Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Veðrið Gert er róð fyrir austanátt, svipað og verið hefur. Regnsvœði gongur yfir iandíð (dag en rigning er mest á Austur- og Suðausturiandi. Kl. 6 var f Roykjavik noröaustan 3, rigning og 12; Gufuskálar suösuö- austan 5, rigning og 9; Galtarviti austan 3, hálfskýjað og 7; Akureyri logn, þoka í grennd og 8; Raufarhöfn logn, skýjað og 7; Dalatangi suösuö- austan 4, þoka og 8; Höfn austan 3, úrkoma ( grennd og 8; Stórhöfði austan 8, súld og 8. í Kaupmannahöfn hálfskýjaö og 9, Osló skýjað og 8, Stokkhólmur skýjað og 4, London alskýjað og 15, Hamborg láttskýjað og 9, París rigning og 9, Madrid láttskýjað og 18, Lissabon alskýjað og 18 New York láttskýjaöog 15. V Andlát L....... .. ■ : ... Thomas R. Roberls andaðist 31. ágúst í St. Lukes Hospital, Kansas City, USA. Hann var fæddur í Bandaríkjunum 1. janúar 1914, foreldrar hans voru Thomas David Roberts og Ora Roberts. Thomas starfaði lengst af hjá Douglas-flugvélaverksmiðjunum. Árið 1949 kom hann til íslands og kynntist þá eftirlifandi konu sinni, Önnu H. Roberts, þau eignuðust eina dóttur Annoru Kolbrúnu. Helga Jónsdóttir andaðist i Borgar- spitalanum 6. september. Hún var fædd i Reykjavík 14. mai 1901, elzt systkina sinna. Hún starfaði tæp 50 ár hjá O. Johnson & Kaaber. Útför Helgu fór fram í kyrrþey, að hennar eigin ósk. Björn Bergmann fyrrum bóndi á Svarðbæli, Miðfirði, verður jarðsung- inn frá Melstaðarkirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Jón Úlfarsson bifreiðarstjóri, Borgar- nesi, verður jarðsunginn frá Borgar-, neskirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Þórarinn Guðmundsson, Heiðarvegi 2 Selfossi, áður í Sandprýði Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Björn Grétar Ólafsson, Kirkjubraut 8 Innri-Njarðvik, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvikurkirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Lýður Guðmundsson bóndi, Fjalli Skeiðum, verður jarðsunginn 19. september frá Ólafsvallakirkju kl. 14. Guðríður S. Ingólfsdóttir Conley, 1209 Plato Ave, Orlando Florida, and- aðist 15. september. Helgi Björnsson, Skúlagötu 72 Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni föstudaginn 18. september kl. 13.30. Jarðsett í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Rósa Lilly Jónsdóttir lézt á gjörgæzlu Landspitalans 9. september. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. september kl. 13.30. 75 ára er i dag Jakob H. Richter. Hann fæddist að Tangagötu 6 á ísafirði. For- eldrar hans voru Ingibjörg Magnús- dóttir og Stefán Richter. Hann hefur starfað yfir 50 ár hjá Slippfélagi Reykjavikur en lærði skipasmíði í Iðn- skólanum í Reykjavík. 2. maí 1931 kvæntist hann Gythu Guðmundsdótt- ur, þau eiga 5 börn. 50 ára er i dag Gunnar Sigfús Kárason. Hann er fæddur að Finnastöðum í Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar Gunnars voru Kári Guð- mundsson bóndi og kona hans Fríður Jónsdóttir. Gunnar var annar í röð fjögurra barna, en eitt systkina hans lézt af slysförum 1934. Hann ólst upp hjá Sesselíu H. Sigmundsdóttur að Sól- heimum í Grímsnesi. Á Sólheimum var mikil leiklistarstarfsemi og hefur Gunnar starfað þar sem leikari og sviðsmaður. 70 ára er i dag Jóhann Ólafur Jónsson járnsmíðameistari, Reykjavíkurvegi 70 Hafnarfirði. — Hann ætlar að taka á móti gestum sínum í kvöld, eftir kl. 20.30, í Veitingahúsinu Gafl-Inn við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Útivistarferðir Föstudagur 18. sept. kl. 20. Kjalarferð með Jóni I. Bjarnasyni. Gist i húsi. Laugardagur 25. sept. kl. 20. Þórsmörk.haustlitaferð, grillveizla. Gist i húsi. