Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Sundahöfn: VIKURFOKIÐ STARFS- MÖNNUM TIL ARMÆÐU — höf um krafizt úrbóta af BM ValláySegir talsmaður Reykjavíkur- hafnar Valentine ▼ BÍLALÖKK ALLT TIL BÍLALÖKKUNAR Sími 74540 Smiðjuvegi 40D, Kóp. „Það hefur verið unnið að breytingum á svæðinu í allt sumar og við erum allir af vilja gerðir,” sagði Sigursteinn Guðsteinsson yfirverkstjóri hjá BM Vallá er DB bar undir hann hvað væri til ráða gegn vikurfokinu. „Þetta verður aldrei fullkomið en við erum núna aðsemjavið Eimskip um að raða gámum í kringum svæðið. Það veitir skjól og kemur Eimskip einnig til góða, því fyrirtækið vantar pláss undir gáma sína. Þá er meiningin að koma upp lágri girðingu. Vikurinn skríður með jörðunni og stoppar á slíkri girðingu. Það er erfitt að koma því við að bleyta vikurinn. Þá þarf að bleyta fleiri hektara. Annars er öllu foki komið á okkur, allt skrifað á okkar reikning. En það fýkur fleira en vikurinn. Það rauk af svæði, sem við erum hættir að nota og einnig tætti vindurinn upp úr plani sem er vinnusvæði Eimskips. Sag og alls konar óþverri sem kemur úr gámunum þyrlaðist upp. Það gæti alveg eins hafa verið slíkur óþverri, sem fór í augað á manninum,” sagði Sigur- steinn. -JH. Laus staöa Staða kennslustjóra í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Hásjcóla ís- lands er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til allt að eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vís- indastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 29. september nk. Menntamálaráðuneytifl, 14. september 1981. í hvassviðrinu, sem gerði á fimmtudag í síðustu viku, fauk vikur yfir allt athafnasvæðið við Sundahöfn. Vikur í eign BM Vallá er geymdur þarna og bíður hann vinnslu og út- flutnings. Þegar verulega hvessir rýkur vikurinn, enda mjög léttur. Slíkt er starfsmönnum við Sundahöfn til mikils ama, og á fimmtudag var einn maður fluttur á slysadeild, þar sem korn særði auga hans. Margoft hefur verið kvartað yfir vikurfokinu, bæði til BM Vallá, hafn- arstjórans í Reykjavík og trúnaðar- manna starfsmanna á vinnusvæðinu. Jón Þorvaldsson hjá Reykjavíkur- höfn sagði í samtali við DB að Hekluvikur hefði fengið þetta svæði til geymslu á vikur fyrir u.þ.b. áratug. BM Vallá hefði síðan að mestu yfirtek- ið þennan rekstur. Fyrirtækið hefði fengið lóð til þess að geyma vikur og vinna. „Vikurinn er létt efni og þegar hvessir fýkur hann og angrar starfs- menn við Sundahöfn,” sagði Jón. „Það hefur verið rætt um að fá betri aðstöðu og byggja yfir vikurinn, t.d. tjald. Með því yrði fokvandinn úr sögunni. Það má líka nota fínriðið net. Við höfum krafizt þess að fyrirtækið passi betur upp á þetta. Með því að bleyta vikurinn og leggja’net yfir hann mætti hefta fok að verulegu leyti. Ef ekkeri ve:ður að gert, er ljóst að grípa verður til ráðstafana,” sagði Jón Þorvaldsson. -JH. Llebherr hjólagrafa. Benz 1113 1973, elnnlg Benz 1113 1973 mefl krana og framdrlfi. Aro-umboðið Kvöldsími / húsi BílasöluAlla Rúts 72«2A Hyrjarhöfða 2. Sími81757. OK-L5 Payloader hjólaskófla á liflamótum mefl 4x4 drifi. Benz 1632 mefl 6 tonna krana og 35 tonna þungavinnuvagni. Yfirverkstjóri BM Vallá: „UNNIÐ AÐ BREYT- INGUM Á SVÆÐINU” —við erum allir af vilja gerðir Vikurhaugarnir eru stórir og þegar verulega hvessir, þá rýkur vikurinn yfir athafna- svæöiö við Sundahöfn. DB-myndir Bjarnleifur. Fyrsta sfldin á Fáskrúðsfjörð Fyrsta síldin barst til Fáskrúðs- fjarðar i gær. Hornarfjarðarbátarnir Sigurður Ólafsson og Bjarni Gíslason komu með um hundrað tunnur. Síldina á að salta í dag eða á morgun hjá Pólarsíld. Þar stendur undirbún- ingur undir síldarsöltun sem hæst. Búið er að panta um 20 þúsund síld- artunnur. Pólarsíld vann einmitt einna mest af síldinni i fyrra, um 30 þúsund tunnur. Síldina fengu bátarnir í Miðfirði og Mjóafirði. Togari Fáskrúðsfirðinga, Hoffell, hefur aflað vel og var í gær að landa 85 tonnum af bolfiski. Nóg er einnig að gera hjá kaupfélaginu í bænum. Það var að kaupa fiskverkunarhús undir skreiðarverkun og er enn að byggja við verzlunarhús sitt. Verið er að byggja aðra hæðina en sú þriðja verður byggð á næstunni. Þegar er búið að taka fyrstu hæðina í notkun undir búðina. Talað er um, á Fá- skrúðsfirði, að fiskverkunarhúsið hafi kostað 1,2 milljónir og telja því bæjarbúar Sambandið ekki skorta fé. DS/Ægir, Fáskrúðsfirði. MALASKOLI -26908- • Danska, enska, þýzka, franska, íta/ska, spænska og íslenzka fyrir útlendinga. • Talmálskennslu annast m.a. Jeffrey Cosser fensku) og Aitor Yraola (spænsku). • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsta hefst 21. sept Síðasti innritunardagur. -26908- HALLDÓRS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.