Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Side 11

Frjáls verslun - 01.12.1981, Side 11
Jónas Jónasson til Akureyrar Um nokkurt skeiö hefur Ríkisútvarpið starfrækt upptöku- og útsendingar- stúdíó á Akureyri og hafa þeir Morgunvökumenn og umsjónarmenn þáttarins Á vettvangi verið duglegastir við að nota sér þessa að- stöðu. Fram hafa komið óskir norðanmanna um að útvarpið setti á laggirnar fréttastofu nyrðra með föst- um starfsmanni. Þaö mál var sent til meðferðar sérstakrar nefndar, sem menntamála- ráðuneytið skipaði. Nefndin hefur komizt að þeirri niður- stöðu að vinna bæri að framkvæmd málsins í sam- ræmi við óskir Norðlendinga og mun nú ákveðið að starfsmaður útvarpsins verði með fast aðsetur á Akureyri. Það er hinn kunni útvarpsmaður Jónas Jónasson. sem valinn hefur verið til að hleypa þessari starfsemi af stokkunum. Samstarfsmenn Jónasar hjá Ríkisútvarpinu segja að hann hyggist skrifa nýja bók í kyrrðinni fyrir norðan. Harpa hf. byggir við Hverfisgötuna Harpa h.f. hyggst byggja fjögurra hæöa verzlunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús á lóðinni Hverfisgötu 105. Húsið veröur fjórar hæðir, alls 12.617 rúmmetrar. Þá ætlar Böðvar Bjarnason sf. aö byggja verkstæðishús við Höfðabakka 3, tvær hæðir og kjallara, samtals 7426 rúmmetra. Við Furu- gerði 23 hyggst Gunnar Vernharðsson, Gróðarstöð- in Grænahlíð, byggja sölu- skála úr steini og timbri. Einnig hefur Innkaup h.f. ákveðið að byggja skrif- stofuhús við Skútuvog 13, tvær hæðir, 2690 rúmmetra. sua'.'.iisiiSSi SIÍLÍSESEBCBSB Hve margir hjá útvarpinu vinna ekki? Og úr því að minnzt er á Jónas Jónasson þá rifjast upp saga af hnyttnum til- svörum hans á fundi einum, sem hann mætti á fyrir all- nokkrum mánuðum, en þar voru málefni útvarpsins meðal annars til umræðu. Menn hlógu dátt yfir svari Jónasar, er hann var spurð- ur hve margir ynnu hjá út- varpinu. — Spyrjið heldur hvursu margir hjá útvarpinu vinna ekki, svaraði Jónas að bragði. Verða mótel byggð í Kópavogi? Stefnir Helgason í inn- flutningsfyrirtækinu Fal hf í Hamraborg í Kópavogi, er þessa dagana að hugleiða byggingu mótela á höfuð- borgarsvæðinu, en sem kunnugt er, er þessháttar gistirými ekki fyrir að fara hérlendis nema í smáum stíl og langt frá borginni eins og t.d. að Flúðum í Hruna- mannahreppi. Stefnir og fé- lagar hans hafa helst auga- stað á Kópavogi í þessu sambandi og hefur helst verið talað um að fá land úr Sæbólslandi eða Voga- tungulandi. Mál þetta er enn á undirbúningsstigi og um- fang framkvæmdanna því óljóst á þessu stigi Kvennaframboð hjá krötum og Framsókn Kvennaframboð við borg- arstjórnarkosningar, sem nú er í undirbúningi, hefur komið miklu róti á hugi for- svarsmanna þeirra flokka, sem umræddur kvennalisti getur helzt reynzt skeinu- hættur. Róttækar konur á vinstri væng stjórnmálanna eru í fararbroddi við undir- búning þessa framboðs, þó að eitt og eitt nafn kvenna úr öðrum stjórnmálahreyfing- um tengist því til að milda áferðina. Forystumenn Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks hafa sérstakar áhyggjur en Alþýðubanda- lagsmenn anda léttar og telja sig eiga örugga banda- menn í borgarstjórn af væntanlegum kvennalista. Hjá Framsókn er mikil áherzla lögð á að koma saman lista meö konum í efstu sætum. Steinunn Finnbogadóttir. sem áður hefur setið í borgarstjórn fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna, mun líkleg til að skipa efsta sæti og Svala Thorlacius, lögfræðingur er einnig nefnd í því sambandi. Þá er sennilegt að Gerður Steinþörsdóttir, varaborg- arfulltrúi og Sigrún Magnúsdóttir, formaður Félags Framsóknarkvenna i Reykjavík verði ofarlega á blaði. Hjá Alþýðuflokki eru þær Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Bryndís Schram nefndar í sambandi við 1. og 2. sæti á lista.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.