Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 7
„Berserkr", skemmtibáturinn, sem teiknaður hefur verið fyr- ir Hitatœki hf. verjum, eru sérstaklega útbún- ir til rækju- og humarveiða. Verða þeir reyndir við veiðar strax og þeir koma til eigenda sinna, og má fastlega vænta þess, að þeir veki athygli, enda eru þessir bátar vandaðri en Indverjar og aðrar sambærileg- ar þjóðir í fiskveiðum eiga að venjast. Mikið veltur á því um framhaldið, hvernig þessir tveir bátar gefast. Könnun, sem gerð hefur verið að tilhlutan báta- útflutningsnefndar iðnaðarráðu- neytisins undanfarin misseri, sýnir, að markaður fyrir báta af þessari stærð og gerð kann að vera mjö'g stór. Sölutilraunir þær, sem gerð- ar hafa verið, og niðurstöður þeirra, benda til þess, að mögu- leikarnir séu fyrir hendi. Ing- ólfur Árnason, umboðsmaður bandadsks sölufyrirtækis, sem annast hefur tilraunirnar, tjáði FV, að þó væri alls óvist, að unnt. yrði að nýta þessa mögu- leika í bráð. Það hefði komið í ljós, að íslendingár væru al- mennt of seinir með tilboð sín, og óvissa um verðþróun innan- lands og skortur á vinnuafli, drægi úr getu og kjarki skipa- smíðastöðvanna til að gera bindandi tilboð, sem nauðsyn- legt væri að gera og tíðkaðist almennt við sölu á bátum sem þessum. Líkur bentu nú til þess, að verð væri orðið í það hæsta, og færi samkeppnisað- staða okkar versnandi í því til- liti. Þar kæmi þó til greina að slaka á kröfum um gerð og búnað bátanna, enda væru al- mennt notaðir bátar af tölu- vert lægra gæðaflokki en mið- að væri við hér. Ingólfur sagði, að Bandaríkjamenn seldu á sama markað seríusmíðaða báta, ögn stærri, og væri verð þeirra um 15 milljónir króna. Bátarnir frá Bátalóni hf., myndu kosta nú um 20 milijón- ir, en þeir eru seldir töluvert lægra, samkvæmt bindandi til- boði, sem miðað var við þáver- andi aðstæður. Verðmunurinn svaraði einkum til gæðamun- arins. Ef ekki næðist þeim mun betri árangur af rekstri ís- lenzku bátanna, yrði að athuga það, hvort tiltækilegt væri að slaka á gæðakröfunum. Og alla vega yrði að leggja áherzlu á að bjóða eina staðlaða gerð, ef á annað borð ætti að halda áfram að hugsa um þennan fiskibátaútflutning. Að lokum sagði Ingólfur, að útflutningur af þessu tagi krefðist rann- sókna, tilrauna og þolinmæði, en með góðu skipulagi mætti örugglega byggja upp báta- útflutninginn, svo framarlega sem innanlandsaðstæður leyfðu. Sjálfsagt væri að reyna þetta til hlítar, því fiskibátasmíðar hentuðu okkur vafalaust vel, sem mikilsverð iðngrein. SKEMMTIBÁTAR Fyrirtækið Hitatæki hf. í Reykjavík hefur nú um miss- era skeið athugað möguleika á að hefja smíði og útflutning skemmtibáta úr áli. Lét fyrir- tækið teikna 45 feta bát fyrir Bandaríkjamarkað, að undan- genginni markaðskönnun. Var hugmyndin kynnt í nýjunga- þætti bandaríska tímaritsins Motor Boating á síðasta ári, og vakti athygli. Að sögn Ásgeirs Höskulds- sonar er ætlunin að smíði bát- anna verði í höndum verkstæða, sem starfrækt eru á höfuðborg- arsvæðinu, en vélar og tæki verði keypt frá Bandaríkjunum með tilliti til viðhalds. Kvaðst Ásgeir telja, að unnt væri að byggja smíði þessara báta upp á 5-6 árum, og skapa þannig atvinnu fyrir 50-60 manns. Ásgeir tjáði FV, að fram- kvæmdir hefðu dregizt vegna þess, að ekki hefði fengizt láns- fé til að hefja smíðina. Láns- fjárumsókn væri nú í nýrri at- hugun, og kæmi fljótlega í ljós, hvort af þessu yrði. Til þess að byrja, þyrfti að vera fyrir hendi fjármagn í einn sýningar- bát, um 7 milljónir króna, en bátarnir væru hins vegar seld- ir gegn staðgreiðslu, þannig að ekki þyrfti að binda verulegt fé í framleiðslunni. Gert er ráð fyrir því, að bát- arnir verði seldir umboðsmönn- um í Bandaríkjunum, eða beint. Þá hefur Verkfræðistofa Guðmundar Óskarssonar í Reykjavík fyrir nokkru hafið athusun á smíði og sölu skemmt.ibáta fvrir Baudaríkja- markað Er husmvndin hund- in við að nýta hús. sem Síldar- verksmiðiur ríkisins eisa á Sishifirði, og vrði framleiðstan í höndum fvrirtækis í eisu Siglufjarðarbæjar og einstakl- FV 10 1971 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.