Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 11
Peningar Endurskipulagningu seðla- og myntútgáfunnar lokið Peningameðferö hefur verið auðvelduð til mikilla muna Á undanförnum misserum hafa nýir peningar komið af og til frá Seðlabankanum, og aðrir verið innkallaðir. Þetta hefur ekki einungis verið vegna venjulegrar endurnýjun- ar, heldur fyrst og fremst fram- framkvæmd endurskipulagn- ingar á seðla- og myntnotkun- inni, sem Seðlabankastjórn ákvað árið 1968. Endurskipu- lagningunni lauk í meginatrið- um þegar 5000 króna seðillinn var gefinn út fyrr á þessu ári. Seðlar þeir, sem nú eru í umferð á íslandi, eru annars vegar seðlar, gefnir fyrst út í maí 1960 með heimild í lögum nr. 63/1957 með nafni Lands- banka íslands, Seðlabankans, og seðlar gefnir út í nafni Seðlabanka íslands samkvæmt lögum nr. 10/1961. Fyrstu seðl- arnir með nafni Seðlabanka ís- lands voru 1000 kr- seðlar, sem látnir voru í umferð í júní 1963, og er nú svo komið, að nær eingöngu eru í umferð seðlar með nafni bankans. Fram til þess tíma, eða frá setningu Landsbankalaganna 1927 og 1928, hafði seðlaútgáf- an verið í höndum Landsbank- ans. Hins vegar hafði ríkissjóð- ur farið með myntsláttu hér- lendis allt frá árinu 1922. En árið 1961, þegar Seðlabankinn var gerður að sjálfstæðri stofn- un, var fjármálaráðherra heim- ilað með lögum að fela bank- anum myntsláttuna. Ekki var gengið frá myntsláttarsamn- ingi milli fjármálaráðherra og Seðlabankans fyrr en árið 1966. Með þeim samningi fékk Seðla- bankinn einkarétt til að slá og gefa út mynt frá 1. apríl 1967. Samningurinn komst þó ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári, þar sem bankann skorti nauðsynlegar geymslur og bætt afgreiðsluskilyrði. Árið 1968 varð að lögum frumvarp um gjaldmiðil ís- lands, sem er heildarlöggjöf um mynt og seðla, og voru fyrri lagaákvæði felld úr gildi. í maí þetta ár var látinn í um- ferð 10 króna peningur og nýr 500 króna seðill. Markaði þetta þáttaskil í peningaútgáfu hér- lendis, og var fyrsti áfangi í endurskipulagningu islenzkrar seðla- og myntútgáfu. Nokkrum mánuðum síðar, eða 1. desem- ber, var svo gefinn út 50 króna peningur í 100 þúsund eintök- um í minningu 50 ára fullveld- is landsins, og seldist sá pen- ingur upp á örfáum dögum. í lögunum um gjaldmiðil ís- lands var heimild til að ákveða með reglugerð, að fjárhæð hverrar kröfu eða reiknings skuli tilgreina með heilum tug aura. Einnig var í lögum heim- ild til að ákveða innköllun ein- stakra seðla. Næsta skref í endurskipu- lagningu þeirri, sem nú var hafin, var útgáfa tveggja nýrra myntstærða árið 1969, 50 aura og 5 króna, en hætt var að setja í umferð 1, 5 og 25 eyr- inga auk 5 og 10 króna seðla. í nóvember þetta ár var gefin út reglugerð, þar sem ákveðin var innköllun allra seðla, sem settir höíðu verið í umferð frá og með eignakönnun og seðia- skiptum í ársbyrjun 1948. Einn- ig var ákveðin innköllun 5 og 10 króna seðla, sem gefnir voru út samkvæmt lögum frá 1957 og 1961. Á síðasta ári var gefinn út 50 króna peningur, og þá um leið hætt að láta 25 króna seðla í umferð. í apríl sl. var svo 5000 króna seðill settur í um- ferð, og var þar með lokið þeirri endurskipulagningu á gjaldmiðlinum, sem banka- stjórnin boðaði árið 1968. Útgáfa 5000 króna seðilsins virðist hafa verið orðin tíma- bær. Hlutdeild 1000 króna seð- ilsins í seðiamagninu, sem var 66.1% í árslok 1961, var orðin 82.4% í árslok 1970. Með til- komu 5000 króna seðilsins létti mjög á notkun 1000 króna seðilsins, og svo var komið um mánaðamótin sept./okt., að hlutdeild 5000 króna seðilsins var orðin 32.1% af seðlum í umferð, en hlutur 1000 króna seðilsins hafði minnkað í 52%. Hlutur 500 króna seðla var þá 5.1% og 100 króna seðla 9.7%. Almenningur hefur yfirleitt tekið öllum þessum breyting- um mjög vel, enda eru þær fyrst og fremst gerðar með það fyrir augum að auðvelda ann- ars óhjákvæmilega seðla- og myntnotkun. Vinnusparnaður við notkun seðla og myntar hefur orðið meiri en almenn- ingur gerir sér ef til vill grein fyrir. Þá hefur kostnaður við útgáfu, endurnýjun og eyðingu seðla eðlilega einnig farið stór- minnkandi. Fram til ársins 1932 voru ís- lenzku seðlarnir prentaðir í danska þjóðbankanum, en þetta ár var prentunin fengin í hend- ur ensku fyrirtæki, Bradbury- Wilkinson & Co. Ltd., sem hef- ur verið brautryðjandi á ýms- um sviðum prentunar af því tagi, sem seðlaprentun er, og er í dag eitt virtasta einkafyrir- FV 10 1971 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.