Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Side 53

Frjáls verslun - 01.12.1981, Side 53
 Á skrifstofunni. Björn Bragi Björnsson (til vinstri) og Jóhannes Jónasson. Hráefnið kemur aðallega af Reykjanesskaganum og í kringum EHiðaámar. Hráefnið, sem notað er við framleiðsluna er bæði innlent og erlent. Það innlenda er sótt á Reykjanesskagann og svæðið kringum Elliðaárnar. Það erlenda kemur frá Hollandi, Þýskalandi og Englandi. íslenski leirinn einn og sér þykir ekki nógu góður, því hann vill brotna við vinnslu, til dæmis brennur stundum við, að mólíkúl, sem í leirnum eru og eiga að leysast upp við tvö til þrjú hundruð gráðu hita, gera það alls ekki, heldur springa við allt upp í átta hundruð gráðu hita. Þegar það gerist verður allt handónýtt, þess vegna hefur verið brugðið á það ráð að flytja inn erlendis frá og eru það bætiefni, sem blönduð eru íslenska hráefninu. Hráefnið er ódýrt og að sögn Orra er heildar- hráefniskostnaður fyrirtækisins ekki nema um fimm prósent af öll- um rekstrinum. Stærstu útgjalda- liðirnir eru hins vegar laun og hönnun. — Nú stendur iðulega á ís- lenskum leirvörum ,,Hand-made in lceland". En að hve miklu leyti er framleiðslan ..hand-made"? ,,Það er alltaf matsatriði, hversu stór hluti framleiðslunnar á að vera handunninn. Þegar fyrirtækið var sett á laggirnar var það stúdíó eða verkstæði, en nú er það, að mínu viti, mitt á milli þess að vera verk- stæði og verksmiðja. Það er mikið af framleiðslunni handunnið enn, og hlýtur alltaf að verða það, en auðvitað erum við líka með verk- smiðjuframleiðslu, þó er flest af því, sem fer á heimamarkaðinn handunnið." Venjulegur framleiðslutími leir- muna eru um þrjár til fjórar vikur. Er mjög vandfarið með hlutina á þeim tíma og má lítið fara úrskeiðis til að allt verði ónýtt. Hlutirnir fara í gegn um mörg framleiðsluþrep og ætíð þarf að vera á varðbergi um að hitastig sé rétt og svo framveg- is. Hvort hlutur er handunninn eöa ekki fer að nokkru leyti eftir lögun hans, til dæmis þarf hann að vera kringlóttur til þess að hægt sé að vélrenna hann, annars þarf að handrenna, og sé hluturinn mjög flókinn að gerð, svo sem fuglar eða annað í þeim dúr, þarf að steypa undir hann mót. Mikil gróska í hönnunar- og vöruþróunar- málum fyrirtækisins Á þessu ári hefur verið mikil gróska í hönnunar- og vöruþró- unarmálum fyrirtækisins. í árs- byrjun var sett á markaðinn svo- kölluð Sælkeralína, sem í eru alls kyns krúsir og ílát fyrir nútíma fólk. Nokkru síðar komu á markaðinn svokölluð Steinblóm, sem er alger nýjung á þessu sviði. Villtar ís- lenskar jurtir og blóm eru tínd víðsvegar um landið, jurtirnar eru svo baðaöar í glerungum og oxíð- um og greyptar í rennblautan steinleir á sérstakan máta. Þá er verkið brennt við háan hita í stein- leirsofni við tólf til þrettán hundruð gráður. Við brennsluna eyóast jurtirnar og öll venjuleg efni, en glerungarnir grópa út frá sér ímynd og útlínur grasa og blóma, sem listamaðurinn lagði í stein- leirinn. Ekki er kunnugt um, að þessi aðferð hafi áður verið notuð við gerð listmuna í heiminum, en aðferðin hefur þó verið notuð áður við gerð veggflísa. Hönnuöir Steinblóma voru þau Eydís Lúð- víksdóttir og Þór Sveinsson. Steinblóm hafa mælst mjög vel fyrirog hefurfyrirtækiðekki undan að framleiða þessi verk. Þá átti að koma á markaðinn fyrir jólin nýr borðbúnaður, sem kallaður er Öðustell. Borðbún- aðurinn hefur verið í undirbúningi í tvö, þrjú ár og forystu um hönnun hafa þær Hulda Marisdóttir og Eydís Lúðvíksdóttir haft. Öðustell- ið er einfalt að gerð, það er glerjað með völdum steinefnum, sem þola sterkustu kemísk efni og þjösna- skap í uppþvottavélum. Á því er silkimjúk pastelgrá áferð, er býður upp á fjölbreytta uppstillingar- möguleika. Var pantaður glerj- ungur erlendis frá og var hann notaður, en þegar taka átti munina út úr ofninum, kom í Ijós, að fyrir- tækið hafði verið afgreitt vitlaust, svo allt varð ónýtt. Vonast þeir Glitmenn eftir að koma þessum borðbúnaði á markað um og upp- úr miðjum janúar næstkomandi. En skyldi svona koma oft fyrir? ,,Það henda slys hér eins og annars staðar, svona lagað kemur kannski ekki oft fyrir, en þó stöku sinnum. Framleiðslan hjá okkur er orðin mjög fjölbreytt. Það er stúdíókeramik, steinleir og hraun- keramík. Vöruflokkarnir eru matar- og kaffistell ásamtfjöldafylgihluta, það eru vasar, skálar, plattar, öskubakkar, kertastjakar, krúsir, Ijósker í öllum stærðum og gerð- um og svo framvegis og svo fram- vegis. Það er erfitt að vera með svo margar línur í gangi, það er mis- munandi leir notaöur, glerjungur og framleiðslutíminn er misjafn. 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.