Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 19
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAC.UK 27. JUNÍ 1977. 19 Áháan Leikfólag Húsavíkur: í DEIGLUNNI eftir Arthur Miller Þyöandi: Jakob Benediktsson Leikstjori: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd: Sveinbjörn Magnússon og Haukur J. Gunnarsson Það hef ég fyrir satt að Leik- •félag Húsavíkur þyki eitthvert besta leikfélag á landsbyggðinni um þessar mundir. Og þetta álit fannst mér gestaleikur félagsins í Iðnó á fimmtudagskvöld, með I deiglunni eftir Arthur Miller, staðfesta skýrt og skilmerkilega. Augljóslega býr félagið að óvenju mörgu hæfileikafólki í leiklist: það skar úr um sýninguna að þar var á að skipa dugandi leikurum í öll stærstu og vandamestu hlut- verkin. Og það má ætla að sýningu eins og þessari, eða öðrum stórum verkefnum félagsins á undanförnum árum, verði varla komið á fót hverju af öðru nema félagið njóti líka áhugasams áhorfendahóps heima I héraði. En þannig séð er líklegt að starf Leikfélags Húsavíkur sé til marks um áhuga-leiklist eins og hún gerist best hér á landi. Það kann að þykja dirfsku- bragð af litlu leikfélagi að ráðast í stórvirki eins og sögudrama Arthurs Millers um galdraof- sóknir á 17du öld, sprottið beint upp úr mccarthy-tímanum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að telja upp allskonar tormerki á slíkri fyrirætlun, enda mun enginn ætlast til þess að Leik- félag Húsavíkur megni að gera I deiglunni ,,fullkomin“ skil, eða ráða fram úr öllum úrlausnar- efnum leiksins. En það er ekki þar með sagt að viðfangsefnið sé félaginu ofur- efli. Hér er komið stórbrotið frá- sagnarefni, með samtímalegri skírskotun sem enganveginn hefur fyrnst, tilkomumikil dramatísk átök sem byggð eru upp með raunsæislegum hætti, skýrum andstæðum, tiltölulega einfaldri persónusköpun. Einmitt hin raunsæislega frásagnaraðferð og mannlýsingar hygg ég að henti áhugaleikurum vel. Og það sýndi sig í sýningu Leikfélags Húsa- víkur að leikendum auðnaðist vaxandi vald á viðfangsefni. sínu eftir því sem átök færðust í aukana, skýrðust andstæður hins rétta og ranga, góða og illa í leikn- um, eftir því sem meir reyndi á þrótt og einlægni leikenda í einstökum hlutverkum leiksins. Þannig var ekki mikið spunnið í kynningu aðstæðnanna, lýsingu fólks og aldarfars í fyrsta þætti. En í baráttu og átökum þriðja og fjórða þáttarins sýndu leikendur hvers þeir voru megnugir, komu á daginn í sýningunni heilsteyptar mannlýsingar sem báru uppi og færðu sönnur á söguefni leiksins, baráttu þeirra Proctorshjóna við sig sjálf og samfélag sitt og sigur að lokum í ósigrinum. Á við þetta skipta litlu máli þau lýti sem auðfundin eru á sýningunni. I deiglunni er fjölmennt leikrit og frásagnarefnið margbrotnara en sýnist í fyrstunni. Andstæður góðs og ills, réttlátra og ranglátra I leiknum eru ekki einvörðungu persónulegar, heldur stafa þær af samfélagslegum andstæðum sem leikurinn aðeins gefur í skyn. En þessi félagslegi bakgrunnur, sam- félagslýsing leiksins, varð að meslu útundan sýningu Leik- félags Húsavíkur, af þeirri einföldu ástæðu að engin von er til að félagið eigi jafnvigum leikurum á að skipa í öll hlutverk leiksins. Þannig varð ekki í sýningunni mikið úr Iýsingu ungu stúlknanna sem koma öllum ósköpunum af stað, né gróinna bænda sem missa sínar góðu og gegnu húsfreyjur á gálga fyrir ákærur þeirra. En réttleysi ungu stúlknanna er að minnsta kosti ein ástæða þess ranglætis sem hið góða bændafólk sætir í leiknum. Og þrátt fyrir alla hans mælsku- list fyrir málstað réttlætis, mann- legs lífs, er líka ljóst að það er aldeilis ekki sama hver fyrir rang- læti verður. Einu má gilda þótt Títúba, eða Sara Good, séu hengdar á háan gálga. Hitt er verra mál ef á að fara að hengja Rebekku Nurse, Elísabetu eða Jón Proctor. En út í þessar og þvílikai kringumstæður var ekki farið í sýningu þeirra Húsvíkinga, við leiðsögn Hauks Gunnarssonar, enda varla efni til þess. Þar byggðist sýningin upp um gálga raunsæislegar mannlýsingar í helstu hlutverkum leiksins, dramatíska baráttu og átök einstaklinga innb.vrðis og við sjálfa sig, og í krafti þeirrar lýsingar vann hún líka sigur. Hin innri barátta ristir dýpst hjá þeim Proctors-hjónum, Jóni og Elísabetu, og sigur þeirra að lokum er fyrst og fremst sigur á sjálfum sér. Kristján Elís Jónsson fór með hlutverk Proctors bónda, gervilegur maður sem lýsti bónda með vaxandi sannfæringarkrafti. Kristjana Helgadóttir var Elísa- bet kona hans, dul kona og köld sem ekki megnar fyrr en í leiks- lokin að rjúfa af sér skefjar púritanismans og mæta bónda sínum í einlægni. Þetta var falleg frammistaða þótt samne.vti þeirra hjóna, heimilisböli þeirra sem líka er ein orsök ófarnaðar i leikn- um, væri ekki ýk.ja skýrt lýst. LEIKLIST: Af öðrum leikendum í hinni fjölskipuðu sýningu langar mig að nefna Ingimund Jónsson: séra Samúel Parris, veilan mann og hálfan, og séra Jón Hale: Einar Njálsson, lærðan og ofstækisfullan klerk sem snýst hugur í miðju galdramálinu. Báðir verða þeir hvor með sínum .hætti fórnarlömb þess æðis sem þeir hrundu af stað, hvortveggja glöggar mannlýsingar í sýning- unni. Og loks Danforth landstjóri, fulltrúi ríkisvaldsins: Sigurður Hallmarsson ge^ðí honum einkar eftirminnileg skil, maður sem verður verkfæri ómannlegs rang- lætis beinlínis í kraftinum af trú sinni á lög og rétt og sjálfan sig sem útvalinn fulltrúa þeirra. Þetta varð ánægjuleg og eftir- minnileg kvöldstund í Iðnó. Ekki vegna viðfangsefnisins út af fyrir sig, þótt I deiglunni sé áhrifa- mikið sviðsverk, en vegna sýningarinnar, vegna þeirra k.vnna sem hér gáfust af alþýð- legri leikmenningu eins og hún gerist best. Hitt er svo annað mál hvort æskilegt sé tii frambúðar að sá raunsæismáti sem hér gafst svo vel sé einráður í íslensku almenningsleikhúsi, gamni þess og alvöru. ;'ír:í llllllllll Hversvegna ekki hvort tveggja? nýr AMIGO og sólarlandaferð Skoda Amigo eródýr bifreió, þess vegna getur þú leyft þér aó fara lika til sólarlanda. Skoda Amigo er mjög falleg og stíihrein bifreió. Hun er buin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió. JÖFUR HF aUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.