Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 14
14 DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JUNl 1R77. Hvað er í steininum? Litið inn hjá Ágústi Jónssyni á Akureyri Agúst skoðar íslenzkan ópal. 111^% ' vWBU 1 -p*. aldursgreiningu kvað ekki vera unnt að gera. „Erfiðast er að velja og hafna. Maður er kannski ein- hvers staðar frammi á heiði og hugsar með sér, á ég að taka þennan eða á ég að taka hinn. Kannski hendir maður alltaf fallegasta steininum. Það er nefnilega ekkert að marka hvernig þeir líta út að utan. Þeir geta verið ljótir en eru ef til vill gullfallegir þegar búið er að saga þá sundur. Maður veit það aldrei fyrirfram. Þaí er líka það sem heldur forvitn- inni við,“ sagði Ágúst — Hvernig nærðu steinunum í sundur? ,,Eg er hérna með demants- hjólsög sem ég nota. Hana keypti ég upphaflega frá Kali- forníu i Bandaríkjunum. Það er seinleg vinna að saga sundur steinana en vel þess virði. Að gamni minu hef ég svo sett saman brot og gert úr þeim ýmsa hluti, aðallega fyrir vini og kunningja.“ — Þarftu ekki einhver sérstök tæki til að mynda stein- ana? „Nei-nei. Þetta er bara venju- leg myndavél. Annars er ég óttalegur klaufi við að taka ljós- myndir þannig að það er kannski bezt að segja sem minnst um það mál.“ — Hefurðu haldið einhverjar sýningar á steinamyndunum? „Nei, ekki hef ég nú gert það. Hins vegar hélt dóttir mín einu sinni sýningu i Reykjavík. Þá seldist töluvert af myndum. Einnig hafa þær verið til sölu hjá Kristjáni Siggeirssyni í Reykjavík og hjá Amaro hér á Akureyri. Það er þó nokkuð um að keyptar séu myndir til tæki- færisgjafa. Svo kemur fólkið sem fékk myndir kannski seinna til mín og kaupir fleiri tilaðraðaupp einhverri seríu. Svo stendur til núna um jólin að gefa út bók með myndunum og ljóðum Kristjáns frá Djúpa- læk, „Óður steinsins". Hann orti þessi ljóð í fyrravetur við steinamyndirnar. Það fer þó eftir því hversu vel þeim hjá 10 milljón ára gamall stein- gervingur af tré sem Agúsl fann inni á Glerárdal. Texti: Dóra Stefánsdóttir „Nei, það er ekKi mikið. Svolitið eftir Þorleif Einarsson og Guðmund Böðvarsson. Það er þó ekki mikið sem þeir segja um steina, öllu meira um jarð- fræði almennt. Ég hef skoðað þá sjálfur, þaö er fyrir mestu.“ — Er þetta ekki skemmtilegt tómstundagaman? „Jú, þetta er ágætt þegar maður er orðinn gamall og hættur að geta unnið. Aður gaf maður sér ekki tima til svona nokkurs. Þegar ég er þreyttur finnst mér voðalega gott að Uti í garði er eitt hornið vjð húsvegginn heil gullnáma af skemmti legum steinum. „Það er eins og þegar maður flettir Dagblaðinu, maður veit ekki hvað stendur í því nema lésa það. Maður veit ekki hvað er innan í steininum nema hreinlega gá að því. Ég er mjög forvitinn og saga því i sundur steinana og skoða hvernig þeir eru að innan,“ sagði Ágúst Jónsson. Agust er Svarfdælingur fæddur 22.12 1902. Hann ólst að mestu leyti upp á Ólafsfirði en hefur búið á Akureyri sam- fleytt síðastliðin tuttugu og fimm ár. Hannstarfaðilengstaf við byggingariðnað og, eins og hann orðaði það sjálfur, „átti við eitt og annað". í rúm fimmtán ár hefur hann svo farið um landið og safnað steinum og steingervingum. Sumt af steinunum hefur hann sagað í sundur, jafnvel í þunnar flögur sem hann hefur lýst í gégnum og tekið myndir af. Utkoman er stórfengleg. Þá koma litbrigði steinanna fyrst í Ijós og ótrúlegustu kynja- myndir koma fram þannig að engu er líkara en komið sé í einhverja undraheima. Agúst hefur ferðazt viða um landið í leit að steinum. Fyrsta steininn i safnið fann Ágúst árið 1961 eftir Öskjugos. Elztu steinarnir i safninu eru hins vegar að minnsta kosti nokkri um millj. ára eldri. Það erú steingervingar sem Agúst fann inn á Glerárdal. Jarðfræðingar sem heimsótt hafa Ágúst og litið á steingervingana hafa fullyrt að þeir séu að minnsta kosti 10 milljón ára gamlir og vera kunni að þeir séu allt að þvi .'10 milljón ára. Nákvæmari Þetta er aðeins litill hluti steinasafnsins. Prentverki Odds Björnssonai tekst að litgreina myndirnar hvort af þessu verður. Ef það tekst ekki vel verður ekkert átt við útgáfuna. Það er ekki alveg ljóst ennþá hvernig gengur." sagði Ágúst. Steindór Steindórsson fyrrv skólameistari frá Hlöðum hefui sagt svo í umsögn um bókina: „Ég hygg að ekki sé þar farið með nokkrar ýkjur, þótt sagt sé, að Óður steinsins sé sérkenni- legasta og um leið frumlegasta bók, sem gefin hefur verið út á voru landi, og ef til vill 1 öllum heiminum." — Hefurðu lesjð þér mikið til um steina, Agúst: skoða steinana. Það eins og hvilir hugann. Mér kemur í hug ein vísan úr bókinni tilvonandi. Hún er svona: Formæltu ekki steinvölunni er særir il þína göngumaður kannski geymir hún undir hrjúfri brá það sem þú leitar kannski er hún sjálfur óskasteinninn. Vitrir menn hafa sagt mér að Kristján frá Djúpalæk hafi náð hápunkti skáldskapar síns í þessu ljóði og þeim öðrum sem i bókinni verða." DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.