Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 197f 6 r v Ribbaldar ógna fríðnum — löggæzlan hefst lítt að — kærur hrannast upp en ekkert er dæmt Ljósmyndir: RagnarTh. Þarf bókstaflega að drepa inann til aö eitthvaö gerist í löggæzlumálunum? Þannig hefur veriö spurt á Seyðisfirði núna að undanförnu. Dagblaðs- menn skruppu austur á Seyðis- fjörð og höfðu tal af mörgum málsmetandi mönnum þar um löggæzlumálin. Virðist engin launung á því að menn telja að afskiptaleysi og aðgerðaleysi löggæzlunnar keyri um þver- bak. í gamla sýslumannshúsinu hefur bæjarstjóri aðsetur á efri hæð. Þangað héldum við og hittum að máli Jónas Hallgrímsson bæjarstjóra. Hann er Siglfirðingur, að- fluttur til Seyðisfjarðar frá Reykjavík fyrir nokkrum árum. „Til mín koma menn iðulega með ýmis vandamál sín,“ sagði bæjarstjórinn okkur. Eitt þess- ara vandamála kvað hann vera áberandi skort á löggæzlu á staðnum Til ýmissa ráða hefur verið gripið, en núna rétt fyrir þjóð- hátíðina sauð upp úr i sam- skiptum hins almenna borgara og fulltrúa laga og réttar. Þá ætlaðist lögreglan til að bæjar- sjóður greiddi tvöfalt gjald f.vrir löggæzlu utan dyra Herðubreiðar miðað við venju- legan taxta. Ráðuneyti dóms- mála kvað svo upp úr með það að ríkissjóður skyldi borga slíka þjónustu á sjálfan þjóð- hátíðardag íslendinga. Talsvert blaðaskrif hafa orðið um það ástand sem skap- azt hefur vegna fólks á Seyðis- firði, fámenns hóps, sem virðist „stikkfrí" og fær að haga sér að vild án þess að lög nái yfir það. Bæjarstjórinn tjáði blaða- manni Dagblaðsins að reynt hefði verið að ræða vandamálið við sýslumann, Erlend Björnsson, en án árangurs. Heil sendinefnd tók sig síðan upp síðastliðið haust og gekk á fund dómsmálaráðherra, Ölafs Jóhannessonar. Ráðherra skrifaði niður umkvörtunarefni ýmis, hlustaði og sýndi skilning. Fulltrúi ráðherra kom síðan austur og k.vnnti sér málin. En ekkert hefur þó gerzt til hins betra. Enn virðast ör- fáir ölvaðir ribbaldar, oft dag- farsprúðir menn þegar vínið er ekki með í spilinu, fá að ögra friðnum í þessum fallega fiskibæ. Kærur hrannast upp hjá sýslumanninum en ekkert virðist aðhafzt. Svo langt hefur þetta gengið ERLENDUR BJÖRNSSON,— ástandið eðlilegt. Vegir heflaðir eins fljðtt og unnt er _Vegir viða um land voru orðnir mjög slæmir vegna þurrka, auk þess sem yfirvinnubannið dró mjög úr endurbótum vega- gerðarinnar. Eftir að yfirvinnu- banni lauk og tók að rigna hefur vegagerðin hafizt handa af full- um krafti. Hér í nágrenni höfuð- borgarinnar eru vegir að komast í þokkalegt ástand, samkvæmt upp- lýsingum vegaeftirlitsins. Hvalfjarðarvegur var heflaður fyrir helgi en spilltist nokkuð vegna rigningarinnar en verður heflaður aftur. Þrengslavegur var heflaður í gær. Búið er að hefla Uxahr.vggi en vegurinn er nokkuð gljúpur og því ekki heppilegur fólksbílum. Verið er að lagfæra Krísuvíkurveg og unnið að heflun Nesvegar fyrir Reykjanes. Hafnarvegur var einnig heflaður Nýkomið Höfum fengið norsk til inni- eða iítinotkunar. í Þetta er sérstaklega meðhöndlaðujy rauðviður sem þolir vætu — og geturþví staðið iíti yfirsumarið A A A A Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 28601 iiBRaMnwauaaifHUiiiikii, í tilefni fertugsafmælis Máls og menningar hefur stjórn félagsins ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um skáld- sögur. Ein verðlaun verða veitt f.vrir beztu skáldsöguna að mati dómnefndar og nema þau 500 þúsund krónum. Skilafrestur í samkeppninni er til 15. mai 1978 og verður betur greint frá sam- keppninni og þátttökuskilyrðun- uin í næsta hefti Tímarits Máls og menningar, seni verður nokkurs konar afmælistímarit og von er á í lok júlí. Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað 17. júní 1937 og stóðu að því Félag byltingar- sinnaðra rithöfunda og Bókaút- gáfan Heimskringla. Tímarit Máls og menningar hefur komið úr samfle.vtt frá 1939 fjórum sinnum á ári, og jafnan þótt að þvi mikill menningarauki. Bókaverzlun opnaði Mál og menning ário 1961 í húsi félagsins að Laugavegi 18 og er sú bókaverzlun sennilega stærsta bókabúð landsins. 1 þessi fjörutíu ár sem Mál og menning á að baki hafa komið út á veguin útgáfunnar um 500 bækur auk Timaritsins og einnar hljómplötu. sem dótturíyrirtæki Máls og mtenningar, btrengleikar, gáfu út á sfðasta ári. -BH. rfl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.