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni, Lækjar- götuóa, sími 14606. Sunnudagur 20. sept. kl. 10. Skálafell. kl. 13 Botnsdalur-Glymur, haustlitir. Ferðafélag íslands Helgarferðir: 18. —20. sept.: kl. 20 Landmannalaugar. 19. —20. sept.: kl. 08 Þórsmörk — haustlitaferð. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. AA-samtökin Í dag, fimmtudag, veröa fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010), græna húsið kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjarnargata 3 (s. 91-16373), rauða húsið kl. 21, 1 augameskirkja safnaðarheimili kl. 21, Kópavosskirkja kl. 21, Akureyri, Geislagata 9 kl. 21, Dalvik, Hafnarbraut 4 kl. 21, Blönduós, Kvennaskóli. kl. 21, Patreks- fjörður, Ráðhúsinu við Aðalstræti kl. 21, Sauöár- krókur, Aðalgata 3 kl. 21, Seyðisfjöröur, Safnaðar- heimili kl. 21, Vestmannaeyjar Heimagata 24 kl. 20.30. Staðarfell Dalasýslu, Staðarfell kl. 19, og Vopnafjörður, Hafnarbyggð 4 kl. 21. Á morgun, föstudag, veröur fundur í hádeginu að Tjarnargötu 5, kl. 12 og 14. Aðaifundir Aðalfundur Sambands veit- inga- og gistihúsa var haldinn 9. og 10. september sl. að viðstöddum fulltrúum viðsvegar aðaf landinu. Stjórn S.V.G. var endurkjörin. í henni eiga sæti: Formaður Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Heklu, aðal- menn: Bjarni I. Árnason, Brauðbæ, Einar Olgeirs- w I GÆRKVÖLDI Um raddir og sitthvað fleira Fréttamannaráðningar, svo og' ráðningar annarra starfsmanna sjón- varpsins og útvarpsins, hafa jafnan verið í sviðsljósinu. Er þá venjulega deilt um hvaða umsækjandi hafi mestu menntun og reynslu og svo framvegis, sem auðvitað er góð viðmiðun. Hitt ber að_ minna á, hvort þeir menn sem ráðnlr efu, þrátt fyrir alla sína menntun, hafi eitthvað í sér til þess að starfa við þessa fjölmiðla. Þegar þulir eru ráðnir t.d. fara fram reynsluupptökur og sú sem þykir standa sig bezt í henni fær starfið. Þar ríður á að hafa góða og skýra rödd og gott útlit sakar ekki heldur, að minnsta kosti ekki í sjón- varpinu. Sömu kröfúr ætti vitanlega að gera til fréttamanna sjónvarpsins. Það rann upp fyrir mér í gær að einn fréttamannanna, sem þó hefur starf- að nokkur ár og hefur því nægjan- lega reynslu, er ennþá að stama út úr sér spurningunum. Að sjálfsögðu er þetta atriði verst fyrir viðkomandi fréttamann því áhorfendur vilja að fréttamenn spyrji ákveðið og með réttum áherzlum, ella vill fréttin verða langdregin og leiðinleg. Þá er ekki síður leiðinlegt að hlusta á frétt sem lesin er eins og verið sé að æfa sig í hæglestri. Hjá útvarpinu verður maður varla var við að slíkt komi upp nema hjá þeim sem eru að tala í fyrsta sinn og þá heyrir maður venjulega ekki í þeim aftur í lengri tíma. Fréttamenn ættu allir að vera eins og Stefán Jón Hafstein. Hann hefur frábæra rödd sem svo sannarlega Iætur mann hlusta. Auk þess sem hann SPYR viðmælendur sína án þess að hika. Sjónvarpið hefur nokkuð gert að þvi að fá stjórnendur umræðuþátta utan úr bæ sem vissulega er sjálfsagt. En að setja mann i beina útsendingu sem aldrei fyrr hefur komið í sjón- varp, eins og í þættinum um skyndi- hjálp í fyrrakvöld, þá er engum greiði gerður. Sízt af öllum stjórn- andanum sem hálfpartinn gerir sig að hálfvita. Nóg um raddir. Sjónvarpið var með sína venjulegu miðvikudagsdag- skrá í gærkvöldi. Ég vona að sál- fræðingar, siðferðis- og menningar- postular og önnur menningarsnobb