Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 19
Sigildi Volksvagninn selst alltai. K 70. Ro-80 ásamt höfundinum. breyta ákvörðunum hans varð- andi nýjar gerðir, jafnvel þótt þeim væri ekki vel tekið á heimamarkaði. Enginn mótmælti heldur þeg- ar Lotz ákvað að kaupa NSU- verksmiðjurnar og sameina þær dótturfyrirtæki Volkswagen Auto-Union. Á sama tíma var Auto-Union byrjað að raka inn gróða á Audi 100 bíl sinum og sameiningin við NSU reyndist hroðaleg fjárhagslega, því að NSU hafði eytt gífurlegu fé í Ro-80. bílinn, með Wankelvél- ina, sem kallaður var bill fram- tíðarinnar. Þetta er stórkost- lega fallegur bíll og almenning- ur er yfir sig hrifinn af honum, en gallinn er bara sá, að fram- leiðsla hans er langt frá því að verða arðbær. Afleiðingin; Audi-NSU dótturfyrirtækið tap- ar 300 milljónum marka á þessu ári. Til að reyna að bjarga málunum fól Lotz, Rud- olf Leiding, að rétta fyrirtækið við og bjarga því. Leiding, sem byrjaði hjá Volkswagen fyrir 20 árum, sem varahlutaverk- fræðingur, hefur á undanförn- um árum rekið mörg dótturfyrir- tæki Volkswagen, bæði heima og erlendis, ætíð með miklum glæsibrag. Leiding hófst þegar handa og miðaði vel á veg, er Lotz sagði af sér og Leiding var auðvitað talinn eini rétti mað- urinn til að taka að sér stærsta björgunarverkið, sem nokkru sinni hafði verið boðið út, nefni- lega að bjarga sjálfu föðurfyr- irtækinu Volkswagen í Wolfs- burg. Þó að margir reyni að skrifa erfiðleika Volkswagen á reikn- ing Lotz, liggur það í augum uppi, að það er engin ein á- stæða fyrir erfiðleikunum. Volkswagen var á sama báti og önnur þýzk fyrirtæki með það að gengishækkun marksins, stórhækkuð laun og fram- leiðslukostnaður tóku mikinn toll af rekstrarhagnaði, en Volkswagen er eitt á báti með það, að styrkur þess og vöxtur hefur of lengi byggzt á einni framleiðslu. sjálfum Volksvagn- inum. Tilraunirnar til að auka fjölbreytnina hafa hingað til misheppnast. eins og fram kem- ur hér að framan með 411 og K 70 bílana. T.d. má nefna að Ford seldi 64000 bíla af svip- aðri stærð og VW K 70, Opel 60000, en Volkswagen aðeins 29000. Svipað ástand er með VW Porsche sportbílinn. Til að framleiðslan beri sig þarf að selja 30000 bíla á ári. í ár er salan áætluð um 12000 og tap- ið alveg gífurlegt. Hvernig stendur á þessum skyndilegu erfiðleikum? Eru þeir tilkomnir á einu ári? Svar- ið, sem stjórn VW gefur er að Lotz hafi stjórnað fyrirtækinu, sem einræðisherra og látið und- ir höfuð leggjast að láta með- stjórnendur vita hversu alvar- legt ástandið var. Þessi skýring stenzt þó varla, því að enginn einn maður gæti mögulega falið fjái'hagslegt hrun stærsta fyrir- tækis landsins, og jafnframt loftvog efnahagslífs þess. Verð- bólga, harðnandi samkeppni og framleiðslumistök með VW 411 og VW K 70 eru helztu þrjár ástæðurnar, auk þess sem VW 1302 tegundin kostaði fyrirtæk- ið offjár vegna tæknigalla í upphafi. Blöndungurinn í þeim bíl var gallaður, svo og hlutar af rafkerfinu og VW varð að kalla inn 200 þúsund bíla til lagfæringa. Talið er að þessi mistök hafi kostað fyrirtækið 70-100 milljónir marka auk þess. sem stórdró úr sölu bíls- ins, þrátt fyrir að gallarnir væru lagfærðir hið bráðasta. Ofan á allt þetta bætist svo, að japanskir bílar ógna nú Volkswagen á erlendum mörk- uðum, sem Volkswagen til skamms tíma sat eitt að. T.d. selja Japanir nú fleiri bíla í Finnlandi, Noregi og Sviss, sem áður voru talin trygg Volks- wagenlönd. Ástandið í Banda- ríkjunum er VW einnig mikið áhyggjuefni, því að þar hafa Japanir þegar náð undir sig stórum markaði á kostnað VW, og sá markaðshluti hefur stækkað með hverju árinu. Verkið, sem Leiding á fyrir höndum, er því ekkert smá- ræði. og það fyrsta, sem hann verður að gera, áður en hann raunverulega getur byi’jað end- urskipulagninguna, er að tryggja 10 milljarði marka á næstu fjórum árum til að kosta endurskipulagninguna sjálfa. Það eitt gæti mönnum fundist ærið verk fyrir einn mann. Það leiddi af sjálfu sér að þegar Lotz sagði af sér, þá upp þyrlaðist pólitískt moldryk, því að v-þýzka ríkið á 36% af hluta- bréfum Volkswagen. Leiðtogar kristilegra demókrata héldu því fram, að sósíalistar væru að reyna að taka fyrirtækið yfir. (Lotz er einn af efnahagmála- ráðunautum kristilegra demó- krata). Ástæðan fyrir þessu var sú, að skipaður hafði verið nýr starfsmannastjóri (sósíalisti), FV 10 1971 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.