Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 30
Kjaramál Raunverulegar samningaviðræð- ur eru ekki hafnar ennþá Stefna ríkisstjórnarinnar á reiki og óvíst um áhrif af aðgerðum hennar Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar fær nú að glíma við vanda í kaupgjaldsmálum, sem stuðningsmenn stjórnarinnar töldu auðleystan í tíð þeirra ríkisstjórnar. sem sat að völd- um s.l. áratug. Að þeirra dómi var alltaf auðvelt að verða við kröfum láglaunafólks, vegna þess að um sanngirnismál var að ræða. En þegar að stjórnar- liðum sjálfum kemur, að gang- ast fyrir sáttum á vinnumark- aðnum á grundvelli þess, að lág- launafólk fái hækkuð þau laun, sem stjómarsinnar telja sjálfir að ekki sé unnt að lifa á, kemur annað hljóð í strokk- inn. KAUPMÁTTARAUKNING EÐA KAUPHÆKKANIR. Þegar kjaramálin voru fyrst rædd í ríkisstjórninni voru mjög skiptar skoðanir meðal ráðherranna, hvernig rétt væri að bregðast við þeim kjarakröf- um, sem þá voru komnar fram eða fyrirsjáanlegar. Ólafur Jó- hannesson og Hannibal Valdi- marsson virtust vera á þeirri skoðun, að heppilegast væri fyr- ir alla aðila að vinna að 20% kaupmáttaraukningu eftir leið- um, sem þeir voru að vísu ekki reiðubúnir til að benda á. Lúð- vík Jósefsson hallaðist á hinn bóginn að því. að rétt væri að kjarabætur kæmu fram í bein- um kauphækkunum, sem veitt- ar yrðu í áföngum. Um tíma leit út fyrir að skoðun Lúðvíks Jós- efssonar yrði í aðalatriðum of- an á í ríkisstjórninni. En svo til á einni nóttu skipuðust veð- ur í lofti, og skoðun Ólafs og Hannibals varð ráðandi í ríkis- stjórninni. MÁLIN KÖNNUÐ. Kjaramálin hafa nú verið til athugunar í ríkisstjórn, fjórum undirnefndum og tveimur aðal- nefndum síðan þau komust á athugunarstig. Fallist hefur ver- ið á þau tilmæli atvinnurek- enda að Efnahagsstofnunin yrði látin gera könnun á hag og greiðslugetu atvinnuveganna og hefur verið unnið að þeirri athugun frá því fyrir miðjan október. Sjálf hefur ríkisstjórn- in rætt kjaramálin af og til ým- ist ein að við fulltrúa vinnu- markaðsins, en um raunveru- legar viðræður deiluaðila var ekki að ræða og verður ekki að ræða fyrr en í fyrsta lagi um mánaðarmótin október-nóvem- ber. Það er ekki sízt ríkisstjórn- in sjálf, sem vill fá sem lengst- an tima til athuguna á því hvað gera skuli. Stuðningsmenn hennar í launþegahreyfingunni hafa viljað gefa stjórninni rúm- an tíma, en seinni hluta októ- bermánaðar var lítið eitt farið að bera á ókyrrð í samninga- nefnd launþega, og þó einkum meðal fólks úti á vinnumark- aðnum sem skyldi ekki full- komlega þá tregðu, sem hlaup- in var í samningamálin. Þetta fólk hafði í huga þær yfirlýs- ingar stuðningsflokka núver- andi ríkisstjórnar frá því fyrir kosningar og eftir þær, að kjarabætur handa hinum verst settu væru réttlætismál, sem þyldi enga bið. Þær kjarabætur, sem ríkisstjórnin gat veitt, fljót- lega eftir að hún settist á valda- stóla, er talin allsendis ófull- nægjandi, fyrir láglaunafólk, en hefur engu að síður valdið því, að þetta fólk hefur viljað bíða átekta og sýna þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart rík- isstjórninni. SAMNINGAVIÐRÆÐUR DRAGAST ENN. Þótt raunverulegar viðræður hefjist að líkindum um mánað- armótin er eins líklegt og hvað annað að samningar geti dreg- ist út allan nóvembermánuð. Samningamáin eru margþætt. Fyrst ber að nefna sérstakar kjarabætur til láglaimafólks og kjarabætur til verzlunar- og skrifstofufólks í efri flokkun- um með hliðsjón af síðustu samningum við Bandalag starfs- manna ríkis og bæja. Þá gera undirmenn á farskipum sér- kröfur, sem miðaðar eru við umtalsverðar hækkanir, sem yf- irmenn á farskipum fengu á sl. ári. Loks verður að svara þeirri vandasömu spurningu. hverjar eigi að verða almennar kjara- bætur að þessu sinni og hvernig greiðslum beinna launahækk- ana verður háttað. Loforð ríkisstjórnarinnar um að hún muni beita sér fyrir styttingu vinnuvikunnar í 40 stundir án breytinga á viku- kaupi og lengingu orlofs í 4 vikur eru sérkafli í þessum kjaramálum, sem ríkisstjórnin vissi ekki þegar hún gaf loforð- ið hvernig hún hyggðist fram- kvæma. Með þessum loforðum og þeim kjarabótum, sem ríkis- stjórnin veitti fljótlega eftir að hún tók við völdum, var ætlun- in að vinna traust hjá launþeg- um, sem síðan átti að auðvelda ríkisstjóminni að greiða fyrir raunhæfu samkomulagi í fyrir- sjáanlegri kjaradeilu í haust. Það er ósýnt mál að aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar hafi borið tilætlaðan árangur og kemur sennilega ekki á daginn fyrr en samningum er að fullu lokið. 30 FV 10 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.