fái ekki slag þó ég segi að ég horfi á Dallas og mér þykja Tommi og Jenni frábærir. Mætti gjarnan endursýna þá eftir Barbapapa á sunnudögum fyrir þau litlu sem eru farin að sofa klukkan að verða níu á kvöldin. son, Hótel Esju, Emil Guðmundsson, Hótel Loft- leiðum, Gunnar Karlsson, Hótel KEA, Ólafur Lauf- dal, Hollywood og Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti. í- varastjórn eru Arnþór Björnsson, Hótel Reynihlíð og Guðni Jónsson, Nausti, en framkvæmdastjóri er Hólmfríður Ámadóttir. Til umræðu var m.a. sá skortur sem er á starfs- fólki með verkmenntun til ýmissa starfa á veitinga- og gistihúsum. Hótel- og veitingaskóli íslands býður aðeins nám í matreiðslu og framreiðslu; öðrum sviðum veitingarekstrar og öllum þeim störfum, sem gistihúsarekstri fylgja, er engu sinnt í skólum lands- ins. Samþykkti fundurinn tilmæli til menntamálayfir- valda þess efnis, að kennsla sú, er húsmæðraskólar bjóða upp á, og Ijóst er af dræmri aðsókn, að rót- tækrar endurskoðunar þarf með, verði löguð að þörfum veitinga- og gistihúsa, með því næðist þrennt: nýting á aðstöðu og kennslukröftum, sem fyrir hendi eru, nýir möguleikar fyrir ungt fólk til þess að afla sér sérhæfingar til starfa i vaxandi at- vinnugrein, og framboð af starfsfólki til þess að full- nægja þörfum greinarinnar. Gestur fundarins, Birgir Þorgilsson, markaðs- •stjóri Ferðamálaráðs, spjallaði í fróðlegu erindi um móttöku erlendra ferðamanna, verðlagsmál ferða- þjónustunnar og það átak, sem nauðsynlegt er að gera í markaösmálum. Aðalfundur S.V.G. var haldinn í hinu nýja hóteli í Stykkishólmi. Voru aðstæður og þjónusta eins og bezt verður á kosið. Hótel Stykkishólmur er fjöður í hatt bæði sveitarfélagsins og ferÖaþjónustu lands- manna í heild. Sannast þar hverju áræði og framsýni fá áorkað til uppbyggingar við erfiðar aðstæður. Spilakvöld Spilakvöld verður haldið á vegum Kvenfélags Kópavogs, fimmtudagskvöld 17. september kl. 20.30 að Hamraborg 1, Kópavogi. Spilakvöldið er haldiö til styrktar Hjúkrunarheimili Kópavogs. Allir velkomnir. Nefndin. Basarundirbúningur. Félag fatlaðra f Reykjavik og nágr. Nú líður óðum að basar félagsins, sem verður i fyrstu viku desembermánaðar. Basarvinnan er komin i fullan gang, komið er saman öll fimmtudagskvöld, kl. 20, í félagsheimilinu, Há- túni 12. Við vonumst eftir stuðningi frá velunnurum félagsins, eins og undanfarin ár. iþrötlir Opnir kappleikir Golfsambands íslands 16.-20. scplembfr FIAT THROPY 19.-20. september Golfklúbbur Reykjavíkur, ÍSAL í öllum flokkum. Golfklúbbur Vestmannaeyja, fyrirkomulag óákveðið. Knattspyrna Skrá yfir leiki sem enn eru óleiknir í 2. fiokki vegna' frestana, einnig leikir samkvæmt mótaskrá og leikir í úrslitum íslandsmótsins sem K.R.R. sér um. Fimmtudagur 17. september. R.m. Framvöllur Fram-Þróttur kl. 19. Föstudagur 18. september. ísl.m. KR-völlur KR-Þróttur kl. 19. Laugardagur 19. september. ísl.m. Framvöllur Þróttur N.-Fram kl. 14. R.M. Þróttarv.Þróttur-ÍR kl. 14. Sunnudagur 20. september ísl.m. Framv. ÍBK-Þróttur N. kl. 14. Mánudagur 21. september R.m. KR-vöUur KR-Fylkir Akl. 18.30. R.M. KR-völlur KR-Fylkir B kl. 20.00. Fataúthlutun hjá Hjálpræðishernum föstudag. 