skemmtum okkur frábærlega vel. Það hefur alltaf farið óskap- lega í taugarnar á mér að geta ekki látið tilfinningar mínar i ljós eins og mér er eðlilegt, að hafa alltaf þurft að taka tillit til fjöldans. Nú get ég verið frjáls og óháð. Ég tel skipta mun meira máli hvernig þú ert en hvernig þú lítur út. Ég held að ég hafi gert mitt bezta til að leysa af hendi mínar opinberu skyldur en það er mun meira gaman að vera bara venjulegur maður. Þegar ég fór að læra ljósmyndun í háskólanum i Ottawa var ég bara ein úr hópnum. Eina helg- ina var ég í tjaldi ásamt 16 strákum en engri stúlku. Það var gaman að sitja uppi hálfa nóttina, reykja, drekka, spila og spjalla saman. Þar sem nóttin var köld þrýstum við okkur þétt saman til að fá yl hvert frá öðru. Sumir reyktu marijúana. Ég sé ekkert rangt við þetta. Ég veit að forsætisráðherrafrúin á ekki að haga sér svona en ég naut þess engu að síður að vera bara ein af stúdentunum. Það var hluti af þvi að verða sjálf- stæð. Ég gegndi skyldum forsætis- ráðherrafrúar í nokkurn tíma. En ég veit nú að það gat aldrei orðið til eilífðar. Fyrr en seinna hlaut reiðin að brjótast út. Eina leiðin út var að skilja. Skilnaðurinn var ekki bara af því að Pierre væri svo mikið eldri en ég heldur miklu fremur af því að við erum svo ólík. Hjónabandið var dásam- legt meðan það entist en við höfðum hvorugt neinar vonir um að það stæði til eilífðar- nóns. En síðustu tvö árin hafa verið voðaleg. Við höfum fjar- lægzt mikið. Við áttum ekki hvort annað lengur. Líf mitt hefur núna tekið aðra stefnu. Nú er ég ákveðin í að skapa minn eigin frama. Þar verða ljósmyndirnar ekki eina leiðin. Ég hef einnig hugleitt að gerast leikkona og sjálfur Charles Bretaprins hefur sagt mér að ég eigi góða möguleika á því sviði, ég sé í það minnsta nógu falleg. Ég hef þegar verið beðin um að taka þátt í nokkrum sjónvarpsþáttum. Ég kem til með að þurfa að sjá fyrir mér sjálf því styrkur minn frá Pierre er í algeru lág- marki, aðeins 300 pund á mánuði (100 þúsund kr. isí.). Ég missi einnig Öll réttindin sem ég hafði sem forsætisráð- herrafrú. Við Pierre fáum ekki lög- skilnað fyrr en eftir þrjú ár og nokkrar líkur eru á því að af honum verði aldrei þvi við elskum enn hvort annað. Ef til vill er möguleiki á því að við getum hafið sambúð aftur þegar Pierre lætur af starfi. Hann langar til að setjast að uppi í fjöllunum og skrifa. Þá get ég kannski unnið og litið eftir honum um leið.“ (Þýtt og endursagt) DS. Allar gerðir rafsuðuvéla frá „HOBART“ í USA og Hollandi. Með „HOBART" hefst að vinna verkin. HAliKUR & ÓLAFUR HF. Armúia 32. Simi 37700. S k c m inl i I cga k rossgátu r og bi andarar W.IAH KRDSS nr um8 FÁST r I ÖLLUM BÓKA- VERZLUNUM 0G KVÖLD- SÖLUSTÖÐUM UM ALLT LAND ALTERNAT0RAR 6/ 12/ 24 VOLT VERÐ FRA KR. 10.800.- Amerísk úrvalsvara, viðgerða- þjónusta. BÍLARAF HF. BORGARTÚNI 19, SlMI 24700. ) MAFIU sögur MAFIAN Svarta kóiigulóm Kókain í Bdrut Eír.uríyl að austan AlR spsnnftodi lrá**gní» •< *pi»«*>ny9l<. eiiurlyfjunt mániitirápuin. fóluunum, vuptinsmygfi. vnmdí og niósnum knmnuini*ta á V«*ii<rfurirf»n>. STJÖRNUGRÓF 18 SlMI 84550 Vió bjóðum: Dmandi Birid skiautFunna . og HmgetóispJöntur Húsbyggjendur Breiðholti Höfum jafnan til leigu traktorsgröfu, múrbrjóta, höggborvélar, hjólsagir, slípirokka og steypuhrærivélar. Kvöld- og helgarþjónusta. Vélaleiga Seljabraut 52, á mðti Kjöti og fiski, sími 75836. tryggir gæðin Ýmis etni frá Glasurit verk- smiöjunum I V-Þýskalandi voru hér á markaöinum fyrir nokkrum árum og áttu þaö flest sameiginlegt aö vera viöurkennd fyrir frábœr gæöi. Núna býöur Glasurit nýtt og endlngarbetra bllalekk - GLASSODUR 21 sem er t.d. notað á V.W., AUDI, B.M.W. o.fl, bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti nánast allar tegundir bifreiöa. xemaco VTT. Skcljabrckku 4. Kópavogi, sími 44200. Bílasalan .... . SPYRNA N Srnar29330 or^933. Skyndihjálp efspringur Puncture Pilot Sprautað í hjólið og ekið strax áfram með fullum loftþrýstingi. Uppl. á íslenzku fáan- legar með hverjum brúsa. Smyrill Armúla 7 — Sími 84450. Psoriasis og Exem PHYRIS enyrtivorur fyrir viAkvmma og ofnmmiahúA. — Arulana aápa — Arulana Craam — Aruiana Lotion — Kollagan Craam — Body Lotion — Craam Bath (FurunálabaA + Shompoo) PHYRIS ar húAsnyrting og hörundsfagrun moA hjálp blóma og jurtaaayAa. PHYRIS fyrír allar húAgarAir. Fmat f halrtu anyrtivöruverrlunum og apótakum. Kynnið ykkur skrif borðs- stólana vinsælu f rá Hagkvæmirog þægilegir jafnt á vinnustöðum sem heimilum. 11 mismunandi tegundir. 1 ársábyrgð Krómhúsgögn Smiðjuvegi 5 Kóp. Sími43211 Stáliðjunni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.