Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. 11 Einhvern veginn skal vatnið úr vizkubrunninum ofan i busann. Busar í MK bergðu á vizkubrunninum: Fátt er meira hressandi en kalt vatn og ekki er siöur gott að fá hjá stúlkukind máls- hátt til að hafa um hálsinn. DB-mvndir Sieurður Þorri SUMIR SUPU UR AUSUNNIEN AÐRIR FÓRU HÁLFIR í TUNNUNA Þar grét Árni Oddsson lögmaður fyrir hartnær 320 árum er hann skrifaði undir einveldisskuldbindingu Friðriks III. Danakonungs. Og í gær varð gamli þingstaðurinn í Kópavogi ;aftur vettvangur gráts og gnístranar tanna. Eldri bekkingar í Mennta- skólanum i Kópavogi vigðu þá busana í samfélag hinna menntuðu og vitru. Ólíkt Árna Oddssyni sem grét af sorg (eða kannski guðhræðslu) grétu busarnir af gleði, eða allt að því. Tannaglamrið stafaði hins vegar af kulda, enda er allt annað en þægilegt að vera dýft hálfum ofan í tunnu fulla af vatni. Busavígslan hófst við Digranesveg þar sem Menntaskólinn er til húsa. Busum var smalað út fyrir skólann, færðir ,í strigapoka, merktir i öllum regnbogans litum og þvi næst bundnir við kaðal einn langan. Eldri bekkingar gengu vasklega fram í því að troða busaræflunum í pokana og tókst það að mestu leyti án átaka, þótt einn og einn væri með uppsteyt. En á 12 mínútum var verkinu lokið og 129 busa stóðu málaðir og bundnir og biðu þess sem framtíðin bæri í skauti sér. Næst bar að dráttarvél með vagn í eftirdragi. Upp á vagninn snöruðu sér forvígismenn eldri bekkinga, en kaðallinn,'sem busanir voru bundnir við, var festur i dráttarvélina. Síðan lagði fylkingin af stað og var haldið á þingstaðinn. Fremst fóru tvær ungar stúlkur með borða sem á var letrað Busavígsla MK og á milli þeirra fór ófrýnilegur „böðull” og barði bumbu. Takturinn minnti á trommuhljóð. Taktur hans var sá sami og leikinn er i biómyndum á undan aftökum. Á eftir fylgdu bundnu busarnir og halarófa af krökkum, ungum og nær fullorðnum. Nemendur menntaskólans báru spjöld með áletrunum á borð við Hætta, bus- ar ganga lausir og Ég hata busa og margir voru með grímur fyrir vitum sínum. Lyktin af busum er sögð hræðileg. í góðri fylgd lögreglu náði gangan á þingstaðinn fyrir botni Kópavogs. Þar hafði verið myndaður hringur með köðlum og inn í honum miðjum voru tunnur nokkrar fullar af vatni. Sögðu eldri bekkingar að hér væri fundinn vizkubrunnurinn er allir busar verða að bergja af til að komast í siðaðra manna tölu. í jaðri hringsins voru litlir básar girtir af með böndum og var hverjum busabekkjanna fimm ætlaður sinn bás. Fljótlega gekk að „rétta” og fyrr en varði voru allir busarnir komnir á sinn stað. Eftir stutta ræðu, þar sem busum Þátttakendur 1 héraðsfundi Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis, sem haldinn var f Grundarfirði. DB-mynd Bæríng Cecilsson. Héraðsfundur Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis Héraðsfundur Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis var haldinn í Grundarfirði sunnudaginn 6. september sl. Fundurinn hófst með messu i Grundarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson í Ólafsvik predikaði og séra Jón Þor- steinsson í Grundarfirði þjónaði fyrir altari. Prófasturinn sr. Ingiberg Hannes- son á Hvoli setti síðan fundinn í safnaðarheimili Grundarfjarðar- kirkju kl. 13.30. Aðalmál fundarins, auk venjulegra héraðsfundarstarfa, var stofnun jöfnunarsjóðs fyrir prófastsdæmið, sem vafalaust mun marka tímamót um merkilega starf- semi innan prófastsdæmisins. Þá var fjallað um samræmingu sóknargjalda innanprófastsdæmisins, rafmagnsverð til hitunar, starfsreglur fyrir sóknarnefndir og annað starfs- fólk, skyldur safnaðarfulltrúa og kirkjukórahátíð í tilefni kristniboðs- afmælis. Sr. Gísli H. Kolbeins í Stykkis- hólmi flutti fróðlegt erindi um Þor- vald víðförla Konráðsson og Friðrik biskup i tilefni kristniboðsársins. —BC, Grundarfirfli. var tjáð hvað í vændum væri, gat vígslan sjálf loks hafizt. Kallarar lásu upp nöfn busa og þeir gáfu sig síðan fram við skírara sína. Busar áttu að drekka eina ausu eða tvær af vatninu úr vizkubrunninum, en margir voru eigi fúsir til að bergja á. Þeir hinir sömu voru því einfaldlega hafnir á loft og i næstu andrá voru þeir komnir hálfir ofan í tunnuna og á næsta andar- taki aftur komnir upp úr. Sannarlega snögg umskipti það. Á endanum var búið að taka þá alla i heldri manna tölu og þeir héldu heim á leið með bros á vör og vætu í hári. Busaball var síðan haldið i Snekkjunni í Hafnarfirði i gærkvöldi og eflaust hafa sumir þusanna freistað þess þá að koma fram hefndum. Hvernig það hefur gengið er önnur saga. -SA. plexíglas Acryl-gler í hæsta gæðaflokki Allt að 20 sinnum sterkara en gler Margar þykktir og litir PLEXIGLAS • urtdir skrifstofustólinn • f sólveggi, svala- og stigahandríð • f gróðurhúsið og vermireiti • I vinnuvélar • Framleíðum Ijóshlffar ó flestar gerðir bfla. Miklir möguleikar í innréttingum, s.s. verzlanir og heimili. okron • Komið og skoðið myndabœklinga okkar — Skerum — beygjum /ídúmúlo 3i, /ími: 33706 ®ple>ðgla8 •inkoumbod BRÚÐAN sem: gengur talar og syngur Háríð er sítt/stutt og greiða má eftir ósk eða smekk 93 cm á hæð Mikið úrval af brúðum í ö/lum stærðum HEILDSALA - SMÁSALA afe BLÁBER H/F ðnT' ÞINGHOLTSSTRÆTI 6 SÍMI29488 Umboðsmenn vantar um land a/ft * J* «t-JB l • K It '1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.