18. september frá kl. 10—17. Verið velkomin. Skátadagur 19. sept. í Háaleitis-, Bústaða-, Smáíbúða- og Fossvogshverfi er starfandi Skátafélagið Garðbúar. í félaginu eru nú um 300 skátar á aldrinum 9 til 25 ára. Markmið skátafélagsins er aö efla æskulýðsstarf í hverfinu og þroska ungt fólk til félagsstarfa. Nú í september er að hefjast nýtt starfsár, af því tilefni mun félagið halda skátadag í sinu hverfi og verður hann laugar- daginn 19. september milli kl. 2 og 4. Verður reist tjaldbúð að skátahætti á opna svæðinu á mótum Réttarholtsvegar og Hæðargarðs (fyrir ofan Vík- ingsheimilið). Tilgangur skátadagsins er tvíþættur. í fyrsta lagi að kynna skátafélagið Garðbúa fyrir öllum yngri og eldri ibúum hverfisins og í öðru lagi að minna á innritunina sem er þessa sömu helgi í skátaheimili Garðbúa sem er í kjallara barna- heimilis Staðarborgar v/Mosgerði. Árgjald fyrir starfsárið er kr. 160, einnig er veittur systkinaafslátt- ur. Vonast stjórn félagsins að sem flestir íbúar hverf- isins sjái sér fært að kynnast starfi þess og þiggja veitingar að skátahætti. Unglingameistaramótið í skák að hefjast Unglingameistaramót íslands í skák hefst næstkom- andi föstudag og stendur skráning keppenda nú yfir hjá Skáksambandi íslands daglega og hjá Taflfélagi Reykjavíkur á kvöldin. Mótið verður haldið í húsi Taflfélagsins að Grensásvegi og er öllum yngri en 20 ára opin þátttaka. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, og fá keppendur eina klukkustund á fyrstu þrjátíu leikina og svo 20 mínútur til að Ijúka skákinni. Fyrsta umferð verður tefld nk. föstudagskvöld, önnur og þriðja á laugardaginn, fjórða og fimmta á sunnudaginn og sjötta og sjöunda á mánudags- kvöldið. í fyrstu verðlaun verður ferð á gott skák- mót erlendis og bókaverðlaun verða fyrir 2.-5. sæti. Til að flýta fyrir, vildu forráðamenn Skáksambandsins koma því á framfæri, að menn tilkynntu þátttöku sína tímanlega. Styrkveiting úr Menningar- sjóði Sambandsins Sl. föstudag voru afhentir styrkir úr Menningarsjóði Sambandsins er úthlutað var fyrr á árinu. Menningarsjóðurinn var stofnaður á aðalfundi Sambandsins árið 1919. Sjóðurinn veitir árlega styrki til ýmissa aðila er vinna að menningar- og vel- ferðarmálum, í samræmi við það markmið sam- vinnuhreyfingarinnar, að efla menningarlíf í Iand- inu. Að þessu sinni nam styrkfjárhæðsamtals 105.000' kr. og hlutu eftirtaldir aðilar styrki: Gigtarfélag íslands 25.000 kr. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri 25.000 kr. Styrktarfélag vangefinna 25.000kr. ICYE — Alþjóðleg kristileg ungmennaskipti 15.000 kg. Flugbjörgunarsveitin 15.000 kr. Valur Amþórsson, stjórnarformaður Sambands- ins, afhenti fulltrúum þessara aðila styrkina í höfuðstöðvum Sambandsins að viðstöddum for- stjóra Sambandsins og Eysteini Jónssyni fulltrúa í stjórn sjóðsins. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 176 17. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. Ferðamanna- gjaldoyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7.706 7.728 8.500 1 Steriingspund 14.260 14.301 15.731 1 Kanadadollar 6.405 6.424 7.066 1 Dönskkróna 1.0652 1.0683 1.7151 1 Norskkróna 1.3213 1.3251 1.4576 1 Sœnskkróna 1.3901 1.3941 1.5335 1 Rnnsktmark 1.7309 1.7358 1.9094 1 Franskur f ranki 1.3960 1.4000 1.5400 1 Belg. franki 0.2046 0.2052 0.2257 1 Svissn. franki 3.9018 3.9129 4.3042 1 HoHenzk florina 3.0285 3.0371 3.3408 1 V.-þýzktmark 3.3526 3.3622 3.6984 1 ítöisk l(ra 0.00660 0.00662 0.00728 1 Austurr. Sch. 0.4774 0.4788 0.5267 1 Portug. Escudo 0.1177 0.1181 0.1299 1 Spánskur peseti 0.0819 0.0822 0.0904 1 Japansktyen 0.03399 0.03409 0.03749 1 Irskt ound 12.212 12.247 13.471 SDR (sérstök dráttarréttlndi) 01/09 8.9250 8.9503 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. . sdms'Q*. I v ksi *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.